Tíminn - 27.08.1980, Síða 2

Tíminn - 27.08.1980, Síða 2
Leigjendur og leigusalar: Kynnið ykkur húsaleigulögin — Menn í „bissnisleik” varasamir HEI — „Nú fer i hönd sá timi sem eftirspurn er hvaö mest eftir leiguhúsnæöi”, segir í frétt frá Leigjendasamtökunum. Vegna þessa vilja samtökin einnig brýna fyrir fólki sem hyggst taka hús- næöi á leigu, aö fariö sé aö lögum. Sérstakiega er minnt á þaö á- kvæöi nýlegra húsaleigulaga, sem kveöur á um aö ekki megi taka fyrirframgreiöslu fyrir lengri tima en einn fjöröa af um- sömdu leigutimabiii, og ákvæöi um uppsagnarfrest. Þótt Leigjendasamtökin beini þessu fyrst og fremst til þeirra sem hyggjast taka húsnæöi á leigu, er sennilega ekki minni á- stæöa til aö vekja athygli þeirra sem leigja út húsnæöi á þessu á- kvæöi. Ella geta þeir lent i þvi aö leigutimabiliö veröi lengra en gert er ráö fyrir. Ekki er siöur á- stæöa til aö minna fólk á aö gera skriflega leigusamninga, jafnvel þótt um kunningja sé aö ræöa, enda er þaö skylt samkvæmt lög- unum. Þá má einnig benda á þaö, aö i samningi er heimilt aö semja um tiltekin ákvæöi, en sé samn- ingur ekki geröur gilda lögin i einu og öllu. Timanum hefur einnig borist blaöiö „Leigjandinn” sem er málgagn Leigjendasamtakanna, þar sem ýmislegt fróölegt er aö finna. Þar kemur m.a. fram, aö algengustu fyrirspurnir til sam- takanna eru vegna ákvæöa lag- anna um uppsagnarfrestinn, sem eru þvi miöur of litiö þekkt, en breyta hins vegar miklu varöandi öryggi leigjenda. Einnig er minnst á fyrirframgreiösluna. Eftir:,iaö hafa lesiö viötal viö starfsmann samtakanna væri kannski heldur ekki úr vegi aö benda húseigendum sem þeir hyggjast leigja út, á ákvæöi i nýju lögunum sem heimilar þeim aö fara fram á tryggingarfé áöur en ibúö er afhent leigjanda. Gefum starfsmanninum oröiö: „Þaö finnast lika svartir sauöir meöal leigutaka. Um daginn Framhald á bls 19 Nýi sjúkrabillinn hefur vakiö athygli lækna og hjúkrunarfólks, en hrifnastir eru þó sjúkraflutninga- menn sjálfir. Glit hf. á Heimilið ’80: HANDUNNIN MATAR- 06 KAFFISTELL Glit h.f. kynnir fram- bás í aðalsal Laugardals- leiðslu sína í rúmgóðum hallarinnar á sýningunni Sýnishorn af framleiöslu Glit h.f. HEIMILIÐ 80. Handunn- in matar- og kaffistell sitja þar í fyrirrúmi, en auk þess verður áhersla lögð á íslensk furuhús- gögn frá Nývirki h.f. Sýningargestum gefst einstakt tækifæri til aö tryggja sér þessa innlendu gæöafram- leiöslu á einna hagstæöustu greiösluskilmálum sem HEIMILIÐ 80 býöur upp á. Þetta á jafnt viö um matar- og kaffistellin og furuhúsgögnin meöan birgöir endast. Veittur veröur 56.000 kr. afsláttur á 12 manna matar- og kaffistelli, en furuhúsgögnin veröa 50-100.000 kr. ódýrari en ella. Látiö ekki happ úr hendi sleppa. Útborgun er 40.000 kr. i matar- og kaffistellum, en siöan 40.000 kr. á mánuöi. Húsgögnin eru seld meö 100.000 kr. útborg- un og sömu upphæö mánaöar- lega. Ofangreint tilboö gildir einungis meöan birgöir endast. (FráGlith.f.) Miövikudagur 27. ágúst 1980 6000 Toyotasaumavélar seldar hér á landl: FÉKK FULLK0MNA SAUMAVÉL GEFINS I siöustu viku afhenti Toyota- varahlutaumboöiö Armúla 23 6000. Toyotasaumavélina, sem selst hefur hér á landi frá þvi inn- flutningur hófst i nóvember 1974. Þaö var frú Þórunn Elin Tómas- dóttir sem ætlaöi aö festa kaup á vélinni, hinni nýju og fullkomnu rafeindasaumavél 4500 El, en hlaut hana aö gjöf frá umboöinu ásamt blómvendi. Þaö var T.Senga forstjóri Bretlandsdeild- ar Toyotasaumavélaverksmiöj- anna, sem afhenti Þórunni gjöf- ina. Meöfylgjandi mynd er frá af- hendingunni og á myndinni eru auk T.Senga og frú Þórunnar for- stjórar Toyotavarahlutaumboös- ins Jóhann Jóhannsson og Sig- tryggur Helgason. A-Skaftfellingar: FÁ NÝJAN SJtJKRABÍL Þriöjudaginn 19/8. var afhentur nýr sjúkrabill til Rauöakross- deildar Austur-Skaftfellinga. Bifreiöin er af Volvo-gerö 264 og varhann sérstaklega yfirbyggöur i Horten Noregi, fyrir Rauöa- krossdeild A-Skaftfellinga. Bifreiöin hefur veriö kynnt hin- um ýmsu forystumönnum i slysa- vörnum hér á landi, svo sem slökkviliös- og sjúkraflutninga- mönnum, læknum og hinum ýmsu deildum Rauöakross tslands hér á Stór-Reykjavikursvæöinu. Volvo sjúkrabillinn hefur hlotiö mjög jákvæöar undirtektir allra þeirra sem hafa skoöaö hann og ekki sist frá sjúkraflutninga- mönnum á Reykjavikursvæöinu, einu stærsta svæöi á landinu. 1 Rauöakrossdeild A-Skafta- fellssýslu eru um þaö bil eitt- hundraö og fimmtiu félagar, sem eru allir mjög virkir og hafa lagt fram mikla sjálfboöavinnu i deildina til endurnýjunar á þess- um bil, en eldri sjúkrabillinn var Volvo, árgerö 1972. Þetta er eitt stærsta svæöi á landinu innan sýslumarka sem nokkur sjúkrabill ekur.um þaö bil 200km. Þaö kemur einnig fyrir aö þegar ekki er hægt aö lenda vegna veöurs á Hornafiröi aö aka þarf alla leiö til Reykjavikur meö sjúklinga. Fjórir sjálfboöaliöar koma til meö aö aka bilnum til skiptis, eöa á vöktum. Formaöur Rauöakrossdeildar A-Skaftafellssýslu er Edvard Ragnarsson. Haustsýning FIM á Kjarvaisstöðum Laugardaginn 27. september mun Félag islenskra myndlistar- manna opna Haustsýningu félagsins að Kjarvalsstöð- um. Sýningin er nú árviss þáttur í myndlistarlífi höfuðborgarinnar. Samkvæmt venju er öll- um sem fást við myndlist heimilt að senda myndir til dómnefndar, 5—10 mynd- listarverk, jafnt félags- mönnum sem utanfélags- mönnum, gegn ákveðnu þátttökugjaldi, sem er kr. 10 þús fyrir félagsmenn og 15 þús. fyrir utan- félagsmenn. Markmiö sýningarinnar er aö kynna ný verk félagsmanna og jafnframt gefa öörum kost á aö sýna verk sln. Aö þessu sinni er sú nýjung höfö á aö bjóöa fimm myndlistar- mönnum aö mynda nokkurskonar kjarna sýningarinnar. Auk sýningarskrár er i tengsl- um viö sýninguna útgáfa korta, sem seld veröa á sýningartima. Föstudaginn 19. september kl. 17—20 e.h. veröur tekiö á móti innsendum verkum þeirra sem hyggjast taka þátt i sýningunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.