Tíminn - 30.10.1980, Page 8

Tíminn - 30.10.1980, Page 8
8 Fimmtudagur 30. október 1980 l{*I 1(1' Bragi Asgeirsson, listmálari, er tæplega fimmtugur aö aldri, fæddur 28. mai áriö 1931 í Reykjavik og þar hefur hann búiö og starfaö flesta daga, ef frá eru skilin námsárin ytra og ýmsar námsferöir til fjarlægra landa. Bragi hóf myndlistarnám á unglingsvetri áriö 1947, viö þann skóla er nú ber nafniö Myndlista og handiöaskóli Islands, en hét þá Handlöa og myndlistarskól- inn, en þann skóla stofnaöi sá merki hugsjónamaöur Lúövfg Guömundsson áriö 1939 meö tvær hendur tómar, en nóg af eldmóöi er var nánast eina auö- lind tslendinga þá, og stóö vel undir flestum hlutum. Lúövig Guömundsson mótaöi þennan skóla sinn og gjöröi aö virkri stofnun, er haföi á aö skiöa úrvalskennurum, oghefur enn. Lúövíg mun hafa stýrt skólanum til ársins 1961, en hann lét af störfum vegna heilsubrests, og nú er hann lát- inn fyrir allmörgum árum, en skólinn lifir og starfiö er f jörugt. BragiÁsgeirsson Bragi Ásgeirsson stundaöi þarna nám á árunum 1947-1950, Listaháskólanum I Kaup- mannahöfn 1950-’52 og ’55-’56 Jónas Guðmundsson MYNDLIST (Grafik). Listaháskólanum i Osló 1952-’53, Listaháskólanum i Múnchen 1958-’60. Dvöl i Róm og Flórenz 1953-’54. Námsferöir um flest lönd V-Evrópu svo og Ameriku ogKanada. Hélt fyrstu einkasýningu sina i Lista- mannaskálanum viö Kirkju- stræti voriö 1955, sýndi þar einn- ig 1960 og 1966. Hefur haldiö fimm einkasýningar i Norræna húsinu og fjölda minni sýninga i Reykjavik ásamt nokkrum úti á landi. Hefur hlotiö dvalar- og námsstyrk frá öllum Noröur- löndunum m.a. Edvard Munch- styrkinn 1977. Styrkþegi Sam- bandslýöveldisins V-Þýska- lands 1958-’60. Starfsstyrkur is- lenska rikisins 1978-’79. Hélt einkasýningu i K.höfn 1956. Hefur tekiö þátt i samsýningum um öll Noröurlönd, Charcow, Buenos Aires, New York, Minnesota, Moskva og Rostock (2-6og 8Biennalinn), — lOborg- um i V-Þýskalandi, 10 fylkjum i Bandarfkjunum. A myndir i Listasafni Islands, Listasafni A.S.Í., Listasafni Kópavogs, Borgarness, Selfoss og Siglu- fjaröar, Colby College Maine og Noröur-þýska listasafninu Ro- stock og víöa i einkasöfnum. — Listrýnir Morgunblaösins frá 1966 og höfundur fjölda greina um listir í islensk og erlend timarit. Hefur kennt grafik viö Myndlista og handiöaskólann frá 1956, auk annarra rtáms- greina, Eins og sést af framansögöu, er þetta drjúgur námsferill og þá ekki siöur þegar haft er l huga aö þarna er sérstakur elju- maöur á feröinni, maöur sem vinnur sina vinnu undir stööug- um þrýstingi og af miklu kappi. Og nú, eftir 33 ára starfsferil i myndlistinni, heldur hann yfir- litssýningu á Kjarvalsstööum, þar sem hann sýnir 366 myndir, ef rétt er taliö, og eru myndirn- ar frá öllum þessum tfma, þær elstu frá Handiöaskólaárunum, þegar Jón Engilberts gekk þar um stofur i flott frakka og hélt töfrum listarinnar gangandi i skammdegisrökkrinu. Þær nýj- ustu eru varla þomaöar ennþá. Sýninguna tileinkar Bragi fööur sinum Asgeiri Asgeirssyni skrifstofustjóra frá Fróöa, sem kenndi honum aö láta ekki undan á erfiöum timum. Asgeir frá Fróöá var þekktur á sinni tiö. Hann var fæddur 1897 og lést i Reykjavik fyrir tveim árum eöa svo, þá um áttrætt. Þaö er stundum dálitiö stáss- legt aö tileinka einhverjum öör- um sérstaklega listaverk, t.d. bækur og málverkasýningar, en þeir sem kunna skil á málum, vita aö þarna er ekki tilgerö á feröinni, þeir feögar voru sam- rýmdir allatiö og hugsuöu stórt. Bragi Asgeirsson, listmálari. Heimur augans» myndverk í Ö3 ár Eitt af nýrri verkunum Heimur hugans Bragi Ásgeirsson nefnir sýn- ingu sina: Heimur hugans. Þaö viröistliggja á boröinu aö myndlistarverk, eöa sjónræn verk, eru fyrir augaö, auk ann- ars, en I þessari yfirlýsingu er lika aö finna visst grundvallar- atriöi I listsköpun Braga As- geirssonar og viöhorfum hans til muna og umhverfis. Hann kýs sjálfur aö vitna þar til skilgreiningar Rainer Maria Rilke, sem segir á einum staö: ,,A meöan fólkiö (á oktober- hátiöinni i Munchen) gekk um, hló, glettist og reyndi aö ná til hvers annars og kitla meö löng- um páfuglsfjöörum, gekk ég um aleinn meö mina fjööur, sem var alltof stolt til aö kitla nokk- urn.Og þvi lengursem ég ráfaöi um meö fjöörina, þvi meir beindist athygli min aö spengi- leik forms hennar, hvernig hún vóá hinum sveigjanlega stöngli og hinu fagra höföi hennar meö „páfuglsaugaö”, sem myrkt og dularfullt rýndi á mig. Þú getur hugsaö þér, hvaö páfuglsfjööur þýöir fyrir málara, sem hefur allt aöra afstööu til litanna en viö.hve mikiö hann getur lært af henni og hve mikla gleöi sam- ræmiö i f jölbreytileik sinum og mergö litatóna, sem eru saman- komnir á jafn litlum fleti, getur veitt honum. En veizt þú, hvaö mér var hér aöalatriöi? Þaö, aö égsá enn einu sinni, aö flest fólk heldur á hlutunum I höndum sér til aö fremja einhver ja vitley su I staö þess aö athuga hvem hlut og I staö þess aö spyr ja um þá fegurö, sem honum heyrir til. Og þvi er baö, aö flest fólk veit alls ekki,hve fagur heimurinn er og hvilik dýrö opinberast I hin- um minnstu hlutum, i sérhverju blómi, steinvölu, trjáberki eöa birkilaufi..Og þó væri þaö hiö fegursta, ef fólk allt glataöi ekki hæfileikanum til aö gleöjast jafn innilega yfir birkilaufi eöa fjöö- ur páfugla eöa svifi krákunnar og af hrikalegu fjalli eöa dýrö- arlegri höll. Hiö smáa er jafnlit- iö smátt og hiö stóra er stórt. Þaö gengur mikil og eilif feg- urö i gegnum veröld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti”. Undir þetta getum viö tekiö, og auö- velt er aö heimfæra þaö upp á mann, sem leitar uppi sprek á fjörum, smámuni og reynir aö skilja þá og skilgreina og færa i auöskildan búning. Gildi yfirlitssýningar Gildi yfirlitssýninga er marg- Gömul mynd. tiöina. Ég vona aö ég eigi eftir aö mála af fullum krafti I þrjá- tiu og þrjú ár i viöbót, þetta eru engin endamörk hjá mér, miklu fremur miöbaugur, og ég hlakka til þess aö halda áfram, enda fullur af starfskrafti og nýjum hugmyndum. Kviöi engu og iörast einskis. Mönnum finnst þetta stór sýning, en mér finnst mikilvægt aö þora aö hugsa stórt I litlu landi”. í endanlegan dóm Maöur þarf ekki aö ganga lengi um Kjarvalsstaöi og lesa Sýningargestur virftir fyrir sér nýiegar myndir. (Timamynd Róbert) þætt. Þær geta sýnt áhorfendum lifsstarf, og gera þaö oftast, en þær hafa lika umtalsvert gildi fyrir málarana sjálfa. Leiöar- reikningur eftir minni er óná- kvæmur og þar er nauösynlegt aö rek ja ferilinn til baka af fullri nákvæmni. Fyrir okkur, sem fylgst höf- um meö Braga Asgeirssyni alla tiö, er þetta talsvert spennandi sýning, og þaö kemur i ljós aö markviss þróun hefur átt sér staö, er rekja má frá kennslu- málaráöuneyti Jóns Engilberts i Handiöaskólanum til hinnar siöustu göngu um fjörur Kolla- fjaröar, og nú hefur málarinn tilkynnt aö ný saga sé I þann veginn aö hefjast, timi upp- hleyptra collagemynda mun héöan I frá tilheyra liöinni tiö. Yfirlitssýning Braga Asgeirs- sonar er I báöum stóru sölunum á Kjarvalsstööum og einnig á göngum hússins, en þar er lýsingin jafnvel enn verri en i sölunum sjálfum. Og dálitiö er rætt um aö sýningin sé I raun og veru of stór. Sama markmiöi heföi mátt ná meö hnitmiöuöu úrtaki. Þaö kann rétt aö vera, enþávaknarsúspurning: Hver á aö skammta þessa kúnst? Aðþoraaðhugsa stórt í viötali í Morgunblaöinu 18. október siöastliöinn segir Bragi Asgeirsson, orörétt: „Ég er búinn aö sprengja þetta allt, kem ekki öllu fyrir”, sagöi Bragi, „og þvi verö ég aö geyma um 100 myndir sem eru hér inni i' húsinu. Reyndar eru margar þeirra þaö litlar aö þaö er betur viö hæfi aö sýna þær i umhverfi sem er minna I sniö- um. Ég bjóst viö aö þetta yröi of litiö, en reiknaöi dæmiö skakkt. Meö þessari sýningu er ég aö horfast i augu viö íortiöina og á fortiöinni byggir maöur fram- myndir og ártöl, til þess aö sjá aö þarna er á feröinni maöur sem hlotiö hefur mikla náöar- gáfu. Maöur, sem eins og Rilke orðar þaö, hefur horft i páfugls- augaö og spurt um fegurö i staö þess aö fremja einhverja vit- leysu. Og okkur er ljóst aö ekki er beöiö um endanlegan dóm, heldur er þaö hiö listræna sam- hengi, eöa saga, sem þarna er veriö aö draga fram og skoöa. í sýningunni er þvl fögnuöur, fögnuöur mynda, sem hittast á ný og sorg yfir því aö hittast kannski aldrei framar. Eitt er þó fullljóst, aö Bragi Asgeirsson er kominn i fremstu röð islenskra myndlistarmanna Hann er afreksmaður og i fleira en einu tiiliti, og augað, birtan er hans heimur, hans veröld. Aöeins 9 ára aö aldri missir hann alla heyrn úr hræðilegum sjúkdómi er þá herjaöi á börn. Sum börn misstu sjón lika. Hann þurfti aö læra aö tala á nýjan hátt, heyrir ekki orö sin sjálfur, hvaö þá hvaö aörir segja. En hann lærði varalestur og getur talaö viö hvurn mann, nema ef ljósið er slökkt. Hann lærir kjarnmikiö mál, veröur einn pennafærasti listmálari þessa lands. Hann nemur er- lendar tungur, talar þær og skil- ur. Og maður spyr sig. Undir hvaöa þrýstingi var þessi maö- ur á unglingsvetri, þegar hann tekur sér pensil og blýant I hönd og byrjar aö tjá sig i ljósinu? Þaö sjáum við þarna. Engin tilgerö, aöeins blóðrik þörf til tjáningar. Viö greinum aö vísu áhrif kennarans i gula frakkan- um I stöku mynd. Þaö er eöli- legt, en eldmóöurinn og unaöur- inn I þessum myndum er frá honum sjálfum komiö, gerjaöur i þeirri vitund, sem á allt sitt undir ljósi. Þetta eru myndir eftir afreks- mann. Jónas Guömundsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.