Fréttablaðið - 13.06.2007, Side 14

Fréttablaðið - 13.06.2007, Side 14
 13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6 fréttablaðið verk að vinna Halla Sigrún Sigurðardóttir lét saga svalahurð á stofuna og byggði pall sem stækkar íbúðina um þriðjung. „Þetta er nú ekki stór íbúð og snýr í suður. Mér datt þetta því í hug um leið og ég keypti íbúðina en það tók mig þrjú ár að koma þessu í verk,“ segir Halla Sig- rún Sigurðardóttir, sem lét saga svala- hurð á stofuna í íbúð sinni í austurhluta borgarinnar og byggði stærðarinnar pall. „Það eru stórir garðar við húsin hér en ótrúlega illa nýttir enda þarf allt- af að hlaupa hringinn í kringum húsið til að komast í garðinn,“ segir Halla en nú getur hún gengið beint út úr stof- unni á pall sem er álíka stór og stofan sjálf. „Þetta breytir íbúðinni heilmikið. Í góðu veðri gengur þú út úr stofunni og ert kominn í aðra stofu fyrir utan. Ég var að laumast stundum til að liggja í sólbaði á grasinu, nú get ég það í skjóli frá umferðinni,“ segir Halla og brosir. Hún segir mikið af húsum með svipuðu sniði vera í götunni. Margir hafi þegar opnað út en aðrir séu að íhuga það. Halla segir framkvæmdir hafa gengið vel. „Ég bý vel að eiga kraftaverka- pabba sem var búinn að teikna eins og þrjár tillögur að pallinum og búinn að reikna út allt efni þannig að þegar við mættum í Byko lásum við bara upp list- ann fyrir sölumanninn og það skeikaði aðeins einni spýtu,“ segir Halla og hlær en pallasmíðin hófst á miðvikudegi í apríl. „Pabbi var eins og verkstjóri og ég eins og handlangari og við unnum á fullu fram á sunnudag,“ segir Halla og bætir við að sér hafi þótt gott að byggja pallinn í apríl því þá gat hún hlakkað til sumarsins. Gatið fyrir svalahurðina var svo sagað eftir að pallurinn var kominn upp. „Það var ótrúlega lítil aðgerð, svo þurfti að stytta einn ofn og vera tilbúinn með hurð og kaupa nýtt gler í gluggann,“ útskýrir Halla. Hún segir kostnaðinn ekki hafa komið sér á óvart. Áætlunin hafi staðist að flestu leyti. „Hins vegar er það þannig þegar maður er kominn með svona fínan pall að maður þarf að kaupa sér alls konar dót á hann,“ segir Halla hlæjandi og tjáir blaðamanni að sumir vinanna séu með óraunhæfar hugmyndir um heita potta og annað fín- erí. „Það verður að bíða seinni tíma og seinni palla.“ solveig@frettabladid.is Íbúðin stækkaði um heila stofu „Snjólfur er hæstánægður með pallinn. Hann liggur hér og sólar sig og rekur ketti nágrannanna í burtu ef þeir koma of nálægt,“ segir Halla Sigrún, sem kann vel við sig á pallinum eins og kötturinn Snjólfur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eftir breytingar. Með tilkomu svalahurðarinnar nýtist garðurinn mun betur. Fyrir breytingar. Garðurinn nýttist illa þar sem ganga þurfti hringinn í kringum húsið til að komast í hann. „Ég bý vel að eiga kraftaverkapabba,“ segir Halla um föður sinn sem byggði pallinn góða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.