Tíminn - 14.06.1980, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 14. jiinl 1980
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvœmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug-
lýsingastjóri: Stelngrfmur Gfslason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvemdastjórn og auglýsingar
Sfðumúia 15. Sfml 86300. — Kvöldslmar blaðamanna: 86562,
86495. Eftir ki. 20.00 : 86387. Verð f lausasttlu kr. 240.
V-Askriftargjald kr. 4.800 á mánuðl. Blaðaprent.
Þórarínn Þórarínsson
Erlent yfirlit
Algert ófriðarástand
ríkir í Suður-Afríku
Gengissig leysir
ekki vandann
Undir venjulegum kringumstæðum vekur það
ekki athygli, þótt bankastjórar Seðlabankans
bregði sér til útlanda, þar sem bankinn hefur marg-
visleg viðskipti við fjármálastofnanir þar.
Nú bregður hins vegar svo við, að fjölmiðlar hafa
látið sér tiðrætt um, að tveir af bankastjórunum
hafa dvalizt erlendis að undanförnu og það verið
rækilega auglýst hvenær þeirra sé heimvon.
Ástæðan til þess, að þannig hefur verið fylgzt með
ferðum bankastjóranna er sú, að frystihúsin virðast
enn einu sinni vera að reka upp á sker og rekstur
þeirra að stöðvast, nema til komi verulegar aðgerð-
ir til að bæta hag þeirra.
Eins og svo oft áður, virðist ýmsum koma fyrst i
hug að leiðin til að bjarga frystihúsunum frá stöðv-
un sé myndarlegt gengisfall eða gengissig, eins og
farið er að kalla gengisfellingar nú til dags.
Það eru bankastjórar Seðlabankans, sem fara
með gengisskráningarvaldið i samráði við rikis-
stjórnina. Engin ákvörðun verður þvi tekin um
þetta efni meðan meirihluti bankastjórnarinnar er
erlendis.
Þeir, sem láta sig dreyma um gengissig til að
rétta afkomu frystihúsanna, virðast litið hafa lært
af reynslunni eða látast ekki sjá hana. Frystihúsin
hafa hvað eftir annað verið að stöðvast á undan-
förnum árum og jafnan gripið til gengisfellingar
eða gengissigs til að bjarga þeim i bili. Eftir stutta
stund hafa þau verið komin i strand aftur og það
öllu meira en áður.
Astæðan er sú, að gengissig leysir ekki vandann.
Það aðeins frestar honum um stutta stund, jafn-
framt þvi, sem það eykur hann. Fjármálakerfi okk-
ar er þannig, að gengissig hefur óðara áhrif á kaup-
gjaldið og það siðan á atvinnureksturinn. Þannig
hefur þetta gengið koll af kolli.
Og alltaf hefur vandinn magnazt við hvert gengis-
sig.
Vandi frystihúsanna er nú sprottinn af þvi, að
kaupgjald og fiskverð hækkaði um 12-13% um
siðastl. mánaðamót samkvæmt visitölukerfinu.
Þetta var stærra stökk en oft áður. Framsóknar-
menn bentu á þá hættu, sem myndi hljótast af
þessu, en þvi var ekki sinnt.
Alþýðuflokkurinn hrópaði m.a. svo hátt, að nú
ætti að skerða visitölubætumar, að stéttasamtökin
hrukku við. Nú leggur Alþýðublaðið hins vegar til,
að visitölukerfið sé afnumið! Það er alltaf sama
samræmið á þeim bæ.
Vegna þess, að ábendingu Framsóknarflokksins
var ekkert sinnt, er vandinn nú meiri en ella. Við
það bætist svo verðfall erlendis og meiri háttar sölu-
tregða. Það hefur hins vegar hjálpað okkur siðustu
misserin, að verðlag hefur farið hækkandi og sala
gengið vel.
Þess vegna er aukin ástæða til að staldra nú við
og gera sér þess fulla grein, að gengissig eitt leysir
ekki vandann, heldur eykur hann, þótt það geti
hindrað stöðvun um stundarsakir. Bankastjórar
Seðlabankans þurfa að hugsa sig vel um áður en
þeir halda lengra á umræddri braut.
Rikisstjórnin þarf lika að hugsa sig vel um. Hún
hefur heitið þvi að hafa samráð við stéttasamtökin
og stjórnmálaflokkana áður en teknar eru ákvarð-
anir um meiri háttar efnahagslegar aðgerðir. Nú er
vissulega ástæða til sliks samráðs. Þ .Þ.
Börn og unglingar skipa sér i fylkingarbrjóst
Eldarnir eftir sprengingarnar i Sasolburg.
SKÆRULIÐAR I Suöur-Afrlku
sýndu greinilega I verki 1. þ.m.,
aö þeir eru orðnir færir um aB
vinna skemmdarverk, sem geta
meö tlö og tlma oröiö stjórn
hvltra manna þar aö falli.
Þeir geröu þá aö næturlagi
árásir á þrjár stórar olíu-
geymslu- og olíuvinnslustöövar,
sem vinna ollu úr kolum. Tvær
af þessum stöövum eru I Sasol-
burg, sem er 35 mllur frá Jó-
hannesarborg, og uröu á þeim
skemmdir, sem valda margra
milljóna sterlingspunda tjóni.
Auk þess rann niöur mikiö af
ollu.
Þriöja árásin var gerö á olíu-
vinnslustöö I Secunda, 150 mflur
frá Jóhannesarborg. Þar uröu
skemmdir litlar, þvl aö sprengj-
an, sem var notuö, misheppnaö-
ist. Einn varöanna var skotinn
til bana, en árásarmennimir
komust undan, bæöi þar og I Sa-
solburg.
1 Sasolburg loguöu eldar I
marga daga, en þar kviknaöi I
mörgum olíugeymum.
Suöur-Afrlka hefur takmark-
aöa orkugjafa, aöra en kolin.
Þess vegna hafa stjórnarvöldin
hafizt handa um aö framleiöa
ollu Ur kolum I stórum stll. Taliö
er, aö skemmdarverkin I Sasol-
burg muni tefja mjög fyrirætl-
anir um þessa framleiöslu.
Tveimur mánuöum áöur
höföu skæruliöar hertekiö lög-
reglustöö I úthverfi Jóhannesar-
borgar og haldiö lögregluþjón-
um sem glslum um drykklanga
stund. Þeir geröu þetta fyrst og
fremst til aö sýna getu slna.
Hvltir menn I Suöur-Afrlku
gera sér ljóst, aö framangreind-
ir atburöir eru merki um aö
samtökum skæruliöa er aö vaxa
fiskur um hrygg og aö þau muni
veröa þeim vaxandi ógnvaldur I
náinni framtlö.
ÞAÐ ER taliö, aö framangreind
skemmdarverk hafi veriö fram-
in af samtökum, sem nefna sig
African National Congress,
(ANC).
Þessi samtök voru upphaflega
stofnuö 1912 og var þá ætlaö aö
vinna aö réttindamálum
blökkumanna meö friösamleg-
um hætti. Áriö 1960 voru þau
samt bönnuö aö afloknum hin-
um svonefndu Sharpeville-
moröum.
Samtökin höföu þá undirbúiö
mótmælagöngu I tilefni af þvi,
aö blökkumönnum haföi veriö
gert skylt aö bera sérstök vega-
bréf. Lögreglan skaut á göng-
una og drap um 70 manns.
Þetta mæltist eölilega illa
fyrir. Rlkisstjórnin reyndi aö
kenna ANC um og bannaöi því
samtökin.
Fyrst á eftir bar lltiö á þeim,
þótt reynt væri aö halda þeim
lifandi neöanjaröar, eins og þaö
er orðaö I þessu sambandi.
Ariö 1976 uröu mikil þátta-
skipti I sögu þeirra. Taliö er, aö
átökin miklu, sem þá uröu I
Soweto, blökkumannahverfi hjá
Jóhannesarborg, hafi oröiö til
þess, aö fjögur þúsund ungir
blökkumenn hafi fariö úr landi
til þess aö fá þjálfun sem skæru-
liðar. Slöan hafa þeir stundað
æfingar I Mósamblk, Angóla og
Zambiu.
Þaö þykir llklegt, aö þessir
menn séu nú aö koma heim aft-
ur og einhverjir þeirra hafi unn-
iö áöurnefnd skemmdarverk.
Vafalltiö eiga þeir eftir aö koma
meira viö sögu og þó ekki slöur
þeir, sem eiga eftir aö fara I fót-
spor þeirra.
EN STJÓRN Suöur-Afrlku hefur
fleira aö óttast en skæruliöana.
Um miöjan apríl slöastl. hófu
nemendur I barna- og ung-
lingaskólum, sem eru ætlaöir
kynblendingum, mótmælabar-
áttu, sem var fólgin I þvi aö
sækja ekki skólana. Um skeiö
voru um 100 þúsund nemendur I
sllku verkfalli.
Þessi verkföll hafa haldizt á-
fram meira og minna. VIBa
hefur komiö til átaka I sam-
bandi viö þau. Fjórir náms-
menn hafa þegar veriö felldir af
lögreglunni I þessum átökum,
en fjölmargir særöir.
Þeir skipta sennilega fremur
þúsundum en hundruöum, sem
lögreglan hefur hneppt I fang-
elsi I sambandi viö þessi átök.
Margir þeirra hafa enn ekki '
veriö látnir lausir aftur.
Ýmsir leiötogar kirkjunnar
hafa blandaö sér I þessa deilu. 1
eitt skipti handtók lögreglan um
60 presta og biskupa, sem höföu
fariö I mótmælagöngu. Botha
forsætisráöherra hefur harö-
lega átaliö presta og blaöamenn
fyrir aö tala máli námsmann-
anna.
1 Suöur-Afrlku skiptast menn I
fjóra þjóöflokka. Fjölmennastir
eru blökkumenn, sem telja um
70% ibúanna. Hvltir menn eru
um 17%. Kynblendingar eru um
10% og Indverjar um 3%.
Börnum af þessum þjóöflokk-
um er mjög mismunaö I
kennslu. Sem dæmi um þaö má
nefna, aö áriö 1978 var áætlaö aö
kennsla I skólum hvitra manna
kostaði ríkiö um 353 sterlings-
pund á barn. 1 skólum, sem eru
ætlaðir indverskum börnum,
nam kostnaðurinn um 197
sterlingspundum á barn. í skól-
um, sem eru ætlaöir kynblend-
ingum, nam kostnaöurinn 124
sterlingspundum á barn. 1 skól-
um fyrir blökkumenn nam
kostnaöurinn 39 sterlingspund-
um á barn.
Þótt börn kynblendinga
fengju þannig þrefalt betri
kennslu en blökkubörn, undu
þau þessum hlut ekki, og hófu
verkföll til aö bera fram kröfu
um sömu menntun og hvltu
börnin.
Þaö getur veriö tlmanna tákn,
aö þaö eru börn og unglingar
kynblendinga og blökkumanna,
sem nú ganga á undan I kyn-
þáttabaráttunni I Suöur-Afriku.
Vissulega ættu hvltir menn að
telja þaö vlsbendingu um hvaö 1
vændum er.
Botha forsætisráðherra virö-
ist gera sér ljóst, aö einhverjar
umbætur þurfi til aö jafna kyn-
þáttamuninn. Aörir foringjar
stjórnarflokksins vilja hins veg-
ar láta hart mæta höröu. Hættan
er þvl, aö þær umbætur, sem
veröa geröar, komi of seint og
veröi of litlar.