Tíminn - 19.09.1980, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 19. september 1980.
Virk þátttaka
I umræðum um málefni samvinnuhreyfingarinn-
ar gætir mjög oft þess misskilnings að hún sé aðeins
fyrirtæki og atvinnurekstur. Þessum misskilningi
fylgir siðan árátta til að halda að hreyfingin i heild
sé aðeins eitt stórfyrirtæki sem lúti fámennisstjórn
að ofan. Dæmi um þennan misskilning er að upp-
sagnir starfsfólks hjá einu kaupfélagi voru taldar á
ábyrgð samvinnuhreyfingarinnar allrar og forystu-
manna Sambandsins.
í athyglisverðri grein, sem birtist þessa dagana i
Timanum, eftir Jón Kristjánsson er ljóslega bent á
þennan misskilning. Jón segir m.a.:
„Það er nauðsynlegt að rifja það upp að sam-
vinnuhreyfingin samanstendur af fjörutiu og
niu kaupfélögum sem i eru liðlega fjörutiu og tvö
þúsund félagsmenn. Hvert kaupfélag er sjálfstæð
eining sem lýtur stjórn sem kosin er af félagsmönn-
um. Samband islenskra samvinnufélaga er sam-
eiginlegt tæki kaupfélaganna til þess að þjóna
ákveðnum verkefnum sem þeim er um megn að
leysa hverju i sinu lagi. Sama hlutverki þjóna dótt-
urfyrirtæki Sambandsins.
Hinir 42 þúsund félagsmenn i samvinnuhreyfing-
unni eru grundvöllur hennar, og það er á þessum
grundvelli sem við samvinnumenn tölum um að
samvinnuhreyfingin sé almannasamtök, ein af
þeim stærstu i landinu”.
I skriíum andstæðinga samvinnuhreyfingarinnar
kemur iðulega fram sá misskilningur að hreyfing-
unni og fyrirtækjum hennar sé einhliða stýrt „að of-
an” eins og það er kallað, og að kjörnir fulltrúar
samvinnumanna um iand allt séu „fámennis-
stjórn”. Um stjórnkerfi samvinnufélaganna segir
Jón Kristjánsson i grein sinni m.a.:
„Skipulag samvinnuhreyfingarinnar veitir félags-
mönnum ótviræðan rétt til áhrifa. Hins vegar rikir
fulltrúalýðræði i félögunum, alveg eins og það lýð-
ræðisskipulag sem við búum við i þjóðfélaginu. í
þvi lýðræðisskipulagi finnst einstaklingnum oft
vera of langur vegur milli sin og þeirra sem
ákvarðanir taka”.
Við þessi orð Jóns Kristjánssonar má þvi bæta að
alveg eins og mönnum kann að þykja of langur veg-
ur milli sin og fulltrúanna i þjóðfélaginu almennt og
samvinnuhreyfingunni, — á nákvæmlega sama hátt
þykir mönnum sem „fámenni” hafi öll völd i öðrum
almannasamtökum. Það er þannig ekki svo sjaldan
að fólk kvartar undan þvi að alþýðan hafi engin
áhrif lengur i sjálfu Alþýðusambandi íslands.
Við þessu áhrifaleysi hefur fólkið hins vegar ráð i
almannasamtökunum. Ráðið er virk þátttaka i lýð-
ræðislegum umræðum og ákvörðunum. Um þetta
segir Jón Kristjánsson m.a.:
„Góð aðsóknað deildarfundum kaupfélaganna og
almenn þátttaka i umræðum er forsenda þess að
lýðræðið sé virkt i samvinnuhreyfingunni. Sé þessi
þátttaka almenn fer ekki hjá þvi að það sem fram
kemur á slikum fundum hefur áhrif á stefnumótun i
samvinnuhreyfingunni’ ’.
JS
Þórarinn Þórarinsson:
flP <s>
mmm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jon Sigurösson. Ristjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hallgrimsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Sibumúla 15. Sfmi 86300. —
Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö í
iausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuöi. Prentun:
Blaöaprent.
Erlent yfirlit
Strauss fær stuðning
katólsku kirkjunnar
Óséð hvaða áhrif það muni hafa
RÚMUR hálfur mánuöur er eft-
ir þangað til þingkosningar fara
fram i Vestur-Þýzkalandi.
Sunnudaginn 5. október munu
vestur-þýzkir kjósendur ákveða
þaö viö kjörboröin, hvort stjórn
Helmuts Schmidt, studd af
sósialdemókrötum og frjáls-
lyndum demókrötum, heldur
áfram eöa hvort kanslaraefni
kristilegra demókrata, Josef
Franz Strauss, tekur viö
stjórnartaumunum.
Hingaö til hafa flestir spá-
dómar og úrslit skoöanakann-
ana hnigið i þá átt, aö stjórnar-
flokkarnir muni halda velli.
Hins vegar er munurinn ekki
talinn mikill og ekki getur þurft
neitt stórvægilegt til að breyta
honum. Þaö gæti t.d. ráðið úr-
slitum, hver þátttakan i kosn-
ingunum yröi.
Þá getur framboö umhverfis-
verndarmanna eöa græningj-
anna svonefndu haft áhrif á úr-
slitin. Samkvæmt skoöana-
könnunum fá þeir ekki nægilegt
atkvæöamagn eða 5% til þess aö
fá menn kjörna, en þeir geta
eigi aö slöur haft áhrif á þann
hátt, að þeir dragi einkum at-
kvæöi frá stjórnarflokkunum.
í siöustu þingkosningunum,
sem fóru fram fyrir fjórum
árum, fengu kristilegir demó-
kratar 48,8% atkvæöanna og 243
þingmenn kjörna, sósialdemó-
kratar fengu 42,6% atkvæöanna
og 214 þingmenn og frjálslyndir
7.9% og 39 þingmenn.
Samkvæmt nýjustu skoöana-
könnun eru sósialdemókratar
og kristilegir demókratar nú
nær hnifjafnir eöa sósialdemó-
kratar meö 45.1% og kristilegir
demókratar meö 45.0%.
Frjálslyndir höföu 7.6%.
EINS OG AÐUR hefur verið
rakið, náöi Strauss sér ekki
verulega á strik lengi framan af
kosningabaráttunni, en hefur
heldur verið aö sækja sig
síöustu dagana. Helmut
Schmidt hefur samt haldiö for-
skoti sinu sem vinsælasti stjórn-
málaleiötogi Vestur-Þýzka-
lands.
Þessa vikuna hefur þaö sett
einna mestan svip á kosninga-
baráttuna, aö Frankfurter
Rundschau birti um seinustu
helgi hiröisbréf, sem biskupar
katólsku kirkjunnar höföu sent
prestunum og lagt fyrir þá að
lesa upp viö messu á sunnudag-
inn kemur. Bréf þetta er túlkað
sem eindreginn stuöningur viö
kristilega demókrata.
I bréfinu er varað viö of
miklum rikisskuldum, of
miklum afskiptum rikisvaldsins
og of mikilli opinberri skrif-
finnsku. Bæöi þetta og margt
fleira er eins og beint tekiö upp
úr kosningastefnuskrá kristi-
legra demókrata.
Aöaláherzlan er svo lögð á aö
tryggja friöog frelsi, en þetta er
vigorð kristilegra demókrata I
kosningabaráttunni. Þaö hefur
veriö uppistaöan i áróöri
Strauss, aö utanrikisstefna
rikisstjórnarinnar muni leiöa til
styrjaldarogósigurs Þjóðverja.
Aðeins valdataka hans geti af-
stýrt þvi.
Af hálfu sósialdemókrata og
Er Strauss i sókn?
frjálsra demókrata hefur veriö
brugðizt hart viö þessum af-
skiptum biskupanna, sem eru
algert nýmæli i vestur-þýzkri
kosningabaráttu. Kirkjan hefur
aldrei áöur tekið opinberan þátt
i kosningabaráttu.
I ræöu, sem Schmidt kanslari
hélt eftir að kunnugt varö um
bréf þetta, bar hann opinber-
lega fram þá kröfu til leiötoga
katólsku kirkjunnar, að þeir
foröuðust afskipti af flokka-
baráttu og kosningum, þvi að
ella gætu hafizt deilur milli
hennar og rikisvaldsins. Hún
nyti nú fullkomins velvilja þess.
Rikið sér t.d. um innheimtu
gjalda vegna starfsemi kirkj-
unnar.
Fréttaskýrendur eru ósam-
mála um, hvaöa áhrif þessi
ihlutun biskupanna muni hafa.
Taliö er, aö um 27 milljónir
manna tilheyri katólsku kirkj-
Schmidt talar á útifundi I Bonn.
unni i Vestur-Þýzkalandi, aöal-
lega i syðri fylkjum landsins.
ANNAÐ mál, sem sett hefur
aukinn svip á kosningabar-
áttuna aö undanförnu, er af-
staöan til hryðjuverkamanna.
Þaöýttiundir þessa umræðu, að
nýlega voru tveir þekktir
hryöjuverkamenn handteknir
og má segja, aö hrein tilviljun
hafi valdib því. Þetta töldu
Strauss og fylgismenn hans
sönnun þess, aö stjórnarvöldin
gengju ekki nógu hart fram i þvi
aö hafa hendur I hári hryðju-
verkamanna. Þeir gætu ber-
sýnilega farið frjálsir allra
ferða.
Öttinn við hryöjuverkamenn I
Vestur-Þýzkalandi er veru-
legur. Ekki þykir annað hlýða
en veita frambjóðendum vernd
gegn hugsanlegum árásum
þeirra. Orörómur hefur gengiö
um, aö hryöjuverkamenn hafi
augastaö á Schmidt sem næsta
fórnarlambi sinu.
Bæöi leiðtogar sósialdemó-
krata og frjálsra demókrata
vara fylgismenn sina viö of
mikilli bjartsýni, þótt skoðana-
kannanir og spádómar séu þeim
hliöhollir. Allt geti gerzt, ef
flokksmenn haldi ekki vöku
sinni.
Þannig telja frjálsir demó-
kratar sig engan veginn örugga
og vara þvi mjög viö þeirri
hættu, sem geti leitt af þvi, ef
aöeins tveir þingflokkar veröa i
landinu.