Tíminn - 08.07.1980, Side 9

Tíminn - 08.07.1980, Side 9
ÞriOjudagur 8. júll 1980. 9 Gísli Kiistjánsson: Norsk ákvæði um stærðir svína- og hænsnabúa Samkvæmt norskum lögum um búfjárrækt sem atvinnu- grein, frá 1975, eru þvi takmörk sett hve stór bú af þeim gerðum má stofna og veita lán til. Forsendurnar fyrir þeim ákvæð- um voru i fyrsta lagi markaðs- málin, i öðru lagi mengunarvið- horfin og I þriöja lagi takmörk- un þess magns af ódýru kraft- fóðri, sem skammta mætti hverju búi. Siðan lögin voru staöfest eru senn 5 ár liðin og hefur nú þótt við eiga að kanna hversu lög- hlýðni er varið á þessu sviði. Víð árlegar talningar búfjár hefur Bændafélag Noregs (Norges Bondelag) komist að raun um, að hér og þar var um- ræddum lögum ekki hlítt og hef- ur þess vegna sent kvartanir til yfirvalda um að stöðva fram- kvæmdir sem varða við um- rædd lög, eða að minnsta kosti hindra fekari athafnir er brjóta i bága við umrædda stefnu- mörkun. Við nánari athuganir sýnir það sig, að tilhneiging til stofn- unar búa, yfir ákveðin mörk, er oftast þar, sem auðvelt er að afla fóðurs og ekki sist þar sem kornrækt er stunduð. Búmörkin Við nánar kannanir árið 1979 sýnir það sig, að stóru búunum hefur nokkuð fjölgað. Lögin segja, aö hámarksfjöldi hæna á eggjaframleiðslubúi megi vera 2000, en þau voru 462 er höfðu stærri hóp og meðal þeirra 114 með yfir 5000 hænur. Lögin segja, að holdafugla-. framleiðendur megi selja til slátrunar 35000 kjúklinga á ári, en könnunin leiddi i ljós að 72 bú framleiddu meira en þetta. 1 þriðja lagi sýndi það sig, að 173 bú framleiddu meira en 500 grisi til slátrunar á ári, en það eru búmörk þeirrar fram- leiðslu. 1 þeirra hópi höfðu 53 selt meira en 1000 grisi. Lándbúnaðarráðuneytið hef- ur nú til yfirvegunar hvernig halda skuli á málum til þess að umrædd lög verði virt. Annars er tjáð, að tæpast sé hægt að fyrirskipa minnkun þeirra búa, sem þegar eru starfandi, en á hinn bóginn sé hugsanlegt að takmarka megi framleiðslu þeirra þegar fyrning húsakosts og búnaðar verði svo umfangs- mikii, að verulegs fjármagns verði þörf til viöhalds. Á það er nú bent, að tfma- bundinn vandi sé i markaðsmál- um árlega af þvi að raunar sé offramleiðsla á eggjum, en um 50% af framleiðslunni kemur frá búum, sem hafa meira en 2000 varphænur. Þar sé þvi til- efni til að skoða nánar hvort rétt sé að eyöa fóðri til fram- leiðslu, sem háð er verulegum afföllum. Hagrænar ráðstafanir Ráðuneytið tjáir að menn hljóti að gera sér grein fyrir að lögum beri að hlýða, enda sé um að ræða fyrirmæli með efnahagsatriði að mark- miði. Viss skammtur af kraft- fóðri er seldur með afslætti til búenda með svin og hænsni og vert sé að kanna nánar hvar þau mörk skuli liggja. Þá sé og vert að athuga hvort ivilnun kunni að vera rikuleg i garð þeirra, sem sjálfir mala korn af eigin uppskeru og blanda til fóð- urs.en þaðsýnir sig að stóru bú- in eru flest á kornræktarsvæð- unum. I sambandi viö þessi efni er það margt, sem taka þarf inn i Glsli Kristjánsson. dæmin. Meðal annars er talið að nánari athugun þurfi til að kanna hvort skömmtun fóðurs til mjólkurframleiðslu sé við hæfi, en hugsanlegt er aö eitthvað af þvi kraftfóðri, sem til hennar er varið, færist á vett- vangi starfsins yfir á umræddar greinar búfjárræktarinnar, sem lögum og reglugerðum sam- kvæmt er ætlaö að takmarka. Meira að segja er talin ástæða að inn i dæmin komi nánari athuganir á hvort óeðlilega miklu kraftfóðri sé varið til að framleiða kalkúnakjöt, og svo sé eðlilegt eftirlit með þvi að lif- hænsnum séu einhver takmörk sett. Um þetta ræddi Bondebladet i mai sl., en málin eru til með- ferðar einnig i Rikisþinginu. Þar eru ákvæði um stærðarmörk búanna. Styrkur til háskólanáms i Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms I Japan námsárið 1981-82 en til greina kemur að styrktimabil verði framlengt til 1983. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis i háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er.til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeiö. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrkf járhæöin er 159.000 yen á mánuði og styrkþegi er undanþeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25000 yen við upphaf styrktimabilsins og allt að 43.000 yen til kaupa á námsgögnum. Þá er og veittur ferðastyrkur. Umsóknir um styrk þennan, ásamt staðfestum afritum prófskirteina, meömælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 4. ágúst n.k. — Sérstök umsóknareyðu- blöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 1. júli 1980. HÓLALAX H.F. óskar eftir manni með reynslu i fiskeldi, til að vinna við og veita forstöðu fiskeldis- stöð, sem verið er að byggja, og áformað er að taki til starfa að Hólum i Hjaltadal á komandi hausti. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf ber að senda til Gisla Páls- sonar, Hofi, Vatnsdal, simi 95-4477, og veitir hann nánari upplýsingar. 4----------------------------- • *••••••••S"3555SriZri*irSIJJT???•• f m • •••••••••••••••••••••••••••••••«••••«••••• • • • -*j§ ** ÁrsaHr ^ •••** •••- {»•••* •••- ••••- n:::: #•••- ••••- V.:: !:::: C::: ••• ••• í Sýningahöllinni hafa á boðstólum einstakt ;:«j úrval af hjónarúmum, — yf irleitt meira en 50 mismunandi gerðir og tegundir. Meö hóflegri útborgun (100-150 þús.) og léttum mánaðarlegum afborgunum, (60-100 þús.) ger- um við yður það auðvelt að eignast gott og fall- egt rúm. Litið inn eöa hringið. Landsþjónusta sendir myndalista. Ársalir, Sýningahöllinni. Símar: 81410 og 81199 *••§ 1»':; Símar: 81410 og 81199. : « •• • • • •• ^ • •ViiuiiiiiiiiUiiiwuusuuMUUUuusst • Frost $0 ALKYD- LAKK • og funi HÖRPU þakmálning hefur þá eiginleika að standast óvæga veðráttu annari málningu betur. — Að þola vel þá geysilegu þenslu sem hita- mismunur t.d. frá -l3 — 36 C. á klst. veldur á þaki móti sól. — Að þola vel álag seltubruna og slagveðurs. — Að varna ryðmyndun. HÖRPU LAKK ÞAKMÁLNING er afar ódýr málning, sem sérhæfð er hinni umhleypinga- sömu íslensku veðráttu. Hún hefur frábært veðrunarþol og ver bárujárn gegn veðri og vatni. HÖRPU LAKK ÞAKMÁLNING er rétt málníng gegn frosti og funa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.