Tíminn - 25.06.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.06.1980, Blaðsíða 6
6 LSIiillíÍÍ Miðvikudagur 25. júni 1980. IMmf. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvcmdastjórn og auglýstngar Sföumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mdnuöl.Blaöaprent. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Hví fækka Rússar í heraum í Afghanistan? Fækkunin kom vestrænum fréttaskýrendum á óvart Þarf að staldra við? Það er óhætt að segja að það skiptast á skin og skúrir i stjórnmálum ekki siður en á öðrum svið- um. Og það er lika óhætt að viðurkenna að stjórn- málin eru ekki siður undir orpin tiskustraumum en önnur svið þjóðlifs og menningar. Á sumúm timabilum þykir það best að stjórn- málarhenn „risi upp úr” almúganum eins og það er nefnt, standi álengdar og beri hærra en um- hverfið. Á öðrum skeiðum er það fyrir öllu að vera sem alþýðlegastur og umgangast fólkið sem mest og heimsækja það á vinnustaði. Ef kosningabaráttan fyrir forsetakjörið nú er borin saman við það sem var síðast er gengið var til slikra kosninga, verður það ljóst hver breyting hefur orðið á viðhorfi almennings til þessara mála á allra siðustu árum. Og enda þótt stjómmála- menn i fámennum byggðarlögum þekki vel heim- sóknir á vinnustaði, voru slikar heimsóknir viðast nýlunda i þéttbýlinu fram til siðustu tveggja eða þriggja ára. Það er athyglisvert að þessi þróun skuli verða hér á sama tima og sjónvarpið verður aðsóps- meira i stjórnmálaumræðum og kynningu fram- bjóðenda. Og auðvitað er það framför að fólkið eigi þess sem mestan og bestan kost að kynnast fram- bjóðendum, hvort sem er i þingkosningum, sveitarstjórnakosningum eða forsetakjöri. Hvernig svo sem kosningakerfi er háttað verður það jafnan svo að veldur sá er á heldur, og þess vegna á fólkið rétt á þvi að kynnast frambjóðend- um að nokkru persónulega. Ábyrgð kjörinna full- trúa er og verður persónuleg, og hlutfallskosn- ingakerfinu sem hér viðgengst i flestum kosning- um veitir þvi alls ekki af sem mestri kynningu þeirra einstaklinga sem gefa kost á starfskröftum sinum. En trúlega er unnt að ganga helst til langt i þessari kynningu, rétt eins og öllu öðru. Það hlýtur að vera öldungis ótrúlega mikil áreynsla að bjóða sig fram til opinberrar þjónustu við þær aðferðir sem nú eru farnar að tiðkast hérlendis. Það hlýtur að vera hreinasta kvalræði, ekki aðeins fyrir frambjóðanda sjálfan — sem segja má að ekki sé vorkunn út af fyrir sig, — heldur og fyrir allt skyldulið hans. Og satt að segja verður mönnum spurn hvort verið er að reyna á hæfni, réttsýni og dómgreind frambjóðenda með öllum þessum ferðum, fund- um, og kynningu, — eða hvort fyrst og fremst er verið að hamast að langlundargeðinu, úthaldinu og þrautseigjunni. Sjálfsagt liður engum fram- bjóðanda fullvel — nema hann sé haldinn tals- verðri sýndartilhneigingu og á það jafnt við um kosningar til alþingis, sveitarstjórna og til æðsta embættis þjóðarinnar. Að kosningum loknum má vera að fólki þyki timabært að hugleiða hvort ekki er ástæða til að staldra við i þessu efni. JS ÞAÐ veröur ekki haft af hinum öldnu leiötogum Sovét- rikjanna, aö þeir standa ekki öörum aö baki í áróöursstrföinu. Um likt leyti og fundur æöstu manna sjö helztu vestrænu iönaöarrikjanna kom saman i Feneyjum, hófst i Moskvu fundur stjórnar Kommiínista- flokks Sovétrikjanna. Þennan fund notaöi Brésnjéf til aö aug- lýsa, að hafin væri fækkun I her Sovétrikjanna i Afghanistan. Þessi tilkynning Brésnjefs kom flestum vestrænum frétta- skýrendum á óvart, þvi aö yfir- leitt höföu spár þeirra veriö á þá leið, aö Rússar þyrftu fremur aö auka herliö sitt I Afghanistan en hiö gagn- stæöa.sökum vaxandi mótspyrnu skæruliöa. Það má lika segja, að meö þessari tiikynningu hafi Brésnjef „stoliö senunni”. Hún varö helzta umtalsefni alþjóð- legu fjölmiölanna næstu daga og minni athygli beindist aö Feneyjafundinum en ella. Einna helzt beindist athyglin aö Feneyjafundinum vegna þess, aö fréttamenn vildu fá álit leiötoganna þar á þessari til- kynningu Brésnjefs. Hvorki leiötogarnir þar né fréttaskýrendur hafa oröiö sammála um hvort hér sé um meira en áróöursbragö aö ræöa. Sumir fréttaskýrendur telja þetta hreint áróöursbragö til þess gert aö leyna þvi i svipinn hvernig raunverulega sé ástatt i Afghanistan. Aörir telja þetta visbendingu um, aö Rússar séu aö opna leiö til samninga og samkomulags um Afghanistan- máliö, þvi aö þeim sé aö veröa ljóst, aö það sé eina skynsam- lega leiöin. AÐUR EN vikiö er nánar aö framangreindum skýringum, er ekki úr vegi aö heyra túlkun Rússa sjálfra. I grein eftir Karen Kachaturov, fréttaskýr- anda APN, er i fyrsta lagi gefin sú skýring, aö ástandið sé aö verða friösamlegra i Afghan- istan. I greininni segir m.a.: ,,A undanförnum sex mánuðum hefur afganska rikis- stjórnin náö umtalsveröum árangri I aö yfirvinna afleið- ingarnar af ógnarstjórn Amins. Astandiö i landinu er orðiö stöö- ugra. Stórum.sveitum ofbeldis- manna hefur veriö eytt, og aö- geröir einstakra ofbeldisflokka hafa minnkaö aö mun og bylt- ingarstjórnin nýtur nú vaxandi trausts þjóöarinnar. Fyrir afgönsku þjóöina þýöir fram- kvæmd markmiða aprilbylt- ingarinnar friösamlega upp- byggingu og félagslega viöreisn þjóðarinnar, útrýmingu fátæktar og ólæsis og trúar- legar- og þjóölegar heföir verða I heiðri haföar. Grannriki Afghanistans geta ekki annaö en viöurkennt þetta, og enda þótt þau hafi ekki gefist upp viö Brésnjef skemmdarstarfsemi sina er ósigur þeirra augljós.” Karen Kachaturov leggur slöan áherzlu á, aö fækkunin reki ekki rætur til þess, að Sovétrikin séu að láta undan erlendum þrýstingi, en vafa- laust verði reynt aö halda þvi fram. Siöan segir I greininni.: „Um óákveöinn tima geta vesturveldin reynt aö mistúlka aögeröir Sovétrlkjanna, sér til ágóöa.en þaö tekst ekki til frambúöar. Akvöröunin um heimkvaöningu sovézkra her- sveita frá Afghanistan skyldi enginn álita aö væri nein skyndiákvörðun, heldur skoöa hana sem einn hlekk I sovézkri utanrikisstefnu, sem miöar aö slökun spennu og tryggingu varanlegs friöar. Nýlega tóku Sovétrikin þá ákvöröun, I sam- ráöi viö rlkisstjórn Þýzka alþýðulýöveldisins, aö fækka einhliöa I herjum sinum i Mið-Evrópu. Nú hafa þau tekiö þá ákvöröun aö kveöja heim hersveitir frá Miö-Asiu. Báöar þessar ákvaröanir sýna friöar- eöli Sovétrikjanna og alls hins sósiallska samfélags. A fundi sinum nýlega lagöi stjórnmálanefnd Varsjár- bandalagsins fram viötæka og raunhæfa áætlun um '■ bætt ástand i alþjóöamálum, sem staöfesti enn einu sinni friöar stefnu bandalagsins, ásamt staöföstum ásetningi hinna sósiallsku rikja til aö veita öllum árásaraögeröum viönám. Þannig ber að skoöa ákvöröun Sovétrikjanna um aö kalla heim þær hersveitir sinar frá Afghanistan, sem ekki er lengur þörf fyrir þar, i ljósi þeirrar ákveönu og staöföstu stefnu allra sósialiskra rikja, aö vinna aö slökun alþjóölegrar spennu. Heimurinn horfir til vestursins til aö sjá hver viðbrögö þess veröa viö þessari ákvöröun. Þaö eru aögeröir en ekki orö sem nu er þörf á. Sérhver aðgerð frá Vesturlöndum sem miðaði aö þvi aö binda endi á erlenda ihlutun I mál Afghanistans væri spor I rétta átt.” AF f ram angreindum ummælum hins rússneska blaöamanns má vel draga mismunandi ályktanir. Þaö má draga þá ályktun af henni, ab fækkunin sé aðeins þáttur nýrrar sóknar, sem hafin sé til aö rétta hlut Sovétrikjanna áróöurslega, en innrásin I Afghanistan hefur oröiö þeim til lltállar sæmdar. En þaö er einn- ig hægt aö draga þá ályktun af þessum ummælum, aö Rússar séu aö opna leið til viöræöna og samkomulags um Afghan- istansmáliö. Úr þessu veröur ekki skoriö, nema aö þaö sé kannað og fylgt veröi eftir þvi frumkvæöi af hálfu vesturveldanna, sem hafiö var með tillögu Carrington lávaröar um að samiö veröi um hlutleysi Afghanistan á likan hátt og hlutleysi Austurrikis. Fækkun sovésku hermannanna má ekki fyrirfram hafna sem hreinu áróöursbragði, heldur aö kanna hvort alvara býr á bak viö. A Feneyjafundinum lét Giscard forseti orö falla á þá leið, aö hann teldi fækkunina frekar greiöa fyrir þvi, aö slik leiö verði könnuö. En jafnframt þvi sem slik könnun færi fram, verður aö halda áfram baráttunni fyrir algerri brottför sovézka hersins frá Afghanistan. Smávægileg fækkun þar má ekki veröa til þess aö draga úr þeirri baráttu. Talið er, að fækkun nemi um 10 þús. manns, en herliö Sovétrikjanna i Afghanistan hefur veriö áætlaö.milli 80-90 þús. manns. Hér er pvi ekki um stóran áfanga aö ræöa. Hann má ekki draga úr baráttunni fyrir þvi, aö allur sovézki herinn hverfi heim og önnur riki hætti jafnframt hernaðarlegum afskiptum af málum Afghanistan. : Rússneskir hermenn á flugvellinum i Kabul.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.