Tíminn - 03.08.1980, Side 23

Tíminn - 03.08.1980, Side 23
ilH'l.lilifí'lt!1 Sunnudagur 3. ágúst 1980. fara fjandans til af forstjóra hússins, sem ekki var minna reiöur. Samt var þetta timabil undanfari „Goons”. Hvaö sem þeim Spike og Harry hefur fundist, haföi Peter einlæga andstyggö á aö leika á sviöi. Hann lét brandara sina flakka, eins og þeir komu i hug honum á sviöinu og þoldi illa, þegar þeir „féllu I grýtta jörö”. Þaö var loks djarfur og glöggur BBC umboösmaöur, sem aö frum- kvæöi Spike Milligan kom þeim á framfæri hjá Michael Bentine igleiögosalegum og fáránlegum útvarpsþætti, sem nefndist „Goon Show”. Þátturinn náði smám saman vinsældum og ekki aöeins i Englandi heldur viða um heim. 1 staö þess aö sagan endur- tæki sig var nú nýtt söguskeiö i sköpun. Hver þeirra félaga um sig varö stjarna, og meö þeim brann alla tiö sá eldur ástar og haturs hvers i annars garö, sem er svo almennur meöal leikhús- fólks. Peter fór aö láta til sin taka I leikhúsheiminum skömmu fyrir 1960. Hinn áhugasami umboös- maöur hans, John Redway, mátti eyöa nokkrum tima I aö sannfæra fólk um aö Peter væri ekki aöeins „goon” (sauöur) ,heldur afbragös gamanleikari. Viö kvikmyndaframleiöendum fengum aö sjá stuttan þátt meö honum i sjónvarpi og tókum honum þegar i staö. Af þvi leiddi aö fyrir hann var skrifaö sérstakt handrit að kvikmynd. Þaö var kvikmyndin „I’m All Right, Jack”, þar sem hann lék sjálfumglaöan ein- feldning og hann fékk færi á aö sýna hvíllkur afbragðs gaman- leikari hann var og þó öllu frem- ur persónutúlkandi. Hann las handritiö. Okkur til furöu hafnaöi hann þvi. „Hvar er fyndnin?” spuröi hann. „Hvar á aö hlæja?” Þaö tók viku af fortöhim, umræöum og útskýringum aö fá hann til þess aö fallast á, og þó meö semingi aö reyna sig viö þetta hlutverk, sem sérstaklega var fyrir hann gert. En þegar hann loks var kominn af staö, uppábúinn og sminkaöur og haföi yfir setning- ar og látbragö, sem þúsundir búöarþjóna hér og hvar i land- inu temja sér, vantaöi ekki viö- tökurnar eftir þvi sem viö varö komiö: — Yfirstjórnarnefnd Sheperton stúdióanna sem þarna var komin veltist um af hlátri sem blandaöist hlátri ljósamanna og annars starfs- liös. Þá kom Peter auga á hvaö i hlutverkinu fólst. „I’m All Right Jack” markaöi timamót i ferli hans. Hann átti eftir aö gera sex myndir I Eng- landi, sem allar uröu afar vin- sælar. En Hollywood haföi kom- iö auga á þessa afbragös hæfi- leika. Þar meö komu slik tilboö aö þeim gat hann ekki neitaö. En hvaö sem fjárhagslegu hliöinni viövék, þroskaöi hann ekki snilligáfu sfna meöan á sæludögunum I Hollywood stóö. Aö visu skapaöi hann þar himi óviöjafnanlega Clouseau lög- reglustjóra, en allt sem þar fór á eftir af Bleika pardusnum var varla til annars gert en aö afla fjár. Kaldhæðnislegt má þvi telja aö viö lok æfi sinnar skyldi hann snúa sér aö túlkun á ein- faldri manngerö I „Being There”. Þar var ærslaleikurinn látinn lönd og leiö. Harmleikur mannlegrar tilveru sat i fyrir- rúmi. Þrátt fyrir alla þá velgengni sem honum féll I skaut átti Sell- ers i stöðugum erfiöleikum. Hann var tortrygginn, sjálf- hverfur og sjálfs sin ógnvaldur. Hann var samsettur úr tómum andstæöum. Af öörum kraföist hann tryggöar og ástar, sem varö aö vera jafn eindregin og móöir hans haföi krafist honum til handa viö vöggu hans. Hins vegar var honum dmögulegt aö gefa neitt af sjálfum sér til ann- arra. Hvaö efnisleg gæöi snerti, vantaöi ekki aö hann var örlát- ur, en i anda var hann niskur og lttilmótlegur. Hann var sjálfur 23 norundssár og særöi aöra meö tillitsleysi sinu. Hann var margkvæntur maöur. Þvlverr læröist honum aldrei aö „sælla er að gefa en þiggja”. Hjá fyrstu konu sinni, Anne, fann hann alla þá hlýju og fórnfýsi sem hann þurfti á aö halda vegna frama síns. En þegar framinn kom fór hjóna- bandiö út um þúfur og ekki fer hjá þvi aö mönnum sýnist sem öll þau hjónabönd, sem á eftir fóru (Meö svo fögrum og vel gefnum konum) haföi veriö hon- um stööutákn, sem hann síöar lagöi sem fórnargjöf i arininn og lét rjúka upp til himins, móöur sinni sálugu til dýröar. Menn hafa sagt aö Peter Sell- ershafi veriö ráögáta. Reyndar reyndi hann aö telja sér trú um þaösjálfur. „Hver erhinn raun- veruleei Peter Sellers?” sagöi hann eitt sinn við hóp kræfra blaöamanna. „Ég veit þaö ekki”. Aö okkar áliti vissi hann þaö of vel. Þaö var sú vitneskja sem kvaldi hann til hinstu stundar. En hann var maöur, sem bjó yfir geysilegum hæfileikum, og þeirra hæfileika leyföi hann heiminum aö njóta. Þeirra vegna er honum og tryggöur sess i sögu skemmtiiönaöarins. (AM þýddi úr Guardian) Sprintmaster H 1020 Mest selda vélin Afkastamikil _ drag- tengd rakstrarvél. Vinnsluafköst: Allt að 6 ha. pr. klst. Vinnslubreidd 3 m. Mismunandi vinnslu stillingar. Vökvahifir á rakstrarhjólum. icon NÝJUNG CM 240 Diskaslóttuþyrla Vicon verksmiðjurnar hafa á undan- fömum árum hannað þessa vél, og var hún reynd hjá Bútæknideildinni á Hvanneyri á siðastliðnu sumri. Vélin reyndist mjög afkastamikil, sterkbyggð og slá vel. Kynnið ykkur skýrslu Bútæknideildar. Vinnslubreidd 2,4 m. Eigum aðeins örfáar vélar til afgreiðslu STRAX Hafið samband við sölumenn okkar G/obusf LAGMÚLI 5, SIMI 81555 Barnaleiktæki íþróttatæki Þvottasnúrugrindur Véiaverkstæði BERNHARÐS HANNESSONAR Suöurlandsbraut 12. Sími 35810

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.