Tíminn - 10.09.1980, Qupperneq 9
Miðvikudagur 10. september 1980
Níræður:
Daníel Eggertsson fv.
bóndi að Hvallátrum
í Rauðasandshreppi
Niræður er i dag Daniel
Eggertsson. Hann er fæddur að
Hvallátrum við Látrabjarg 10.
sept. 1890.
Foreldrar hans voru hjónin
Halldóra Gisladóttir og Eggert
Eggertsson, er bjuggu að Heima-
bæ, einni af jörðum Hvallátra.
Eggert og Halldóra áttu fjögur
börn: Ólöfu, Daniel, önnu og Sig-
riði. Auk þess átti Eggert son,
Sigurð að nafni, áður en hann
kvæntist, er var nokkru eldri en
systkini hans. öll voru börn
Eggerts alin upp á heimili hans
og Halldóru á Hvallátrum. Kært
var með þeim systkinum öllum.
Börn Eggerts og Halldóru bjuggu
öll að Hvallátrum. Hins vegar
fluttist Sigurður, sem var skip-
stjóri, til Snæfellsness.
Daniel fór til náms i Verslunar-
skóla Islands og lauk þaðan burt-
fararprófi árið 1912. Fyrstu árin
eftir að Daniel lauk prófi frá
Verslunarskólanum, vann hann
við skrifstofustörf i Reykjavik á
veturna. Hins vegar vann hann á
vorin við sjóróðra með föður sin-
um og þeim öðrum, er með hon-
um réru. Vann hann einnig með
foreldrum sinum að heyskap á
sumrin. Mér segir svo hugur um,
að löngun Daniels hafi á þessum
árum stefnt að þvi að gera verzl-
un og viðskipti að sinu ævistarfi,
enda hafði hann með námi sinu
búið sig undir þau störf og þau
verið mjög við hans hæfi. Hitt er
mér fullkunnugt um, að enda þótt
Daniel hafi alltaf haft mjög fast-
mótaðar skoðanir og litið verið
fyrir skoðanaskipti, þá tók hann á
lifsleiðinni mikið tillit til sinna
nánustu skyldmenna. Afstaða til
foreldra sinna, að tryggja þeim
afkomu á efri árum, mun að
verulegu leyti hafa ráðið þvi, að
Daniel gerðist bóndi að Hvallátr-
um. Honum fórst vel búskapurinn
þar. Hann bjó eins og allir þar við
litinn landbúskap, enda jarðnæði
litið. Hins vegar sótti hann sjóinn
af kappi, fyrst á opnum árabát-
um, en siðar opnum vélbátum.
Aðstaða fyrir stærri báta en
„trillur” var ekki möguleg þar
vegna hafnleysis. Daniel þekkti
vel til allra þátta i störfum Látra-
bænda. Hann fór um fermingu að
taka þátt i sigi i Látrabjarg.
Fugla- og eggjatekja úr bjarginu
var mikil tekjubót Látrabænda
fram á miöjan þriðja áratug
þessarar aldar, en lagðir þá niður
i þeirri mynd, sem áður hafði ver-
ið, vegna slyss i bjarginu, þegar
tveir ungir menn frá Látrum
—iY^Húsgögn og
■■r |^innréttinaar
Suöuriandsbraut 18
Selur:
Eldhúsinnréttingar.
Baðherbergisinn-
réttingar.
Fataskápa og skrif-
stofuhúsgögn frá
Trésmiðju K.Á. Sel-
fossi.
Bólstruð húsgögn frá
Húsgagnaiðju K.R.
Hvolsvelli
Innihurðir og skrif-
stofustóla frá Tré-
smiðju K.S. Vik.
Ennfremur innflutt
húsgögn frá Dan-
mörku, Noregi, Svi-
þjóð, Finnlandi,
Bretlandi og Þýska-
landi.
Húsgögn og
innréttingar
SiiAurlandsbraut 18 Slmi 86-900
hröpuðu, er þeir voru við sig i
Látrabjargi og dóu báðir. Daniel
hafði verið með færustu mönnum,
er þá tóku þátt i bjargsiginu.
Daniel reyndist farsæll i bú-
skapnum sem og öðrum þeim
störfum, er hann lagði gjörva
hönd á. Skilyrði til tekjuöfíunar
voru erfið á Hvallátrum, þó
væri þar mörg matarholan.
Landið var litið og þröngt setið, er
heimilisfast fólk var þar milli
sextiu og sjötiu manns, svo
sem lengi var fram eftir
ævi Daniels. Sjósókn var erfið,
þar sem vikin er fyrir opnu hafi
og brimasamt mjög, en aflasælt
gat þar oft verið. Látrabjargiö
bauð upp á verulega fljótfengnar
tekjur, en jafnframt miklar hætt-
ur. Samgöngurnar voru sá þáttur
i byggðasögu Hvallátra, er ekki
var hvað beztur. Patreksfjörður
var þeirra eini verzlunarstaöur.
A sumrin var farin sjóleiðin til
aðdrátta á opnum bátum. Sú leið
var löng og mjög áhættusöm.
Landleiöin var einnig löng og
yfirleitt yfir órudda fjallvegi að
fara þar til nú siðustu áratugina,
eftir að vegur var ruddur og lagð-
ur yfir víkur og hálsa. Þrátt fyrir
það að búskaparsaga Hvallátra
væri erfiö, hafa þar að verki verið
margir manndómsmenn eins og
þau hjónin Daniel og Anna, þó
ekki verði nafngreindir hér aðrir.
Daniel tók að sjálfsögðu þátt i
margvislegum störfum sveitunga
sinna á sviði félagsmála. Oftast
voru þau tengd fjármálasviðinu.
Skal nokkurra þeirra getið hér:
Endurskoðandi reikninga Spari-
sjóðs Rauðasandshrepps var
hann um fjóra áratugi. Hrepps-
reikning Rauðasandshrepps
endurskoðaði hann i nær þrjá
áratugi. Formaöur sóknarnefnd-
ar Breiðuvikurkirkju var hann
einnig i nokkra áratugi. A þeim
árum beitti hann sér fyrir bygg-
ingu nýrrar kirkju i Breiðuvik.
Kirkjubyggingin var honum mik-
ið áhugamál. 1 sambandi við
kirkjubygginguna minntist hann
með sérstöku þakklæti sr. As-
mundar Guðmundssonar, er þá
var biskup, og sr. ólafs Skúlason-
ar dómprófasts, en báðir lögðu
þeir honum verulegt lið við fjár-
útvegun. Aður en Daniel fluttist
frá Hvallátrum, skilaöi hann
sóknarnefndarstörfum af sér sem
öðrum félagsstörfum. Voru þá
kirkjubyggingarlánin uppgreidd
að fullu, og nokkur fjárhæð var i
sjóði að auki.
Á Hvallátrum var og er veöur-
athugunarstöð. Daniel annaðist
þá starfsemi i um aldarfjórðung.
Gjaldkeri slysavarnardeildar
og sjúkrasamlags var hann álika
langan tima. Ekki mun of sagt, að
öll þau störf, sem hann tók aö sér
á sviði félagsmála, leysti hann af
hendi með samvizkusemi og
vandvirkni.
Daniel beitti sér mjög fyrir þvi,
að talsimi yrði lagður að Hval-
látrum. Það varð að veruleika á
fjórða áratugnum. Þaö varð þess-
ari vestustu byggö landsins ekki
siður en öörum mikils viröi. Dani-
el minntist Magnúsar Guðmunds-
sonar fv. ráðherra með sérstöku
þakklæti I sambandi við sima-
málið.
Daniel var stöðvarstjóri lands-
, simastöðvarinnar á Hvallátrum
frá upphafi, þar til stöðin var lögð
niður og Hvallátur gerð númer
frá Patreksfirði.
Einn af meiri háttar viðburðum
i lifi Daniels var þátttaka hans i
björgunarafrekinu við Látra-
bjarg. Þar var tólf skipverjum af
enska togaranum „Dhoon”
bjargað við hinar erfiðustu að-
stæður. Björgunin var mikið
þrekvirki, sem tók björgunar-
mennina þrjá sólarhringa og
þrjár klukkustundir. Frásögn af
björgunarafreki þessu barst viða
um lönd.
Daniel Eggertsson kvæntist
Onnu Jónsdóttur, ættaðri úr Dýra
firði. Anna er rriikil mannkosta-
kona, vel gefin og vel menntuð,
með burtfararpróf úr Kvenna-
skólanum i Reykjavik. Henni far-
ast allir hlutir vel úr hendi.
Arið 1924 byggðu þau sér
timburhús ágætlega vandað.
Heimili þeirra að Hvallátrum bar
smekkvisi og snyrtimennsku
þeirra hjóna fagurt vitni.
Þau Anna og Daniel eignuðust
ekki afkomendur. Hins vegar ólu
þau upp dreng, Guðmund Jón
Óskarsson, efnilegan myndar-
mann, er reyndist þeim sem
góður sonur. Hann var loftskeyta-
maður aö námi og starfi. Guð-
mundur fórst með togaranum
Jóni ólafssyni, en sá togari var
skotinn i hafið, er hann var á
heimleið frá Bretlandi 1942. Þeim
var fráfall Guömundar mikil
sorg.
Arið 1948 tóku þau kornabarn,
Gyðu Guðmundsdóttur frá
Breiðuvik, og ólu hana að öllu
leyti upp. Gyða er nú búsett i
Reykjavik, gift Marias Sveins-
syni verzlunarmanni. Eiga þau
tvær dætur. Þau Daniel og Anna
hafa reynzt Gyðu svo sem væri
hún þeirra dóttir. Það sama má
um hana segja, hún hefur reynzt
þeim sem slik. Þau dveljast nú á
heimili hennar og Mariasar.
Ég gat þess fyrr i grein þessari,
að Daniel hefði gert sér far um að
tryggja afkomu foreldra sinna á
þeirra efri árum. Samstarfið á
milli hans og systra hans og mága
var með ágætum að þvi leyti, sem
ég kynntist þvi. Það sem mér er
þó efst i huga, þegar ég minnist
afmæli þessa aldna föðurbróður
mins, er tryggðin og vinsemd sú,
sem hann sýndi móður minni og
okkur börnum hennar og Sigurð-
ar bróður hans við fráfall hans á
bezta aldri frá sex ungum börn-
um, með bréfaskriftum sinum til
okkar og annarri umhyggju. Ég
naut þeirrar ánægju að dveljast á
heimili þeirra Daniels og önnu
einn vetur, þá tólf ára gamall.
Minnist ég þess vetrar með gleði
og þakklæti. Tvö af systkinum
minum dvöldust siðar á heimili
Daniels og önnu, Margrét systir
min þrjá vetur, Þorkell þrjá mán-
uði. Þau minnast veru sinnar á
Hvallátrum eins og ég meö gleði
og þakklæti.
Daniel tók ungur þá ákvörðun
að reynast styrk stoð sinu nán-
asta skylduliði. Niræður getur
hann litið yfir sina löngu ævi og
sér, að sannarlega hefur honum
vel tekizt að styðja að velgengni
sinna og þess byggðarlags, sem
fæddi hann og fóstraði. Skyldulið-
ið hugsar til hans á þessum
merkisdegi með hlýju og þakk-
læti. Svo mun einnig með sam-
ferðamenn hans yfirleitt, svo sem
hann minnist þeirra með þakklát-
um huga.
Daniel hætti búskap á Hval-
látrum 1972 og fluttist til Reykja-
vikur. Þar hafa þau dvalizt siðan.
Daniel og Anna bera bæði aldur-
inn vel. Daniel heldur gleði sinni
og glettni svo sem verið hefur á
lifsleiðhans. Við bróðurbörn hans
og makar okkar færum honum
innilegar þakkir fyrir ánægjulega
frændsemi. Hjartans hamingju-
óskir með niræðisafmælið og ævi-
kvöldiö.
Halldór E. Sigurðsson.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
LOFTSKEYTAMANN/SÍMRITARA til
starfa á ÍSAFIRÐI
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
starfsmannadeild, Reykjavik og um-
dæmisstjóra, ísafirði.
Hestamannafélagið Geysir
Dregið hefur verið i happdrætti félagsins.
Vinningsnúmer eru þessi:
1. vinningur: liestur á miða no. 3544
2. vinningur: (Jtvarpsklukka á miða no. 2437
3. vinningur: Minútugrili á miða no. 3105
4. vinningur: (Jtvarp á miða no. 4399
5. vinningur: Myndavél á miða no. 4112
Hafnarfjörður —
Blaðburður
Timann vantar fólk til blaðburðar á Hval-
eyrarholt.
Upplýsingar i sima 50981 eða 52887.
Hulda.
J.R.J. Bifreiðasmiðjan hf.
Varmahlíð,
Skagafirði.
Simi 95-6119.
Yfirbyggingar á Toyota 4x4 picup. Við bjóðum upp á 4
gerðir yfirbygginga á þennan bil. Yfirbyggingar og rétt-
ingar, klæðningar, sprautun, skreytingar, bilagler.
Sérhæfð bifreiöasmiðja i þjóðleiö.
....
PStaða
skólaritara
við Öskjuhlíðarskóla við
Reykjanesbraut er laus
frá 1. október
Umsóknir er greini frá aldri.menntun og
fyrri störfum sendist fyrir 18. september.
Skólastjóri
Kjötiðnaðarmenn
Viljum ráða nú þegar kjötiðnaðarmann að
kjötvinnslu vorri.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða
starfsreynslu.
Ibúðarhúsnæði fyrir hendi.
Nánari upplýsingar gefur kaupfélags-
stjóri eða fulltrúi hans.
SAUÐÁRKRÓKI