Tíminn - 12.12.1980, Side 7
Föstudagur 12. desember 1980.
7
Verið snöggir
og ákveðnir
Þjóðin vill ekki
endalaust kjaftæði
Viö Islenskir sjómenn, fiski-
menn þessa eyrikis, erum óum-
deilanlega undirstaöa, horn-
steinn og grunnur tilveru og
efnahags þess furöulega sam-
félagssem þrifst á íslandii' dag.
Okkar störf fara fram á hafinu
kringum landið og þau eru
timafrek og erfið, þvi við
verðum að leggja okkur alla
fram til þess að árangur náist.
Við erum þvi ekki i stakk búnir
til þess að vasast i stjórnmálum
þannstutta tima sem viðerum á
fasta landinu. Sá timi er okkar
hvildartimi og er oftast allt of
stuttur. Þá þurfum við lika að
sinna fjölskyldum okkar og
einkamálum. bvi getum við
yfirleitt haft takmörkuð áhrif á
framgang mála á hinu opinbera
sviöi, enda hafa margir okkar
megna skömm og jafnvel óbeit
á flestum þeim sem þar eru i
aðalhlutverkum og mest er
hampað i fjölmiðlum. Okkur er
sýndarmennskan og dáðleysið
svo augljóst.
En við fylgjumst vel með
fréttum gegnum Utvarp og oft-
ast gömul dagblöð sem lesin eru
um borð. En við erum að mestu
útilokaðir frá sjónvarpi vegna
ófullkomins sjónvarpskerfis og
vegna vinnutima okkar. Sú
myndafþjóðlifinu sem viðfáum
er svo furöuleg að oft rekur okk-
ur í rogastans þó að við séum
ýmsu vanir. Við komumst
sjálfir ekki upp með það i okkar
umhverfi að afneita raunveru-
leika liðandi stundar né
sniðganga staðreyndir og láta
sem þær séu ekki til. En það er
rauður þráður athafna margra i
opinberu stjórnkerfi i dag.
Við skipstjórnarmenn getum
ekki leyft okkur að tala til
þeirra sem við eigum að stjórna
með einhverju langlokukjaftæði
samsettu úr einhverju kafloðnu
stofnanaorðf æri blönduðu
meiningarlausu almennu orða-
gjálfri sem getur nánast þýtt
allt og ekkert og enginn botnar i,
en hver túlkar frá sinu sjónar-
miði. Ef við gerðum slikt færi
allt verklag úr böndunum um
borð. Skipshöfnin yrði óstarfhæf
afli litill eða enginn og við
myndum glata virðingu og
trausti áhafnar og réttilega
vera taldir óhæfir til starfsins.
Sama gildir ef við reynum
ekki að bregðast hart við að-
steðjandi vanda hverju sinni og
forða þá jafnvel frá stórslysum
eða fjörtjóni allra um borð.
Abyrgðin er okkar og undir
henni verðum við að risa.
Annars getur allt glatast á ör-
skotsstundu, skip og mannlif.
Afstætt siðferði
Þessu er annan veg farið i
landi. Þar reyna menn i háum
trúnaðarstöðum oft i lengstu lög
að komast hjá þvi að taka af-
stöðu og komast upp með það
frammi fyrir alþjóö i skjóli eilifs
málæðis um hluti út og suður til
að draga athygli fólks frá þvi
sem raunverulega skiptir máli.
Núna á aðventunni berast okkur
mýmörg dæmi um furðulegar
athafnir og athafnaleysi, —
fréttir um stórfurðulegar
ályktanir og orð fólks sem kjör-
ið er i áhrifastöður og um at-
hafnir þessa sama fólks jafnvel
i trássi við landslög. Það virðist
allt i lagi jafnvel þótt hegðun
viðkomandi sýni stundum að
hann sé hvorki starfsins né
trúnaðarins veröur lengur. Sið-
ferðið er vist afstætt á þeim
höfuðbólum.
Agætt dæmi um svona uppá-
komu er búið að tröllriða is-
lenskum fjölmiðlum undan-
farið. Hingað til lands barst i
haust sending frá einu frægasta
ræflagettói Norðurálfu,
Kristjaniu,sending i liki fransks
liðhlaupa og auðnuleysingja að
nafni Gervasoni. Þessi legáti
kom hingað til lands á fölsku
vegabréfi og bar þvi samkvæmt
lögum að endursenda gaurinn
hiðsnarasta, það er að segja að
visa honum úr landi.
En hvað skeði? Áróðurs-
maskina kommúnista á tslandi
skildi á augabragði að hér var
hið gullna tækifæri til að klekkja
á daufum dómsmálaráðherra
sem leyft hafði rússneskum sjó-
manni leyfi til skammrar
dvalar meðan hann beiö eftir
landvist i hinum stórkapitah’sku
Bandarikjum Noröuramerlku.
Hér var lika tækifærið til að
lifga upp á tengslin við her-
námsandstæðinga sem voru i
deyfð og teknir að fjarlægjast
náðarfaðm Alþýöubandalagsins
Iskyggilega.
Eftirleikinn þekkir alþjóð.
Miklu moldviðri var þyrlað upp
með sellufundum nætur og
daga, þar sem borgarfulltrúinn
og alþingismaðurinn með
meiru, Guðrún Helgadóttir, i
broddi fylkingar lét óspart ljós
sitt skina I formi þess aö þetta
áðuróþekkta liðhlaupagrey sem
laumaðist ólöglega inn um bak-
dyr islensks réttarkerfis skyldi
vera hér kyrrt hvaö sem öllum
ákvörðunum löglegra stjörn-
valda liöi og hvað sem lög rikis-
ins segðu.
Þetta var henni tækifæri til
þess að láta á sjálfri sér bera og
hún greip það þótt það yrði
henni til skammarframmi fyrir
alþjóð. En það skilur hún efa-
laust ekki.
Var tilgangurinn sá?
Fjölmiðlar sögðu ýtarlega frá
öllu þessu umstangi og tindu
upp hvert orð sem hraut af
munni Gervasonis i formi yfir-
lýsinga og viðtala, þó einkum
eftirlætis fjölmiðill kommúnista
— rikisútvarpið. En svo hljóp
fjandinn i spilið, Franskir lið-
hlaupar t(Scu sendiráð íslands i
Frakklandi herskildi og vaxandi
andúð tók að bæra á sér á
frönskum liðhlaupum hér heima
á Fróni. Þá tóku nokkrir skóla-
krakkar sig til og brutu rúður i
dómsmálaráðuneytinu og sett-
ust þar á ganga i skjóli Guðrún-
ar Helgadóttur sem hótað hafði
að láta af stuðningi viö rikis-
stjórn íslands á Alþingi ef öll
valdbeiting i þessu máli bæri
ekki árangur.
Fróðlegt væri að vita hve
margir hinna ofbeldisfullu
friðarsinna sem gistu ganga
ráðuneytisins hafa framfærslu
frá ríkinu i formi námslána.
Eftir það sem skeð er, er það
krafa mikils meirihluta þjóðar-
innar að dómsmálaráöherra
taki á þessu máli meö hörku,
framfylgi landslögum af einurð
og komi þessum franska um-
renningi úr landi sem fyrst. Það
má lika leiða að þvi gild rök, að
sá alþingismaður sem hvetur til
lögbrota hefur fyrirgert rétti
sinum. Þvi ber Guörúnu Helga-
dóttur að segja af sér þing-
mennsku af siðferðilegum
ástæðum.
En hver var raunverulega til-
gangur moldviörisins? Það
skyldiþó aldrei vera að það hafi
áttaðfelaog draga athygli lýðs-
ins frá óvinsælum aðgerðum
Alþýðubandalagsins i launa-
málum i sambandi -við gerð
þeirra kjarasamninga sem þá
stóðu yfir? Margt styður þá
kenningu m.a. úrslit stjórnar-
kjörs á þingi ASÍ, þar sem aö
einbeittustu og hörðustu bar-
áttumönnum Alþýðubandalags-
ins var haldið niðri og jafnvel
sparkað úr stjórn aðósekju eins
og t.d. Bjarnfriði Leósdóttur.
Það er grátbroslegt að eitt
fyrsta verk Asmundar nýkjör-
ins forseta ASt, skyldi vera það
að fara niður i ráðuneyti að
biðja fyrrnefndum liðhlaupa
landvistar.
Skritið i kýrhausnum
Já, þaðer margt skritið i kýr-
hausnum á tslandi og það er lika
skritið þegar einn af rekstrar-
stjórum Sjálfstæöisflokksins
segir i Morgunblaösviötali á
dögunum, aö i þeim flokki eigi
allir að brosa og vera kátir.
Ekkert sé auðveldara, þvi þaö
sé svo gaman að vera sjálfstæð-
ismaöur i dag. A sama tima og
þetta er sagt, er flokkurinn i
rúst, lamaður og óstarfhæfur
vegna illdeilna, bræðraviga og
mannorðsþjófnaða og hat -
rammrar valdabaráttu inan
flokksins. Þar aö auki er flokk-
urinn klofinn og nánast forystu-
laus. En Inga Jóna brosir nú
bara aö slikum smámunum.
Stefán Lárus
Pálsson
stýrimaöur
Stefnt á blindsker
En það er ekki til þess að
brosa yfir ef þingmenn og ráð-
herrar Framsóknarflokksins
ætla ekki að taka á sig rögg á
næstu dögum og gripa fast um
stjórnvölinn og knýja fram
raunhæfar aðgerðir til úrbóta i
efnahagsmálum i krafti þess
mikla meðbyrjar sem stefna
flokksins hlaut i siðustu
kosningum.
Fólkið ætlast til, að það sé
gert og það verður að gera.
Flokkurinn verður að standa og
falla með stefnu sinni og gerð-
um. Astand þjóðarskútunnar i
dag er likt skipi þar sem stefnt
er á blindsker á fullri ferð en
allir skipverjar i brúnni og sjá
grunnbrotið framundan nálgast
jafnt og þétt.
Ætlar enginn af skipstjórnar-
mönnunum aö hafa manndóm
til þess að gefa skipun um af-
gerandi stefnubreytingu i tæka
tið? A kannski að fara eftir
röddum dáðleysingjanna um
borð, þetta slampist allt áfram,
dallurinn muni sjálfur rása á
strikinu og slampast fram hjá
skerinu? Hann hafi jú aldrei
strandað illa öll þessi ár og sé
enn á floti.
Nei, það er ill sjómennska að
fljóta sofandi að feigðarósi.
Verið snöggir og ákveðnir,
gripið stýrið og gerið ákveðna
og afgerandi stefnubreytingu
strax. Setjið siðan á ykkur fyrir-
fram ákveðna stefnu og haldið
henni af árvekni og festu. Hún
leiðir skipið á mun farsælli og
gæfulegri siglingarleið en sú
stefna sem stýrö hefur verið
undanfarin ár.
Thor Vilhjálmsson í Djúpinu
Myndlist
1 Djúpinu þar sem Ellingsen
verslaði i Iiafnarstræti er
gamall kjallari, sem áður var
fullur af önglum, kjalfatti og
tjöru, en nú myndlistarsalur, en
i búðinni uppi, þar sem menn
fengu vosklæði, fiskihnífa og allt
sem þurfti á sjónum, er nú mat-
staður þar sem finustu réttir eru
bornir á borð, en matstöðum fer
nú ört fjölgandi i borginni, þvi
ný verkaskipting kynjanna
gefur minni tima til elda-
mennsku og húshaldsverka. Þá
er gott að geta borðað úti, án
þess að þurfa að sækja við-
hafnarstaði eina.
Thor i Djúpinu.
I Djúpinu hafa verið haidnar
fáeinar sýningar. Farið er niður
þröngan stiga, sem gæti allt eins
verið i skútu, og þegar niður er
komið blasir við hentugur smá-
salur fyrir myndir.
Þarna sýnir nú Thor Vil-
hjálmsson 27 smámyndir, þótt
annars sé hann nú kunnari af
bókum.
Það var á margra vitorði að
Thor Vilhjálmsson.
Thor Vilhjálmsson fékkst við
myndlistmitt i bókarskrifum og
timafreku menningaramstri, en
listin i landinu hefur með réttu
eða röngu heyrt undir hann að
meira eða minna leyti um langa
hrið.
Ekki hefur maður samt ávallt
verið sammála menningargos-
um þeim er hann hefur sært
fram. Þó hygg ég að það starf
hafi verið gagnlegt, þegar á allt
er litið. Vitaskuld lifir listin þó
einkum á sjálfri sér, stendur og
fellur meö sér sjálfri, en þá má
örva metnað og fjölbreytni og
vinna að þvi að menn hafi i sig
og á, án duttlunga og ölmusu.
Listinni þarf þvi að finna far-
vegi og heimspeki á hverri tið.
Við þetta hefur Thor
Vilhjálmsson verið iönari öðr-
um mönnum og til þess hefur
hann gefið mikla vinnu.
Ég þekki ekki myndlistarsögu
Thors Vilhjálmssonar. Hann
sýndi myndir fyrir nokkrum ár-
um, ásamt nokkrum rithöfund-
um I Norræna húsinu i sam-
bandi við norrænt rit-
höfundaþing, sem haldiö var
hér. Þá hefur hann lýst bækur
sinar, sumar, og gjört þeim
kápur, og á heimili hans hefur
undirritaður séð fáeinar mynd-
ir, en varla nóg til að ná sam-
hengi.
En nú er komin sýning, og
viðfangsefnið er, að sögn hans
sjálfs: maður og land, sem er
lÖriega nokkurn veginn það
sama og i bókunum sem hann
málar, — i orðsins sönnu merk-
iJónas Guðmundsson
MYNDLIST
ingu, þvi þær eru gjarnan
myndmál ekki siður en ritmál,
eins og margir vita.
Þá er ótalið að rithöfundurinn
hefur haft sérstakan áhuga á
myndlist og hefur ritað um hana
sem slika, og meðal annars bók
um Kjarval, en Thor var honum
handgenginn um nokkurt skeið.
Myndfr Thors
Alls sýnir Thor Vilhjálmsson
27 myndir á þessari sýningu,
sem gefa þér hornauga úr djúp-
inu, svo notað sé myndheiti úr
skrá, og þótt impressionistisk
abstraktverk séu nú nálega að
fara meö nýju útsogi, og þvi
ekki beinlinis i tisku, þá er þetta
furðu góö sýning. Leyfi ég mér
að nefna myndirnar Viðhorf I,
Viðborf II og Viðhorf III, en svo-
leiðis myndir gjöra menn ekki
upp úr þurru, eða fyrir hreina
tilviljun.
Annars er fjölbreytnin mikil
og má segja að þriréttað sé i öllu
þessu húsi, er áður sá um og
uppfyllti þarfir þeirra er stund-
uðu sjóinn, aðrar en matföng og
annan kost.
Þar eð sýningin opnaði i þann
mun er Steinar i Hliðum undir
Steinahliðum var að ganga út i
eyðimörkina i filmu úti á Loft-
leiðum, gafst ekki kostur að
vera við opnun þessarar sýning-
ar, en fyrir bragðið, með þvi að
skjótast þangað á öðrum tima,
fékk undirritaður tækifæri til að
skoða þessar myndir einn, en af
gestabók mátti ráða, að fjöl-
menni hafði komið og aðsókn
hefur verið meiri en Djúpmenn
eiga að venjast hefur mér verið
sagt.
Jónas Guðmundsson