Tíminn - 08.07.1980, Side 4

Tíminn - 08.07.1980, Side 4
Þribjudagur 8. júli 1980. í spegli tímans Olivia Newton- John og , af tur gangan ’ Söng- og leikkonan Olivia Newton-John varð alveg hoppandi vond, þegar hún komst að því, að farið var að sýna 10 ára gamla mynd, sem hún hafði leikið í. — Kvikmyndin heitir „Toomorow" og er alveg hræðilega illa gerð, sagði Olivia við blaðamenn í viðtali nýlega. Myndin var tekin sem nokkurs konar kynning á popp-hljómsveit sem bar sama naf n og myndin, og snýst mest um það, að hljómsveitin sé í sviðsljósinu, en sögu- þráður i myndinni er vægast sagt lélegur og leikurinn eftir því. Myndin hefur verið sýnd í Austurlöndum og einnig á Spáni og í Þýskalandi. — Ég myndi stoppa sýningar á henni ef ég gæti, sagði ieikkonan, en ég verð víst bara að slá þessu upp í kæruleysi og vonast til að sýningar hætti af sjálfu sér, því að það getur ekki verið, að fólk hafi áhuga á að sjá svona lélega mynd, jafnvel þótt það kannist viðnöfn leikaranna. Mér fi nnst sem ég sjái afturgöngu, þegar ég sé myndir af mér úr þessari hörmungarkvikmynd, sagði Olivia. Dýrmætur fingur í klemmu — Nú kalla þeir mig „Dark Gable" (hinn þel- dökka Gable) síðan ég lét mér vaxa yf irskeggið, — hvað finnst ykkur, — er ég líkur Clark Gable, ha? sagði heimsmeistarinn við blaðamenn, sem voru samankomnir við dómshúsið í New Orleans. Þar átti að fara að dæma í máli Alis, sem hann átti í vegna mótmæla hans gegn kynþáttamisrétti. Hann fór meðsigur af hólmi í máiaferlunum. Einn blaða- maðurinn sagði, að Ali væri vissulega kominn með fallegt yfirskegg, eins og Clark Gable sálugi, en aldrei hefði Clark verið svona klaufskur og f Ijótfær eins og Ali, þegar hann var að f lýta sér út úr bílnum sínum við dómshúsið, en þá kom hnefaleika- meistarinn við takka sem stjórnaði bílrúðunum og rúðan rann upp á hönd kappans og festist f ingur í falsinu. Ekki urðu samt neinar skemmdir á fingr- inum og var meistaranum fljótiega bjargað úr klemmunni. krossgáta Lárétt 3347 • 1) Afhending. 6) Forfeður. 7) Röð. 9) Ármynni. 10) Seinlegt. 11) Umfram. 12) Korn. 13) Poka. 15) Glugginn. Lóðrétt íj Skatt. 2) komast. 3) Tvö að dansa. 4) Ofug röð. 5) Utani listir. 8) Afhenti. 9) iweoa við. 13) Eldivið. 14) 51. Rápning á gátu No. 3346. Lárétt 1) Kantata. 6) Tak. 7) NV. 9) SA. 10) Niðdimm. 11) DL. 12) Ás. 13) Auk. 15) Mælskan. Lóðrétt 1) Kenndum. 2) NT. 3) Tadeus. 4) Ak. 5) Adamson. 8) Vil. 9) Smá. 13) Al. 14) KK. t.Gii's*"' meö morgunkaff inu ■ Nei, ég kem ekki fram í eldhús að ná I matinn.minn, til hvers heldur þú að ég hafi látið útbúa lúguna, ha? bridge Þó samningar virðist standa og falla með einföldum sviningum reyna góðir spilarar venjulegast alla aðra möguleika, hvað litlir sem þeir virðast, áður en þeir sætta sig við 50 prósentin. Noröur. S. G762 H.10543 T. A L. AD73 Vestur. S. K943 H. - T. D9753 L. G942 Austur. S. D105 H.G87 T. G1084 LK106 Suöur. S. A8 H. AKD962 T. K62 L. 85 Suöur spilaði 6 hjörtu og AV höfðu ekkert skipt sér af sögnum. Vestur spilaði út litlum tigli sem ásinn i borði átti. í fljótu bragði virtist spilið byggjast á lauf- svíningunni, þó það væri kannski smá- möguleiki á aö annar hvor mótherjinn ætti KDx i spaða. En suöur fann annan og betri möguleika, sem flestir gætu verið hreyknir af að finna við borðiö. Hann spilaöi litlu laufi frá blindum i öörum slag. Það heföi ekki verið mannlegur spil- ari, sem ekki hefði hikað með spil austurs. Suður gat verið með Gx i laufi og verið þannig að stela sér slag, og þó austur kæmist aö lokum að þvl aö ekki væri rétt aö fara upp'með kónginn, var það of seint. Suöurvar nú oröinn viss um aö austur átti kónginn. Vestur átti slaginn á níuna og spilaði meira laufi en suður fór upp með ásinn og trompaði siöan lauf heim. Þegar kóngurinn kom var ekki eftir annað en að taka trompin og leggja upp rest. - Halló elskan, ég fékk mér göngutúr I bænum. -Páll, vaknaðu'. .. barnið er að kalla á mig....

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.