Tíminn - 19.06.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.06.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. júni 1980 15 18. þing sambands ungra Framsóknarmanna. 18. þing sambands ungra Framsóknarmanna veröur haldið aö Hallormsstaö dagana 29.—31. ágúst n.k. A þvi er vakin sérstök athygli aö tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist framkvæmdastjórn S.U.F. i siöasta lagi mánuö fyrir setningardag sambandsþingsins. Tilhögun og dagskrá þingsins verður auglýst nánar siöar. S.U.F. Vesturlandskjördæmi Alþingismennirnir Alexander Stefánsson og Davið Aöalsteinsson halda leiöarþing á eftirtöldum stööum: Breiöablik, sunnudaginn 22. júni kl. 14.00. ólafsvik, mánudaginn 23. júni kl. 21.00. Hellissandi, þriöjudaginn 24. júni kl. 21.00. Logalandi, miövikudaginn 25. júni kl. 21.00. Heiðarborg, fimmtudaginn 26. júni kl. 21.00. Allir velkomnir. Kjördæmissambandiö. tltför mannsins mins og föður okkar Hilmars A. Frímannssonar Fremstagili, Langadal, fer fram frá Holtastaðakirkju, laugardaginn 21. júni kl. 2 eftir hádegi. Birna Helgadóttir, Halldóra Hilmarsdóttir, Ólafur H. Þórisson, Frimann Hilmarsson, Guörún Blöndal, Valgarður Hilmarsson, Vilborg Pétursdóttir, Anna Hilmarsdóttir, Hallur Hilmarsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Helga Bjarnadóttir, Stórageröi 34, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. júni kl. 15.00. Bjarni Gislason, Erla Þorvaldsdóttir, Maria Gisladóttir, ólafur A. Óiafsson, Trausti Gislason, Svava Gestsdóttir, Emil Gislason, Asdis Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn og faðir okkar Gunnar Guðmundsson Sunnuvegi 11, Hafnarfirði andaðist laugardaginn 14. júni I Landspitalanum. Jarðarförin fer fram frá Frikirkjunni i Hafnarfirði laugardaginn 28. júni kl. 14.00. Inga Guðmundsdóttir og börn íþróttir O láksson KRsigraði i 110 m grind- arhlaupi á 15,5 sek en annar varð ungur piltur úr 1R StAan Þ. Stefánssoná 15,5 og er hann mjög efnilegur. Hann sigraði i hástökki stökk 1,95 m og varð annar i lang- stökki, stökk 6,80 m. Er greini- legt að þessi ungi frjálsiþro'tta- maður er i mikilli framför. „Ég get ekki annaö en veriö ánægöur. Ég veit hins vegar aö ef ég heföi ekki keppt i langstökki og 110 m grind þá hefði ég stokkiö enn hærra i hástökkinu. En þetta virðist allt vera á réttri leiö og ég er auðvitaö mjög ánægöur meö þaö”,sagði Stefán eftir keppnina. Annar I hástökkinu var Stefán Friðleifsson OIA með 1,90 m og á að geta betur með meiri keppnis- hörku. Þess má geta hér að ungur Eyfirðingur Kristján Sigurösson UMSEsetti nýttEyjafjaröarmet i hástökki er hann stökk 1,80 m og jafnaöi eiginn árangur frá Vor- móti IR á dögunum. Sigurvegari I langstökki karla varð Kristján Haröarson HSH aðeins 16 ára gamall og stökk hann 6,82 m og setti nýtt sveinamet og er hann Gerist áskrifendur! Mimvm 86-30(1 Wmkm stökk 1,79 en fyrra stökkið var stokkið er meðvindur var of mik- ill. Þess má geta að körfuknattr' leiksmaðurinn lipri Sigurður Hjörleifsson úr Val stökk 6,12 metra og vakti still hans óskipta athygli áhugamanna sem til sáu. Þorvaldur Þórsson IR sigraði i 200 metra hlaupi karla á 11,0 sek. og annar varð GIsli Sig- urðsson UMSS á 11,3. Siguröur Einarsson A sigraði af öryggi i spjótkasti en var þó nokkuð frá sinu besta enda hefur hann átt við meiðsli að striða að undanförnu. Hann kastaði 69,46 m. Gunnar Páll Jóakimsson 1R sigraði i 800 m hlaupi karla á timanum 1,53,1 og i öðru sæti var ungur Ólafsfirð- ingur Guðmundur Sigurðsson á sinum langbesta tima 1,57,5. Magnús Haraldsson FH sigraði i 1500 metra hlaupi á 4,15,6 sem er hans besti timi. I 1000 metra boð- hlaupi sigraði sveit IR og fékk timann 2,08,3. 1 sveitinni voru Þorvaldur Þórsson, Friörik Þór Óskarsson, Gunnar Páil Jóa- kimsson og Jónas Egilsson. Þetta eru helstu úrslit mótsins en næsta keppni frjálsiþrótta- manna er I kvöld, Reykjavikur- leikarnir. — S K Fundur kvenna AS/Mælifelli — Nýlokiö er 67. aöalfundi sambands noröienskra kvenna i Varmahliöarskóla. Stóö fundurinn i tvo daga og voru mörg gagnleg málefni tekin til umfjöllunar. Samband skag- firskra kvenna tók á móti aö- komukonunum og veittu Kven- félag Seyluhrepps og Kvenfélag Staöarhrepps allan beina af mikl- um myndarskap. Einmuna veðurbliöa var báða fundardagana. Innan Sambands norðlenskra kvenna eru sjö norö- lensk kvenfélagasambönd i fimm héruðum og sækja aöalfundinn 24 fulltrúar og formenn, auk gesta. Formaöur Sambands norð- lenskra kvenna er Elin Aradóttir á Brún. Með henni i stjórn eru Sigriður Hafstaö á Tjörn og Guðbjörg Bjarnadóttir, Akureyri. Fyrirlesarar á fundinum voru Steinunn Ingimundardóttir skóla stjdri, sem hélt erindi um húsmæðrafræðsluna, Guöjón Brjánsson forstöðumaður Heim- ilis aldraða á Dalvík, sem ræddi öldrunarmálefni og Jón Arnþórs- son sölustjóri Sambandsverk- smiöjanna Akureyri, en ræöa hans var um ullarvöru. Auk þessa M R FÓÐUR tslenskt kjarnfóöur FÓÐURSÖLT OG BÆTIEFNI Stewartsaít Vifoskal Cocura KÖGGLAÐ MAGNÍUMSALT GÓÐ VÖRN GEGN GRASDOÐA tilliui M'.utr.r Ki’i'i’Wi,',,- MJOLKURFÉLAG REYKJAVIKUR Algreiösla Laugavegi 164 Simi 11125og Foöurvo'ualgreiösla Sundaholn Simi 82225 norðlenskra var fjallaðum námskeiðahald, garðyrkju, bindindismál, bygg- ingu endurhæfingarstöðvar Sjálf- bjargar á Akureyri og heilsuhælis Náttúrulæknigarfélagsins þar i Kjarnaskógi, svo nokkuð sé nefnt af hinum fjölmörgu áhugamálum kvenfélaga, sem bar á góma. Kvöldvaka Sambands skagfirskra kvenna var fyrra kvöldið I Miðgarði. Var hún fjöl- sótt og skemmtu menn sér hið besta. Nýkjörinn formaður Sambands skagfirskra kvenna, Guöriln L. Asgeirsdóttir á Mæli- felli, stjórnaði kvöldvökunni. Ing- ólfur Nikódemusson á Sauðár- króki sýndi og skýrði litskyggnur úr Skagafiröi, konur af Sauöár- króki sungu, nemendur Tónlistar- skóla Skagafjarðarsýslu léku á hljóðfæri og Ardís Björnsdóttir á Vatnsleysu og Ingibjörg Jóhannesdóttir á Miögrund, stjórnarkonur Sambands skag- firskra kvenna lásu upp. Meðal gesta voru þátttakendur á nám- skeiöi fyrir aldraöa I Löngumýr- arskóla og stjórnaöi einn þeirra almennum söng, Þórarinn Þórar- insson frá Eiðum. Kvöldvöku- gestir sátu svo kaffiveislu áður- nefndra kvenfélaga og skoðuöu sýningu á trémunum, sem sett hafði veriö upp I tilefni af fundin- um til að minna á ár trésins og hin margháttuöu not skógviðar. Siðara kvöldið sátu fundarkon- urnar veislu bæjarstjórnar Sauö- árkróks og skoöuöu sig um þar I kaupstaðnum, I fylgd formanns kvenfélagsins á Sauðarkróki, Hólmfriðar Pálsdóttur. Dagskrá um Jóhann Sigurjónsson — í Þjóöleikhúsinu I kvöld Fimmtudaginn 19. júni eru hundrað ár iiöin frá fæðingu Jóhanns Sigurjónssonar, skálds frá Laxamýri. Þá um kvöldið verður flutt dagskrá I Þjóðleik- húsinu um lif og skáldskap Jóhanns. Ber dagskrá þessi heitið VÆRI ÉG AÐEINS EINN AF ÞESSUM FAU. Flytjendur eru: Arnar Jónsson, Guðbjörg Þorbja rnardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann, Helga E. Jónsdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir, Jón S. Gunnars son, Kristbjörg Kjeld, Randver Þorláksson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir, en umsjón hafa Þórhallur Sigurösson og Arni Ibsen. Dagskránni er ætlað að gefa mynd af manninum Jóhanni Sigurjónssyni og er hún sett saman úr sendibréfum skálds- ins, ljóðum, blaðaviðtölum og frásögnum annarra. Auk þess eru fléttuð inn atriði úr þremur leikritum Jóhanns og úr Fjall- kirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson. Leikritin sem atriðin eru tekin úr eru SKUGGINN, æskuverk sem hvergi hefur komiö á prent, FJALLA-EYVINDUR, sem er það leikrit Jóhanns er mesta frægðhlaut meðan hann lifði, og FRÚ ELSA.Siðast talda leikrit- ið er raunar aðeins brot af leik sem Jóhann hafði i smiðum er hann lést árið 1919. Dagskráin verður flutt aðeins þetta eina sinn og hefst hún kl. 20.30 á stóra sviðinu. Borgarstjóm í sumarfrí Kás — Siðdegis i dag verður sið- asti fundur borgarstjórnar fyrir sumarleyfi, en fyrir fundinum liggur tillaga um að fela borgar- ráði afgreiðslu allra mála þar til borgarstjórn kemur á ný til starfa, þann 4. september nk. Auglýsið íi Tímanum 86-300 GRJÓTHLÍFAR fyrir alla bíla SÍLSAUSTAR úr krómstáli BUKKVER SELFOSSI Skeljabrekka 4 - 200 Köpavogur - Sími: 44040. Hrismýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040. BLIKKVER ,—BREIÐHOLT í í ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ i L* KÓPAVOGUR Látid kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stödinni ykkar SMURSTÖD ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Snjótfur Fanndal ri n I SMURSTÖÐ ESSO s|mj j á Stórahjalla 2, Kópavogi 43430 í í Snjótfnr Fanndal —------J f i V M --------- t f f t f ^//Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jA ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já VÆ/A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.