Tíminn - 27.08.1980, Side 8
8
Miðvikudagur 27. ágúst 1980
Miðvikudagur 27. ágúst 1980
13
•x-x.:.:.x.:.x.x.:.:.: •:•:•:•:•: ■xXx.x.xXxXvXvX'X’XvX’X’XvX.XvXvX.x.x.x.x.x.x.x.xXxXxXxXxXxXvXvXvXvX.X'X.X.X.X'
Einn hinna „ódauölegu”,
Dominikanamunkurinn og
predikarinn Carré, tilkynnir þá
við afar settlega athöfn um 170
rithöfunda, sem til verðlauna
hafa unnið. Enn lengri er
„Veröleikaviöurkenningar-list-
inn” sem Akademían veitir og
hefur í digra sjóði að ganga.
Einkum fara verðleikaverö-
launin til barnafjölskyldna, en
einnig til sérkennilegra mál-
efna, eins og „til dóttur hátt-
setts hershöfðingja, sem oröin
er efnalaus og hefur ekki tekist
að afla sér styrks frá þvi opin-
bera, til þess að opna tóbaks-
búð”. Eða: „til ungrar stúlku,
sem fæddist i efnaöri fjölskyldu
og óheillavænleg atvik hafa
neytt til þess að fara að vinna
fyrir sér”. Eða: ,,til yfirþjóns,
sem með tryggð sinni við hús-
bændur sina hefur aflað sér
veröskuldunar og viöurkenning-
ar”.
Loks þegar rithöfundurinn
Michel Déon hefur aö endingu
upp erindi sitt um „Verðskuld-
Nú hlýtur
fyrsta konan
sæti í frönsku
Akademíunni
Hin 76 ára gamla Marguerite Yourcenar, er fyrsta konan sem
eignast sæti I frönsku Akademiunni.
HESriR ODAUÐLEGU
Akademiuritarinn Jean Mistler, rithöfundurinn Jean Dutourd og
André Chamson i djúpvitrum samræðum um orðabókina nýju.
Samfelldur trumbudynur
kveður við undir hvolfþaki
„Institut de France” á Signu-
bökkum. Hin gullborðalagða
Lýðræöisvarösveit dregur sverð
sin úr sliörum. Þá birtast hinir
„ódauðlegu”. Með hátignarsvip
og reikandi skrefum ganga tvær
tylftir aldraðra heiðursmanna
samstiga yfir hringsalinn undir
hvolfþakinu, sem er skreytt
barrokmyndum. Sumir bera
„græna kyrtilinn” en það er
rikulega útsaumaður stutt-
frakki, þar sem olivugreinar úr
gullþræði lykjast hver um aöra.
Með tvihyrndu hattana á höfði
minna þeir mest á útfarar-
stjóra.
Meðan þessir einkennisbúnu
menn ganga hver á fætur öðrum
til sætis á þröngum bekkjum og
berjast við að koma sér fyrir,
þrátt fyrir þann baga sem þeir
hafa af forgylltum sverðum
sinum, hafa viöstaddir áhorf-
endur risið úr sæti, fullir lotn-
ingar. Þarna eru nefnilega
komnir meðlimir einnar virðu-
legustu stofnunar i Frakklandi,
„Academie francaise”, sem
menn kalla einnig „Gömlu
frúna”, fullir virðingar. Aka-
demian er 345 ára gömul og er
þar með ein elsta stofnun rikis-
ins og um leiö réttnefnt Olymps-
fjall andlegs lifs Frakka.
40 menn eiga sæti i frönsku
akademiunni og það er ekki fyrr
en einn þeirra sálast að hægt er
að gera enn einn „ódauðlegan”.
„Það er draumur hvers skrif-
andi manns að komast i þennan
hóp, hátindur ferils hans og
vigsla”, segir einn þeirra er
sjálfur hefur náð að ganga I
þetta hólpna lið, en það er gagn-
rýnandinn Maurice Rheims. I
landi þar sem menningarlif hef-
ur frá fornu fari notið mikillar
viröingar njóta meðlimir Aka-
demiunnar „forréttinda á bif-
reiðaverkstæðum og eru teknir
fram yfir aðra, jafnt meðal
milljónunga sem stjórnmála-
manna”, segir bandariska
skáldkonan Gertrude Stein,
furðu slegin.
Akademian leyfir „dauð-
legum” ekki nema stöku sinn-
um að heimsækja sig á sam-
kundur sinar. Eitt fárra skipta
er þá, þegar hinum árlegu bók-
menntaverðlaunum er útdeilt.
unina”, er minnst þriðjungur
félaga hans i Akademiunni tek-
inn að dotta I sæti sinu.
Ekkert skyldi fá menn til þess
að láta sér detta þaö i hug á
þessari samkomu alvisrar for-
klárunar, að mikill skjálfti fer
nú um undirstööur þessa mikla
hofs. „Gamla frúin”, sem
fengiö hefur að halda fast við
sinar kenjar i meira en þrjú
hundruð ár, stendur nú skyndi-
lega frammi fyrir skelfilegri
endurnýjun i liðinu, — þann 6.
mars s.l. var kona fyrst kjörin
meölimur þessa hávirðulega
karlaklúbbs. Sú er hinn 76 ára
gamli rithöfundur, Marguerite
Yourcenar, höfundur bókar-
innar „Ég tamdi úlfynjuna”.
Hún var kjörin með 20 atkvæð-
um af 36.
Reyndar höfðu hugdjarfar
konur á fyrri árum borið sig
eftir þeim heiðri, að verða
teknar i akademiuna. Ein
þeirra, dansmærin Janine
Charrat, fékk meira að segja
sex atkvæði. „Hún gaf nefnilega
hverjum og einum okkar bók,
þar sem sjá mátti mynd af
henni fáklæddri, sagði einn
hinna ódauðlegu, de Castries,
hertogi, skjálfandi rómi. „Fá-
einir félaga minna kusu hana
þvi sér til gamans”.
En nú er það alvara. Rit-
höfundurinn Jean d’Ormesson,
sem er 54 ára gamall og einn
hinn yngsti I Akademiunni,
heimsótti hana á heimili hennar
I Maine i Bandarikjunum, þar
sem hún bjó úti á eyjunni Mont-
Désert og taldi hana á aö bjóða
sig fram til Akademiunnar.
Þegar talsmenn framboðs
Yourchenar sendu blöðunum
tilkynningu um þetta, brast
stormurinn á. Grals-riddarar
gamalla hefða Akademiunnar
sáu i uppátæki d’Ormessins
uppreisnarhug og stráksskap og
„afvegaleidda krakka” og nú
gleymdist alveg hið fagurkera-
lega orðbragð. „Með hvaða rétti
skyldi fólk, sem vart hefur búið
hér I f jögur ár vilja þvinga upp á
okkur kjöri sinu til þess að láta
okkur lita út eins og hóp elli-
ærra?” sagði hinn 79 ára gamli
rithöfundur, André Chamson,
sem setið hefur 24 ár i akademl-
unni. Undir ræðu hans gengu
d’Ormesson og fimm fylgis-
menn hans út, þeirra á meöal
leikskáldið Eugéne Ionesco.
De Castries hafði talsveröar
áhyggjur af formsatriöunum:
„Þegar við göngum inn til funda
rikir meö okkur sá siður að sá
gengur framar, sem lengur
hefur átt sæti i Akademiunni.
Þetta mál vandast, þegar kona
er komin i hópinn. „Félagi hans
André Chamson haföi lika svip-
aðar áhyggjur: „Hvernig á
kona meðal okkar að vera búin?
A hún að bera sverð sér við
hliö?” Couturier Lanvin, sem
saumað hefur ekki færri en 60
frakka á hina „ódauðlegu”,
teiknaði þó til alls vara ein-
kennisbúning handa konu, þótt
ekki gerði hann þar ráð fyrir
sveröinu. Marguerite Your-
cenar hefur hins vegar aftekið
aö bera einkennisbúning.
Reyndar er hvergi staf um
þaö að finna I reglugerö Aka-
demiunnar, að þar megi ekki
sitja kona. Sá möguleiki heföi
heldur aldrei verið til umræðu
1635, þegar Richelieu kardináli
efndi til akademiunnar sem
opinberrar stofnunar og skipaði
i hana ýmsa bókmenntamenn.
Var hann sjálfur verndari
hennar. Þetta átti að verða eins
konar andleg ritskoðunarskrif-
stofa i hans þágu og réð hann
þvi að hún krafðist þess að „E1
Cid” eftir Corneille véki af fjöl-
unum, enda þótti honum verkið
jaðra við föðurlandssvik. Þvi
var það ekki fyrr en eftir dauða
Richelieu að akademiumeðlim-
ir þorðu aö kjósa Corneille i hóp
sinn, en hann háfði þá þrivegis
verið i framboði.
Akademian leit á það sem eitt
höfuðverkefni aö fá málinu fast-
skorðaðar reglur og gera það
hreint og þjált, svo það gæti
þjónað listum og visindum sem
best. I þessu augnamiði vildu
meðlimir Akademiunnar gefa
út oröabók, málfræði og leiöar-
visi um skáldskap og framsögn.
Þrjú siðasttöldu verkefnin hafa
þeir þó viturlega látið sitja á
hakanum. Það tók nefnilega 60
ár hjá þeim að koma fyrstu út-
gáfunni af orðabókinni I hendur
Loðviks konungs XIV og höfðu
tvö ár þá farið i aö semja for-
málann einan. Þó höfðu þeir
ekki meira hugmyndaflug að
bjóöa, þegar lýsa átti hundi i
bókinni, en þetta: „Húsdýr, sem
geltir.”
En Akademian hafði lika I
nógu öðru að snúast, þvi eftir-
lætisiðja meðlimanna tók mest
af tima þeirra: Það var
metingurinn um mannvirðingar
og það hverjir fá skyldu aðgang,
þegar einhver lést.
Stofnunin varð senn mjög háö
náö og fémildi konungborinna
verndara sinna. Þvi urðu her-
togar, ráðherrar, kardinálar og
biskupar senn fyrirferöarmiklir
i röðum hennar. 1 upphafi aldar-
innar voru geistlegir menn
orðnir 24 af þeim 40 sem i Aka-
demiunni áttu sæti. Abótinn af
Choisy, klæöskiptingur, sem
gjarna sýndi sig manna á meðal
sem Madame de Sancy eða
greifynju des Barres, var i 37 ár
á meöal hinna „ódauðlegu”.
Franska byltingin gekk þó á
milli bols og höfuðs á hinum
aöalbornu i Akademiunni.
Fjöldi meðlimanna endaði lif
sitt i fallöxinni eða framdi
sjálfsmorð. En þar sem einnig
byltingarmenn höfðu ekki mikiö
á móti þvi að gerast ódauðlegir,
lifnaði Akademian þó senn að
nýju. Hún varð nú ein mikilvæg-
asta stofnun innan „Institut de
France”, sem flutti árið 1805 úr
Louvre yfir i Mazarin höllina á
vinstri bakka Signu. Þvi var það
svo aö þrátt fyrir byltinguna
urðu langar raðir manna
„ódauölegir” áfram, þótt flestir
séu þeir nú gleymdir. Franska
akadt.nian getur skreytt sögu
sina með þvi aö hafa haft innan
sinna raða menn á borð við
Voltaire, Montesquieu, Colbert
og Tocqueville, Chateaubriand
og Victor Hugo, Paul Claudel og
Francois Mauriac. En meiri
hluti franskra skálda og spek-
inga hefur aldrei átt sæti i
henni. Þeirra á meðal má nefna
Descartes, Pascal, Moliére,
Stendahl, Flaubert, Maupass-
ant, Proust, Gide, Giraudoux,
Anouilh, Malraux, Camus og
Sartre.
Balsac hlaut ekki kosningu,
þar sem hann átti i skuldabasli
og Zola var 24 sinnum i fram-
boði, án þess að vera kjörinn.
Raunsæi hans i þjóðfélagsmál-
um, svo og framganga hans I
máli Dreyfusar, féll Akademi-
unni ekki vel I geð. Baudelaire
var og visað frá, þar sem ljóða-
bók hans „Bölvablóm”, var tal-
in.m ósiðlátur samsetningur Og
„hvaö heföi Verlaine, eftir að
hafa hvolft i sig tveimur glösum
af absinth, átt að gera inn á pall
hjá Akademiunni, þar sem hátt-
prúðir menn áttu sæti?” spyr
enn á vorum dögum ritari Aka-
demíunnar, Jean Mistler.
„Aö sönnu eru verðleikar
frambjóðenda ekki lengur
ræddir á fundum i heyranda
hljóði, en þeir eru ræddir á
hljóðskrafi, i litlum hópum og
klikum, og þar eru menn ekki
siður teknir á beiniö”, viður-
kennir de Castries i bók sinni
„Gamla frúin frá Quai Conti”.
Þetta hefur hann mátt prófa á
sér sjálfum: 74 sinnum mátti
hann fara i hinar venjulegu
kurteisisheimsóknir áður en að
kosningu kom og var þó þrivegis
hafnað, áður en hann skrapp
loks inn i þennan þráða hóp út-
valdra.
„Frambjóðandinn veröur að
ganga á hólm viö ýmis sambönd
sefn viö lýði eru i Akademiunni,
sem hann þekkir litið til fyrir
þar sem þau eru oft flókin i lag-
inu”. Tveir eða þrir harðsnúnir
andstæðingar geta þvi varnað
óæskilegum umsækjanda
vegarins, þar sem þeir kunna að
hafa áhrif á marga félaga sina
og hóa þeim saman til að greiöa
mótatkvæöi. Þannig verður sú
tala fylgismanna sem umsækj-
andi þarf aö afla, hærri en ella
yröi. Vinsæl er og sú aðferð aö
koma með mótframbjóðanda á
siðustu stundu, en fáein at-
kvæöi, sem á hann falla, kunna
að ráða úrslitum. Þetta átti sér
stað þegar Yourcenar var i
kjöri.
„Hvert kjör er undur á sinn
hátt,” segir hertoginn, en þótt
menn hafi verið kjörnir, er
þeim enn ekki með öllu óhætt.
Það er vegna neitunarvalds
Meðlimir f „Academie francaise” koma saman I grænum stutt-
frökkum með isaumuðum olivulaufum úr gullþræði. A veggnum er
mynd af hinni virðulegu sveit, rétt eftir 1930. Hér má lita þá þre-
menningana Jean Guitton, heimspeking, sagnfræðinginn de Levis
Mirepoix, og leikskáldið André Roussin.
æðsta mann rikisins, sem verið
hefur verndari Akademiunnar
frá dögum Lúðviks XIV. Þó er
þaö svo að frá þvi er einveldið
leiö, hefur sliku neitunarvaldi
aðeins einu sinni verið beitt og
það gerði Charles de Gaulle.
Akademian gerði honum það
til þægðar að hindra kjör
tveggja frambjóðenda, og var
annar þeirra - Nóbelsskáldið
Saint-John Perse, en þessir
tveir höföu verið hershöfðingj-
anum andsnúnir á striðsár-
unum. 1 þakklætisskyni hlutu
meðlimir Akáciemiunnar krossa
Heiðurs-fylkingarinnar og
margvisleg boð i Elysée höll.
Þannig þekkti hann og alla með-
limina með nafni, þessa vits-
munamenn sem gjarna látu
ávarpa sig „Maitre” og
gleymdu aldrei að láta þess
getið við útgáfu hugverka sinna
að þeir væru meðlimir „de
l’Académie francaise”.
Launin sem franska rikiö
ætlar þessum mönnum, eru ekki
há en mánaöarlaunin eru um 60
þúsund isl. kr. á mánuöi, auk
sérstakrar þóknunar fyrir
hvern fund sem þeir sitja, einn i
viku. Siödegis á hverjum
fimmtudegi, rétt fyrir klukkan
hálf fjögur, safnast þessi aldr-
aða sveit lotinna öldunga saman
(meðalaldurinn er 74 ár) fyrir
framan fundarsal Akademi-
unnar á annarri hæö Institut de
France. Þegar þeir hafa komiö
sér fyrir i sætum sinum við hið
fagurgræna og langa fundar-
borð, hringir forseti stórri bjöllu
og þjónn lýkur aftur hinum
griðarstóru salardyrum þar
sem einkunnarorö Akademi-
unnar eru á letruð „A
l’immortalité” (1 nafni eilifðar-
innar).
Félagar Akademiunnar vilja
nefnilega vera óáreittir við
höfuöviðfangsefni sitt, undir-
búning nýrrar franskrar orða-
bókar. „Þá hefur orð fyrst hlotið
viðurkenningu sem franska,
þegar það hefur verið tekið upp i
oröabók okkar”, segir Mistler
ritari Akademiunnar með stolti.
Auk réttritunarinnar ræða þeir
mest þýðingu og notkun orð-
anna og reyndar getur umræða
um eitt orö tekið upp tima heils
fundar. Af þeim 25 stundum sem
þeir hafa helgaö orðabókinni á
þessu ári, hafa þrjár stundir
verið helgaðar sögninni „faire”
(gera).
Þvi er ekki óliklegt að nýja
orðabókin kunni að slá út fyrstu
útgáfuna, sem 60 ár þurfti til að
semja. Þeir hófu starf sitt, eftir
að áttunda útgáfan kom út, 1935
og nú, 45 árum siðar, eru þeir
aðeins komnir aftur i bókstafinn
F. Ætla má að þeir komist i
nokkra klipu, þegar þeir koma
aöorðinu „femme” (kona) nú á
næstunni.
Fyrir hundrað árum var þetta
fyrirbrigði skýrt svo: „Kven-
maður, — fylginautur manns-
ins”. 1935 var skýringin „Fylgi-
nautur mannsins”, oröin breytt
og hét nú „manneskja af kven-
kyni”. Nú munu þeir félagar
loks fá þann stuöning viö skýr-
ingu þessa orðs, sem þeir hafa
saknaö hir.gað til, frá Margue-
rita Yourcenar.
(AM þýddiúr „Stern”)
AMNESTY INTERNATIONAL:
Samvlskufangar
— ágústmánaðar 1980
Kassa Wolde Mariam
var landbúnaðarráöherra
Eþiópiu tvö siöustu valdaár
Hailes Selassies, fyrrum keis-
ara þar. Hann var handtekinn
1974, en „hvarf” i júli 1979 einn
af niu háttsettum embættis-
mönnum siðustu stjórnar keis-
arans. Ekkert hefur siöan til
hans spurst og yfirvöld hafa
engu svarað fyrirspurnum um
örlög hans. Haft hefur þó verið
eftir einhverjum embættis-
mönnum, að menn þessir hafi
veriö fluttir milli fangelsa, en
ekki hafa þeir fengist til að
segja hvar þeir séu nú staddir.
Fjölskyldu hans, sem haföi
jafnan fengiö aö færa honum
mat i fangelsiö þar til hann
hvarf, var ráðlagt aö hætta þvi
og gleyma honum. Hefur slikt
oft veriö talið visbending um að
viökomandi fangi hafi veriö tek-
inn af lifi.
Kassa Wolde Mariam var
kvæntur Seble Desta, prinsessu,
barnabarni Hailes Selassies og
áttu þau fimm börn. Þau eru öll
i útlegð en móðir þeirra hefur
verið I fangelsi i Addis Ababa
frá 1975, án þess að koma fyrir
dómstól. Engin ákæra hefur
veriö borin fram á hendur
henni, né á hendur manni henn-
ar. Handtaka hans stóð á slnum
tima I sambandi við rannsókn á
ábyrgð ráöamanna á hungurs-
neyöinni I landinu 1973-74, er
100.000 manns dóu hungur-
dauöa. Niöurstöður rannsókn-
arnefndarinnar, sem kannaöi
máliö, voru aldrei birtar en haft
fyrirsatt, að hún heföi ekki taliö
Kassa Wolde Mariam bera
neina persónulega ábyrgöþar á.
Vinsamlegast skrifið og farið
fram á upplýsingar um Kassa
Wolde Mariam. Skrifa ber til:
Lieutenant-Colonel Mengistu
Haile Mariam, Head of the
Provisional Military Govern-
ment of Socialist Ethihopia,
P.O. Box 5717, Addis Ababa,
Ethiopia.
Soh Joon-shik og Soh
Sung
eru kóreanskir bræður fæddir I
Japan. Þeir voru við nám I rik-
isháskólanum I Seoul I Suður
Kóreu, þegar þeir voru hand-
teknir eftir stúdentaóeirðir I
sambandi við forsetakosning-
arnar 1971. Báðir voru sakaöir
um njósnir. Soh Sung var dæmd-
ur til dauöa, en dóminum breytt
i lifstiöarfangelsi, Soh Jung-
shik hlaut 15 ára fangelsisdóm,
sem breytt var 17 ár. Þann tlma
haföi hann afplánaö I mai 1978
en var þó ekki sleppt og I vor var
fangavist hans framlengd um
tvö ár á grundvelli laga um
öryggi rlkisins, sem veita
stjórnvöldum viötækar heimild-
ir til frelsissviptingar manna.
Amnesty International telur,
aö bræðurnir hafi veriö hand-
teknir til þess aö hræða stúdenta
frá þvi að gagnrýna stjórnvöld
landsins og telur ástæöur til að
ætla að þeir hafi verið pyntaðir
til aö játa á sig njósnir.
Vinsamlegast farið þess á leit,
aö bræðurnir verði þegar i stað
látnir lausir. Skrifið til: His
Excellency President Choi Kyu-
hah, The Blue House, Chongno-
gu, Seoul, Korea.
Hector Enricque
Figureoa Yanez
var við nám, þegar hann var
handtekinn rétt eftir valdatöku
hersins I Chile 1973, þá 21 árs að
aldri og félagi I sósialistaflokki
landsins. Hann hafði, ásamt
öörum ungum manni, Rafael
Merino Mercado, sem er I út-
legð, verið sakaður um að hafa,
1 ágúst 1972, hleypt af skotum,
sem urðu lögreglumanni að
bana úti fyrir aöalstöövum
s ó s i a 1 i s t a f 1 o k k s i n s i
Concepcion. Frumrannsókn
málsins þá leiddi I ljós, að skotiö
sem banaði lögregluþjóninum
hefði ekki komið frá flokks-
byggingunni, þar sem hann
hafði verið staddur, en I
september 1973, rétt eftir her-
foringjabyltinguna var hann
handtekinn og kærður fyrir
moröið á lögreglumanninum.
Fimm árum siöar, 1978, féll loks
dómur i málinu, 20 ára fangelsi.
1 október 1979 strauk hann úr
fangelsinu i Concepcion en náð-
ist 10 dögum sföar og var eftir
þaö I einangrun i fjóra mánuði.
Amnesty International telur
Hector Figueroa saklausan af
morði lögreglumannsins og tel-
ur fangelsun hans til komna
vegna starfa hans fyrir
sósialistaflokkinn.
Framhald á bls 19
sv-v.K.w.?;*:*:*;*;*:*:*
I!
m
ll
:X:Xx::
Barnaleiktæki
íþróttatæki
Þvottasnúrugrindur
Vélaverkstæði
BERNHARÐS HANNESSONAR
Sufturlandsbraut 12. Slmi 35810
Bifreiðasmiðjan hf.
Varmahlíð,
Skagafirði.
Simi 95-6119.
Yfirbyggingar á Toyota 4x4 picup. Viö bjóðum upp á 4
gerftir yfirbygginga á þennan bil. Yfirbyggingar og rétt-
ingar, klæftningar, sprautun, skreytingar, bilagler.
Sérhæfft bifreiðasmiðja i þjóðleið.
BLIKKVER
BIIKKVER
SELFOSSIH
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.