Tíminn - 21.06.1980, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 21. júní 1980
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurbsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrfmur Glslason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar
SlOumúia 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562,
86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 240.
-Askriftargjald kr. 4.800 á mánuði._Blaðaprent. J
Þingfararkaupið
Einkennilegar umræður hafa átt sér stað siðustu
daga um þingfararkaup alþingismanna. Mest hefur
borið á þvi að þeir flokksbræðurnir ólafur Ragnar
Grimsson og Garðar Sigurðsson, annar formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins og hinn formaður
þingfararkaupsnefndar, hafa berum orðum ásakað
hvor annan um ósannindi á opinberum vettvangi.
Gekk svo langt að Ólafur Ragnar taldi nauðsynlegt
að fara að birta bókun af fundum þingflokks Al-
þýðubandalagsins, en af þvi lesmáli mátti reyndar
fullt eins ráða að Garðar hefði rétt fyrir sér eins og
Ólafur færi með satt mál.
Hefur þessi bókun siðan þótt gott dæmi um brúk-
legar fundargerðir.
1 annan stað er svo að skilja fyrir óinnvigða menn
að fáir viti vissú sina um valdsvið þingfararkaups-
nefndar. Á sumum er að skilja að nefndinni sé að
lögum gefið sjálfdæmi um ákvarðanir um kjör al-
þingismanna, eftir þvi sem á er kveðið i lögum.
Aðrir hafa haldið þvi fram að forsetar Alþingis geti
hlutast til um samþykktir nefndarinnar og fram-
kvæmd þeirra. Enn eru sumir sem telja að málið sé
i verkahring rikisstjórnarinnar, og þannig gaf for-
sætisráðherra út yfirlýsingu um það að breytingin á
þingfararkaupi nú kæmi alls ekki til greina og yrði
einfaldlega ekki framkvæmd.
í raun og veru eru launakjör alþingismanna ekki
til umræðu, enda munu fáir i sjálfu sér ætlast til
þess að þeir dragist aftur úr þeim starfshópum i
opinberri þjónustu sem ætlast er til að miðað sé við i
ákvörðunum um þingfararkaup. Enda þótt margir
telji fátt gott stafa af störfum Alþingis á siðari
árum, munu flestir þeir sem til þekkja á einu máli
um það að starf þingmannsins er erilsamt og tima-
frekt, mjög útgjaldamikið og siður en svo eftir-
sóknarvert fyrir fjölskyldumenn að skuldbinda sig
til að verja kvöldi eftir kvöld og helgi eftir helgi i
fundi og ferðir og þiggja litið annað en aðkast og
pólitiskt nið fyrir vikið.
Allt um það verður að telja að ákvörðun þing-
fararkaupsnefndar nú um verulega hækkun hafi
verið mjög misráðin, ekki sist þegar tillit er tekið til
þeirrar viðkvæmu stöðu sem almenn kjaramál og
samningar eru i um þessar mundir. Það er óhætt að
segja að nefndin setur öðrum hagsmunaaðiljum
vafasamt fordæmi með þessari ákvörðun sinni.
Af þessum sökum hefur þingflokkur Fram-
sóknarmanna ályktað að beina þvi til nefndarinnar
að hún breyti ákvörðun sinni. í öðru lagi ályktaði
þingflokkurinn að rétt sé að breyta lögum um þing-
fararkaup þannig að kjaradómur ákvarði laun
þingmanna.
Það kemur vafalaust til mála að kjaradómur
fjalli um þessi mál. En hann verður þá að hafa skýr
ákvæði laga að styðjast við i ákvörðunum sinum.
Það er nefnilega grundvallaratriði i stjórnskipan
lýðræðisrikis að embættismenn geti ekki tekið i
sinar hendur slikt meginmál i starfi og aðstöðu
þjóðþingsins. Þingið sjálft verður að ráða úrslitum
um slik efni og standa siðan ábyrgt frammi fyrir
kjósendum.
Það þarf þvi að vanda vel þau ákvæði sem sett
kunna að verða um kjaradóm um þingfararkaup.
JS
Þórarinn Þórarinsson
Erlent yfirlit
Mandela er dáðasti
maður Suður-Afríku
Nelson Mandela
RÓSTURNAR I Suður-Afrlku
halda áfram að magnast, því aö
leiötogar blökkumanna sjá ekki
annað ráö til að losna undan ok-
inu en að beita skæruhernaöi og
skemmdaraðgeröum. Stjórn-
völd viðurkenna, aö tugir
manna hafi fallið í þessum átök-
um slðustu daga og enn fleiri
særzt. Aðrar heimildir telja
þessar tölur alltof lágar.
Sennijega hefur það aukiö
baráttuhug blökkumanna, að
nýlega hefur veriö birtur boð-
skapur frá vinsælasta leiðtoga
þeirra, Nelson Mandela, en
hann er búinn aö sitja samfleytt
I fangelsi 118 ár. í boðskapnum
hvetur hann eindregiö til aukins
skæruhernaðar, því að núver-
andi valdhafar Suöur-Afrlku
beygi sig ekki fyrir öðru.
Sagt er, að þessi boðskapur
Mandela sé orðinn tveggja ára
gamall og sé hann búinn að fara
ýmsar krókaleiöir. I fangelsinu
hefur Mandela verið alveg ein-
angraöur. öll bréf til hans og frá
honum eru ritskoðuð og hann
fær aldrei aö tala einslega við
konu sina, þegar hún heimsækir
hann. Hann fær ekki aö fylgjast
með fréttum og hann fær ekki að
vinna að ritstörfum, þegar bréf
eru undanskilin,
Þessi einangrun hefur ekki
haft þau áhrif, sem stjórnar-
völdin ætluöust til, þ.e. aö
Mandela gleymdist. Þvert á
móti virðast vinsældir hans fara
vaxandi meö ári hverju.
Blökkumenn I Suöur-Afrlku llta
á hann sem þjóöhöfðingja.
Fyrir skömmu lét einn biskup
blökkumanna I Afríku, Des-
mond Tutu, svo ummælt, I viö-
tali viö brezka útvarpið, aö Nel-
son Mandela myndi verða for-
sætisráöherra Suður-Afríku inn-
an fimm ára. Spádómur hans
var sá, að þróunin I Suöur-Af-
rlku yrði enn hraöari en I
Ródesiu.
NELSON Mandela veröur 62
ára I næsta mánuði. Hann er
fæddur og uppalinn I Transkei,
sonur ættarhöföingja þar,
Mandela og Kaiser Matanzima,
sem nú er forsætisráöherra I
Transkei, eru náfrændur. Faöir
Mandela ætlaði honum að taka
við forustu ættarinnar, en hugur
Mandela hneigöist frá þvl á
stúdentsárum hans og þó enn
meira er hann stundaði laga-
nám viö Fort Hare-háskólann.
Að laganáminu loknu hélt
Mandela til Jóhannesarborgar
og vann þar I námum um hríö.
Síðar fékk hann starf á lögfræði-
skrifstofu hjá hvltum og féll
þeim svo vel við hann, að þeir
hvöttu hann til aukins laganáms
og fór hann aö ráöum þeirra.
Mandela stofnaöi siðan sér-
staka lögfræðiskrifstofu, ásamt
Oliver Tambo, sem nú dvelst I
útlegö vegna þátttöku sinnar I
mannréttindabaráttu blökku-
manna. Tambo er nú forseti
samtakanna African National
Congress (ANC), sem voru
stofnuö 1912 til að berjast fyrir
réttindum blökkumanna.
Mandela haföi gerzt meölim-
ur ANC áriö 1944 og síöan tekið
að sér að skipuleggja æskulýös-
deild samtakanna. ANC hafði
beitt friðsamlegum aðgerðum,
en æslulýðssamtökin gerðust
herskárri undir forustu Mand-
ela.
Arið 1952 var Mandela kjörinn
varaformaður ANC og varö
brátt forustumaður I ýmsum
virkum mótmælaaðgeröum.
Um nokkurt skeið sat hann þvi I
fangelsi. Eftir að hann var laus,
tók hann að sér að verja blökku-
menn, sem höfðu gerzt brotlegir
við lögin vegna pólitískrar and-
spyrnu sinnar, og vann hann sér
það orð að vera einn af fremstu
málflutningsmönnum I Suöur-
Afríku. Hann gerðist jafnframt
stöðugt harðskeyttari I and-
spyrnunni.
Ariö 1960 voru ANC-samtökin
bönnuð, en Nelson Mandela lét
sér ekki segjast. Vorið 1961
gerðist hann leiðtogi meiri hátt-
ar verkfalls, sem stóð I þrjá
daga. Eftir þaö fór hann huldu
höfði og vann að stofnun sam-
taka, sem frömdu skemmdar-
verk á opinberum byggingum til
aö minna á baráttu slna. Arið
1962 tókstlögreglunni að hand-
taka hann og sat hann I gæzlu-
varðhaldi til 1964, þegar hann
var dæmdur I ltfstlöarfangelsi.
Síöan hefur hann lengst af verið
fangi á Robbeney.
ÞEGAR Mandela var fangels-
aður 1962 og ákærður fyrir að
hvetja til ólöglegra verkfalla og
skemmdarverka og fyrir að
hafa fariö ólöglega til útlanda,
flutti hann I réttinum varnar-
ræðu, sem tók fjórar klukku-
stundir, og þykir nú I röð beztu
ræðna, sem hafa verið fluttar
undir slikum kringumstæöum.
íræöunni lýsir hann m.a. þvl,
að þaö hafi ekki verið létt verk,
að snúa baki viö góðu fjöl-
skyldulífi og hverfa frá góðu
starfi til þess að taka upp bar-
áttu sem kostaöi hann aö fara
huldu höföi og eiga stöðugt
handtöku og fangavist yfir höfði
sér. Hann hafi gert sér vel ljóst
um hvaö var að tefla, þvl að
hann hefði þegar haft bitra
reynslu af fangelsum I Suður-
Afrlku.
Hann sagöist samt hafa valið
áhættuna, þvi aö hann hataði af
öllu hjarta þá ánauð, sem kyn-
bræöur hans og systur yrðu aö
þola í Suður-Afrlku. Enginn
dómsúrskurður gæti breytt
þessu hatri, heldur yrði þvl að-
eins eytt meö þvl að komiö yröi
á réttlátara þjóöskipulagi I
landinu.
Þegar Nelson Mandela átti
sextugsafmæli, minntist eigin-
kona hans, Winnie og dætur
þeirra tvær afmælisins með
föstu og bænahaldi, sem ekki
var tileinkað Mandela einum,
heldur öllum pólitlskum föngum
I Suöur-Afrlku. Winnie Mandela
hafði rúmu ári áður verið flutt
til Brandfort að tilhlutan stjórn-
arvaldanna og hefur verið þar i
hálfgeröu stofufangelsi til aö
koma I veg fyrir, aö hún reki
áróður. Aöeins örsjaldan er
henni leyft að heimsækja mann
sinn, en tlö bréfaskipti eru milli
þeirra.
Winnie Mandela segir, aö
hann haldi fullu þreki, jafnt
andlega og likamlega, þrátt
fyrir fangavistina. Hann hefur
alltaf verið hraustur og stundað
llkamsæfingar, en á uppvaxtar-
árunum tók hann þátt I hnefa-
leikum með góðum árangri.
Ef kosningaréttur væri al-
mennur I Suöur-Afrlku, myndi
Nelson Mandela vafalltið vera
forsætisráðherra landsins.
Mandela og kona hans skömmu eftir giftinguna.