Tíminn - 08.07.1980, Side 6

Tíminn - 08.07.1980, Side 6
6 Þriðjudagur 8. júli 1980. SÍMEfgiM (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Stelngrimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar SIAumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 250 Askriftargjald kr. 5000 á mánuöi. I Blaðaprent. y Hrollvekjan, sem Ellert óttast Ellert Schram fer vel af stað sem stjórnmálarit- stjóri VIsis. Hann hefur öðlazt góða reynslu með tiu ára setu á Alþingi. I fyrstu þótti hann þar nokkuð unggæðislegur og kappsfullur, en hann lærði að sömu vinnubrögð eiga ekki við á Alþingi og á knatt- spyrnuvellinum. Hann sýndi góða viðleitni til að taka ábyrga afstöðu til mála og vera ekki alltof þröngur flokksmaður. Ellert skrifar athyglisverða helgarþanka i siðasta laugardagsblað Visis. Hann rifjar fyrst upp ferða- lag með Bjarna Benediktssyni fyrir 10 árum og lýk- ur þeirri frásögn hans með þessum orðum: ,,Það er auðvitað þýðingarlaust að velta þvi fyrir sér hver þróunin hefði orðið i þjóðmálum eða ver- aldargengi Sjálfstæðisflokksins, ef Bjarna hefði notið við lengur, en hitt er vist, að fyrir þá, sem nutu leiðsagnar hans og samstarfs, er svipminna yfir að lita”. 1 niðurlagi hugleiðinga sinna vikur Ellert að rikis- stjórninni og er þar ómildur i dómum. Hann telur, að eiginlega megi búast við öllu illu úr þeirri átt. Siðast ræðir hann um nýskipaða efnahagsnefnd rikisstjórnarinnar, en formaður hennar hafi verið túlkandi leiftursóknarinnar á siðastl. hausti. Loka- orð Ellerts eru þessi: ,,Það skyldiþó aldrei fara svo, að leiftursókn yrði herbragð rikisstjómarinnar? Það væri eftir öðm”! Bersýnilegt er af þessum orðum, að þótt Ellert búist ekki við neinu góðu frá rikisstjóminni, telur hann það þó vera verst af öllu, ef hún gripi til leift- ursóknarinnar. Það er eiginlega hægt að finna milli linanna hrollinn, sem fer um hinn hrausta og hug- prúða knattspyrnukappa, þegar honum verður hugsað til þess, að til viðbótar öðm geti komið leift- ursókn. Ellert Schram hefur við annað tækifæri lýst leift- ursókninni á eftirminnilegan hátt. Hann hefur ber- sýnilega gert sér grein fyrir þvi, hvers eðlis hún er. Þvi miður verður þetta hins vegar ekki sagt um ritstjóra Morgunblaðsins. Þeir eru enn haldnir vimu leiftursóknarkenninganna og berja höfðinu við steininn. Forustugrein Morgunblaðsins á laug- ardaginn var, er öll helguð kröfum um meiri verð- hækkanir — meiri verðbólgu. Verðbólgan væri ekki lengi að komast upp i 120-130% hér eins og i Israel, ef farið væri eftir þessum leiftursóknarkröfum Mbl. Vissulega væri það æskilegast ástand, að hægt væri alveg að losna við verðlagshöft. En skilyrði til þess em ekki fyrir hendi meðan búið er við 50% verðbólgu. Bjarni Benediktsson, sem Ellert vitnaði til, var fylgjandi frjálsum viðskiptum. Hann gerði sér jafn- framt grein fyrir þvi, að oft væri þörf aðhalds. Allan þann tima, sem hann var forsætisráðherra, voru verðlagshöft i gildi. Bjarni Benediktsson gekk meira að segja svo langt, að fyrirskipa algera verðstöðvun um skeið. Þvi fordæmi hans fylgdi „viðreisnarstjórnin” haustið 1970 eftir fráfall Bjarna. Þegar vinstri stjórnin kom til valda sumarið 1971, var nær alger verðstöðvun i gildi. Vissulega er það rétt hjá Ellert Schram, að svip- minna er nú hjá Sjálfstæðisflokknum en meðan Bjarna Benediktssonar naut við. Ef hans nyti enn við, myndi Ellert Schram ekki þurfa að óttast þá miklu hrollvekju, sem leiftursóknin myndi reynast. Hún hefði þá ekki orðið stefna Sjálfstæðisflokksins. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Viðræður Schmidts og Brésnjefs gagnlegar Mikilvægt að geta rætt ágreiningsmálin EKKI er ófróðlegt aö fylgjast meö þvi, hvernig rússneskir fjölmiölar haga málflutningi sinum eftir viöræöur þeirra Helmuts Schmidt og Brésnjefs á dögunum. Einn þekktasti fréttaskýrandi Sovétrikjanna, Spartak Beglov, mun túlka viö- horf Sovétmanna allglöggt i grein, sem hefur nýlega borizt frá APN-fréttastofunni. Rétt þykir þvi að rifja upp nokkur atriöi hennar. t upphafi greinarinnar farast Beglov svo orð: „1 Sovétrikjunum er þaö álit manna, að heimsókn Helmuts Schmidt, kanslara Vestur-Þýzkalands, hafi treyst grundvöllinn og aukið likurnar á viöræöum, sem eru svo brýnt hagsmunamál á þessum alvar- legu timum I sambúð austurs og vesturs. Jafnvel þó ágreiningur sé um ýmsa atburöi og vandamál, er það mjög þýðingarmikið, nú á þessum alvarlegu timum, aö aðilar ræðist við og reyni aö gera grein fyrir afstööu sinni og fyrirætlunum. Þaö sem nú er þörf á er ekki einhliða aðgeröir eöa ósveigjanlegt mat á hlutun- um, heldur aö geta hlustaö á hvað mótaöilinn hefur fram að færa. Þess vegna voru báöir þjóöa- leiðtogarnir, Leonid Brésnjef og Helmut Schmidt, sammála um að viðræöur þeirra væru bæöi gagnlegar og nauðsynlegar, og lögöu enn einu sinni áherslu á aö þeir væru ákveðnir I aö efla samvinnu ríkjanna og komast aö samkomulagi.” BEGLOV segir siöan, aö leiö- in til aö leysa vandamálin sé aö finna kjarna þeirra og nema svo i brott þær hindranir, sem séu i vegi fyrir lausn þeirra. Þá vikur hann aö Afganistanmálinu og segir: ,,Um atburöina i Afganistan, lagöi sovéski leiðtoginn áherslu á hvernig vissir hópar á vestur- löndum heföu túlkað þá ein- hliöa, eftir sinum geöþótta, fremur en aö fjalla málefnalega um þá. Kringumstæöurnar neyddu Sovétrikin tii aö rétta vinarikinu, Afganistan, hjálpar- hönd þegar sjálfstæöi þess var i hættu. I sameiginlegri álitsgerö aö loknum viöræöum var lögö áhersla á nauðsyn þess aö komast sem fyrst að pólitisku samkomulagi um þaö ástand, sem skapast hefur vegna þróunar mála I Afganistan. Moskva hefur hvaö eftir annaö lýst þvi yfir, aö möguleiki sé á sliku pólitisku samkomu- lagi. Til þess aö hægt verði að ná þvi, er nauösynlegt aö tryggt sé aö látiö veröi af öllum vopnuö- um árásaraögeröum og skemmdarstarfsemi i öllum myndum erlendis frá gegn rikisstjórninni i Afganistan. Há- stemmdar yfirlýsingar nægja ekki. Heldur getum viö ekki fallist á óskadraum Washington um „bráöabirgöasamkomu- lag”, sem aöeins fæli i sér Brésnjef endurreisn hinna afsettu land- eigenda og aukin áhrif CIA i Afganistan. Þaö veröur aö finna raunhæfar leiðir til aö stööva feröir vopnaöra uppreisnarhópa inn i Afganistan og einnig vopnasendingar til þessara hópa, einnig aö loka æfingar- búöum, þar sem þeir eru þjálf- aöir. Þeir sem hafa fagnaö heim- kvaðningu sovéskra hersveita frá Afganistan, nú nýlega, og skilið hana sem merki um vel- vilja Sovétrikjanna til aö flýta fyrir lausn Afganistanmálsins, hafa skilið merkiö frá Moskvu rétt. En þetta jákvæða frum- kvæöi, sem og þær raunhæfu til- lögur, sem Kabúlstjórnin setti fram 14. mai s.l. krefjast jákvæðra viðbragöa af hálfu Bandarikjanna, og einnig Pakistans og írans.” ÞOTT þeir Schmidt og Brésnjef yrðu ekki sammála um annaö varðandi Afganistan- deiluna en aö nauðsynlegt væri aö ná pólitisku samkomulagi um lausn hennar sem fyrst, voru þeir sammála um aö reyna aö viöhalda slökunarstefnunni. Um þaö segir Beglov: „Schmidt kanslari sagði, aö aöilar hefðu nú betri skilning hver á annars afstööu. Friö- elskandi almenningur um heim allan fagnar þeirri sameigin- legu staðfestingu Moskvu og Bonn, aö viðhalda slökunar- stefnunni, og tryggja með öllu tiltæku móti aö hún megi verba ráöandi afl I alþjóðasamskipt- um. Vilji þeirra til aö vinna að þvi, að allar ráðstefnur, sem fyrirhugaö er að halda I Evrópu megi starfa i þeim anda, er einnig mjög þýðingarmikill. Einkum er mikilvægt aö Madridráðstefnan, sem halda á i nóvember, byggist á ákvæðum Helsinkiráöstefnunnar um frið- samlega sambúö rikja álfunnar, ogaö hún stuöli aö eflingu gagn- kvæms trausts, og aö þar verði einnig fundnar leiöir til hernaðarlegrar slökunar. Aöilar hafa unniö gagnlegt starf hvaö viðkemur aö rannsaka i smáatriöum hvernig ná megi samkomulagi um meðaldrægar kjarnorkueld- flaugar, og þaö gefur ástæðu til bjartsýni. I náinni framtið mun koma I ljós hve langt vestriö sér sér fært aö ganga til móts við ávarp Brésnjefs um aö sýna raunhæfa afstööu til aö finna leiðir út úr þeirri blindgötu sem alþjóðamál eru nú komin i, og einnig til aö ganga til móts við Sovétrikin i Vinarviöræðunum, um fækkun i herjum og tak- möi :un vigbúnaðar I Miö: Evrc pu, án þess aö öryggi nokk- urs rikis sé stefnt I hættu.” Hér sleppir Beglov þvi, aö Sovétrikin þurfa ekki siöur að slaka til en vesturveldin, ef samkomulag á að nást um tak- mörkun vopnabúnaðar. Undir greinarlokin ræöir Beglov um undirritun sam- komulags milli rikjanna tveggja, sem felur i sér langtimaáætlun um viöskipti þeirra á sviöi efnahags- og iðnaöarmála. Beglov segir, að efnahagsleg samvinna færi þessar tvær þjóðir nær hvor annarri og styrki slökunarstefn- una. Aö lokum segir Beglov, aö skoöanaágreiningi hafi ekki veriö reynt að leyna, en komiö fram ákveöinn vilji af hálfu beggja aö halda viöræöum áfram i þeim tilgangi aö reyna aö jafna ágreiningsmálin. Ljóst viröist þaö af þessu, að mesti þröskuldurinn nú er Afganistanmáliö. Sovétmenn virðast enn sem komiö er ekki geta sætt sig viö annaö en aö Karmelstjórnin verði tryggö i sessi. Meðan svo er, eru ekki horfur á aö deilan leysist aö sinni. Þ.Þ. Brésnjef og Helmut Schmidt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.