Fréttablaðið - 13.06.2007, Side 30

Fréttablaðið - 13.06.2007, Side 30
MARKAÐURINN 13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T Ráðstefna um sjálfbærni í sjávar- útvegi fer fram á Sauðárkróki í dag, 14. júní. Hún er hluti af vest- norrænu verkefni sem nefnist „Sustainable Food Information“ og hefur það að markmiði að auð- velda fyrirtækjum í matvæla- iðnaði, svo sem sjávarútvegs- fyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu. Matvælarannsóknir Íslands (Matís) annast skipulagningu ráð- stefnunnar. Þar á bæ segja menn sjálfbærni vera orðið einkar mikilvægt hugtak í sjávarútvegi í ljósi sívaxandi krafna seljenda, verslanakeðja og neytenda um að ekki sé gengið á auðlindir hafsins og að mengun við veiðar, vinnslu og flutning á sjávarafurðum sé haldið í lágmarki. Til þess að sýna fram á sjálf- bærnina þarf hins vegar að vera hægt að rekja ferlið sem á sér stað í matvælaiðnaðinum. Sveinn Margeirsson, deildarstjóri á sviði sem kallast ný tækni og markaðir hjá Matís ohf., segir margt gott hafa verið unnið í þeim efnum hér á landi. „Við stöndum í raun frá- bærlega í rekjanleika hér,“ segir hann, en með því að hægt sé að rekja ferlið fást nákvæmar upp- lýsingar um vöruna. Seljendur sem búa yfir „gæðaafurð“ eru sagðir geta aðgreint sig betur frá öðrum á markaði. REKJANLEIKI GETUR AF SÉR ÞEKKINGU „Þetta snýst í fyrsta lagi um að neytandinn geti vitað hvaðan varan kemur, en það er sá þátt- ur sem flestir þekkja, og í öðru lagi um að hægt sé að rekja ná- kvæmlega hvaða leið varan fór. Ef tekið er dæmi um lambakjöt lægi leiðin frá bónda til neyt- anda í gegnum slátrun, kjöt- vinnslu, dreifingu og verslun.“ Sveinn segir Íslendinga almennt standa framarlega í matvælaiðn- aði hvað rekjanleika varðar „og mjög framarlega í sjávarútvegi á alþjóðlega vísu“. Hér hefur því lengi verið unnið að því að auka rekjanleika mat- væla, en það sem hefur helst breyst síðustu ár, að mati Sveins, er hversu tæknin hefur einfald- að verkið og um leið aukið mögu- leikana á því að hagnýta upplýs- ingarnar sem safnað er. „Áður snerist þetta um að vita nokkurn veginn hvaða leið varan fór og bærist kvörtun var hægt að fletta í bókunum og finna brotalömina í ferlinu.“ Sem dæmi um þróun- ina nefnir Sveinn örmerkt fiski- ker. „Í þeim er örmerki sem lesið er þegar fiskur kemur í kerið um borð í báti, þegar landað er og þegar fiskurinn er unninn. Þegar fisknum er pakkað fær sú pakkning sitt strikamerki. Þannig myndast eining sem rekja má í gegnum allt kerfið.“ Þá eru afladagbækur víða orðn- ar rafrænar en það segir Sveinn auðvelda mjög alla meðhöndlun upplýsinga því sjálfkrafa verði til gagnagrunnur um veiðarnar. „Það auðveldar auðvitað gríðar- lega alla meðhöndlun á gögnun- um. Hér hafa menn verið fram- sýnni í þessum efnum en víð- ast annars staðar,“ segir hann og vísar til þróunarverkefnis sem unnið var á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, nú Matís, í sam- starfi við sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta verkefni snýst um hvernig hægt er að nýta upplýsingarnar sem fást með rafrænum hætti. „Ekki bara til þess að neytand- inn sjái hvaðan varan kemur, heldur einnig til stýringar í virðis- keðjunni frá veiðum, í gegnum vinnslu og inn á markað.“ Sveinn segir að auknum rekjanleika vörunnar fylgi mikil sóknarfæri fyrir matvælaiðn- aðinn. „Flestar rannsóknir sýna að rekjanlegri vara selst ekki endilega á hærra verði, en oft er þetta aðgöngumiði inn í há- gæða- eða dýrar verslanakeðjur.“ Aukinheldur bendir Sveinn á að núna sé rekjanleiki lögbundinn, bæði hjá Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. „En það eru okkar stærstu útflutningsmark- aðir.“ Með rafrænu tækninni segir Sveinn framleiðendur geta orðið sér úti um töluverða þekkingu á hráefninu sem unnið er með. „Við erum háþróað fiskvinnsluland og að þekkja hráefnið hjálpar til við að þróa vöruna frekar. Auk þess eru möguleikar fólgnir í bættri lagerstýringu og í því að hægt sé að sýna kaupandanum fram á að hráefnið sé meðhöndlað á besta hugsanlega hátt og þannig stuðl- að að hámarksgæðum vörunnar.“ SLÁUM EIGIN MET Rekjanleikinn tengist svo einnig umræðu um sjálfbærni sem Sveinn segir mjög vaxandi á mörkuðum landsins. „Erlendir neytendur eru í meira mæli vak- andi fyrir því að hægt er að of- veiða og klára fiskistofna. Fisk- veiðistjórnarkerfið okkar hefur tryggt þokkalegt ástand fiski- stofna að mestu leyti þrátt fyrir nýjar tillögur Hafrannsókna- stofnunar um mikinn niðurskurð í veiðum á þorskstofninum. Því er nokkurs virði að geta sýnt fram á að varan sem verið er að selja sem íslenska sé það í raun og veru. Þetta kallar á að hægt sé að sýna fram á uppruna vörunnar og leið hennar í gegnum virðis- keðjuna.“ Sveinn segir að þótt ekki sé hægt að bera „lífræna ræktun“ og sjálfbæra þróun í fiskiðnaði fyllilega saman eigi orðræða í kringum þessi hugtök nokkuð sammerkt. „Aukin vitund neyt- enda fyrir umhverfismálum hefur leitt huga þeirra að spurn- ingunni: Er mín neysla að eyði- leggja umhverfið fyrir börn- unum mínum? Sjálfbær þróun og lífræn ræktun ganga út á að tryggja komandi kynslóðum sömu möguleika og við höfum í dag. Ef ein vara stuðlar fremur að þessu en önnur er ákveðinn hópur fólks tilbúinn að greiða hærra verð fyrir hana.“ Sveinn, sem er hlaupari og hefur keppt í íþrótt sinni (á reyndar enn Íslandsmet í 3.000 metra hindrunarhlaupi), segir ís- lenskan sjávarútveg standa mjög framarlega í samanburði við aðrar þjóðir og byggir það ekki síst á því umhverfi sem hér hafi skapast í samstarfi öflugra fyrir- tækja og matvælarannsókna. „Segja má að ákveðin áskorun felist í því að viðhalda forystu okkar í þessum efnum. Menn vilja bæta sig og horfa til þess. Við erum að slá okkar eigin met, viljum vera betri í dag en í gær.“ Rekjanleikinn skiptir stöðugt meira máli Síauknar kröfur eru um að seljendur sjávarafurða byggi veiðar á sjálfbærni. Óli Kristján Ármannsson hitti að máli Svein Margeirsson, deildarstjóra hjá Matís, sem segir sjálfbærni kunna að vera aðgöngumiða að dýrari verslunarkeðjum erlendis. Þetta skipti ekki síst máli fyrir sjávarútveg þegar mögulegur samdráttur í þorskveiðum standi fyrir dyrum. Þetta snýst í fyrsta lagi um að neytand- inn geti vitað hvaðan varan kemur, en það er sá þáttur sem flestir þekkja, og í öðru lagi um að hægt sé að rekja nákvæmlega hvaða leið varan fór. Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind HEITASTA VÉLIN EOS 400D með 18-55mm linsu 10,1 milljón pixla 2,5" skjár Níu punkta fókus Digic II örgjörvi 3 rammar á sek. allt að 27 rammar í burst Picture style – mismunandi litir og áhrif Hugbúnaður til RAW vinnslu í tölvu Video out Vegur aðeins 510 grömm Val á yfir 60 linsum við vél Sumarstemning

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.