Tíminn - 15.11.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.11.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. nóvember 1980. 7 Mannkynssaga 1492-1648 Jón Thor Haraldsson: Mannkynssaga 1492—1648. Mál og Menning 1980. 437 bls. Tfmabilið, sem þessi bók spannar, er gjarnan nefnt „early modern” i enskum ritum um sögu Evrópu og er þá alla- jafna átt við það aö á þessu skeiði hafi saga nýaldar hafist og grundvöllur verið lagöur að forræði Evrópumanna i veröld- inni. Þetta timabilhefur löngum verið talið eitt hið margslungn- asta og erfiðasta viðureignar i gjörvallri Evrópusögunni, enda óvenjumikið um stóratburði á svo að segja öllum sviðum. 1 upphafi timabilsins rikir andi endurreisnarinnar á Italiu, siðan taka við landafundirnir miklu, siðaskiptin á Þýskalandi, Atlantshaf verður þjóðbraut viöskipta i stað Miðjarðarhafs og þjóöriki Evrópu mótast og styrkjast með tilheyrandi styrj- öldum. 1 innanlandsmálum Evrópurikja ber viðast hvar mest á þvi er vaxandi borgara- stétt styður konungsvaldið i baráttunni við aðalinn, verslun vex hraðfara og borgir eflast. Inn i þetta fléttast blóðugar trúarbraðgadeilur, auk þess sem konungar berjast og bændur fljúgast á, eins og einu sinni var sagt. Þvi skal ekki neitaö, að ég beið þess með nokkurri eftir- væntingu aö sjá, hvernig Jóni Thor Haraldssyni tækist gliman við þetta erfiða og f jölbrey tilega timabil. Að lestri bókarinnar loknum þykir mér sem margt hafi vel tekist og fengur sé að ritinu, en margt hefði einnig mátt betur fara. Skal nú fyrst talið það, er heita má gagnrýni vert. Það er i fyrsta lagi að nefna, að mér þykir sem nafni minn leggi ekki réttar áherslur i bókinni, ef svo má að orði kveða. Hann tiundar um of deilur kónga og keisara, ætta og trúarhópa, en leggur aftur á móti tiltölulega litla áhrerslu á atvinnu- og hagsögu. Þetta er megingalli bókarinnar. Það, sem öðru fremur var áhrifa- valdur i sögu þessa tlmabils var hin mikla breyting, er varð á öllu hagkerfi og þarafleiðandi á efnahagsmálum einstakra rikja. Þungamiðja verslunar og viðskipta færðist frá Miðjarðar- hafi til landanna er lágu að at- lantshafi. Þetta varð til þess aö löndum, sem áður höfðu haft forystu I verslun og siglingum, t.d. Italia, hnignaði, en ný stór- veldi risu upp, Portúgal, Spánn, Holland og England. 1 staö gamalla verslunarhátta, sem báru meiri og minni svip af hinu hægfara efnahagskerfi miðalda risu nú öflugar borgir sem fyrst og fremst byggðu afkomu sina á verslun og siglingum. Þær byggði borgarastétt, sem velti miklu meiri fjármunum og hafði allt annan lifsskilning en gildisbræður og „rikir menn” á miðöldum. 1 stuttu máli: Borgarastétt eins og viö þekkjum hana var að verða til. Nú er þvi ekki að neita, aö höfundur skýrir viða allræki- lega frá viðgangi borgara- stéttarinnar, t.d. i Hollandi, en honum hættir til þess að leggja of mikla áhersu á stjórnmála- þátttökuborgaranna,án þessað skýra, hver var undirstaða auðs þeirra. Það er tilaðmynda ómögulegt aö skilja hinn mikla uppgang Niðurlendinga, án þess að góö grein sé gerö fyrir bæöi Asiuverslun þeirra og Eystra- saltssiglingum. Og mikið vantar á til þess að þessum þáttum séu gerð nægileg skil þótt hvors tveggja sé getið. Að sama brunni ber hvað varðar um- fjöllunumsögueinstakra landa. Af bókum Þar er stjórnmáladeilum oftar en ekki gerö ýtarleg skil, flókin ættartengsl kóngafólks rakin samviskusamlega, bræðravig og hallarbyltingar tfunduö. Allt er þetta góðra gjalda vert, en ekki eitt sér. Alltof lítið er skýrt frá gangi atvinnu- og hag- þróunar og félagssögu eru nær engin skil gerð. Annar galli á bókinni er sá, að höfundur virðist ekki hafa gert sér far um að styðjast við nýjar, eða nýlegar, rannsóknir. Þetta kann að stafa af þvi, hve lengi bókin hefur verið i smiðum. Höfundur hefur eðlilega valið sér heimildarit i upphafi verks- ins og samkvæmt heimildaskrá i bókarlok hefur hann aðeins eitt af heimildaritum hans verið gefið út eftir 1975 og þar er raunar um að ræða islenska út- gáfu á miklu eldra reit. Þetta er mjög til baga i mikilvægum atr- iðum og má nefna sem dæmi, þar sem rætt er um orsakir og aðdraganda siðaskiptanna. Höfundur heldur sig þar alfariö við hinar „klassisku” skýringar. I nýlegum ritum um siðaskiptin virðast menn hins vegar leggja æ meiri áherslu á aldalanga andstöðu þýsku- mælandi manna við Itali og allt það vald er ætti rætur sinar sunnan Alpafjalla. Samkvæmt þeirri skoðun voru siðaskiptin hámark þýskrar þjóðernisbar- áttu er lengi hafði staðið og Lúther þjóðernissinnaður uppreinsarmaður ekki siður en byltingarmaður i trúarefnum. Og til þjóðerniskenndar mátti þá einnig rekja stuðning þysku furstanna við hann (sbr. A.G. Dickens, The German Nation and Martin Luther, London 1976). Ekki hirði ég um að tiunda þótt einstakar smávillur megi finna i bókinni, svo sem eins og þaö, hvort Karl 5. hafi endað ævi sina i klaustri eða ekki. Slikur sparðatiningur er alltaf heldur leiðinlegur og nóg að vita að karlinn komst þó i gröfina á endanum. Hitt er aftur lakara að litið sem ekkert er f jallað um sögu Asiu og Afriku og þvi væri réttara að kalla ritið Evrópu- sögu en Mannkynssögu. Þá er að geta þess, sem jákvætt er. Höfundur hefur augljóslega lagt mikla vinnu i þetta verk og árangurinn er sá, að við höfum nú aðgengilega bók um timabil, sem lesefni skorti áður að mestu um á is- lensku. Fyrir það ber að þakka. Það er mál margra, að ákveðin söguskoðun eigi að koma fram i verkum sem þessu. Þar getur hver haft sina meiningu, en ekki varð ég var við neina ákveðna söguskoöun hjá nafna minum. Hann virðist gera einstaka tilhlaup til þess að rita i róttækum anda, en það verða aldrei nema tilhlaup. Skilgreiningin á kapital- ismanum i upphafi bókarinnar er tilaðmynda ærið losaraleg og ekki beinlinis i samræmi við það sem á eftir fer. Varla þarf Jón Thor Haraldsson þó að óttast um sálarheill sina vegna þess. Bókin er yfirleitt ágætlega skrifuð og á köflum ljómandi skemmtilega. Einu verð ég þó að finna að i sambandi við text- ann og það er hina miklu notkun höfundar á þvi fyrirbæri, sem kallast „historiskur presens”. Sá stilsmáti hefur mér alltaf leiðst og þó einkum þegar ekki er fullt samræmi i notkun hans, hvort hann er notaður eða ekki. Viða ber bókin þess merki að hún hefur verið lengi i smiðum, — alltof lengi. Þar er þó ekki við höfund að sakast heldur fyrst og fremst þau kjör, sem islenskum sagnfræðingum eru búin. Þeim er ætlað að sinna framar öðru andlausu kennslustagli og ýmsu öðru brauðstriti alls óskyldu fræðimennsku og i fristundum mega þeir skrifa bækur ef þeir nenna. Að koma frá sér bók á borð við þessa uppá slik býti er framtak, sem vissulega ber að virða. Jón Þ. Þór Jón V. Jónsson: 40-45 milljón kr. þóknun fyrir eins og hálfs árs klúður Hafnarfirði 14/11 1980. Mér finnst Ragnar Magnús- son, löggiltur endurskoðandi gera litið úr sér með þvi að ráð- ast með slikum yfirlýsingum. á starfsbróður sinn eins og hann gerir i blaði ykkar s.l. miöviku- dag. Er ljóst að hann er minni maður á eftir. Jafnframt þvi verður að draga nákvæmni hans sem endurskoðanda i efa ef öll vinnubrögð hans eru jafn óná- kvæm og ósönn eins og fram kemur i viðtalinu. Ragnar skýr- irm .a. frá þvi að bifreið min G- 6201 hafi verið seld á nauð- ungaruppboði. Svo var alls ekki. Bifreiðin var seld frjálsri sölu þ. 17/9 1976 og liggur fyrir sölutil- kynning og yfirlýsing frá bæjar- fógetaembættinu í Hafnarfirði þvi til staðfestu. Andviröi bifr. fór i gegnum hendur lög- mannanna, enda Almennar tryggingar engir gjaldkerar fyrir mig á þessum tfma. Ljóst er samkv. ummælum Ragnars aö hann virðist vita ósköp litið um máliö og vitneskjan ákaf- lega yfirborðskennd. Samkv. yfirliti endurskoöanda mins vantaði gögn og greinargeröir frá lögmönnunum fyrir yfir 50 millj. króna vegna viðskipta minna á árinu 1976, en Ragnar taldi sig geta leiðrétt það um kr. 9 milljónir. Hann minnist á upp- boð á eigninni Dalsbrún 4 (sem á raunar að vera Dalshraun 4). Þaö er engin furða þó ég vildi fá greinargerð frá lögmönnunum um sölu eignarinnar þar sem enn f dag eru i gangi tvö stór mál fyrir dómstólunum sem urðu til vegna sölunnar og tvö einbýlishús voru seld nauð- ungarsölum vegna þess aö söl- unni varekki fylgt eftir af hálfu lögmannanna. Þá kemur fram hjá Ragnari að fyrstu yfirlit sem ég fæ yfir viðskipti min við lögmennina eru gerð af honum þ.2/61977.Tilþess aö menngeri sér 1 jósa grein fyrir þvi hvað hér er umað ræða, þá fóru i gegnum hendur lögmannanna um 600- 700 millj. króna á núverandi verðgildi. Ég fékk engin yfirlit yfirþaö i hvaö þessir fjármunir fóru fyrr en meira en hálfu ári eftirað ég lét lögmennina hætta að vinna fyrir mig og þá eftir að Lögmannafélag Islands hafði gengiö i það að ná út úr þeim gögnum og yfirlitum. Þá kom i ljós aö þeir höfðu afreiknaö sér þóknun sem i núgildandi verö- lagi eru um kr. 40-45 milljónir króna, sem eru ágætis laun fyrir 1 1/2 árs klúður með fjármuni mina og eigur og er engin furða þótt þeir þykist eiga enn inni hjá mér verulegar fjárhæðir fyrir lögfræðistörf. Gott dæmi um starf þeirra er það að þ.13/12 1976 er inneign min hjá Þorvaldi Lúðvikssyni, hrl. kr. 1.207.770. skv. yfirliti hans sjálfs, jafnframt þvi sem hann afreiknar sér kr. 1.970.000. fyrir lögfræðikostnað og bil- kostnaðsama dag. þá er inneign min hjá Svani Þór Vilhjálms- syni, hdl. kr. 348.911 i árslok 1976 og hann afreiknar sér i lög- fræðiþóknun kr. 1.970.000 i við- bót. Þann 15. des. 1976 eru svo seldar 3 bifreiðar i minni eigu á nauðungaruppboði hjá bæjar- fógetaembættinu i Hafnarfirði fyrir samt. kr. 137.000. Mér er spurn. Hefur Ragnar Magnús- son, lögg. endursk. oft séð vinnubrögð sem þessi hjá viö- skiptamönnum sínum á sinum 40 ára starfsferli? Jón V. Jónsson. Stúdentafélag Suðurlands: FULLVELDISFA6NAÐUR A SELF0SSI HEI — Stúdentafélag Suðurlands gengst fyrir fullveldisfagnaði í Sel- fossbió laugardaginn 6. desember n.k. Vejslu. stjóri verður Þór Vigfús- son/ en heiðursgestur kvöldsins verður Guð- mundur Danielsson, rit- höfundur og mun hánn halda ræðu að loknum kvöldverði. Ejnnig m(m Guðmundur Guðjónsson syngja við undirleik Sig- fúsar Halldórssonar. Að lokum leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Allir stúdentar á Suðurlandi eru félagar i Stúdentafélagi Suðurlands og eru þeir og gestir þeirra velkomnir á fagnaðinn. Þátttöku skal tilkynna fyrir 25. nóv. n.k. til eftirfarandi aðila: Grétar J. Unnsteinsson, Reykj- um, Olfusi, Halldór Runólfsson, Kirkjubæjarklaustri, Hálfdán Guömundsson, Hellu, Ketill Högnason, Selfossi, Kristinn Kristmundsson, Laugavatni, Ólöf Kristófersdóttir, útgörð- um, og Sigriður Margrét Her- mannsdóttir, Blesastöðum, Skeiðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.