Tíminn - 14.06.1980, Blaðsíða 8
IÞROTTIR
Laugardagur 14. júnl 1980
..Það var eins og 100
bús. áhorfendur væru
á Laugardalsvellinum”
— Eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað — skoraöí
ég í Aþenu/ þegar Standard Liege lék gegn AEK
Aþena. Ég fékk knöttinn við miðjuna og tók á rás að
marki Grikkjanna — þegar ég var svona 10 m frá víta-
teignum, lét ég skotíð ríða af og náði að hitta knöttinn
mjög vel. Ég sá á eftir knettinum þar sem hann sigldi
fram hjá varnarmönnum gríska liðsins og hafnaði síðan
efst uppi í samskeytunum án þess að Constantinou ætti
möguleika á að verja. Mikil fagnaðarlæti brutust út á
meðal hinna 35 þús. áhorfenda og ég var mjög hreykinn
— þetta var algjört draumamark, sem maður skorar
ekki nema einu sinni á ævinni, sagði Asgeir Sigurvins-
son.
Ásgeir segir frá eftirminni
legustu mörkum sínum og
mótherjum
ASGEIR.. var kjörinn tþrótt
maöur ársins 1974 — hér sé
hann meO hina glæsilegu stytt
Asgeir hefur skoraö mörg fall-
eg mörk á keppnisferli sinum — á
Islandi, Belgiu og i Evrópu-
keppni. Við báöum hann aO rifja
upp eftirminnilegustu mörkin,
sem hann hefur skoraö. — „Þetta
er erfiö spurning, — ég hef veriö
svo heppinn aö skora mörg falleg
mörk, þannig aö ég legg ekkert
sérstakt mark á minniö, en ég
man þó alltaf eftir markinu i
Aþenu”, sagöi Ásgeir — en viö
höfum þaö þó af, aö fá hann til aö
segja frá nokkrum af mörkum
sinum, en Asgeir er þekktur fyrir
aö skora glæsileg mörk — meö
þrumufleygum langt utan af velli,
svo aö knötturinn þenur út neta-
möskvana.
„Það komst aðeins eitt að
hjá mér — að skora"
Aö sjálfsögöu man ég alltaf
eftir markinu, sem ég skoraöi á
Laugardalsvellinum — 2:0 gegn
A-Þjóöverjum. Siguröur Dags-
son, markvöröur, sparkaöi knett-
inum út og fram á miöjan vallar-
helming A-Þjóöverja. Ég brunaöi
á eftir knettinum og náöi aö skora
meö föstu skoti fram hjá Croy,
markveröi A-Þjóöverja.
Fögnuöurinn var gifurlegur —
þaö var eins og þaö væru 100 þús.
áhorfendur á Laugardalsvell-
inum, svo mikil var stemmning-
in, sagöi Asgeir og þaö leyndi sér
ekki bros hjá honum, þegar hann
minntist marksins.
Asgeir haföi þetta aö segja um
markiö I viötali viö TIMANN,
eftir þennan eftirminnilega leik,
sem lauk meö sigri Islands — 2:1.
— „Eg náði knettinum um leiö og
hann snerti völlinn — og um leiö
og ég haföi náö valdi á honum,
komst aöeins eitt aö hjá mér: AÐ
SKORA”.
Hinn snjalli leikmaöur A-
Þýskalands — Vogel, sagöi þetta
um Asgeir eftir leikinn: — „As-
geir hefur ekki mikiö af veikum
punktum — hann er sterkur og
leikinn meö knöttinn, og þaö er
mjög erfitt aö ná knettinum af
honum. Hann býr yfir miklum
hæfileikum”.
Sigurmark í Osló
— Nú skoraðir þú sigurmark ts-
lands 1:0 gegn Norömönnum úti I
Osló á ULLEVALL-leikvellinum
og tryggöir Islendingum fyrsta
sigur yfir Norömönnum I Noregi?
— Já, þaö mark er einnig eftir-
minnilegt — ég fékk sendingu frá
Guögeiri Leifssyni, þar sem ég
var staösettur vel fyrir utan vita-
teig — ég var I góöu skotfæri, svo
aö ég ákvaö aö láta skotiö riöa af.
Knötturinn hafnaöi I netinu — og
sigurinn var okkar.
Asgeir sagöi aö honum þætti
afar vænt um mark sem hann
skoraöi (1:0) gegn Anderlecht I
„Þaö er gaman aö leika keilu-
spil”. Ásgeir lætur skot riöa
ASGEIR SIGURVINSSON.. sést hér skora mark sitt gegn A-
Þjóöverjum 1975 — meö þrumuskoti, sem Croy átti ekki mögu-
leika á aö verja.
„Þaö var eins og
sprengju hef öi verið
varpað á hótelið”
— „Ég var staddur i anddyr-
inu á hótelinu — þaö var eins og
sprengja heföi sprungiö. Fólk
hrópaöi upp, ruddist út á götu
hrópandi og dansandi— og inn á
barnum kváöu viö skot, þegar
korktöppunum var skotiö úr
kampavinsflöskum og öllum
var boöiö upp á drykk. Ég hef
aldrei oröiö vitni aö eins mikl-
un naöarlátum á ævinni”. Þaö
er Asgeir Sigurvinsson sem seg-
ir frá — og hann er aö segja
blaöamönnum Tfmans frá þvl
þegar hann var staddur I Tel
Aviv 3. júli 1976 — daginn sem
tsraelsmenn björguöu gislunum
103 á Entebbe-flugvellinum I
Uganda, sem frægt varö — tsra-
elsmenn lögöu upp frá Tel Aviv
og fóru 2.500 milur til aö bjarga
gislunum frá flugvélaræningj-
um Araba.
— Þegar fréttin barst út, aö
búiö var aö bjarga gislunum,
brutpst út geysileg fagnaöarlæti
og stæóöu þau langt fram eftir
nóttu, sagöi Asgeir.
— Hvaö varst þú aö gera I Tel
Aviv — þennan eftirminniiega
dag?
— Viö vorum á keppnisferöa-
lagi hjá Standard Liege og lék-
um gegn liöi frá Tel Aviv I
TOTO-bikarkeppninni. Viö vor-
um búnir aö leika leikinn og
gátum þvi tekiö þátt i fagnaöar-
látum Israelsmanna — þetta er
nótt, sem ég mun aldrei gleyma,
sagöi Asgeir.
IÞR0TTIR
Laugardagur 14. júnl 1980
GARY OWEN.. „Mjög erfitt
aö leika gegn honum”.
„Ég sá á eftir
knettinum —
hafna efst upp
i samskeytun-
um". Hér á
myndinni sést
glæsimark það,
sem Asgeir
skoraði gegn
AEK Aþena i
A þe n u í
Evrópukeppni
— örin bendir á
knöttinn.
• ULI STILEKE.. er sá besti,
sem ég hef leikiö gegn.
gegn honum I Frakklandi — I leik
sem lauk meö jafntefli 2:2. Stil-
eke er mjög snjall leikmaöur —
hefur gott auga fyrir samspili og
hefur yfir gífurlegri yfirferö aö
ráöa — er fljótur og ákveöinn.
Þaö var mjög erfitt aö leika gegn
honum.
Þá er Hollendingurinn Arie
Haan hjá Anderlecht mjög góöur
og einnig Willy van der Kerkof.
Ég vil einnig nefna Englending-
inn Gary Owen — miövallarspil-
ara hjá W.B.A., en hann lék meö
Manchester City. Þaö var mjög
erfitt aö leika gegn honum, sagöi
Asgeir.
Þá er auglýst einvígi
Sá leikmaöur hér I Belgiu, sem
mér hefur þótt erfiöast aö leika
gegn, er Hollendingurinn Jan
Boskamp hjá RWD Molenbeek.
Hann er mjög haröur leikmaöur
og þegar viö mætumst, er þaö stál
I stál — hvorugur gefur þumlung
eftir. Enda er þaö oröiö þannig,
þegar Standard Liege og Molen-
beek mætast, aö þaö er meira
skrifaö um einvigi okkar, heldur
um leikinn sjálfan — blööin segja
þá frá einvigi Boskamp og Sigur-
Framhald á bls 19
TEXTI: Sigmundur
ó. Steinarsson
MYNDIR: Guðjón
Róbert Ágústsson
belgisku l. deildarkeppnínni 1979.
Ég man alltaf eftir þessum leik,
þvi aö þaö rigndi mikiö og völlur-
inn var eins og forarpyttur — þaö
var mjög erfitt aö fóta sig á hon-
um. Eitt sinn brunaöi ég inn i
vítateig, þegar sending kom fyrir
markiö — ég náöi aö skjóta viö-
stööulausu skoti, sem hafnaöi efst
uppi i hliöarnetinu.
Skoraði 2 mörk gegn Man-
chester City
— Og þú skoraöir tvö mörk
gegn Manchester City I UEFA-
bikarkeppninni 1978-79 — annaö
beint úr aukaspyrnu?
— Ég skoraöi fyrra markiö úr
vitaspyrnu, en þaö siöara beint úr
aukaspyrnu. Leikmenn
Manchester City geröu varnar-
vegg viö vitateiginn — þegar ég
hljóp aö knettinum, sá ég glufu
opnast og ákvaö þá aö freistast til
þess aö skjóta. Knötturinn
hafnaöi I netinu, án þess aö Joe
Corrigan næöi aö átta sig á hlut-
unum. Viö unnum leikinn 2:0.
— Þiö töpuöuö fyrri leiknum á
Main Road — 0:4?
— Já, þá kynntist ég best, hvaö
knattspyrnan getur veriö misk-
unnarlaus. Viö náöum mjög góö-
um leik og sóttum stift aö marki
City, en okkur tókst ekki aö skora.
Staöan var 1:0 fyrir City, þegar 5
min. voru til leiksloka — þá fengu
þeir vitaspyrnu og skoruöu 2:0 og
siöan bættu þeir viö tveimur
mörkum á siöustu tveimur
minútunum. Þessi leikur var
hrein martröö fyrir okkur.
TONY BOOK..framkvæmda-
stjóri Manchester City, sagöi i
viötali viö Tlmann, eftir leikinn I
Liege, þegar hann var spuröur
um Asgeir: — „Ég vildi gefa
mikiö til aö hafa leikmann á borö
viö Sigurvinsson i liöi mlnu —
hann er mjög snjall knattspyrnu-
maöur”.
Af bakinu á Árna og í
netið...
— Asgeir, manstu ekki eftir ein-
hverjum mörkum, sem þú skor-
aðir meö Eyjaliðinu heima?
— Ég man eftir fyrsta markinu
minu, sem ég skoraöi I Keflavlk,
og þá man ég sérstaklega eftir
marki sem ég skoraöi gegn Akur-
eyringum 1973 i Njarövik. — Ég
tók þá aukaspyrnu á 35 m færi og
ákvaö aö skjóta — skotiö fór yfir
varnarvegg Akureyringa og
hafnaöi i þverslánni. Þaöan
þeyttist knötturinn i bakiö á Arna
Stefánssyni, markveröi, og i
netiö,
Uli Stileke frábær
— Þú hefur leikiö gegn mörgum
snjöllum leikmönnum á keppnis-
ferli þinum — hvaöa leikmaður er
sá bestiog erfiöasti, sem þú hefur
leikiö gegn?
— Ég tel aö V-Þjóöverjinn Uli
Stileke sé erfiöasti og jafnframt
besti leikmaöurinn, sem ég hef
leikiö gegn. Hann leikur nú meö
Real Madrid, en lék meö Borussia
Mönchengladbach, þegar ég lék
Ásgeir meö dýrustu
fætur á íslandi
Eftir helgina heldur greinaflokkurinn áfram
. Jékk vel
útilátiö
kjaftshögg
— sem ég kunni ekki að meta”
— Jú, ég hef einu sinni fengið
aö sjá rauöa spjaldið — þaö
var I Sevilla á Spáni, þar sem
Standard Liege tók þátt i
knattspyrnukeppni, sagöi As-
geir Sigurvinsson, þegar viö
spuröum hann, hvort honum
hafi aldrei veriö vlsaö af leik-
velli.
— Skaphiti Spánverja er
alltaf mikill — ég lenti I sam-
stuöi viö einn leikmann Betis
frá Sevilla, meö þeim afleiö-
ingum aö viö féllum báöir. Ég
varö fyrri til aö standa upp —
og rétti Spánverjanum síöan
höndina, til aö hjálpa honum
aö risa á fætur. Þegar hann
reis upp, þá var hann ekki aö
tvinóna viö hlutina — heldur
rétti mér eitt vel útilátiö
kjaftshögg.
— Ég áttaöi mig ekki á
þessu strax, þetta kom mér
svo á óvart — en siöan tók ég á
rás á eftir honum og þakkaöi
fyrir mig, meö þvi aö sparka
hressilega I afturendann á
honum. Dómarinn var ekki
eins ánægöur meö þennan
„þátt” okkar og áhorfendur —
hann rak okkur báöa út af,
sagöi Asgeir.
SK0RNIR
V0RU SUND-
URTÆTTIR
J
— og ég hélt að ég væri fótbrotinn”
— „Ég ætlaöi ekki aö trúa
minum eigin augum — þegar
ég leit niöur á knattspyrnu-
skóna, sá ég aö þeir voru
sundurtættir og blóöiö fossaöi
úr fótleggnum á mér —ég hélt
fyrst aö ég væri fotbrotinn, en
sem betur fer var ég þaö
ekki”. Þetta sagöi Asgeir
Sigurvinsson, þegar viö spurö-
um hann — hvaö væri fast-
asta samstuð, sem hann
hefur lent I. — „Þetta skeöi i
leik gegn FC Liege — og þegar
ég lenti I samstuöinu, heyröist
geysilegur hvellur, slöan
þeyttist ég upp i loftiö og féll
niður meö skell. Þetta var
mjög eftirminnilegur árekstur
— ég var meö djúpan skurö á
leggnúm þrjár vikur á eftir”,
sagöi Asgeir.