Tíminn - 03.08.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.08.1980, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 3. ágúst 1980. Hundraðasta ártíð Jóns Sigurðssonar Þegar Jón Sigurðs- son átti tví- sýnan leik við landa sína A aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar forseta 1911 var gefið út all- þykkt bindi af bréfum hans, sem þeir Jón Jensson yfirdómari og bróðursonur hans og Þorleifur H. Bjarnason menntaskóiakennari bjuggu tii prentunar. Þetta er mikil bók og merk og munu menn ekki finna annað rit þar sem þeir kynnast forsetanum betur en af þessum bréfum hans. A siðasta vetri var hundraðasta ártið Jóns Sigurðssonarog Ingibjargar konu hans en útför þeirra i Reykjavik var 4. mai 1880. 1 dag minnist Hrafnseyrarnefnd ártiðarinnar með samkomu á Hrafnseyri þar sem opnað er safn um sögu og lifsstarf forsetans. Timinn birtir hér kafla úr bréf- um Jóns Sigurðssonar. Þeir eru valdir með það i huga að þar komi fram mannslýsing. Þótti við hæfi að veija þá i tengslum við heit- asta innlenda deilumálið og þar sem Jón Sigurösson átti að ýmsu leyti tvisýnan leik við landa sína. Fjárkláðinn kom inn I þingsög- una 1857. Þá töldu menn að sér- stakur kláði hefði borist til lands- ins með enskum hrútum og köll- uðu hann drepkláða, töldu hann ólæknandi og allt annars eðlis en þann óþrifakláða sem allir þekktu og voru tiltölulega sáttir við. Þvi töldu menn að ekki dygöi annaö en útrýma öllu fé þar sem kláöinn var kominn líkt og gert haföi veriö 80 árum áður. Jón Sigurösson vissi að fremstu menningarþjóðir i kvikfjárrækt þekktu engan ólæknandi drep- kláöa og þar tiökuöust þrifaböö á sauöfé. Aldrei var hann borinn ráðum á Alþingi likt þvi sem gerðist i kláöamálinu. Alþingi 1857 vildi niöurskurö á öllu kláða- sjúku fé og aö fjárhús þess væru öll rifin og byggð á öðrum staö en viði mætti nota aftur ef þeir væru sviðnir eða bikaöir. ,/Þegar farið er að stinga upp á þesskonar körlum". Jón skrifaði vini sinum prófessor Konrad Maurer 22. nóv. 1858. „Þér megið vera viss um, aö ég gjöri hvaö i minu valdi stendur til að geta heimsótt yöur og gleöja mig hjá ykkur um tima, en hamingjan má vita hvenær þaö verður. Annars man ég vel til þess eyrindis þar að auki aö fá yður meö mér uppi i dali að sjá kembdar kýr og fágað fé. Nú er annars að vandast máliö, þvi nú er i ráði aö senda i vor til Islands lækna og meðöl og táka ráðin af amtmönnunum i kláöamálinu, en setja annan mann yfir það og viti þér hver sá er, sem upp á er stungið? Þaö er nú því miöur aö þaö er ég og málsins vegna þykir mér illt að neita, en ég sé vel að þaö er forsending. Nú er undir þvi komiö, hvort maöur getur búiö svo um hnútana, að þeir geti ekki gjört manni sérlegt mein, þvi þá gæti ýmislegt veriö I aðra hönd að vinna i tslands þarfir i þessu máli og út úr þvi ef vel gengi. En ekki yröi þaö feröalegt til Bæjaralands framan af sumrinu, ef þetta gengi fram. Þér sjáið annars, hverjar beyglur nú er komiö i, þegar fariö er að stinga upp á þess konar körlum, sem ég er, því vissulega getur þaö verið klókindalegt, til að hleypa þeim á foræöið en sé þeir líka nokkuð séðir, þá geta þeir kannske fundiö vaöiö”. Sjálfir búnir að gera sig bjargarlausa 7. april 1858 skrifaði Jón Sigurösson Gisla lækni Hjálmars- syni: „Svo á það að vera landinu að kenna á eftir ef haröindi koma og þeir eru sjálfir búnir aö gera sig bjargarlausa. Mér þykir ekkert verra i seinni tiö en að heyra og sjá þaö sem ég hef heyrt og séð i kláðamálinu af lýgi, hégiljum, slóðaskap, vit- leysum og drambi. Ekki er það samt þar fyrir, að liklegt er aö margt hafi komið verra fyrir og hefur verið klofið fram úr, en ég hefði viljað aö það hefði strax veriö sýnilegt að menn vildu hafa þetta sér til framfara, en ekki eins og blindar skepnur sem ana út I ófæruna, en fara ekki neina mannavegu”. Bót í máli að allir eru i klipu 8. janúar 1859 skrifar Jón Sigurðsson Konrad Maurer: „1 Húnavatnssýslu er kláðinn ekki góður, og nú átti aö skera á 14 bæjum i Miðfirði, og á Vatns- nesi öllu, en þó eru þeir amt- maður Havstein og Sveinn Skúla- son öruggir, og eru að telja I þús- undum skaðabæturnar — á pappirnum. Fé það sem Arnes- ingar keyptu er farið aö drepast I bráöasótt, kláða (þó ekki mart) og „rif”, einskonar munnsýki. I þeim sveitum sem læknast hefir nokkuö, og menn hafa alúð við, er féð ágætlega gott og heilbrigt. Það játar nú Jón Guömundsson. Rangvellingar gjördrepa nú hjá sér. Stjórnin er nú að búa sig undir að taka til óspilltra mál- anna, hvað sem úr þvi veröur. Hún hefir beöið um 30.000 dala og þaö er veitt. Nú er að finna mann- inn til að ráða yfir þessu veitta fé, en það er nú ekki enn fastráðið. Ég heyri sagt, að ekki sé enn um annan talað en mig, en ég hefi ekki hreift á mér og bíö átekta. Oddgeir hefir nefnt þaö við mig og ég hafi svarað að væri þeim það alvara, þá vildi ég gjöra það að umtalsmáli, en ekki lofa neinu fyr en ég sæi, að þeir vildu gánga að þvl sem ég héldi eg gæti gengiö að til þess að framkvæma nokkuð meö. Eg fagnaöi þvi mjög, aö yðar hugsun um þetta mál er injög lik minni, þvl eg állt aö visu máliö hið versta mál við að fást, en þó ekki ókljúfanda ef rétt er aö farið. Nú er þaö aö visu allt annaö að hugsa slikt, en annað að fram- kvæma, en þar er þó nokkur bót i máli, að allir eru i klipu, bæði stjórnin og íslendingar mlnir. Eg hefi þvi hugsaö mér að mála sem menn kalla djöfulinn á vegginn fyrir stjórnina og það er ekki alls vonlaust um að hún taki þvi. Þar að auki er hún komin nú svo lángt I máliö, að hún getur illa hopað á hæli. Nú var skrifaö amtmönnum I Novbr., að stjórnin vili ekki þola, að embættismenn gjörist oddvitar aö niðurskuröi, heldur skuli þeir, hversu sem þeirra álit sé sjálfra, fylgja lækningum. Þar að auki neitar stjórnin aö sam- þykkja allar skaðabætur, og eins að samþykkja uppástúngur fundarins á Akureyri. Þegar nú svo stendur, þá er fyrir mig tvennt að gjöra, fyrst að fá leyfi og fullt vald til að brúka öll þau meðöl sem þarf til aö sannfæra og ef nauðsyn gjörist aö þvinga em- bættismenn og alþýðu til aö hafa eina og sömu meöferð allstaöar: þagga embættismenn, sannfæra og laða og ef þarf að kúga alþýöu- menn, annaö hvort að lækna eða skera þegar (eins og þér segiö, og mig minnir eg stingi uppá i sam- ræðu okkar hér.) Til þessa þarf nú lika að ná i blööin og blaða- mennina, og umfram allt að koma á fastri og reglulegri organisation. En af þvi, að nú er gjört ráð fyrir aö senda 6 dýra- lækna sem mundu kosta 12000 dali um árið, og þetta mundi fljótt gleypa mikið af peningunum, en þaraf leiddi, að ef mistækist eða timinn yrði tæpur, þá þryti fé: þá vil ég einnig mega ráða fjárráð- um og fyrirkomulagi, og er það þá mitt ráð, að hafa ekki svo marga lækna héðan, en reyna að koma upp kláðalæknum úti á Is- landi, sem eg ætla muni verða ódýrara, notabetra og þokka- sælla. Þar að auki vil eg þó vera viss um, að ef þetta stæði I fleiri Jón Sigurðsson forseti. Gisli Hjálmarsson læknir. Séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað. ár, og meira fé þyrfti, aö eg yrði ekki á hjarni með allt hálfgjört, og vil þvi fá skýlaust loforð um meira fé, ef þarf, svo ekki lenti öll skömmin á mér. Enn fremur vil eg álita mér nauðsyn, aö taka fram ýms þau mál sem við Is- lendingar viljum hafa fram, og fá þeim áheyrn, til þess aö geta þar með sýnt, að eg sé ekki keyptur til þessa, heldur að það sé lands- nauðsyn ein sem mér gengur til, og til þess að geta sannfært heldur mlna pólitisku vini og kannske lokkaö þá til að slást I hópinn. Fyrir sjálfan mig og mina verð eg lika að gæta þess, að eg sleppi ekki þvl sem eg hefi til at- vinnu fyrir þetta, án þess að hafa neina vissu i aðra hönd, og hefi eg þvi I hyggju að slá uppá, aö þeir verði að láta mig hafa eitthvert embætti fast, og gefa mér siðan permission. Þar meö yrði eg létt- ari á kláöafénu, en vissari ef illa gengi. En umfram allt verð eg að vera ótakmarkaöur kláðakóngur (þvi það yrði eg llklega kallaður) og geta skipað og skikkað býsna frjálslega. Gaman þætti mér að heyra hvað þér segið um þetta. Eg þykist viss um þér segið: Þetta er allt gott, ef þaö gengur fram.en það er hnúturinn. Eg er nú oröinn riddari af Dannebroge samt, til að byrja með”. Aldrei sóst eftir neinu alþýðulofi A nýjársdag 1860 skrifar Jón Maurer enn og gefur yfirlit um starf sitt að kláðamálinu. Þá seg- ir hann m.a.: „Ekki skulu þér hugsa, að ég hafi liðið neitt mótlæti, eða sé i Konrad Maurer.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.