Tíminn - 06.07.1980, Page 13

Tíminn - 06.07.1980, Page 13
Sunnudagur 6. júll 1980. 13 Galeiða frá 17. öld. Þverskurður af galeiðu með fimm áraröðum. Vanalega voru þrælar látnir róa galeiöunum allt frá fornu fari. Mikið var enn um það á 16. og 17. öld. Galeiðuþrælarnir voru hlekkjaðir viö þóftuna tveir og tveir saman og oft brennimerktir. Margir sakamenn voru dæmdir á gal- eiöurnar. Oft mun hafa verið róið af hörku. Foringi sló takt á glaumborð þegar róið var, a.m.k. ef mikiö lá viö, t.d. I orrustu. Ef skip sökk i bardaga sukku hlekkjaðir þrælarnir oft með þvi. A stærstu galeiðum gátu verið 200 - 400 þrælar. Tyrkir notuðu talsvert kristna galeiðu- þræla, og svo gerðu Márar einnig. Seinna notuöu einnig kristnar þjóðir við Miðjarðarhaf galeiðuþræla. Arið 1748 var loks galeiöu- þrælahald bannað. En um langa hrlð voru þeir I staðinn settir i stranga vinnu á gömlum herskipum. Stundum var þeim visað I fanganýlendur, eða urðu a.m.k. aö hypja sig úr landi. Lltum á myndirnar. A þverskuröarmyndinni sést inn Xgaleiðu mikla með fimm ára- rööum, hver röðin yfir annarri. Svipuö þessu hafa llklega hin stóru herskip Antonlusar og Kleópötru veriö á dögum Rómverja. Þungur hefur róður verið meö sllkum árum og ekki furða þó aö galeiöuþrælar ent- ust sjaldan lengi. A annarri mynd frá 17. öld virðist galeiðu róið um hafnar- mynni fram hjá varðturni eða vita. Segl bundin við rá. Þriðja myndin sýnir galeiðuna „Sacho” frá Mallorca á 14.—15. öld. Þetta skip haföi 36 manna áhöfn og var búið 14 fallbyssum. Það var ætlað til varnar Mallorca og nærliggjandi eyjum. Þarna ber mikið á hinni háu yfirbyggingu fram og aftur á skipinu. Vindur fyllir seglin, fáni við hún. Mallorca var alllengi sjálf- stætt konungsrlki, eftir aö Már- ar misstu þar völd. Sanchó er nafn konungs á Mallorca. Seinna náðu Spánverjar völdum á Mallorca og er hún siðan hluti Spánar. 1 þættinum 22. júnl er lýst sænsku skerjagarðsfreigátunni „Styrbjörn” og rakin saga hennar, en mynd af skipinu féll niöur I þættinum og er nú birt hér, enda merkileg mynd meö nöfnun á öllum seglabúnaði o.fl. Skipiö var byggt árið 1789. Það er rúmir 43 m á lengd, breidd 10.7 m, áhöfn 310 manns. Skipiö var búiö 26 fallbyssum. Hægt var að róa þvl með 40 ár- um, enda ætlaö til notkunar I skerjagaröinum. BENSÍNH) f BOTN Sumir keyra í rykkjum, spyma af stað, spóla, spæna og snögghemla. Em í einskonar kvartmíluleik við um- ferðarljósin. Slíkt hefur óþarfa bensíneyðslu í för með sér. Viljir þú draga úr bensíneyðslunni og spara þér stórar fjárhæðir, verður þú að gera þér ljóst að aksturslagið skiptir miklu máli. Aktu rólega af stað. Vertu spar á innsogið. Haltu jöfnum hraða og hæfilegri fjarlægð frá næsta bíl. Gefðu þér góðan tíma. Það eykur bensíneyðslu mn 20—25% að aka á 90 km. hraða í stað 70, auk þess sem það er ólöglegt. Hafðu ekki toppgrind né aðra aukahluti á bifreiðinni að ástæðulausu. Réttur þrýstingur í dekkjum skiptir líka máli. Hafðu bílinn ávallt í toppstandi. Og reyndu jafnan að velja hentugar akstursleiðir. SPARAÐU AKSTURINN - ÞÁ SPARARÐU BENSÍN. ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum: Orkuspamaðamefnd iðnaðarráðuneytisins Bílgreinasambandið Félag íslenskra bifreiðaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferöarráð Priestman 120 Höfum kaupanda að notaðri 12-14 tonna skurðgröfu. Þarf að vera i sæmilegu ástandi. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900 GRJÓTHLÍFAR fyrir alla bíla SÍLSALISTAR úr krómstáli 61IKKVER BLIKKVER SELFOSSI Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sfmi: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.