Fréttablaðið - 13.06.2007, Qupperneq 2
MARKAÐURINN
G E N G I S Þ R Ó U N
13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Vika Frá áramótum
365 -2% -23%
Actavis 5% 38%
Alfesca -2% -3%
Atlantic Petroleum -8% 109%
Atorka Group 0% 19%
Bakkavör 0% 12%
FL Group 1% 15%
Glitnir 0% 21%
Hf. Eimskipafélagið -4% 25%
Kaupþing 0% 30%
Landsbankinn 1% 41%
Marel 0% 10%
Mosaic Fashions 1% 11%
Straumur 0% 22%
Össur -3% -6%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
Gunnar Sigurðsson,
nýráðinn forstjóri Baugs
Group, reiknar með að
lending náist í viðræð-
um Baugs og stjórnar
Mosaic Fashions á
næstu vikum. „Auð-
vitað viljum við vinna
þetta eins og hratt eins
og mögulegt er og okkur
miðar vel.“
Hluthafar í félaginu bíða margir
hverjir óþreyjufullir eftir að lagt
verði fram yfirtökutilboð en mán-
uður er nú liðinn síðan greint var
frá því að Baugur og aðrir fjár-
festar í nafni Newco ættu í við-
ræðum við stjórn Mos-
aic um að leggja fram
formlegt yfirtökutilboð
upp á 17,5 krónur á hlut.
Er talað um „dauða pen-
inga“ í því sambandi en
á meðan fjárfestar bíða
tilboðs sitja peningarnir
fastir í Mosaic-bréfum.
Í síðustu viku var
staðfest að Newco hefði
enn í hyggju að leggja fram til-
boð.
Gengi bréfa í Mosaic hefur
verið undir væntanlega tilboðs-
verði og farið lægst niður í 16,2
krónur á hlutinn. - eþa
Dauðir peningar
bíða eftir Baugi
Sjóðsfélagar í fimm lífeyris-
sjóðum sem eru í vörslu Lands-
bankans samþykktu að sameina
sjóðina í einn.
Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóður
Eimskipafélags Íslands hf., Líf-
eyrissjóður Flugvirkjafélags Ís-
lands, Lífeyrissjóður Mjólkur-
samsölunnar, Eftirlaunasjóður
starfsmanna Olíuverzlunar Ís-
lands hf. og Lífeyrissjóður starfs-
manna Áburðarverksmiðju ríkis-
ins.
Eftir þessa sameiningu eru líf-
eyrissjóðirnir orðnir 36 talsins
en voru 41 í ársbyrjun. - eþa
Fimm sjóðir
í eina sæng
Fjárfestum er ráðlagt að líta
til Svíþjóðar í nýrri samantekt
Greiningar Glitnis í Svíþjóð.
Telur hún að sænsk hlutabréf
séu undiverðlögð sem stendur
og mælir með því að fjárfestar
bæti við sig bréfum í nokkrum
völdum félögum.
Aðalvísitala sænsku kaup-
hallarinnar hækkaði um 38 pró-
sent í fyrra. Þrátt fyrir mikla
hækkun eru mikil kauptæki-
færi sögð hafa skapast í ýmsum
félögum.
Sænska úrvalsvísitalan
stendur nú í 410 stigum. Grein-
ing Glitnis í Svíþjóð er með tólf
mánaða markgengi upp á 450
stig. Það er tíu prósenta vænt
hækkun. - hhs
Mæla með sænskum bréfum
Í sumar bjóðum við tvö flug á dag til Boston
og New York, morgunflug kl. 10:30 og síðdegisflug
eins og verið hefur undanfarin ár. Morgunflug til
Boston verður fjórum sinnum í viku, á mánudögum,
miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum, og
morgunflug til New York þrisvar sinnum í viku,
á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
Einfalt reikningsdæmi – við komum þér þangað.
+ Kíktu á www.icelandair.is
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
A C D E FB
x2 Á DAG TIL BOSTON
OG NEW YORK Í SUMAR
+ Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
80
46
0
6
/0
7
‘07 70ÁR Á FLUGI
Hreinar eignir lífeyrissjóðanna
halda áfram að vaxa samkvæmt
nýjasta yfirliti frá Seðlabankan-
um og hafa aldrei verið meiri.
Þær stóðu í 1.572 milljörðum
króna í lok apríl og höfðu auk-
ist um 35,3 milljarða eða 2,3 pró-
sent í mánuðinum.
Frá byrjun ársins nemur
aukningin alls fimm prósent-
um eða 75,8 milljörðum króna.
Þetta samsvarar því að hver og
einn Íslendingur eigi 245 þúsund
krónum meira í lífeyrissjóðum í
apríllok en í upphafi ársins. Ef
eignum lífeyrissjóðanna væri
úthlutað til landsmanna fengi
hver og einn rúmar fimm millj-
ónir króna í sinn hlut.
Innlend verðbréfaeign lífeyr-
issjóðanna var um 1.111 millj-
arðar króna og hafði aukist um
7,5 prósent á árinu. Hins vegar
drógust erlendar eignir saman
um 2,1 prósent frá ársbyrjun til
aprílloka, þótt þær hefðu auk-
ist lítillega í apríl. Ætla má að
gengisstyrking krónunnar skýri
fyrst og fremst þessa lækkun.
- eþa
Eignir lífeyrissjóða í methæðum
Aukning frá áramótum er um 245 þúsund krónur á hvert mannsbarn.
2003 2004 2005 2006 2007
1800
1600
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
E I G N I R L Í F E Y R I S S J Ó Ð A
milljarðar
824 987 1220 1496 1572
Heimild: Seðlabanki Íslands
Stóraukin starfsemi íslenskra
banka á erlendri grundu hefur
orðið til þess að breyta störf-
um starfsfólks Fjármálaeftirlits-
ins töluvert. Starfssvið eftirlits-
ins víkkar út í samræmi við útrás
þeirra. FME ber eftirlitsábyrgð
á starfsemi útibúa íslensku bank-
anna að langstærstu leyti á er-
lendri grundu.
Á mánudaginn skrifuðu Fjár-
málaeftirlitið og kínverska banka-
eftirlitið undir samstarfssamn-
ing sín á milli. Forsvarsmenn kín-
verska eftirlitsins voru við það
tilefni viðstaddir morgunverðar-
fund um útrás íslenskra fjármála-
fyrirtækja til Kína sem
FME stóð fyrir.
Tilefni samningsins
nú er að Glitnir banki
er að hefja sókn sína
inn á kínverska mark-
aðinn. Lárus Welding,
forstjóri Glitnis, sagði á
fundinum að FME hefði
bæði sýnt hugkvæmni
og frumkvæði í sam-
starfi við bankana. „Við
erum nýbúin að setja
upp skrifstofu í Kína.
Að Fjármálaeftirlitið skuli þegar
hafa gert þennan samning er
okkur mjög mikilvægt. Þetta mun
auðvelda okkur frek-
ari sókn inn á Kína-
markað.“
Samningurinn
sem um ræðir snýst
um samstarf í eftir-
liti beggja eftirlits-
aðila. Hann tekur til
almenns eftirlits og
samstarfs milli eftir-
litsaðilanna í hverju
landi. Svipaður samn-
ingur er þegar í gildi
við fjármálaeftirlitið
á Mön. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri
FME, segir fleiri samninga á borð
við þessa í pípunum. - hhs
Fleiri samningar í pípum FME
Polimoon, dótturfélag Promens
hf., hefur yfirtekið fyrirtæk-
ið Dekoplast í Frakklandi. Deko-
plast, sem framleiðir umbúðir
fyrir snyrtivöru- og lyfjafram-
leiðendur, er með árlega sölu yfir
sautján milljónum evra. Kaup-
verð félagsins er ekki gefið upp.
Rekstur Dekoplast hefur á síð-
ustu misserum verið óviðunandi,
að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Polimoon. Fyrir-
tækið hefur verið með starfsemi
í tveimur verksmiðjum í Frakk-
landi og hyggst Polimoon sam-
eina starfsemi þeirra í eina.
„Ég er sannfærð um að yfirtak-
an á Dekoplast gefur okkur ýmis
tækifæri til að efla starfsemi þess
og auka framleiðni. Við munum
sameina starfsemi fyrirtækj-
anna tveggja og styrkja hana með
þeirri miklu þekkingu er til stað-
ar hjá Promens og Polimoon,“ er
haft eftir Ragnhildi Geirsdóttur,
forstjóra Polimoon. - hhs
Kaupa franskt plastfyrirtæki
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið
til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Deben-
hams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem
metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli
fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL
Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser,
einum helsta keppinauti Debenhams.
Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félög-
um í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp
áhrifastöður í tískuverslunarkeðj-
unni French Connection og verslun-
arkeðjunni Woolworths auk nærri
þrjátíu prósenta hlutar í herrafata-
keðjunni Moss Bros. Heildarvirði
þessara eignarhluta auk bréfanna í
Debenhams nemur um tuttugu millj-
örðum króna.
Sérfræðingar telja að Unity horfi
á að gott kauptækifæri hafi myndast
í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að
ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið
hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá
áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuvið-
varana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á
hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195
pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við
trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem
er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði,“
segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali
við Scotsman.
Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ás-
geir Jóhannesson, stjórnarformaður
Baugs, sagði í samtali við Reuters-
fréttastofuna að fjárfestingargeta
Baugs eins og sér væri um 75 millj-
arðar króna, 600 milljónir punda.
Baugur ætti að þekkja vel til
Debenhams sem sérleyfishafi keðj-
unnar á Norðurlöndum. Hagar,
dótturfélag Baugs, reka Debenhams-
verslun í Smáralind.
Unity byggir upp 20 millj-
arða króna safn í Bretlandi
Tekur um fimm prósenta hlut í Debenhams, einum af sam-
keppnisaðilum House of Fraser.
FJÁRFESTINGAR UNITY Í UK
Félag Hlutur í % Virði *
Debenhams 4,87% 7,7
French Connection 20,0% 5,0
Woolworths 10,0% 5,0
Moss Bros 28,5% 2,3
Alls 20,0
* Í milljörðum króna