Tíminn - 15.11.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.11.1980, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 15. nóvember 1980. SJÓRINN OG ÞORPIÐ frelsi, og nú er það vist alveg hömlulaust. Hver getur gert það sem hannlystir, en bannfæring- ar frá þeim er leggja til viður- kenningar i listum og það kem- ur lika á daginn að margir sem truastir voru kennisetningunni eru nú að þreifa sig áfram i ljós- inu og eru byrjaðir að mála figurativt aftur. Ég hirði ekki um að nefna nöfn Ég hygg að þessi trúarbrögð hafi meðal annars orðið til þess að Kjartan Guðjónsson var um tima svo til hættur að mála. Var áhugalaus um myndlist á vissu skeiði, en nú á siðustu árum hef- ur áhugi hans vaknað og rekur nú hver sýningin aðra, og sýn- ingin er hann hélt á Kjarvals- stöðum fyrir tveimur árum er liklega ein besta sýning sem hann hefur haldið um dagana. Kjartan Guðjónsson er i hópi reyndari málara okkar og til- heyrir þeirri kynslóö málara, er eigi áttu aögang aö hinu skandi- naviska og noröurþýska málverki, er lagt hefur grund- völiinn aö Islenskri myndlist svo lengi, því stríö var i Evrópu, þegar hann hóf listnám, eöa framhaldsnám i myndlist, og þvi hélt hann til Bandarikjanna, en I þeim hópi eru fleiri er eins var ástatt um, og má þar nefna Kristján Daviösson, örlyg Sigurösson, Valtý Pétursson og ýmsa fleiri á þessum aldri. Abstraktmaðurinn Kjartan Guðjónsson Eftir heimkomuna gekk Kjartan siöan i hið lokaða klaustur abstraktmanna, þar sem enga skimu var að finna, og Jónas Guðmundsson MYNDLIST má segja að hann hafi látiö þar meira af hendi rakna en margir aðrir, er hurfu frá figurativum myndum, þvi Kjartan var og er afburða teiknari bæði i stil- færslu og myndbyggingu, sem og i eftirhermuteikningu, þar sem keppt er viö ljósmyndina. Slikur maður færir nefnilega stærri fórnir en þeir, sem að upplagi eru myndlistarmenn tengdari abstraktvinnu hvort eö er en almennri teikmngu. En heimurinn breytist og mennirnir með. Hinn haröi agi abstraktlistarinnar er ekki lengur til. Eftir strangtrúarlegt meinlætalif i listum, kemur Kjartan Guöjónsson viö eitt verka sinna. (Timamynd GE) Þar voru abstraktmyndir, en einnig tekiningar yið fornrit og ýmsar lærðar, bækur, er hann haföi gert á liðnumárum. Það má þó með nokkrum rétti segja aö fátt nýtt hafi komið fram á þessari sýningu, nema að þarna voru mörg góö og skemmtileg verk, gjörð af heill- andi gleði og áhuga. En nú er annað uppi á ten- ingnum. Málarinn hefur brotið blað i sögu sinni og sýnir nú figurativar myndir, mismun- andi mikiö stilfærðar, og sýninguna nefnir hann SJOR- INN OG ÞORPIÐ og fer nafn- giftin i kjölfarið á þeim mynd- um er á sýningunni eru, en myndefnið er frá sjónum. Sjórinn og þorpið tslenska fiskiþorpið, útgerðin og manneskjan þar, ásamt veðurfari, fugli og fiski, hefur lengi verið yrkisefni isienskra skálda og málara. Jón úr Vör sótti föng sin i þorpið, það sama gerði Þorvaldur Skúlason Snorri Ainbjarnar og Gunnlaug- ur Scheving, og eru þá fáir tald- ir af öllum þeira aragrúa lista- manna er fengist hafa við þetta. Það er þvi ekki i svo litið ráðist að gjöra sjálfstæða sýningu um þetta efni, án þess aö þiggja af nesti forveranna. Þetta tekst Kjartani býsna vel, eða furðu vel, ef við það er miðaö, hvað áður hefur verið unnið. Hin stilfærða teikning og einföldunin, ásamt sjálfstæði i lit, gefur sérstöðuna. Ef til vill eru þó teikningarnar (rauö og svört krit og vatnslit- irnir) persónulegri en málverk- in, en gæfa þeirra og gengi virð- ist einkum ráðastaf þvi, hversu sterkt þau tengjast eldri mynd- um listamannsins, eða þeim myndum er við sáum fyrir tveim árum. Góð dæmi um tengingu viö fyrri verk eru myndir eins og Leikur í fjörunni, Útmánuöir og Mæðgurnar, sem svo verða einnig til nýir hlutir, nýr tónn og vil ég þar nefna myndirnar úti á Nesi og Dagmál og nokkrar fleiri mætti nefna. Kjartani er lagið að finna smámuni til að lifga myndir, þvottur á snúrum og margt ann- að verður til þess að skreyta myndir og uppörva þær, og lifga. Þá teiknar Kjartan áhöfnina á Arsæli Sigurðssyni frá Hafnar- firði og eru það skemmtilegar myndir og sýna menn i sinu rétta umhverfi, og loks eru vatnslitamyndir þar sem fjallað er um sjómennsku og útveg á myndrænan hátt. Alls eru 75 myndir á sýning- unni. Það er margt sem gerir þessa sýningu áhugaverða. Kjartan er sjómannssonur, en faðir hans var bryti á strandferðaskipun- um, kunnur maður á sinni tið, Guðjón bryti. Þá gerði Kjartan sér litiö fyrir og skrapp til sjós meðan hann var að vinna að þessum myndum, og það sýnir einlægni, og vist má telja að málaranum liði betur i þessari myndvinnu, þvi þarna nýtir hann teiknikunnáttu og form- gáfu sina mun betur en i hinu abstrakta verki. Sjórinn og þorpið stendur þvi vel undir nafni. Sýningunni lýkur á sunnu- dagskvöld. Jónas Guömundsson. Af hókamarkaðnuni Sunnefumálin Bókaútfáfan örn og örlygur hf. hefur nú sent frá sér bókina SUNNEFUMALIN eftir breska rithöfundinn Dominic Cooper. Rók þessi, sem er skáldsaga, hefur aö uppistööu eitt þekktasta sakamál á Islandi, hin svokölluðu Sunnefu- mál, sem áttu sér stað á lslandi um miöja átjándu öld. Höfundur- inn, Dominic Cooper dvaldi hér- lendis meöan hann vann aö ritun bókarinnar, og kynnti sér stað- hætti og þau gögn sem til eru i málinu. Verður ekki annað sagt en að honum takist að bregða upp mjög trúverðugri mynd af þvi ömurlega ástandi sem rikti á Is- landi á þessum árum, eldgosa og drepsótta, og þeim áhrifum sem hiö óbliöa náttúrufar haföi á mannlif og lifsbaráttu i landinu. Sunnefa Jónsdóttir þótti bera af öðrum konum á sinni tiö. Það varö henni örlagarikt, ekki siöur en mörgum öörum sem henni kynntust. Hún eignaðist tvö börn, og enn er það spurning hvort hún átti þau bæöi meö Jóni bróður sin- um, eöa hvort Hans Wium sýslu- maöur átti annað barniö. Dauða- dómur voföi sifellt yfir Sunnefu og Jóni bróður hennar, og þau lentu milli steins og sleggu valds- manna I Múlasýslu. Uröu leik- soppar sem kastaö var til og frá. A þessum árum skiptu meö sér hlutverkum harkan og grimmdin, hungriö og drepsóttir, mannlegar tilfinningar og mannlegur breyskleiki. Sunnefumálin, er saga miKina átaka i umhverfi sem markað er af hinni hörðu og miskunnarlausu lifsbaráttu. Sunnefumálin komu út i heima- landi höfundar, Bretlandi, um siöustu áramót, og vakti bókin þar mikla athygli og fékk góöa dóma. Hún nefnist á frummálinu: Men at Axlir. Þýðandi bókarinnar er Franzica Gunnarsdóttir. skáldsaga eftir Dominic Cooper I þýöingu Franzicu Gunnarsdóttur Sunnefumálin eru sett, filmu- unnin og prentuð i Prentsmiðj- unni Hólum h.f. og bundin i Arn- arfelli. Káputeikning er eftir Ernst Backmann. Nokkrir þeirra muna, sem Aýndir eru á heimilisiönaöarsýningunni á Kjarvalsstööum. Heimilisiðnaðarsýning á Kjarvalsstöðum KL — Heimilisiðnaðarfélag ts- lands hefur opnað sýningu á is- lenskum heimilisiðnaði i vestur- gangi Kjarvalsstaða. A sýningunni eru sýnishorn af gerð hins forna islenska refil- saums og augnsaums, bæði eldri og nýrri verk. Heimilisiðnaðarfélag Islands er meðlimur I Norræna heimilisiðn- aðarsambandinu, en það heldur þing sin og sýningar þriðja hvert ár til skiptis i einhverju Norður- landanna. Sl. sumar var þingið haldið i Tromsö i Noregi og voru munirnir, sem nú eru sýndir á Kjarvalsstöðum, framlag ts- lands á þeirri sýningu, sem þá var haldin. Sýningin mun standa fram i miöjan nóvember og er opin dag- lega kl. 14-22. /o-d m| umferðar Uráð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.