Tíminn - 19.06.1980, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 19. júni 1980
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvemdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Slgurósson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjórl: Eirfkur S. Eirfksson. Aug-
lýsingastjóri: Stelngrimur Glslason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvemdastjórn og auglýsingar
Sfðumúia 15. Siml 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562,
86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verb í lausasölu kr. 240.
v. -Áskriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent.
Þórarínn Þórarínsson
Erlent yfirlit
Vestrænir leiðtogar
bittast í Feneyjum
Þríþættur vandi
frystihúsanna
Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra
er nýkominn heim úr ferðalagi til Bandarikjanna.
M.a. kynnti hann sér fisksölu Isiendinga þar vestra.
Eftir heimkomuna hefur hann skýrt fjölmiðlum frá
þvi, sem hann kynntist i þessum málum vestan
hafs.
Það má segja, að vandi frystihúsanna sé þriþætt-
ur.
í fyrsta lagi stafar hann af þvi, að kaupgjald og
fiskverð hækkaði innanlands mjög verulega um sið-
ustu mánaðamót.
í öðru lagi stafar vandi frystihúsanna af þvi, að
sölutregða hefur myndazt i Bandarikjunum siðustu
mánuði, sökum ástands efnahagsmála þar. Reikna
má með þvi, að hún geti haldizt fram á næsta ár.
í þriðja lagi hefur það bætzt við, að Kanadamenn
hafa aukið útflutning sinn á frystum fiski til Banda-
rikjanna og jafnhliða bætt vöruvöndun sina. Hins
vegar hefur vöruvöndun orðið lakari hjá ýmsum
frystihúsum hér.
Allt eru þetta alvarleg tiðindi, en þau þó mest, að
vöruvöndun skuli fara hrakandi.
Þetta styrkir það, sem nýlega var fullyrt hér i
blaðinu, að gengisfall eða gengissig getur ekki leyst
vanda hraðfrystihúsanna, nema til bráðabirgða, og
jafnframt með þeim afleiðingum að vandinn verður
meiri eftir en áður, ef ekkert annað er gert jafn-
hliða.
Vandamál frystihúsanna verður að taka i heild til
gaumgæfilegrar athugunar og þá ekki sizt vöru-
vöndunina. Hún kallar m.a. á breytta stefnu i fisk-
veiðimálum, þvi að verulegu leyti rekur minnkandi
vöruvöndun rætur til þess, að meira fiskmagn berst
á land vissa mánuði ársins en frystihúsin geta ann-
að með sæmilegu móti.
Raunir Benedikts
og Callaghans
James Callaghan, formaður Verkamannaflokks-
ins brezka, berst við vaxandi erfiðleika i flokki sin-
um. Ástæðan er ekki sizt sú, að Trotskyistar og
Maóistar vaða uppi i flokknum og hafa komið ár
sinni vel fyrir borð i mörgum flokksfélögum og
verkalýðssamtökum, sem eru tengd flokknum.
Þvi er jafnvel spáð, að Callaghan verði vegna
þessa ástands að láta af flokksforustunni fyrr en
ella.
Þetta ástand i brezka Verkamannaflokknum vek-
ur aukna athygli hér, sökum þess að Benedikt ‘
Gröndal virðist eiga við svipaða erfiðleika að glima
i flokki sinum.
Sá er þó munurinn, að Benedikt Gröndal þarf ekki
að glima við Trotskyista og Maóista. 1 Alþýðu-
flokknum eru það Friedmanistar, sem halda uppi ó-
eirðunum. Menn eins og Vilmundur Gylfason og Jón
Hannibalsson virðast hafa gert Milton Friedman að
átrúnaðargoði sinu og vilja hefja kenningar hans til
vegs i flokknum. Það auðveldi lika samvinnu við
Sjálfstæðisflokkinn.
Benedikt Gröndal vill hins vegar halda uppi nor-
rænni sósialdemókratiskri stefnu. Sennilega verður
skorið úr þvi á þingi Alþýðuflokksins næsta haust
hvor stefnan verður ofan á.
Þ.Þ.
Vaxandi ósamkomulag Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu
Carter og Schmidt
ELIZABETH POND, sem er
meöal þekktari fréttaskýrenda
Bandarikjanna og ritar að staö-
aldri I The Christian Science
Monitor, komst nýlega svo aö
oröi, aö aldrei heföu verið uppi
fleiri ágreiningsefni milli
Bandarikjanna og Vestur-
Evrtípu en nú slðan siöari
heimsstyrjöldinni lauk. Hins
vegar kunni deiluefnin ekki aö
vera eins alvarlegs eölis og
margir ætli.
Annar fréttaskýrandi The
Christian Science Monitor,
Daniel Southerland, kemst aö
svipaðri niöurstööu. Hann segir
hins vegar, aö of snemmt sé aö
dæma um, hvort þetta leiði til
verri eöa betri sambúðar I
framtiöinni.
Oft veröi deilur til þess aö
andrúmsloftiö hreinsist, og
samkomulagið veröi skárra á
eftir. Hiö gagnstæöa geti einnig
gerzt.
Elizabeth Pond segir, aö
Evrópumenn muni telja vonlitiö
aö koma nokkru tauti viö
Bandarikjamenn fyrr en eftir
forsetakosningarnar I haust.
Haldist þetta tísamkomulag
eftir þær, geti spár hinna svart-
sýnu rætzt, en þeir reikna meö
aö sambúöin haldi frekar áfram
aö versna en batna.
Hjá Evrópumönnum eykur
þaö efasemdir, aö þeim geöjast
ekki aö þeim mönnum, sem
munu keppa I forsetakosningun-
um I haust. Carter hefur mjög
falliö I áliti þeirra síöustu mán-
uöi. Reagan þekkja þeir ekki, en
óttast afturhaldssemi hans.
Af framangreindum ástæö-
um, mun fundur sjö þjóöarleiö-
toga, sem haldinn veröur I Fen-
eyjum um helgina, vekja meiri
athygli en ella. Þar mæta for-
setar Bandarlkjanna og Frakk-
lands og forsætisráöherrar
Bretlands, Vestur-Þýzkalands,
Italíu, Kanada og Japans.
Þótt þaö eigi aö vera aöalmál
fundarins aö ræöa um efnahags-
ástandiö I heiminum og úrræöi á
þvi sviöi, munu viöræöur Cart-
ers og ráöamanna Evrópurlkj-
anna vafalaust beinast meira og
minna aö þeim pólitísku ágrein-
ingsefnum, sem valda erfiöleik-
um í sambúö Bandarikjanna og
Vestur-Evrópu.
ÞESSI ágreiningsefni hafa
aöallega komiö til sögunnar siö-
an kosningabaráttan hófst I
Bandarikjunum og augsýnilegt
hefur oröiö, aö Carter hefur haft
heimavlgstöövarnar mest I
huga og hvernig viöbrögð hans
mæltust bezt fyrir hjá banda-
riskum kjósendum. Aöur haföi
UndaniátssemiCarters viö
sambúöin milli Bandarikjanna
og Vestur-Evrópu heldur fariö
batnandi í stjórnartíð Carters,
t.d. innan Nato, og mátti þakka
þaö Vance utanrikisráöherra
öörumfremur. Hann haföi tiltrú
Evrópumanna, öfugt viö
Brezinski, helzta ráögjafa Cart-
ers I utanrlkismálum.
Glslatakan I Teheran og inn-
rás Rússa I Afganistan breyttu
þessu. Astæöan var ekki sú, aö
Bandarikjamenn og Vestur-
Evrópumenn væru ekki sam-
mála um aö fordæma þessa at-
buröi. Vestur-Evrópumenn hafa
hins vegar talið, aö mörg viö-
brögö Carters hafi verið óraun-
hæf og óhyggileg, enda fyrst og
fremst miðuð viö almennings-
álitið I Bandarikjunum.
Aö nokkru leyti stafar þetta af
þvl, aö hagsmunir og viðhorf
Bandarlkjanna og Vestur-
Evrópu fara ekki saman. Vest-
ur-Evrópumenn hafa meiri
hagsmuna aö gæta en Banda-
rlkjamenn I skiptum við Austur-
Evrópurlkin og Arabaríkin.
Sföan viöræöur Israels og
Egyptalands rak upp á sker,
hefur Palestinumáliö oröiö nýtt
ágreiningsefni milli Vestur-
Evrópu og Bandarlkjanna.
Vestur-Evrópumenn telja, aö
Bandarlkin gefi Begin og félög-
um hans alltof lausan tauminn.
Þess vegna lét Feneyjafundur
æöstu manna Efnahagsbanda-
lagsins þetta mál til sln taka.
Þetta mál getur átt eftir aö
valda vaxandi ósamkomulagi i
sambúö Bandarikjanna og
Vestur:Evrópu.
Þaö ér hins vegar ekki aö öllu
leyti Carter aö kenna, að
ágreiningur hefur aukizt milli
Bandarikjanna og Vestur-
Evrópu I seinni tiö. Bandarlkja-
þing á einnig sinn þátt I þvl.
Vestur-Evrópumönnum þykir
yfirleitt mjög miöur, að þingiö
skuli hafa stöövaö framgang
Salt-2-sa mningsins.
Þá bendir Daniel Southerland
á það I grein, sem hann hefur
nýlega ritað um þessi mál, aö
Víetnamstyrjöldin og Water-
gatemáliö hafi valdið Banda-
rlkjunum álitshnekki I Vestur-
Evrópu og gæti þess enn.
EN ÞRATT fyrir þessi og önn-
ur ágreiningsefni, sem hafa tor-
veldað samskipti Bandaríkj-
anna og Vestur-Evrópu aö und-
anförnu, er þaö enn meira, sem
sameinar þessa aöila, og þó
framar ööru vigbúnaöur Sovét-
rikjanna. Bandarikjamenn og
Vestur-Evrópumenn sjá þar
sameiginlega hættu og þó er
hættan nálægari frá sjónarmiöi
þeirra siöarnefndu.
Innrás Rússa I Afganistan
hefur gefiö óttanum viö þessa
hættu byr undir báða vængi.
Mestum ugg veldur þó I Vest-
ur-Evrópu, aö Rússar eru aö
endurnýja og fullkomna meöal-
drægar kjarnorkueldflaugar,
sem aöeins eru miðaöar viö
skotmörk I Vestur-Evrópu, þ.e.
þær ná ekki til Bandaríkjanna.
Þegar Nato svo samþykkir aö
endurnýja og fullkomna kjarn-
orkueldflaugar I Vestur-
Evrópu, bregöast ráöamenn
Sovétrlkjanna illa viö. Þeir
krefjast þess, aö hætt veröi viö
þessar áætlanir, en á sama tlma
geti Rússar haldiö áfram aö
endurnýja umræddar kjarn-
orkueldflaugar sinar.
Schmidt kanslari mun hafa
lagt til, aö báöir aöilar „frysti”
áætlanir slnar I þrjú ár, en ekki
fengiö undirtektir hjá Rússum.
Þetta skýrist ef til vill betur
eftir heimsókn hans til Moskvu
siðar I þessum mánuöi.
Það var sagt á sínum tíma, aö
Stalfn heföi veriö hinn raun-
verulegi stofnandi Atlantshafs-
bandalagsins. Nú mætti ef til
vill segja, aö Brésnjef væri
helzti viöhaldsmaöur þess.
En samstarf Bandaríkjanna
og Vestur-Evrópu þarf varan-
legri grundvöll en óttánn viö
Rússa. Vonandi færist þaö aftur
I betra horf eftir forsetakosn-
ingarnar I Bandarlkjunum.
Begin fellur Evrópumönnum ekkl I geö.