Fréttablaðið - 13.06.2007, Qupperneq 26
MARKAÐURINN
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Hornsteinn sjálfstæðis þjóðar
eru auðlindir hennar, áþreifan-
legar og óáþreifanlegar. Íslend-
ingar endurheimtu sjálfstæði sitt
1944 og kraftmiklar frumfram-
leiðslugreinar, eins og sjávarút-
vegur og iðnaður á fyrstu áratug-
um sjálfstæðrar þjóðar tryggðu
henni fjárhagslegt öryggi. Ísland
var frumvinnsluþjóðfélag allt
fram undir síðustu áratugi 20.
aldar. Skipting ráðuneyta endur-
speglaði þann veruleika.
Síðan þá og sérstaklega á síð-
ustu tíu árum hafa orðið um-
skipti og nú eru það þjónustu-
greinarnar sem hafa tekið við
af frumvinnslugreinunum sem
megin drifkraftur íslensks sam-
félags. Lífsgæðin á Íslandi og
styrkur sjálfstæðs ríkis eiga í
dag mest undir þeim óáþreifan-
legu verðmætum sem felast í nýt-
ingu þekkingar.
Ný ríkisstjórn skynjar þessar
breytingar og hefur með stofn-
un sérstaks viðskiptaráðuneytis
sýnt í verki vilja sinn til að efla
enn frekar umgjörð þjónustu-
greina og auka þannig tækifæri
þeirra til að vaxa og dafna.
Nú liggur fyrir að sjávargullið,
þorskstofninn, er í sögulegu lág-
marki og hefur hallað jafnt og
þétt undan síðasta áratug vegna
ofveiði. Sjávarútvegur lagði fram
nærri tvöfalt meir til landsfram-
leiðslu en fjármálastarfsemi
fyrir tíu árum. Þetta er nú breytt.
Fjármálafyrirtæki landsins hafa
á áratug leitt umbreytingu í at-
vinnulífi þjóðarinnar og átt stór-
an þátt í að lífskjör á Íslandi hafa
batnað stöðugt þrátt fyrir minnk-
andi veiði og eru lífskjör hér nú
með þeim bestu sem þekkjast í
heiminum.
Það sem mestu hefur skipt í
þeirri umbreytingu sem orðið
hefur á skömmum tíma er ann-
ars vegar gott starfsumhverfi
sem stjórnvöld hafa skapað og
hins vegar hátt menntunarstig
þjóðarinnar. Það eru þessir tveir
þættir sem munu áfram skipta
mestu. Undir lok síðasta árs
kynnti forsætisráðherra skýrslu
um alþjóðlegt fjármálaumhverfi
á Íslandi. Að baki henni lá mikil
vinna og í skýrslunni eru kynnt-
ar ýmsar hugmyndir um hvað
megi gera til þess að það verði
enn eftirsóknarverðara að stunda
fjármálaviðskipti gegnum Ís-
land. Írar rifu sig upp af tossa-
bekk Evrópuþjóða í fremstu röð
á tuttugu árum með slíkum hætti.
Íslenskur fjármálageiri hefur
náð langt á skömmum tíma og nú
er lag fyrir stjórnvöld að leggja
fram viðbótar krafta til að hjálpa
honum að ná í fremstu röð. Fram-
boð menntunar hefur margfald-
ast á Íslandi á skömmum tíma.
Sú þróun þarf að halda áfram í
bland við það að Íslendingar sæki
sér þekkingu og reynslu af öðrum
menningarsvæðum.
Þetta kann að hljóma sem fjar-
lægur draumur. En fáir sáu fyrir
þá miklu byltingu sem orðið
hefur á íslenskum fjármálamark-
aði. Hvern hefði til dæmis órað
fyrir því að íslenskir bankar
kæmust í hóp tíu stærstu banka
á Norðurlöndunum og íslensk
smásöluþjónustufyrirtæki yrðu
með þeim umsvifamestu í hinu
Stóra Bretlandi. Það er nefnilega
þannig að orð eru til alls fyrst,
hugmyndir sem færðar eru í orð
og síðan framkvæmdar. Breyt-
ingar í alþjóðlegu umhverfi sem
íslenskt þjóðfélag er vissulega
hluti af, eru svo örar að annað
hvort tekur maður þátt í breyt-
ingum, reynir að nýta þær sér til
góðs, eða maður verður fórnar-
lamb þeirra. Miklu skiptir að um-
gjörðin, þ.á.m. uppstilling ráðu-
neyta, taki mið af því svo góður
grunnur sé til að tryggja þjóðinni
hagsæld og framfarir.
Fjármálageirinn á Íslandi
hefur á skömmum tíma vaxið í
að verða ein kraftmesta atvinnu-
grein landsins. Ef skattgreiðsl-
ur eru notaðar sem viðmiðun má
glöggt sjá að fjármálafyrirtæki
greiða nú hátt í helming af tekju-
skattsgreiðslu fyrirtækja á Ís-
landi. Starfsfólki fjármálafyrir-
tækja fjölgar dag frá degi, ungt
vel menntað fólk úr öllum áttum
fær vinnu við hæfi og launakjör
eru góð. Um 8300 manns störfuðu
hjá íslenskum fjármálafyrirtækj-
um í lok síðasta árs. Ef litið er
til framlags fjármálageirans til
landsframleiðslu hjá einstökum
þjóðum er Ísland á hraðbyri upp
töfluna yfir þau ríki þar sem það
hlutfall er hæst. Ef vel er haldið á
málum hérlendis á komandi miss-
erum er þess væntanlega ekki
langt að bíða að Ísland verði orðið
jafnsett þeim ríkjum sem lengsta
hefð eiga í þessum efnum.
FRAMLAG FJÁRMÁLAGEIRANS
TIL LANDSFRAMLEIÐSLU
Efling fjármálageirans skil-
ar sér til annarra sviða þjóðfé-
lagsins. Þannig eiga flest þau ís-
lensku fyrirtæki sem nú eru stór-
ir leikendur á sínum markaði
úti í hinum stóra heimi, svo sem
í smásölu, matvælaframleiðslu,
stoðtækja- og lyfjagerð vegsauka
sinn ekki síst að þakka kröftugum
innlendum fjármálafyrirtækjum
sem höfðu trú á stórhuga hug-
myndum íslenskra frumkvöðla.
Þannig hefur fjölbreytni íslensks
atvinnulífs aukist verulega og
aukin breidd styrkt íslenskt þjóð-
arbú til að mæta óvæntum áföll-
um á afmörkuðum sviðum.
Samtök fjármálafyrirtækja
óska nýjum viðskiptaráðherra
velfarnaðar gagnvart þeim mikil-
vægu verkefnum sem bíða hans.
Sjálfstætt viðskiptaráðuneyti
— Mikilvægt framfaraspor —
Laun út úr kortinu
Guardian | Það ætti svo sem að vera eðlilegt að
forstjórar stórfyrirtækja hafi hærri laun en
ræstitæknarnir hjá sömu fyrirtækjum. Breska
dagblaðið Guardian
bendir hins vegar á
að himinn og haf sé nú á milli þessara tveggja
starfshópa í launakjörum og hafi forstjórarnir nú
mánaðarlaun á við hundrað ræstitækna. Í mánu-
dagsútgáfu blaðsins segir blaðamaður Guardian
frá því þegar hann fór til fundar við háttsett-
an bankastarfsmann í fjármálahverfi Lundúna
á dögunum. Blaðamaðurinn spurði hvort maður
sem væri með tvær milljónir punda, jafnvirði 254
milljóna króna, í árslaun myndi vinna meira byð-
ist honum að fá 10 milljónir punda, tæpa 1,3 millj-
arða króna, í árslaun. Að sögn blaðamannsins stóð
starfsmaður bankans á gati og gat ekki svarað
henni með nokkru móti. Eftir nokkrar vangaveltur
komst blaðamaður Guardian að þeirri niðurstöðu
að launahátt fólk í viðskiptalífinu væri komið í
eigin heim, aðskilið frá raunveruleikanum. Það
væri ekki samanburðarhæft við aðra í veruleikan-
um heldur væri það að keppa við jafningja sína í
fjármálaheiminum um bestu launin.
Slær Jobs í gegn í þriðja sinn?
Economist | Nýi farsíminn frá Apple, iPhone, kemur
á markað í lok mánaðar. Breska vikuritið Econom-
ist velti því fyrir sér í vikunni hvort Steve Jobs,
forstjóra bandaríska tölvufram-
leiðandans, hefði tekist að búa
til metsöluvöru í þriðja sinn.
Reyndar tekur það skýrt fram að Jobs sé hógvær í
spám sínum en hann gerir ráð fyrir því að tíu millj-
ónir farsíma seljist fyrir lok næsta árs. Það jafn-
gildir aðeins einu prósenti af farsímamarkaðnum
öllum á heimsvísu. Til samanburðar hefur fyrir-
tækið selt tíu sinnum fleiri iPod-spilara frá því
þeir litu dagsins ljós fyrir sex árum. Í vikuritinu
er tæpt á ævi Jobs og gengi Apple, sem oft á tíðum
var þyrnum stráð. Halla tók undan fæti þegar Jobs
sneri baki við Apple og tók til við aðra iðju, svo
sem teiknimyndafyrirtækið Pixar, sem hann seldi
til Disney á síðasta ári. Economist leggur mikla
áherslu á að þótt Apple eigi Jobs mikið að þakka
eigi hann sér styrka bakhjarla, sem séu ekki síður
mikilvægir. Þar séu fremstir í flokki hönnuðurinn,
markaðsstjórinn og framkvæmdastjórinn, sem
allir vinni úr þeim oft á tíðum einkennilegu hug-
myndum sem Jobs setji fram.
Guðjón
Rúnarsson,
framkvæmdastjóri
Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja
O R Ð Í B E L G
Bandaríkin
Bretland
Ísland
Svíþjóð
Danmörk
Finnland
Noregur
F R A M L A G F J Á R M Á L A G E I R A N S T I L L A N D S F R A M L E I Ð S L U
0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16% 18%
13,4%
12,0%
8,8%
8,8%
8,5%
7,2%
6,6%
Álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sett var fram í kjölfar Ís-
landsheimsóknar kemur ekki mikið á óvart. Þar er að finna helstu
gagnrýnispunkta sem færðir hafa verið fram í rökræðu um hag-
kerfið undanfarin misseri.
Taka má undir flest sem fram kemur í áliti sendinefndar Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins enda þótt skiptar skoðanir séu um hversu
sterk einkaneyslan verði á þessu ári.
Mestan áhuga í almennri umræðu hafa vakið skoðanir sjóðsins
á Íbúðalánasjóði. Það viðhorf sem þar
kemur fram er fjarri því að vera nýtt
og í raun samdóma álit allra þeirra sem
þekkingu hafa á gangverki vestrænna
markaðshagkerfa.
Hún er býsna lífseig bábiljan um
að Íbúðalánasjóður í núverandi mynd
sé forsenda skilvirkni á lánamarkaði
íbúðahúsnæðis og tryggi neytendum
þar með bestu kjör. Sú mýta sýnir að vel
hefur tekist að halda upp áróðri fyrir
óbreyttri tilvist sjóðsins. Lánamarkaður
er nákvæmlega eins og annar markað-
ur. Ef afskipti ríkisins eru nauðsynleg
á lánamarkaði, þá eru þau það líka á
tryggingamarkaði, í olíusölu, matvöru-
verslun, flutningum og svo mætti lengi
telja. Rökin fyrir óbreyttu fyrirkomu-
lagi halda ekki vatni.
Hin bábiljan lýtur að þensluvöld-
um á íbúðamarkaði. Áróðursmeistar-
ar Íbúðalánasjóðs hafa ítrekað fullyrt
að innkoma bankanna hafi hleypt öllu
í bál og brand á markaði sem hafi svo
leitt til þenslu á húsnæðismarkði. Hin
skýringin sem einhverjir hafa gripið til
er lóðaskortur í Reykjavík, sem stenst
heldur ekki skoðun.
Vaxtakjör og aðgengi að lánsfé eru
ásamt kaupmætti stærstu breytur í
verðmyndun á fasteignamarkaði. Boðuð
hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs var augljóslega til þess
fallin að einkareknir bankar brygðust við tíðindunum með því að
koma inn á markaðinn.
Þegar bankarnir svo mættu olli það uppgreiðslu á lánum hjá
Íbúðalánasjóði. Í stað þess að ríkið beitti sér til þess að taka upp-
greiðslupeningana úr umferð var þeim dælt aftur út í formi hús-
næðislána sparisjóðanna.
Þannig spannst nú þessi vitleysa á afleitum tíma fyrir hag-
stjórnina. Ríkisrekið lánakerfi á húsnæðismarkaði varð til vegna
lánsfjárskorts og þess að almenningur hafði takmarkað aðgengi
að lánsfé. Í dag er fremur offramboð á lánsfé en hitt. Íbúðalána-
sjóður á ekkert erindi á almennan íbúðalánamarkað með lán til al-
mennings. Hlutverk ríkisins á að vera, eins og víða annars staðar,
að tryggja lágmarksmöguleika með því að aðstoða þá sem minnst
hafa við kaup á húsnæði og einnig þá sem búa á svæðum þar sem
bankar vilja ekki veð.
Álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samræmi við gagnrýni
undanfarinna missera:
Lífseigar bábiljur um
Íbúðalánasjóð
Hafliði Helgason
Lánamarkaður
er nákvæmlega
eins og annar
markaður. Ef
afskipti ríkisins
eru nauðsynleg á
lánamarkaði, þá
eru þau það líka
á tryggingamark-
aði, í olíusölu,
matvöruverslun,
flutningum og
svo mætti lengi
telja. Rókin fyrir
óbreyttu fyrir-
komulagi halda
ekki vatni.