Tíminn - 06.07.1980, Síða 7
Sunnudagur 6. júll 1980.
7
fgmgim
Þórarinn Þórarinsson
Búnaðarbankinn mun lengi
njóta Tryggva og Hilmars
Tryggvi Þórhallsson. Hilmar Stefánsson.
Aðdragandinn
Margar merkar stofnanir
eiga hálfrar aldar afmæli á
þessu ári. RikisútvarpiB og
Búnaöarbankann ber þar hæst.
Afmæli þessi eru góBur vitnis-
buröur um þá miklu framfara-
stjórn, sem sat þá viö völd, en
rétt er jafnframt að geta þess,
aö vel áraöi á þessum tima og
bjartsýni þvi mikil.
Þaö var eitt af upphaflegum
baráttumálum Framsóknar-
flokksins, aö landbúnaöurinn
ætti aö hafa sama aögang aö
lánsfé og sjávarútvegur og
verzlun, en slikt var þá ekki.
Fyrsti sigur flokksins vannst á
þessu sviði, þegar hann átti þátt
I þvi undir forustu Gests Einars-
sonar frá Hæli, aö Magnús
Sigurösson varö bankastjóri viö
Landsbaknann. Bankinn sinnti
bændasamtökunum og bændum
mun betur eftir þaö en áöur.
En betur mátti þó. Eitt fyrsta
verk Tryggva Þórhallssonar
eftir aö hann kom á þing 1924
var aö flytja frumvarp um bún-
aðarmáladeild viö Landsbakn-
ann. Það var ekki samþykkt, en
árangur uröu lög um Ræktunar-
sjóö Islands, sem samþykkt
voru á næsta þingi. Ræktunar-
sjóöurinn fékk nokkurt fé til
umráöa, m.a. framlag úr rlkis-
sjóöi, og gat því veitt nokkur lán
til ræktunar, vélakaupa og
útihúsabygginga.
Jónas Jónsson flutti fljótlega
eftir aö hann kom á þing
frumvarp til laga um
Byggingar- og landnámssjóö,
sem. m.a. skyldi veita hag-
kvæm lán til bygginga f sveit-
um. Þetta frumvarp sætti i
fyrstu mjög hatrammri mót-
spyrnu og var m.a. sagt, aö slík
lánastarfsemi myndi gera
bændur aö ölmusulýö. Frum-
varp var samþykkt á þingi 1928
eftir aö Framsóknarflokkurinn
var kominn til valda meö til-
styrk Alþýðuflokksins.t kjölfar
þess fylgdu lög um verka-
mannabústaöi á næsta þingi.
Lögin um
bankann
Þaö var ljóst, aö þótt lögin um
Ræktunarsjóö og Byggingar- og
landnámssjóö kæmu aö veru-
legu gagni fyrir bændur. Strax
eftir aö Tryggvi Þórhallsson
varö forsætis- og landbúnaöar-
ráöherra, hófst hann handa um
aö undirbúa löggjöf um bún-
aðarbanka.
Tryggvi Þórhallsson fól
Böövari Bjarkan lögmanni á
Akureyri, aö undirbúa slfka lög-
gjöf. Frumvarpiö um Búnaöar-
banka Islands var lagt fram f
þingbyrjun 1929. 1 greinargerö
þess sagði m.a. á þessa leiö:
■ „Þar sem svo stendur á, eins
og lýst hefur verið hér aö
framan, aö landbúnaöurinn
hefur aö allra dómi þörf fyrir
sérstaka lánsstofnun, til þess aö
annast viöskiptalán og
búrekstrarlán til bænda.
aö landbændur bera skaröan
hlut frá boröi I samkeppninni
um þau fasteignalán til langs
tima, sem lánastofnanir lands-
ins hafa nú á boöstólum,
og f þriöja lagi, aö nú þegar
eru til tvær lánastofnanir,
Ræktunarsjóöur og Byggingar-
og landnámssjóöur, sem
eingöngu starfa aö sérstakri
tegund lánveitinga til landbún-
aöar, þá vaknar eölilega sú
•spurning, hvort lánsþörf land-
búnaöarins muni eigi bezt og
hagkvæmast fullnægt meö þvi
aö stofna sérstakan banka, er
heföi allar tegundir landbún-
aöarlána meö höndum, en starf-
aöi ekki aö neinu ööru.”
Svariö viö þessari spurningu
var játandi eins og flutningur
frumvarpsins bar merki um.
Frumvarpiö fékk góöar
undirtektir og var samþykkt
samhljóöa i báöum þingdeild-
um, aö undanskildu þvi, aö einn
maöur greiddi atkvæöi gegn
þvi.
Hér er ekki tækifæri til aö
rekja þróunarsögu Búnaöar-
bankansfrá þvi aö hann var litil
lánastofnun og þangaö til hann
varö annar stærsti banki lands-
ins, eins og hann er I dag.
Þess ber þó aö minnast, aö
margir mætir menn hafa komiö
þar viö sögu, en nöfn tveggja
skera sig samt úr. Þaö eru nöfn
þeirra Tryggva Þórhallssonar
og Hilmars Stefánssonar.
Tryggvi
Þórhallsson
Tryggvi Þórhallsson var aðal-
stofnandi bankans, eins og ráöa
má af þvi, sem er rakiö hér aö
framan. Hann tók svo viö stjórn
bankans 1932, er hann lét af
störfum sem forsætisráðherra,
og gegndi þvi til, 1935, er hann
féll frá fyrir aldur fram, 46 ára
gamall.
I afmælisriti Búnaöarbankans
segir frá Tryggva á þessa leið:
Tryggvi Þórhallsson var
fæddur 9. febrúar 1889 I Reykja-
vik. Foreldrar hans voru
ÞórhallurBjarnarson biskup og
kona hans Valgerður Jónsdóttir.
Tryggvikvæntist önnu Guörúnu
Klemensdóttur og eignuöust
þau sjö börn. Tryggvi Þórhalls-
son varö stúdent 1908, lauk prófi
I forspjallsvisindum frá Kaup-
mannahafnarháskóla og
guðfræðingur frá Háskóla
Islands 1912. Stundaöi hann
siöan kennslustörf m.a. I
guöfræöideild H.í. og
Samvinnuskólanum. Tryggvi
var sóknarprestur á Hesti I
Borgarfiröi 1913—1917 og
ritstjóri Tfmans árin 1917-1927.
Næstu árin stóö hann I fylk-
ingarbrjósti Islenzkra
stjórnmálamanna, var forsætis-
ráöherra á árunum 1927—1932
og forseti sameinaös Alþingis
1933. Formaöur Framsóknar-
flokksins var hann 1931—1933 og
sfðar Bændaflokks frá stofnun
hans til dánardægurs.
Eftir Tryggva Þórhallsson
liggja ýmsar ritsmíöar, einkum
á sviöi guöfræöi og kirkjusögu
auk margra greina af hinum
stjómmálalega vettvangi.
Tryggvi Þórhallsson bar mjög
hag Islenzku bændastéttarinn-
ar fyrir brjósti og átti þátt I
margvlslegri löggjöf, er til
framfara horföiá þvl sviöi. Meö
sanni má kalla hann fööur Bún-
aöarbankans, eins og m.a. hefur
komiö fram I ritum Jónasar
Jónssonar frá Hriflu. Segir hann
á einum staö, aö „Hann (þ.e.
Tryggvi) stýröi þessari
fjárvana lánastofnun I nokkur
misseri viö hin erfiðustu skil-
yröi”. Tryggvi var bankastjóri
Búnaöarbankans á kreppuár-
unum 1932 til dauöadags 31.
júll 1935. Séra Magnús
Þorsteinsson einn úr hópi fyrstu
starfsmanna bankans flutti
ræöu'á Þingvelli þegar bankinn
átti tuttugu og fimm ára afmæli.
Um Tryggva Þórhallsson fórust
honum svo orö:
„Þaö var eins og nýr vorblær
og nýtt sólskin kæmi meö hon-
um inn I stofnunina. Hann haföi
á þeim tlma yfir litlu fjármagni
aö ráöa til þess aö bæta úr
fjárþörf bændanna, en meö hin-
um miklu og góöu persónulegu
áhrifum slnum og meö hollum
ráöum, sem hann slfellt haföi á
reiöum höndum, vakti hann
nýjar vonir og nýjan kjark, sem
voru áreiöanlega oft meira
viröi en nokkurt peningalán.
Þaö var ekki óalgengt I banka-
stjóratlö hans aö sjá bændurna
fara inn til hans meö lútandi
höföi og áhyggjusvipinn mál-
aöan á andlit þeirra en eftir
stuttan tlma koma út frá honum
aftur hnarreista meö bros á vör-
um. Sama ástúöin og góövildin
frá hans hendi kom einnig fram
viö okkur starfsmennina, sem
gjöröi okkur svo kært og ljúft aö
vinna fyrir hann. Ég ætla ekki
aö fara aö lýsa þvl, hversu mik-
ill harmur var kveöinn aö okk-
ur, þegar hann féll frá á bezta
aldri.”
Hilmar
Stefánsson
Hilmar Stefánsson tók viö
starfi bankastjóra viö Búnaöar-
banka Islands I september 1935
og var einn bankastjóri viö
bankann til 1961, en þá uröu
bankastjórarnir tveir. Hilmar
lét af bankastjórastörfum 1962
og haföi þá gegnt þvl hátt á
þriöja áratug. Bankanum farn-
aöist mjög vel undir stjórn
hans.Hann á meiri þátt I vexti
bankans en nokkur annar.
Um hann segir svo I afmælis-
riti Búnaöarbankans:
„Hilmar Stefánsson var fædd-
ur 10. mál 1891 á Auökúlu I A-
Húnavatnssýslu. Foreldrar
hans voru séra Stefán M. Jóns-
son og fyrri kona hans Þorbjörg
Halldórsdóttir. Hilmar kvæntist
1923 Margréti Jónsdóttur, og
eignuöust þau hjón tvö börn.
Hilmar varö gagnfræöingur frá
Akureyri, og áriö 1917 geröist
hann starfsmaöur Landsbanka
Islands. Gegndi hann ýmsum
trúnaðarstörfum I Landsbank-
anum, er timar liöu fram, var
m.a. forstööumaöur útibús I
Vestmannaeyjum og á Selfossi,
en áriö 1934 varö hann aðal-
féhiröir Landsbankans. Banka-
stjóri viBBúnaöarbankann varö
Hilmar Stefánsson 1935 og
gegndi þeirri stööu til 1962, er
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Hann andaöist 17. ágúst
1965.
Auk starfa aö bankamálum
tók hann þátt I ýmsum nefndar-
störfum. Má þar geta örnefna-
nefndar og Skálholtsnefndar, en
i þeirri slöarnefndu var hann
formaöur vann ötullega aö
uppbyggingu Skálholtsstaöar.
Tryggvi Pétursson útibús-
stjóri I Hverageröi var náinn
samstarfsmaöur Hilmars I
fjöldamörg ár hefur eftirfarandi
um hann mælt:
„Sú ráöabreytni aö flytja
aösetur bankans á samkeppnis-
vettvang hinna bankanna
tveggja réö úrslitum um vöxt og
viögang bankans. Hilmar fyllti
starfsliö bankans þeim metnaði
sem úl þurfti aö gera bankann
vinsælan þjón almennings, og
sjálfur var Hilmar kunnur af
verkum slnum I Landsbankan-
um og naut óskoraös trausts
mikils fjölda manna er haft
haföi af honum kynni. A sama
hátt var þaö skýrt dæmi um
hyggindi og framsýni, þegar
hafizt var handa um byggingu
húss þess, er nú hýsir aöal-
stöövar bankans. Búnaöar-
bankaheimiliö var ekki stórt, er
hann geröist húsbóndi á þvi, og
fáir eru nú ofar moldu, er þar
voru I upphafi. En heimilisbrag-
urinn hefur haldizt furöu lltiö
breyttur, þóhjúum hafi stórum
fjölgaö. Eins og húsakynni
bankans og allur aöbúnaöur
bera vott um, hefur ekkert veriö
til sparaö aö gera allt sem vist-
legast. Viö okkur undirmenn
sina var hann ljúfur og bar hag
okkar og heill fyrir brjósti af
einstökum heilindum. Hilmar
Stefánson var einn af forgöngu-
mönnum og fyrsti formaður
fyrsta starfsmannafélags
bankamanna hér á landi. Hann
var fyrst og fremst banka-
maöur, einn þeirra banka-
manna er fyrstir unnu sig upp I
bankastjórastööur úr neösta
þrepi. Hann var þvl fordæmi
nýrrar stéttar á vissan hátt og
nýrra möguleika.
Hilmar Stefánsson var maöur
strangrar vinnu, lagöi nótt viö
dag og naut viröingar. Hann var
manna fljótastur aö átta sig á
vandamálum og skjótur til allra
ákvaröana aö skoöun
myndaöri.”
Almennur við-
skiptabanki
Þótt Búnaöarbankanum væri
I upphafi ætlaö aö vera banki
landbúnaöarins, kom fljótt I
ljós, aö hann fullnægöi ekki
hlutverki slnu nema hann yröi
jafnframt almennur viöskipta-
banki. Um þetta segir svo I
afmælisritinu:
„AB sjálfsögöu hefur bankinn
reynzt trúr slnum upphaflega
tilgangi „aö styöja landbúnað-
inn og greiöa fyrir fjármálaviö-
skiptum þeirra, er stunda land-
búnaöarframleiöslu”, eins og
segir I fyrstu lögum um bank-
ann. Bankinn haföi þó ekki
starfaö lengi, þegar stjórnendur
hans fundu aö hann fékk sterkan
hljómgrunn I höfuöborginni, og
vel fór saman I bankanum
viöskipti bænda og borgarbúa. 1
tlmans rás hefur bankinn svo
oröiö alhliöa viöskiptabanki
hvaö snertir öll inn- og útláns-
viöskipti. Hlutverk bankans
hefur og færzt út, þvf aö
samkvæmt þeim lögum, sem
hann starfar nú eftir kemur
fram, aö „meginhlutverk bank-
ans er aö styrkja landbúnaö og
greiöa jafnframt fyrir
fjármálaviöskiptum annarra
atvinnugreina”. Lánaflokkur-
inn liöinn áratug sýnir þetta
ljóslega. Bankinn hefur lánaö til
landbúnaðar svipaö og Lands-
bankinn, til iönaöar állka og
Iönaöarbankinn og til verzlun-
ar ámóta upphæö og Verzlunar-
bankinn. Til sjávarútvegs eru
lánaöar verulegar fjárhæöir I
öllum útibúum utan Reykjavfk-
ur, þar sem á annaö borö er
stundaöur sjávarútvegur. Til
einstaklinga hefur bankinn lán-
aö um 12-13% af útlánum slnum
svipaö og meöaltaliö er hjá
viöskiptabönkunum.”
Eins og áöur segir, er
Búnaöarbanki íslands nú annar
stærsti viöskiptabanki
þjóöarinnar. Um sföustu
áramót var hlutdeild hans I
heildarinnlánum viöskipta-
bankans 23%.
Þaö leiðir af vexti Búnaöar-
bankans og traustri stööu hans,
aö hann hlýtur aö færa út verk-
sviö sitt á komandi árum. M.a.
er eölilegt, aö bankinn taki upp
gjaldeyrisviöskipti og sinni
sjávarútveginum meira. I þvl
sambandi má minna á, aö viö
stofnun hans var talsvert rætt
um aö hann yröi jafnt banki
landbænda og minni útvegs-
bænda vítt um land, en þá var
smábátaútvegurinn enn stór
hluti útgeröarinnar.
Þ.Þ.
menn og málefni