Tíminn - 21.06.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.06.1980, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. júní 1980 133. tölublað — 64. árgangur íslendingaþættir fylgja blaðinu i dag Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392^ „Ár trésins” stendur undir nafni: Plöntusala með mesta móti JSS — Ar trésins viröist svo sannarlega ætla aö bera nafn meö rentu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Timinn aflaöi sér i gær, hefur plöntusala aldrei veriö meiri en i ár, og má nefna sem dæmi, aö hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavikur er taliö, aö salan hafi aukist um 50% frá síöasta ári. Aö sögn Vilhjálms Sigtryggs- sonar hefur plöntusalan verið talsvert meiri en venjulega. Sagöi Vilhjálmur aö salan heföi aldrei verið meiri hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavikur en nú og fólk virtist aldrei hafa verið áhugasamara um trjárækt en einmitt nú. Ekki kvaðst hann hafa tölur yfir hversu miklu meiri salan væri nú en i fyrra en gera mætti ráð fyrir, að aukn- ingin næmi um 50%. Þá sagðist Vilhjálmur hafa fregnað frá öðrum sölustöðum, aö þar væri mikil sala i trjá- plöntum og væru þær sums staðar uppseldar, a.m.k. al- gengustu tegundirnar. „Það hefur verið miklu meiri sala i garðplöntum nú en á undanförnum árum”, sagði Sig- urður Blöndal skógræktarstjóri rikisins, þegarTiminn ræddi við hann. Sagði Siguröur, að haft hefði verið samband við tvær skógræktarstöðvar af þrem, sem eru á vegum Skógræktar rikisins úti á landi. Tölur um sölu lægju enn ekki fyrir, en hún hefði greinilega aukist talsvert. Þá hefði fólk sýnt svokölluð- um skógarplöntum miklu meiri áhuga en áður. Væri áber- andi aö einstaklingar plöntuðu meira magni slikra plantna nú en áður. „Það eru geysileg viðbrögð við þessu ári, hjá almenningi, bæði einstaklingum, sem hafa viljað gera átak hjá sér og alveg sér i lagi hjá sveitarfélögum. Það hefur viða verið gert veru- legt átak i þessu efni”, sagði Sigurður. 45 milljónir til kirkju- bygginga i Reykjavík Kás — A fjárhagsáætlun Reykja- vlkurborgar fyrir árið 1980 er 45 milljónum króna ráðstafað til kirkjubygginga i sveitarfélaginu, meö framlagi til kirkjubygginga- sjóðs Reykjavikur. Stjórn sjóðs- ins hefur nú gert tillögu til borg- arráðs um skiptingu þessa fjár til einstakra kirkjubygginga, og hefur borgarráö samþykkt hana. Samkvæmt tillögu stjórnar kirkjubyggingasjóðs Reykjavik- ur skiptast 45 milljónirnar á eftir- farandi hátt: Asprestakall 8 millj. kr„ Breiöholtsprestakall 12 millj. kr„ Hallgrlmskirkja 8 millj. kr„ Langholtskirkja 9 millj. kr. og Laugarnessafnaöarheimili 8 millj. kr. Húsatóftir: Stöðin í gang aftur í næstu viku JSS — ,,Ég geri ráð fyrir, aö stöð- in geti tekið til starfa aftur i næstu viku. Stöðin er ekki lengur I sótt- kvi og nd er veriö að leggja siö- ustu hönd á undirbúning undir að hefja starfsemina aftur”, sagði Sigurður St. Helgason llfeðlis- fræðingur, eigandi laxeldisstöðv- arinnar að Húsatóftum er Timinn ræddi við hann I gær. Stöðin hefur nú verið I sóttkvi um nokkurra vikna skeiö vegna kýlapestarsem kom þar upp fyrir u.þ.b. tveimur mánuöum, meö þeim afleiðingum, að lóga varð öllum fiski þar. Kvaöst Sigurður byrja meö rúmlega sex þúsund seiöi, sem hannfengi i Kollafjarðarstöðinni, og yrðu þau alin upp i slátur- stærð. Hann sagðist ekki verða með nein smáseiði I stöðinni a.m.k. næstu mánuðina, þar sem þaö yrði að biða til haustsins. Hann hafði vaöiö fyrir neðan sig, i þess orðs fyllstu merkingu, ungi maöurinn sem Ijósmyndari Timans hitti I Nauthólsvikinni i gær. Enda er ekkert vit að vera illa skóaður, ef botninn skyldi reynast grýttur. Timamynd Róbert. 9 flug falla niður til Akureyrar meðan Fokkerinn er frá: Sæta- fram- boð þó meira — þar sem Boeing- þota flýgur 8 ferðir Kás — Töluverðar breytingar verða á innanlandsflugi Flugleiða i kjölfar flugvélahallærisins sem skapaðist þegar einn af Fokker- um félagsins þurfti að magalenda á Keflavikurflugvelli og laskað- ist. Er búist við að þetta ástand haldist fram i miöjan næsta mánuð. Mest er breytingin I Akureyrar- fluginu en á þvi falla niöur morg- unflug og siödegisflug á mánu- dögum, miðvikudögum, fimmtu- dögum og föstudögum, auk einn- ar feröar á sunnudögum. Sam- kvæmt þessu þá fækkar flugferö- um til Akureyrar um niu, en þær voru fyrir breytingu 35 I viku. Samt sem áður verður sæta- framboö meira á þessari flugleið, þar sem Boeingþota flýgur átta ferðir I viku til Akureyrar, en hún tekur 126 farþega I sæti, á móti 48 sætum I Fokker. Samanlagt verður þvi nú boðið upp á 1864 sæti til Akureyrar i viku hverri, á móti 1680 sætum áöur. Auk þessa sem hér hefur veriö nefnt, þá fellur niöur siðdegisflug til Egilsstaöa á mánudögum og föstudögum. Að öðru leyti er aö- eins um timabreytingar aö ræða, þ.e. á öðrum flugleiöum. 1 gær skoöuðu hollenskir sér- fræðingar skemmdirnar á Fokk- ernum sem laskaöist á Kefla- vlkurflugvelli sl. miðvikudags- kvöld, og áttu þeir siðan fund i gærkvöldi meö Islenskum við- geröarmönnum. Skýrsla þeirra um skemmdirnar veröur tilbúin nú um helgina. t gær var unnið við aö skipta um mótor og hjóla- stell á vélinni, en I næstu viku er meiningin að fljúga henni til Reykjavlkur til frekari viðgeröa. Jökulhlaup í Langjökli _siSWS3 HS í stefo ir Sj( invarpinu — sjá íþróttlr í opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.