Tíminn - 03.08.1980, Side 17
Sunnúdagur 3. ágúst 1980
17
Esra S. Pétursson:
Uppreisn-
arbarátta
rénar
Við skildum slðast þar viö
Gunnu sem hiin var ennþá ráf-
andi i neðanjaröargöngunum að
hennar sögn. HUn var samt ekki
lengur eins villuráfandi og áöur
þvi að hún hafði komiö auga á
ljósið frá útgönguopi þeirra. Síö-
an bætti hún við þessa lýsingu á
lifnaðarmáta sinum og sagði:
„Ég hefi breytst gagnvart
Andrési og þaö hefur lika hjálpað
mér til að breyta mér sjálfri. Ég
get betur virt sjálfa mig sem per-
sónu og konu”.
Andrés hafði sem sé fyrstur
elskhuga hennar reynst nógu
mikill karl til að hún gæti betur
lært að meta sitt eigið kveneðli.
Til þess að karlar geti haft slfk
áhrif á konur þurfa þeir einmitt
að vera talsverðir karlar. Til
þeirrar iðju dugir ekki ábyrgðar-
litill stráksskapur. Breyting þess
á lifnaðarháttum Gunnu hafði i
för með sér aukna getu hennar til
að ráða sjálf fram úr vandamál-
um sínum og finna raunhæfari úr-
lausnir á þeim.
Sálrænn félagsþroski
Lifsorka hennar, sem stirönað
hafði I stokkfreönum varnarkerf-
um sjálfsins, leystist nú betur úr
læðingi og varð enn nýtilegri. Fór
hún þá aö geta haft ánægju af þvi
að taka virkari þátt I félagslifi og
tómstundaiöju. Mannfælni henn-
ar minnkaði enn. Hún gat orðið
stundað nám sitt af kappi, sem
fyrr segir, og fór, þar að auki, aö
vinna hálfan daginn i ýmsum
rannsóknarstofum. Venjulega
likaöi henni vel við samstarfsfólk
sitt, jafningjana. Umgengni við
yfirmenn var ennþá þrándur I
götu hennar, einkum þegar hún af
mikilli þefvisi gat snuðraö upp
hneigð til kvalalosta i þeim, sem
kom ekki ósjaldan fyrir. Hélt hún
þá áfram að reita þá til reiöi, ögra
þeim og espa þá þar til aö þvi
kom, i sálgreiningunni, að hún
gat gert sér góða grein fyrir öllu
þvi tjóni sem uppreisnarárátta
þessi haföi valdiö henni, og
hvernig atferli þetta, sem til
Esra S. Pétursson
þessa haföi veriö algerlega
ósjálfrátt og henni með öllu duliö,
hélt áfram að stórskaða lif henn-
ar.
Ifyrstu viðtölum okkar haföi ég
strax veitt athygli óvild hennar og
hatri til kristindóms, sér i lagi til
baptistatrúar. Hún var samt ekki,
að þvi er mér fannst, svo andvig
þessu að hún beröist ákaft gegn
trúnni og ekki rak hún heldur
verulegan áróður gegn henni og
þvi sfður vildi hún ofsækja trúaö
fólk. Samt var þetta mjög greini-
leg óvild til trúmála og félags-
hyggju af þeim toga spunnin,
enda þótt hún væri óvirk I sam-
ræmi við almenna óvirkni hennar
I þá daga.
Er vér minnumst þess að afi
hennar hafði veriö prestur og
sumt af fólki hennar haföi verið
trúað sjáum við að viðmót þetta
var hluti af sjálfshatri og sjálfs-
fyrirlitningu hennar og af þeim
verömætum sem tengd voru
raunsjálfi hennar.
Tvöfeldni þessi var farin að
taka stakkaskiptum. Þegar nú
sjálfsmat hennar fór vaxandi og
virðing fyrir henni sjálfri sem
manneskju og konu óx og
nálgaðist meira hiö rétta raun-
mat þá batnaöi viðmót hennar og
hegöun einnig gagnvart fjölskyld-
unni. Fyrst vingaðist hún við föö-
ur sinn og allmiklu siöar fór að
örla á umburðarlyndi til móður-
innar.
Uppreisnargirni hennar, þegar
húngifti sigtil að storka bæði föð-
ur sinum og kærasta, haföi komiö
þvi til leiöar að henni var fleygt út
úr foreldrahúsum. Þó aö þannig
hafi orðið likamlegur aðskilnaður
viö f jölskylduna var hún eftirsem
áöur andlega og fjárhagslega háð
henni. Uppreisnarmenn stjórnast
I rauninni, að visu með öfugsnún-
ingi, ávallt af þeim sem þeir gera
uppreisn gegn, sem glöggt má sjá
þegar skyggnst er undir yfirborð
á uppreisnargirni.
Þar eð henni hafði nú tekist að
finna nokkrar úrlausnir á sálar-
striöi sinu gat hún farið aö nálg-
ast sjálfa sig og eigin tilfinningar
meira. Sjálfsfirringin og til-
finningafirringin minnkaði svo
mjög aö hún gat farið aö gera sér
ljósa grein fyrir einstaklingseöli
sinu og sérveru. Rénaði
uppreisnaráráttan enn meira við
það er hún gat greint betur hvað
húnsjálf vildi i raun og sannleika.
Einnig var þetta að hluta til.
árangur þess að hún var aö
þroskast, eldast og veröa
reynsluþekkingunni rikari.
Með bættu viðmóti til sfn sjálfs
og foreldranna fór viöhorf hennar
til bróðurins einnig batnandi.
Bróðir hennar og strangtrúuð
kona hans höfðu kvalið hvort
annaö frá þvi aö þau giftust og
voru komin að þvi að skilja.
Gunna haföi verið mjög afbrýöis-
söm i hennar garð og haft mikla
Hefur þú kynnt þér kosti
I tvö ár hefur EGEBJERG-baggavagninn
sparað bændum ómældan mannskap, tíma
og erfiði og verið auðveldur og traustur
i allri meðferð
eldn
Eigum fyrirliggjandi nokkra vagna úr siðustu
sendingu sumarsins —
Leitið upplýsinga hjá okkur eða einhverjum
af þeim fjölmörgu bændum, sem eiga
• +
Gleðjið konuna
Aöalumboð:
RDSKVA
ólafsvöllum söluumboð: Dragi s.f.
Skeiöum. Fjölnisqötw
S. 99-6541 og Akureyri.
91-12040. Simi 96-22466.
Söluumboð.
Sveinn Jóhannsson
Varmalæk
Skagafirði.
BYLTING I BAGGAHIRÐINGU
óbeit á henni frá upphafi vega. Þó
hún legðist á sveif með bróður
sinum gat hún samt veriö svo
sanngjörn aö sjá hvernig hann
hafði fyllilega lagt sinn skerf til
óhamingju hjónabandsins.
Um þetta leyti rénaöi einnig
mjög vergirni Gunnu og þess I
stað fór hún að ástunda ýmis
félagsmál. Fyrst gekk hún I flokk
ungs fólks sem var með öflugt
mIUMFERÐAR
Uráð
andóf gegn Vietnam styrjöldinni.
Fleiri voru þar hippar eða
kommúnistar þó sumir stæðu
þeim nærri. Siðan leitaöi hún til
hópa sem ástunduöu eins konar
hóplækningar, sinn með hverju
móti. Hún fór svo á nokkur jóga-
námskeið. Þar næst var það
magadansskóli að hætti
egypskra. Varð hann henni nokk-
ur uppbót þess aö hún haföi orðið
aö gefa upp á bátinn löngun sina
til aö æfa ballet þegar hún var
telpa.
Aö lokum fór hún að iöka þol-
hlaup I einveru til að vega upp á
móti félagsstarfi slnu, eins og hún
orðaöi það. Skulum viö á næst-
unni heyra hvernig þessar
breyttu lifsvenjur orkuðu á hana.
Tæknifræðingur —
Byggingafulltrúi
Starf tæknifræðings hjá Hveragerðis-
hreppi er laust til umsóknar, þarf að geta
hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Nánari
upplýsingar á skrifstofu Hveragerðis-
hrepps, simi 99-4150.
Sveitastjóri Hveragerðishrepps.