Tíminn - 30.10.1980, Qupperneq 9

Tíminn - 30.10.1980, Qupperneq 9
Fimmtudagur 30. október 1980 T3 Þeim gengur heldur böngulega aö binda á sig ballettskóna, en loksins gekk þaö, ogþá dönsuöu þeir af mikilli tilfinningu! Fiölusnillingurinn Ferdinand Skrobak lætur fiöluna kvaka og syngja f þjóölögunum. Þórarinn Guölaugsson yfirmatsveinn á Hótel Loftleiöum stendur hér d milli tékkneskra starfsbræöra sinna. Hann sagöi aö hráefniö i matinn heföi allt veriö Islenskt, en matreitt á tékkneska visu og dáöist aö fag- mennsku tékknesku kokkanna. Maturinn var lostætur og glæsilega framreiddur. Tékknesk tónlist og tékkneskur matur að BSt — Enn ein „þjóðarvikan” stendur nú fyrir dyrum aö Hótel Loftleiðum, og nú er það Tékkó- slóvakia sem er kynnt. Auk hótelsins stendur Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar að kynning- unni og sendiráð Tékkóslóvakiu i Reykjavik. Einnig kynna um- boðsmenn ýmissa tékkneskra fyrirtæka margs konar iðnvarn- ing. Tékkneska hátiðin verður opn- Dansparið dansar viö undirleik tékkneska triósins og Jönu Koprivovu, en hdn bæöi syngur og leikur á fiölu. uð i Vikingasal Hótels Loftleiða þann 30. október. Sendifulltrúi Tékkóslóvakiu hér á landi hr. Krische kemur fram fyrir hönd lands sins við opnunina. Margir tékkneskir listamenn koma þarna fram og framreiddur verður tékkneskur matur tilbúinn af þarlendum matreiðslumönn- um. Ahverju kvöldi verða dregn- ir út happdrættisvinningar eftir númerum, sem eru á hverjum matseðli. Siðasta dag hátiðarinn- ar veröur siðan dregið úr öllum númerum og þá um aðalverð- launin, — skiðaferð til Tatra. Hópur tékkneskra listamanna kemur fram og er Jarmila Kra- lova fyrirliði þeirra, og kynnir listafólkið. Þarna eru hljómlist- armenn, söngvarar og dansarar, látbragösleikarar og töframenn. Dansað verður á hverju kvöldi, og Nokkuö af listafólkinu. Harmomkuleikannn trægi yst t.v. Jarmila Kralova, sem er fyrirliöi hópsins er önnur f.h. Hún er kynnir á skemmtuninni. (Tlmam. GE) leikur trió fyrir dansinum. I trió- inu eru Ferdinand Skrobak, Vlad- imir Burda og Ivo Wittich ásamt söngkonunni Jana Koprivova. Listamennirnir komu fram á kynningarfundi með blaðamönn- um og vakti fólkið allt mikla hrifningu. Trióið lek jafn- skemmtilega hvort heldur þeir spiluðu tékknesk þjóðlög, amer- Iska „swing-músik” eða lög úr óperettum, og létta dansmúsik. Þessir tónlistarmenn eru mjög þekktir og hafa skemmt viða um heim. Til dæmis um vinsældir þeirra hefur Hoilensk-ameriska skipafélagið ráðið þá nú 17. sinn til þess aö skemmta á skfemmti- feröaskipum Siftum. Harmoniku- leikarinn hefúr 'unuið fjölmörg verðlaun fyrir leik sinn, og m.a.s. er hann fyrrveratidi heimsmeist- ^ri I harmonikuleik. Framhald á bls. 19. Tvennir lj óðatónleikar Um helgina bauðst Reykvik- ingum upp á tvenna ljóðatón- leika: bandaríski tenórsöngvar- inn Paul Sperry söng á vegum Tónlistarfélagsins I Austur- bæjarbiói á laugardaginn fyrir fullu húsi, og söngkonan Jean Mitchell frá Bretlandi söng i Félagsstofnun stúdenta á sunnudag — það voru fyrstu Há- skólatónleikar vetrarins. Sperry og Garrett Paul Sperry skipti efni sinu i fjóra hluta: fyrst söng hann 7 ljóðasöngva eftir Schubert, þá 6 söngva eftir Albert Roussel, þá 5 lög eftir Tsjækovský, og loks syrpu af ameriskum sönglögum frá þessari öld. Undirleikari var ung kona, Margo Garrett, sem að sögn skrárinnar hefur sér- hæft sig I undirleik og fengið óteljandi verðlaun. Og mak- lega, heyrðist mér, þvi hún spil- aði verulega vel og af mikilli kúnst og innlifún. Umdeilan- legri var söngur Sperrys, sem skráin segir hafa verið talinn undanfarin 8 ár ein snjaílasta ljóðasöngvara BanaariKjamm, og hafi frægö hans farið vlða, enda teljist ljóðakvöld hans hvarvetna til meiriháttar list- viðburða. Tónlistarfélagið, hin aldna og viröulega stofnun, ætti að leggja meira efnien minni glanspapplr á tónleikaskrár sinar, og gæti þarlært mikiö af forsvarsmönn- um Háskólatónleika, sem fjöl- rita alla ljóðatexta, og þýðingar að auki, ef söngvarnir eru á óþekktum tungumálum. Þvi án ljóðanna, eða a.m.k. efnis þeirra, eru „lieder” ekki nema hálf — þetta eru engin „söng- lög”, heldur söngvar. I stuttu máli hefur Paul Sperry fiutningsstil, sem oss hér á Fróni er framandi, enda fór að tóna i tálknum ýmissa ljóðavina þegar i fyrsta ljóði. Mér virðist listamaöurinn leggja meira upp úr áhrifamiklum textaflutningi en söng. Þetta gerir hann meö leikbrellum og miklum rokum, en söng aðallega svo lágt, að menn aftan viö mitt hús heyröu litið. En um þá, sem vonast höfðu til aö hræösluhrollur færi um þá I Doppelganger Heines, fór öðruvlsi hrollur— hvemig er hægt aö fara svona með Schubert? Sperry hefur framur matta tenórrödd og ekki mikla. Hann hefði sómt sér mun betur i Félagsstofnun en í Austur- bæjarbiói, sem er ofstórt hús fyrir svona flutningsmáta. En þótt byrjunin væri ekki alls kostar að skapi manna, átti betra eftir að fylgja. Roussel- TÓNLIST Sigurður Steinþórsson lögin þekkti ég ekki, en þótti þau skemmtilegri á að hlýða en Schubert-söngvana, og sömu- leiðir var Tsjækovsky ágætur (Sperry er sagður mikili maia- maður, og gerði mikið úr þvi að þýða frönsku og rússnesku text- ana” af blaðinu” sem bætti mjög úr skák) En langskemmtilegust voru amrlsku lögin, bæði textar, lög og flutningur. Þvi Bandarikja- menneiga sand af tónskáldum. Ég læt nægja hér að nefna tvo söngva: Who wrote this fiendish rite of spring? eftir Henry Cowell, sem er dómur um Vor- blót Stravinskýs, en krltlker I Boston llkaöi það illa. Og The circusband eftir öldung ameriskrar tónlistar, Charles Ives. Þar er lýst tónlist margra lúörasveita, sem spila hver sitt lagiö hingað og þangað I borg- inni, en ómur þeirra allra berst til eyrna tónskáldsins i einum graut. Þetta gerði Sperry alveg prýðilega, enda kom hans skýri textaflutningur að góðu haldi i hinum gamansömu ljóðum. Mitchell og Sykes Háskólatónleikarnir voru tii sannrar fyrirmyndar að öðru en þvl, að I salnum voru ekki nema 36 manns, að listamönnunum meötöldum. Jean Mitchell er ung, ensksöngkona,semsyngur afskaplega fallega og af mikilli kunnáttu. Og undirleikarinn, Ian Sykes, er bæöi listrænn I út- liti og prýöilegur pianisti — hann hefði tekið sig vel út við hapsikord. Hér var efnisskráin einnig þrlskipt: fyrst söng Mitchell 6 breska söngva frá 17. og 18. öld, þá söngverkiöChants de terre et de ciel eftir Frakkann Olivier Messiaen (f. 1908), og loks 5 enska söngva frá þessari öld. Veigamest var þetta verk Messianens, sem menn voru á einu máli um aö hefði veriö frá- bærlega flutt, bæði hjá söng- konu og píanóleikara, en það mun vera afar erfitt I flutningi. „Þaö er munur aö heyra svona túlkun”. Af gömlu söngvunum fannst mér fallegast harmaljóö Chlorisar, eftir óþekktan höf- und, en allir voru þeir góðir. Um nýju söngvana segir Jean Mitchell i skránni: Þessa söngva mætti kalla hiröingja- ljóö, og eru dæmigerðir fyrir enska söngva frá fyrri hluta aldarinnar. Þeir eru yndislega ljóörænir og I þeim er fjallaö um æsku og elli, gleði og sorg ástar- innar, og siðast en ekki sist um ólýsanlega tilhlökkun til fram- tiðarinnar, en á sama tima um söknuð þess sem var. Það er eitthvaö „enskt” við þessa söngva sem ekki verður lýst með orðum. Þetta setur heildar- svip á söngvana, þótt þeir hafi verið samdir á ýmsum timum. Sem er mála sannast. Þannig mun standa á hingaðkomu söngkonunnar, að hún er gömul vinkona og skólasystir eins tón- leikanefndarmanna, og kom hingað fyrir hennar tilstilli. Nú þyrfti endilega aö drifa I aö fá hana hingaö aftur við hentugt tækifæri, því söng sem þennan heyrir maður alltof sjaldan. 27.1(fSigurður Steinþórsson Hótel Loftleiðum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.