Tíminn - 25.06.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1980, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 25. júni 1980. í spegli tímans Of stór skammtur af velgengni of snemma kom Victoriu i koll Victoria Bond er ekki þrltug aö aldri, en hefui þegar starfaö sem hijómsveitarstjóri i tvö ár. Núna er hún aöstoöarhljómsveitarstjóri hjá AndrÖ Previn viö Pittsburgh sinfóniuhljómsveit- ina, sem þykir ein af bestu sinfónluhljóm- sveitum Bandarlkjanna. Þessa stööu hlaut hún i samkeppni viö 30 aöra umsækjendur, alla karl- kyns utan einn. Ekki veröur sagt, aö minni- máttarkennd hái Victoriu. Þegar hún var spurö, hver hún héldi aö yröi fyrsta konan til aö hljóta hljómsveitarstjórastarf viö meiri háttar sinfón- iuhljómsveit, svaraöi hún og sveiflaöi teskeiö- inni i kringum sig eins og annar Toscanini. — Ég á von á þvi, aö þaö veröi ég sjálf. En þrátt fyrir augljósa hæfileika, og ekki skaöar útlitiö hana, er nú búiö aö segja henni upp starfinu. Hljómsveitarmeölimir eru ekki aö skafa utan af þvi , þegar þeir lýsa samskiptum sinum og hennar. — Hún átti skiliö aö veröa rekin, segir einn. —Stundum missti hún stjórn á okkur og ef viö heföum hlýtt stjórnun hennar, heföi veriö búiö aö reka hana fyrir löngu. Annar benti á, aö hún ætti þaö til aö sýna hrokafulla framkomu og bætti þvi, viö aö vegna glæsilegs útlist og góörar sviösframkomu, heföi hún trúlega hlotiö of mikinn frama of snemma. Victoria sjálf neitar þvi ekki, aö hún hafi metnaö til aö bera, enda dugöi ekki annaö I heimi slgildrar tónlistar, þar sem karlmenn ráöa lögum og lofum. Frá og meö 31. ágúst n.k. veröur sem sagt Victoria Bond atvinnulaus. i Beint samband við Marilyn? Hvorki meira né minna en 1000 manns hafa sent svör við auglýsingu frá kvikmyndafyrirtækinu Warner Broth ers/ en þeir auglýstu eftir góðum og heiðarlegum miðli til að reyna að ná sambandi við leikkonuna Marilyn Monroe, sem dó 1962. Þeir segjast vilja reyna að fá „eigin frásögn af lífi hennar og dauða." Nú er að vita hvernig þessum 1000 miðlum tekst að ná sambandi. En hver sem verður útkoman í þeim málum, þá ætla Warner Brothers að gera sjónvarps- þætti um Marilyn, og er mikið lagt í það að reyna að hafa þá í samræmi við það sem sannast er vitað um lífshlaup þessarar umtöluðu konu. bridge Suöur I spili dagsins var heppinn aö vestur skyldi vera I fyrstu hendi. En þaö er eitt aö vera heppinn og annaö aö kunna aö notfæra sér heppnina. Noröur. S. K1062 H. 10642 T. 753 L. A8 Vestur. S. A9873 H. 5 T. AD8 L. KD103 Suöur. S. D4 H. AKG973 T. KG L. 954 V/Enginn. Austur. S. G5 H. D8 T. 109642 L. G762 Vestur. 1 spaöi pass Noröur. pass 4hjörtu Austur. pass allir pass Suöur. 3hjörtu Vestur spilaöi út laufakóng og suöur gaf, til aö austur kæmist ekki inn til að spila tigli. Vesturspilaöi áfram laufi, sem ásinn átti og suöur spilaöi hjarta á kóng- inn. Þar sem vestur hafði opnaö átti hann örugglega báða ásana en það var spurn- ing um spaöagosann og tiguldrottning- una. En þar sem vestur hafði opnað á spaða var liklegt aö hann ætti spaðagos- ann og suöur spilaöi þvi spaðadrottningu. Vestur drap á ásinn og spilaöi meiri spaða. Suöur svinaöi tiunni og tjaldiö féll. Þar sem suður vissi af spaðaásnum hjá vestri, var spiliö nær öruggt. Hann átti aö spila litlum spaða aö heiman en ekki drottningunni. Vestur má ekki fara upp meö ás og kóngurinn á þvi slaginn. Þá er litlum spaöa spilaö á drottningu og i þessu tilfelli heföi gosinn falliö. En ef vestur á AGxxx i spaöa er hann nú endaspilaður og hlýtur alltaf aö gefa suðri 10. slaginn. krossgáta 3335. Lárétt I) Fuglinn. 5) Vatn. 7) Vond. 9) Ferskjur. II) Komast. 12) Belju. 13) Hávaða. 15) Tjara. 16) Eyöa. 18) Hraustra. Lóörétt 1) Galgopi. 2) Hár. 3) Kyrrö. 4) Fljót. 6) Prútta. 8) Lukka. 10) Lýg. 14) Fiskur. 15) Hryggur. 17) Ármynni. Háöning á gátu No. 3334. Lárétt 1) Upplit. 5) Ain. 7) Dýr. 9) Nál. 11) II. 12) Ku. 13) Nit. 15) Vin. 16) Aka. 18) Skáldi. Lóörétt 1) Undinn. 2) Pár. 3) LI. 4) Inn. 6) Blundi. 8) Ýli. 10) Aki. 14) Tak. 15) Val. 17) Ká.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.