Tíminn - 27.08.1980, Page 16

Tíminn - 27.08.1980, Page 16
Gagnkvæmt tryggingafé/ag Miðvikudagur 27. ágúst 1980 Nýja fasteignasalan Ármúla 1. Sími 39-400 Skólastjóramálið í Grundarfirði: Levstist farsaellega í gær — drn Forberg heldur skólastjórastöðunni HEI — Hin svonefnda skólastjóradeila í Grund- arf irði leystist á farsælan hátt í gær með samkomu- lagi milli kennaraliðsins og skólastjóra, að þvf er Timinn frétti hjá sveitar- stjóra Eyrarsveitar í gær. Sagði hann þá Grundfirð- inga vona, að þar með verði öllum blaðaskrifum um þetta mál lokið. Lausnin felst, sem fyrr segir, i samkomulagi milli kennara og skólastjóra i beinu framhaldi af fjölmennum foreldrafundi, sem hreppsnefndin gekkst fyrir. Byggist samkomulagiö á þvi i fyrsta lagi, aö eiginkona skóla- stjórans lætur af starfi yfir- kennara i hendur þeim kennara er gegndi þeirri stööu á siöast liönum vetri, i þeim tilgangi aö fá meiri breidd i stjórn skólans. Tekiö er fram aö i þeirri ráö- stöfun felist alls ekki neitt van- mat á störf fyrrverandi yfir- kennara. 1 ööru lagi varö samkomulag um innra starf skólans, sem fel- ur i sér aö starfshættir s.l. vetr- ar muni setja mark sitt á skóla- starfiö á komandi vetri. Þá er tekiö fram að sam- komulagiö sé gert aö tilhlutan heimamanna, þegar sýnt þótti að málið var komiö i algera sjálfheldu og fyrirsjáanlegt aö viökomandi yfirvöld, sem dregiö hafi úr hömlu aö taka á þvi, voru alls ófær um að leysa umrædda deilu. Heill nemenda og skólans hafi setið I fyrirrúmi viö lausn hennar. Eftir aö samkomulag hafði náðst, geröi hreppsnefnd Eyr- arsveitar svohljóöandi bókun á fundi i gær, er samþykkt var samhljóða: „Hreppsnefnd Eyrarsveitar fagnar þvi aö kennarar skuli hafa farið aö óskum hennar og gengiö til samstarfs viö örn Forberg, skólastjóra á grund- velli tillögu hreppsnefndar. Hreppsnefnd lýsir fullum og eindregnum stuöningi viö kenn- araliöiö og störf þess og heitir þvi að stuðla aö traustu og góöu skólastarfi á vetri komanda. Hreppsnefnd Eyrarsveitar harmar það, aö reynt hefur ver- iö að gera kennarana og hlut þeirra i þessari deilu tortryggi- lega. Hreppsnefndin þakkar kennurum fyrir það alveg sér- staklega, að hafa látiö eigin hagsmuni vikja fyrir hagsmun- um nemenda og skólans. Aö lok- um þakkar hreppsnefnd öllum þeim er lagt hafa sitt af mörk- um til að leysa deiluna”. Enn tillögur frá vinnu- veitendum — Fyrsti fundur með bankamönnum í dag JSG — I gær var haldinn sáttafundur í kjaradeilu Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambands- ins. Að sögn Guðlaugs Þor- valdssonar lögðu vinnu- veitendur fram á fundin- um viðbótartillögur um gerð kjarnasamnings, en hann vildi ekki skýra nán- ar í hverju tillögurnar fæl- ust. Eftir hádegi i dag mun sátta- nefnd funda einslega meö sér- samböndum Alþýöusambands- ins, en i kvöld mun hún eiga fund meö vinnuveitendum. í gær var einnig fundur með starfsfólki á veitingahúsum og vinnuveitendum þeirra, og far- menn funduðu meö útgeröar- mönnum án milligöngu sátta- semjara. I dag veröur fyrsti fund- ur sáttasemjara meö banka- mönnum og samninganefnd bankanna. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins: Enn nær samkomu- lagi en aðrir JSG — „Mér virðist nú bera minna á milli hjá okk- ur en öðrum í þeirri flokkaröðun sem er verið aö ræða um. Við eigum nokkur atriði óleyst", sagði Guðjón Jónsson, for- maður Málm- og skipa- smiðasambands islands, í samtali við Tímann um stöðuna í samningaviðræð- unum við Vinnuveitenda- sambandið. Guöjón lagöi áherslu á aö málmiönaðarmenn heföu samflot meö Alþýöusambandinu i samn- ingaviðræöunum um launa- flokkarööun sem þýddi aö sam- ræmi væri haldiö milli þeirra samninga og samninga annarra sérsambanda. „Viö erum ekki aö sprengja neitt upp f þessum samningum, og höfum ekki verið aö því, eins og m.a. var haldiö fram i Timanum um daginn. A meöan Vinnumálasambandiö var enn inni í viöræöunum þá var ver- iö aö tala um aö rétta úr tveimur af þremur álögum á okkar kaupi, eða 5% I hvoru álagi, en aöeins hluti okkar fólks nýtur hvors á- lags. Þegar þetta var vigtaö og reiknaö út, eins og gert var fyrir Vinnumálasambandiö, kom í ljós, aö þetta þýddi 3,6% hækkun kostnaöar viö launagreiöslur. Annars eru málin nú rædd á öör- um grundvelli meö launaflokka- rööun kjarnasamningsina* „Þaö veröur aö taka með i reikn- Framhald á bls 19 Ríkið verður að stilla skattheimtu af bifreiðum í hóf: 60% af verði bifreið- ar rennur I ríkissjóð Kás — „I dag er skatt- heimta ríkissjóðs af nýj- um bilum óraunhæf. Af þeim sökum á almennur launamaður i sívaxandi erfiðleikum með að við- halda og eignast þetta nauðsynlega samgöngu- tæki. Um 60% af verði hverrar bifreiðar rennur beint til ríkisins og fær rikið tvær krónur fyrir hver ja eina sem greidd er i innkaupsverð fyrir hana." Þessi tilvitnuðu orð eru úr ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Bíl- greinasambandsins sem haldinn var um helgina á Laugarvatni. Er í henni lögð rík áhersla á að ríkið stilli skattheimtu sinni af bifreiðum í hóf, jafn- framt því sem vakin er athygli á því, að islend- ingar séu sú þjóð í Evrópu sem mest sé háð bifreið- um til fólks- og vöruf lutn- inga vegna þess hve stórt og strjálbýlt landið er. Ingimundur Sigfússon, sem verið hefur formað- ur Bilgreinasambands- ins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundin- um, og var Þórir Jónsson, sem áður var varafor- maður, því kjörinn í hans stað. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Brynjar Pálsson, Jón Hákon Magnússon, Gísli Guðmundsson, Eysteinn Guðmundsson, Þórir Jensen, Arni Sigur- steinsson, Björn ómar Jónsson og Ludvig Albertsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.