Tíminn - 10.09.1980, Page 1

Tíminn - 10.09.1980, Page 1
Miðvikudagur 10. september 1980 201. tölublað 64.árgangur Eflum Tímann Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 mmm Tillögur Steingríms Hermannssonar um Atlantshafsflugiö: Óbrevtt Aflantshafsflug með aðstoð rikisstiórnar JSS - lagði I gærmorgun Steingrimur Hermannsson sam- gönguráðherra fram tillögur sinar i rikis- stjórn, varðandi aðstoð stjórnvalda við Atlantshafsflugið. ,,í þessum tillögum felast hugmyndir minar um aðgerðir viðkomandi rikisstjórna, til að reyna að halda Atlants- hafsfluginu áfram”, sagði Steingrimur i viðtali við Timann i gær. Aðspurður um, hvort tillög- urnar miðuðu að þvi, að fluginu yrði haldið áfram i óbreyttri mynd, sagði samgönguráðherra að gefnir væru upp nokkrir möguleikar i þvi sambandi. „Tillaga min er i megindráttum sú, að rikisstjórnin leggi tölu- vert af mörkum til að stuðla að þvi, að halda megi umræddu flugi áfram, a.m.k. i svipuöu magni og verið hefur”. Sagði Steingrimur það enn fremur vera ljóst, að þarna væri m.a. um að ræða atvinnu fjöl- mennrar stéttar. Það væri þvi að sinu mati skylda stjórnvalda aö gera allt sem i þeirra valdi stæöi til aö viðkomandi héldu störfum sinum. ,,Ég bendi á aö rikissjóður hefur nú verulegar tekjur af þessu flugi, sem myndu falla niður, ef þvi yrði hætt. Mér finnst þvi ekki óeðli- legt, að eitthvað yrði gert af hans hálfu til að stuöla að fram- haldiá þvi”, sagði Steingrimur. Hraðamet yfir Atlantshaf KL — Skömmu eftir kl. 20 i gærkvöldi lenti á Reykjavikurflugvelli fiugvél af gerðinni Cessna 210 með kallmerki NOV 29233. Kom hún frá Goose Bay i Kanada og var sett hraðamet í ferðinni i flokki flug- véia, sem kailaðar eru „light aircrafts”, flaug leiðina á 8 klukku- stundum og 18 minútum. Fyrra metið var 8 klukkustundir og 30 minútur. Fiugmaðurinn i ferðinni heitir Field Moray. KL — 1 gær kl. 17.43 var slökkviliðið hvatt að húsi Vita- og hafna- málaskrifstofunnar við Seljaveg. Hafði kviknað þar í portinu I dekkjabunka og logaði glatt. Stóð slökkvistarfið fram undir kl. 19.00 og var notast við froðu við það. Eldur komst i girðingu og skemmdist hún nokkuð. Nokkrar áhyggjur höfðu menn af gas- hyikjum i porti Koisýruhleðslunnar, en þau reyndust tóm. (Timamynd Þormóöur) Bjarni Bragi Jónsson: i ■■■■■■ i !■■■■■! VERÐB0L6AN MINNI í ÁR EN I FYRRA HEI — //Verðbólgustigið siglir ekki hærri byr nú en það gerði á sama tima í fyrra/ jafnvel heldur lægri" sagði Bjarni Bragi Jónsson/ hagfræðingur m.a. í samtali í gær er Tíminn leitaði til hans fróðleiks um verðbólgu og vaxtamál. Bjarni sagði verðbólgu- stigið um þessar mundir vera svona rúmlega 50% og svo væri og með heild- aráætlun ársins. Það væri heldur ekki f jarri því sem þeir hjá hagdeild Seðla- bankans hefðu verið að skoða miðað við þáð að ekki verði gert sérstakt átak i niðurtalningunni. Verðbólgustigið yfir allt árið i fyrra sagði hann hafa verið um 60%/ og þá hefðu þeir hjá hagdeildinni gjarnan metið verðbólgu- stigið allt upp i 57% um þetta leyti árs. Ef hins vegar væri borin saman verðbólga frá ára- mótum til júlíloka bæði ár- in, eftir dreifingu fram- færsluvisitölu, þá hefði verðbólgan verið 31% í júlilok i fyrra en um 27,5% nú i ár. í „milljarða- könnun” hjá SÍF — Sjá bls. 17 Stendur Þjóðleik- húsið undir nafni? — Sjá bls. 5

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.