Fréttablaðið - 16.05.2007, Side 42
Eins og venja er orðin frá
fyrri Íslandsmótum mun Frétta-
blaðið standa fyrir vali á liði og
leikmanni hverrar umferðar að
henni lokinni. Í þetta sinn varð
Matthías Guðmundsson, sókn-
armaður FH, fyrir valinu. Hann
skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri
liðsins á ÍA á útivelli í opnunar-
leik mótsins.
„Þetta var mjög góður sigur og
erum við í skýjunum með þetta
enda ekki hvaða lið sem er sem
sækir sigur á Skagann,“ sagði
Matthías.
Leikurinn fór fram í miklu roki
en það virtist ekki koma niður á
leiknum þar sem fimm mörk litu
dagsins ljós. „Aðstæður voru erf-
iðar en ætli við séum ekki orðnir
vanir þessu. Þetta var fimmti leik-
urinn í röð sem við spilum í miklu
roki eftir vorleikina,“ sagði hann.
Hann segir það hafa verið
gott fyrir sjálfstraustið að skora
í sínum fyrsta deildarleik með
nýju félagi. „Annars hefur mér
verið afar vel tekið í FH og mér
líður mjög vel þar. Þetta er flott-
ur klúbbur með góðum leikmönn-
um. Boltinn sem liðið spilar hent-
ar mér mjög vel. Mér hefur þó
gengið upp og ofan á undirbún-
ingstímabilinu og átt dapra leiki
og góða. Það er ekki síst þess
vegna sem ég er ánægður með að
það gekk vel í fyrsta leik.“
FH var spáð titlinum í öllum
spám sem birtust fyrir mótið.
Matthías segist þó ekki finna
fyrir neinum sérstökum þrýst-
ingi. „Allir búast við því að við
séum mjög sterkir og eigum að
vinna alla leiki. Ég velti þessu
ekki mikið fyrir mér og reyni
frekar að gera allt sem í mínu
valdi stendur til að vinna leik-
inn.“
FH fer til Keflavíkur á sunnu-
dagskvöldið og er um toppslag að
ræða því bæði liðin, ásamt Fylki,
unnu sína leik í fyrstu umferð-
inni. Það er einnig hætt við því
að leikið verður í roki, rétt eins
og uppi á Skaga. Slíkt er algengt
í Keflavík.
„Þetta verður hörkuleikur og
Keflvíkingar sýndu að þeir eru
með sterkt lið með því að vinna
KR á útivelli. Eftir að hafa litið
á leikina í fyrstu umferðinni sýn-
ist mér að öll lið líti mjög vel út og
séu öll betri en þau voru í fyrra.
Það er ljóst að hver einasti leik-
ur verður erfiður. Það er klisja að
segja það en engu að síður satt.“
FH-ingurinn Matthías Guðmundsson er leikmaður 1. umferðar Íslandsmótsins í
knattspyrnu að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði eitt mark í 3-2 sigri FH á ÍA.
Dimitar Karadzovski
hefur skrifað undir tveggja ára
samning við nýliða Stjörnunnar
í úrvalsdeild karla í körfubolta.
Hann kemur úr röðum Skalla-
gríms.
„Þetta er mikill styrkur fyrir
okkur. Þetta er alvöru skotbak-
vörður sem er búinn að sanna sig
í deildinni hér heima í tvö ár. Við
ætlum okkur í úrslitakeppnina og
ekkert annað,“ sagði Bragi Magn-
ússon, þjálfari Stjörnunnar, við
Fréttablaðið í gær.
„Við ætlum okkur í úrslita-
keppnina og ekkert annað. Það er
yfirlýst markmið hjá okkur. Við
ætlum að taka þetta af fullri al-
vöru, bæta við okkur fleiri mönn-
um og leggja allt kapp á að gera
gott mót,“ sagði Bragi.
Kominn í
Stjörnuna
Miðherjinn Egill Jón-
asson gæti verið á förum frá
Njarðvík. Egill sagði við Frétta-
blaðið í gær að hann væri í við-
ræðum við þrjú til fjögur önnur
lið á Íslandi en hann sé einnig að
skoða möguleika á því að spila í
Evrópu á næsta tímabili.
Á förum frá
Njarðvík?
Björgólfur bjargaði toppsætinu
Valur Ingimundarson
hefur ákveðið að taka sér frí frá
þjálfun. Fríið er langþráð hjá Vali
sem hefur verið viðriðinn körfu-
boltann lengi en nú síðast þjálfaði
hann lið Skallagríms sem leitar nú
að nýjum þjálfara.
„Ég byrjaði að þjálfa fyrir 21
ári og er búinn að vera í meistara-
flokki í 28 ár í röð. Það er því kom-
inn tími á smá frí,“ sagði Valur við
Fréttablaðið í gær.
„Ég spái bara í því hvað ég geri
í haust þegar að því kemur. Eina
hlutverkið mitt í körfunni næsta
vetur verður bara að sitja á bekkj-
unum og horfa á. Það er ekkert
sem kallar á mig að halda áfram
eins og staðan er núna,“ sagði
Valur jafnframt. Þó er ekki öll
nótt úti enn að hann snúi til baka
eftir fríið.
„Ég er ekki alfarið hættur. Ég
ætla allavega að taka mér árs-
frí og sjá svo til hvort mig langi
aftur í þetta, það kemur alveg til
greina,“ sagði Valur Ingimundar-
son.
Komið gott í bili eftir
28 ár í úrvalsdeildinni