Tíminn - 03.08.1980, Qupperneq 9
LJ-iiíiIJ-íiiuiii;
Sunnudagur 3. ágúst 1980.
Hér er dýr á leið út úr holu sinni. Karldýrið og kvendýrið byggja
hvort um sig sfna sérstöku holu.
Eggin eru vanalega tvö, hálfur þumlungur að stærð og
leðurkennd.
lætingu, vegna svo auðsærrar
blekkingar. Þeir reyndu tafar-
laust að rifa hiö „álimda” nef af
loðnum skrokknum. För eftir
skæri þeirra má enn sjá á
hamnum af fyrsta dýrinu sem
sent var og er geymt i Náttúru-
sögusfninu f London. En siðar,
þegar nákvæm rannsókn leddi I
ljós að dýrið var i rauninni til og
liktist þar að auki spendýrum
meira en öðrum dýrum,
þverneituðu menn þó að trúa þvi
að slik skepna gæti komið úr
eggi.
Loks fékkst lausn á málinu og
deilur hjöönuðu árið 1884 þegar
William Caldwell, 24 ára dýra-
fræðingur, sem hlotið hafði
styrk frá Cambridge háskóla til
náms i Ástraliu, kvað upp úr
skurð sinn. Hann setti upp búðir
við Burnett fljót i Queensland og
fann eftir mánaðarleit
breiðnefslæðu, sem nýlega hafði
verpt einu eggi og bar annaö
enn i eggjaleiðara sinum.
Caldwell sendi þegar i stað
skeyti um uppgötvun sina, sem
simaö var til Breska visinda-
félagsins, sem þá var á fundi i
Montreai. Þetta fræga fjögurra
orða skeyti, sem lesið var yfir
hinni lærðu ráðstefnu hljóðaði
svo: „Monotremes oviparous
ovum meroblastic.”
Þessar fréttir, sem fékk
hina virðulegu menn
til þess að
þeir
greindu frá þvi að „monotrem-
es” (en það orð hafði verið
fundið upp til þess að taka yfir
breiðnefinn og mauraætutegund
eina innan fylkingar spendýra)
verpti raunverulega eggjum og
að fóstrið myndaðist utan á
eggjarauðu i egginu. Þá var það
vitað að spendýr gátu komið úr
eggi og mikið þrætumál var út-
kljáð.
Breiðnefurinn, sem eitt sinn
var lýst svoaðhann væri I laginu
eins og „hitapoki” getur orðið
22ja þumlunga langur og oröið
þrjúoghálftpundað þyngd, þ.e.
karldýrið, en kvendýrið sem er
minna, getur orðið 18
þumlungar og tvö og hálft pund
að þyngd. Mestan hluta dags er
dýrið á þurru landi og halda
kven- og karldýr sig þá hvort i
sinni holunni. Dýrið er ekki i
vatni nema fáar klukkustundir
á sólarhring og þá I rökkri eöa
slæmu skyggni. Þegar
breiðnefurinn er vakandi, er
hann afar athafnasamur og
brennir helmingi þyngdar
sinnar, — sem hann verður
þegar að ná upp aftur með át-
inu.
David Flaeay, eini maöurinn,
■ sem tekist hefur að ala upp
'breiðnefi, sagði að matarlyst
dýranna heföi verið með ólik-
indum. Eitt mjög gráöugt dýr
reif I sig 1200 ánamaðka og 50
Breiðnefurinn kafar eftir æti.
Nefið er likara hundstrýni við-
komu en andarnefi, sem það lik-
ist þö meir og það notar hann til
að finna ætið á botninum.
9
Kaupmenn — Innkaupastjórar
Nýtt merki a markaðinum
Gullfalleg frönsk leikföng
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560
FÓÐUR
tslenskt
I kjarnfóður \
FÓÐURSÖLT
OG BÆTIEFNI
Stewartsalt
Vifoskal
Cocura
KÖGGLM)
MAGNtUMSALT
GÓÐ VÖRN
GEGN GRASDOÐA
MJOLKURFE LAG
REYKJAVIKUR
Algrr'Otla laugorgi 1(4 Suni IU2Sog
Foðurvo-ualgrriðs'a Sundaholn Simi 8222S
Meðeigandi
Óskað er eftir meðeiganda i hlutafélag,
sem starfar á sviði innflutnings, smásölu
og framleiðslu.
Hlutaðeigandi þyrfti helst að starfa við
reksturinn. Ekki er þörf á neinni sérþekk-
ingu. Æskilegur aldur 25-40 ára.
Nauðsynlegt framlag úr hendi viðkom-
andi aðila þyrfti að vera kr. 15.000.000. Þar
sem fyrirtæki þetta er mjög rótgróið i
sinni grein er hér um gott tækifæri fyrir
réttan aðila.
Upplýsingar er greini aldur svo og fyrri
störf sendist blaðinu fyrir föstudag 8.
ágúst.
MERKT H-1751
fljótakrabba á sólarhring, auk
nokkurra smáfroska, lirfa og
hænueggja. í dýragarðinum I
Sidney var eitt sinn hörgull á
fóöri fyrir breiðnefi, vegna
þurrka, og var þvi komiö á
samkeppni meöal skólabarna,
sem söfnuðu saman 5000 ána-
möðkum.
1 heimkynnum sinum þrifst
breiönefurinn helst á lirfum
skordýra, fljótakröbbum og
fljótarækjum, litlum skeldýrum
og ormum. Við leit að þessu
notar hann nefið, sem er afar
næmt og svipar meir til hunds-
trýnis, en andarnefs og er þaö
sifellt rakt. Hann kemur með
fæöuna upp á vatnsbakkann,
þar sem hann tyggur hana með
beinhryggjum, sem hann hefur i
munninum I stað tanna, en veröi
honum vel til fanga, getur hann
safnað nokkru I gúl sér, eins og
hamstur.
A sundi i yfirborðinu notar
breiðnefurinn afturlappirnar og
halann til þess að stýra sér og
stansa, ef þarf, en rær sér
áfram með annarri framlöpp-
inni I senn. Þegar hann kafar
lýkst skinn flipi yfir augu og
eyru, svo aö hann er alveg
blindur og heyrnarlaus við þær
kringumstæður. Vanalega er
hann i kafi svo sem hálfa
minútu, en getur kafað i fimm
minútur, sé hann við ætissöfnun
eða við holugröft, en vanalega
er einn inngangur i holu hans
rétt undir vatnsborðinu ilka.
Einn leyndardóma hans er
eitraður spori á afturfótum
karldýrsins. Þetta kynni að
vera vörn gegn hugsanlegum
óvinum, en breiðnefurinn á fáa
óvini, aðra en vatnarottur og
snáka. Kvendýrið hefur aöeins
eiturspora á æskudögum sinum.
Þvi sýnist liklegt, þar sem eitrið
er einkum skeinuhætt um
fengitimann, ab karlinn noti það
gegn keppinautum sinum, eða
þá til þess að kúga kvendýriö til
ástafars.
Kvendýrið grefur sér sina
eigin holu þegar það vill verpa,
sem það klæðir innan meö
blautu grasi og laufi. Hún lokar
sig inni að þvl búnu með þvi að
troða torfusnepli I holuopið.
Tveimur vikum eftir frjóvgun
verpir hún svo eggjunum, sem
vanalega eru tvö. Þau eru
kringlótt, leðurkennd og hálfur
þumlungur aö stærð. Hún
leggur þau þá undir kvið sér og
klekjast þau út að tiu dögum
liðnum.
Ungar breiðnefsins, sem eru
rétt yfir hálfur þumlungur að
stærð, rista á skurn eggsins með
kambi á nefinu, en þessi
kambur dettur af þeim,
skömmu eftir að þeir koma úr
egginu. Fyrstu vikuna eru þeir
hárlausir og blindir og nærast á
þvi aö lepja mjólk móðurinnar,
sem hún þrýstir með nefinu úr
mjólkurkirtlum sinum niður á
hárlausan blett á kviði sér,
, ,m jólkurble ttinn. ”
Þegar ungarnir eru fjögurra
mánaða gamlir, og rétt yfir fet
að lengd, taka þeir að ferðast
um ásamt móður sinni og læra
undirstööuatriöin við veiðar og
sund. Móðirin hefur hönd I
bagga með þeim i einn eða tvo
mánuði til viðbótar, en þá veröa
þeir að spjara sig á eigin spýtur.
Þeir verða kynþroska tveggja
og hálfs árs gamlir og geta orðiö
tiu ára, eða meira.
Breiönefinum er gefin sérstök
gáfa, þegar hann þarf að finna
vatn. Furðu lostnir Ástraliu-
menn hafa oft séð dýrið á ferð
yfir akur, eins og hund, eða á
ferli á þjóðvegum, en þá er þaö
á leið aö næsta vatni. Svo er aö
sjá að þegar byggð
breiönefanna tekur aö þéttast
viö á eða vatn, flytji hluti
ibúanna búferlum I léit að nýj-
um heimkynnum.
I þeim fáu dýragöröum sem
breiðnefur hefur þrifist I Astra-
liu, er hann eitt allra vinsælasta
dýrið. Skaprlkur, fjörugur og
fullur af leik er hinn smávaxni
„þverstæöingur”, sem kominn
er aftur úr árdögum dýrarikis-
ins unaðarrik sjón hverjum
þeim sem nýtur þeirrar
skemmtunar að virða hann fyrir
sér.
(AM snaraði úr Wildlife)