Tíminn - 03.08.1980, Blaðsíða 4
4
Sjónvarpið hafði betur í
bardaganum um hjarta
Stefanie
Sfbustu 5 árin heíur Stefanie Powers
staöið I ástarsambandi við William
Holden. Þau kynntust árið 1974, en þá
var William á krossgötum, nýskilinn
við konu sina, leikferillinn i molum og
hann hafði gripið til flöskunnar. En
Stefanie.sem þá varþrkug að aldri, 25
árum yngri en Holden, lét ekkert af
þessu á sig fá, og eftir þvi sem vinir
Holdens segja, kom hún honum á rétt-
an kjöl aftur. Siðan hafa þau búið
saman, gert viðreist um veröldina,
stundað safariferðir á landsvæði, sem
Holden á i Kenýa, en þar eru öll dýr
friðuð. Mjög sterkur þáttur i fari
Stefanieer áhugi á velferð dýra, og er
það einmitt eitt af sameiginlegum
áhugamálum hennar og Holdens. Nú
nýlega var málum svo komið, að
vegurinn virtist liggja upp að altarinu
og Holden lýsti þvi yfir i heyranda
Stefanic er ákaflega gefin fyrir dýr.
í spegli tímans
Mótleikari Stefanie Powers f nýja
sjónvarpsmyndaflokknum er Robert
Wagner.
hljóði, að hann óskaði þess, að Stefanie
gæfi alla drauma um frama á leik-
listarsviðinu upp á bátinn og giftist sér
i staðinn. En nú kom babb i bátinn.
Stefanie, sem nú er orðin 36 ára og
hefur undanfarin 20 ár verið að reyna
að koma undir sig fótunum i kvik-
myndum og sjónvarpi án teljandi
árangurs, fékk nú tilboð um að leika i
nýjum sjónvarpsþáttum með Robert
Wagner, Hart to Hart. Hún sá fram á,
að 12 tima vinnudagar samrýmdust
ekki því lifi, sem hún og Holden hafa
tamið sér. Hún yrði sem sagt að velja
á milli Holdens og sjónvarpsþáttanna.
Hún átti I miklu sálarstrlði, en komst
að þeirri niðurstöðu, að nú væru sið-
ustu forvöð fyrir hana að ná einhverj-
um starfsframa, það væri ömurleg til-
hugsun að vakna við vondan draum
eftir nokkur ár og sjá, að hún hefði
misst af strætisvagninum. Framavon-
in hafði þvi betur og nú er hún búin að
yfirgefa Holden, sem vinir segja
niðurbrotinn mann. Vonandi er, að
hannhitti einhverja „rétta” konu sem
fyrst, svo að ekki fari enn verr fyrir
honum en útlit var fyrir 1974, þegar
hann hitti Stefanie fyrst.
bridge
1 spili dagsins hélt austur að sagnhafi
hefði gleymt að taka allt trompiö og hann
væri þvf kominn með óvæntan trompslag.
Norður.
S. KD73
H. 9875
T. 75
L. A32
Austur.
S. A95
H. G42
T. G4
L. KG876
Suöur.
S. -
H. AKD106
T. AK1063
L. D105
Suður spilaði 6 hjörtu og sagnirnar
höföu gefiö litlar upplýsingar, það eina
sem kom f ljós var að norður átti laufás-
inn. Vestur spilaði út tfgli og suður drap
gosa austurs með ásnum. Hann tók á ás
og kóng í hjarta en þegar legan kom í ljós
snéri hannathyglisinniað tfglinum. Hann
tók á kónginn og spilaði síðan litlum tfgli
og trompaði f blindum. Austur var ekki
seinn á sér að yfirtrompa . Og þar með
var hann búinn að gefa spiliö. Það var
alveg sama hverju hann spilaði til baka.
Hann gaf suðri alltaf 12. slaginn, einsog
lesendur geta athugaö.
Ef austur hefði veriö tortryggnari á
þessa gjafmildi suöurs, þá hefði hann
kannski getað haldið puttunum á sér að-
eins lengur frá trompgosanum. Ef suður á
slaginn I borði.trompar hann vafalaust
spaða heim og trompar aftur tfgul i blind-
um. En nú er óhaétt hjá austri aö yfir-
trompa. Þvf nú hefur sagnhafi notað inn-
komu í blindan og þvf er óhætt hjá austri
að spila sig út á einhverju laufi, öðru en
kóngnum.
Vestur.
S. G108642
H. 3
T. D982
L. 94
krossgáta
3370 Lárétt
1) Slag. 5) Tunna. 7) Ætið. 9) Tómt. 11)
Svar. 13) Sönn. 14) Enduðu. 16) Hasar. 17)
Skemmda. 19) Hrópar.
Lóðrétt
1) Skjali. 2) Lfta. 3) Leiöa. 4) Dýr. 6)
Hálsar. 8) Stelpu. 10) Fugl. 12) Úrkoma.
15) Hár. 18 ) 550.
Ráðning á gátu No. 3369
Lárétt
1) Hrútar. 5) Tog. 7) AA. 9) Gisl. 11) Una.
13) Oka. 14) Karl. 16) En. 17) Nefin. 19)
Togaði.
Lóörétt
1) Hrauks. 2) Út. 3) Tog. 4) Agio. 6)
Glanni. 8) Ana. 10) Skeið. 12) Arno. 15)
Leg. 18) Fa.
William Holden situr nú eftir með sárt enniö eftir að hafa tap-
að fyrir keppinaut sinum, sjónvarpinu.
— Vist var gaman að ferðast til
ókunnra staða, en starfið verður að
sitja fyrir, segir Stefanie.
með morgunkaffinu