Tíminn - 12.12.1980, Page 8
8
Föstudagur 12. desember 1980.
JÓLATRÉ
Landgræðslusjóðs
Aðal-útsölustaður og birgðastöð
Söluskálinn við Reykjanesbraut
- Sími 44080 - 40300 - 44081
Aðrir útsölustaðir:
i Reykjavik:
Slysavarnad. Ingólfur
Gróubúö Grandagarði.
og Siðumúla 11.
Laugavegur 63.
Vesturgata 6.
Blóinabúöin Runni
llrisateig 1
Valsgarður
v/Suðurlandsbraut
Kiwaniskl. Elliði
Félagsheimili Fáks
v/Elliðaár
tþróttafélagið Fylkir
llraunbæ 22
Grimsbær
v/Bústaðaveg.
i Kópavogi:
Blómaskáiinn
v/Kársnesbraut
Slysavarnad. Stefnir
Hamraborg 8
Engihjalla 4 v/Kaupgarð
í Garðabæ:
Hjálparsv. skáta
Goðatún 2 v/Blómab. Fjóiu
í Hafnarfirði:
lljálparsveit skáta
Hjálparsveitarhúsiö
í Keflavik:
Kiwaniskl. Keilir
í Mosfellssveit:
Kiwaniskl. Geysir
A ári trésins
styrkjum við Landgræðslusjóð
Kaupið því jólatré og greinar
af framantöldum aðilum
Stuðlið að uppgræðslu
landsins
andqræJíluíjóJur
þessi eru
stórlega ýkt”
Segir Ingi Tryggvason um túlkun alifugla- og
svinabænda á áhrifum fóðurbætisskattsins
á verð framleiðslu þeirra
AB — „Við hjá Framleiðsluráði teljum að upplýsingar
þær sem komið hafa fram í fjölmiðlum um orsakir
ástandsins hjá alifugla- og svínabændum séu fremur
til þess fallnar að blekkja menn, heldur en að leiða þá í
allan sannleikann,7' sagði Ingi Tryggvason formaður
Framleiðsluráðs í viðtaii við Tímann i gær.
„Það sem fyrst og fremst er hér
um að ræða, er að það er stórlega
ýkt i sumum þessara frásagna
hversu mikil áhrif fóðurbætis-
skatturinn hefur á verð á afurð-
um alifugla- og svinabænda.
Kjarnfóðurgjaldið er núna 33.3%
af svokölluðu cif veröi erlends
fóðurs. Það lætur nærri að u.þ.b.
10%, af heildsöluverði alifugla- og
svinaaafurða sé vegna fóður-
bætisskattsins.
Gjaldið var aö visu ákveðið
200% þegar það var lagt á i sum-
ar, en strax eftir að bráðabirgða-
lögin höfðu verið sett, ákvaö
;
Ingi Tryggvason formaður
Framleiðsluráðs.
Framleiðsluráö að lækka þetta
gjald á alifugla- og svinafóðri
niður i 50% af cif veröi. Þvi næst
var gjaldið lækkað niöur i 40% og
að lokum niöur i þaö sem það er
nú, eða 33.3%.
Éins og verölagning er nú á
þessum vörum, er þetta gjald 9%
cif til 12% af heildsöluveröi vör-
unnar.
Hlutfallið á veröi alifugla og
svinaafurða nú og fyrr er nokkur
mælikvaröi á þátt kjarnfóðurs-
gjaldsins i þeim erfiöleikum, sem
framleiðendur þessara vara telja
sig eiga i nú. Samkvæmt upplýs-
ingum, sem fyrir liggja hefur ald-
rei verið minni munur á heild-
söluverði kjúklinga annarsvegar
og niðurgreiddu heildsöluverði 1.
flokks dilkakjöts hinsvegar,
heldur en einmitt nú, og er þó ekki
i þessum samanburöi tekið tillit
til þeirrar timabundnu lækkunar,
sem nú hefur verið ákveðin er þvi
ekkivegna óhagstæðari verðsam-
anburðar en áður, heldur hljóta
þar að koma til áðrar ástæöur.
Þá hefur einnig komið fram, að
erfiðleikar á sölu eggja og svina-
kjöts eru ekki fyrir hendi nú.
Það er útilokað aö halda þvi
fram að eggjaskortur nú sé af
völdum bráöabirgöalaganna og
fóðurbætisskattsins. Ungar úr
eggjum, sem lögð hefðu verið til
útungunar eftir 23. júni, gætu ekki
verið farnir að verpa. Sé þessi
eggjaskortur fyrir hendi i dag þá
búa það aörar orsakir að baki.
Þaö' er rétt að hér komi fram
leiörétting á frétt sem lesin var i
sjónvarpinu s.l. þriðjudagskvöld,
þar sem þvi var haldið fram aö
bráðabirgöalögin hafi aukið vald
það sem Framleiðsluráð hefur.
Það er ekki rétt. Akvörðunarvald
um upphæð kjarnfóðursskattsins
er aö visu i höndum Framleiðslu-
ráðs, en þaö breyttist ekkert við
tilkomu bráðabirgðalaganna.
Framleiðsluráð er lögformlegur
aðili sem alltaf hefur farið með
ákveöin framkvæmdaatriði sam-
kvæmt Framleiösluráðslögum og
á þvi varö engin breyting nú i
sumar.
Eins tel ég alrangt að halda þvi
fram aö Framleiösluráð sé sér-
stakur málsvari sauðfjárræktar-
bænda. Framleiðsluráði er ætlaö
að vinna fyrir alla bændur án til-
lits til þess hvað þeir framleiða og
það tel ég að gert hafi veriö eftir
föngum.
Verð á framleiðsluvörum hinna
svokölluðu heföbundnu búgreina,
sauöfjár- og nautgriparæktar
hefur ekki verið hækkað vegna
fóðurbætisgjaldsins. Framleiö-
endur þessara vara hafa þvi tekið
gjaldið alfarið á sig. Hins vegar
hefur fóðurbætisgjaldinu veriö
velt nær jafnóöum út i verölag
alifugla og svinaafurða og þvi
hafa neytendur þessara afurða
greitt fóöurbætisgjaldið.”
Það kom fram i máli Inga að
þrátt fyrir hækkanir á fóðurbæti
erlendis aö undanförnu, þá væri
verðið á fóðurbætinum i dag
miklu lægra miðað viö verðlag
hér innanlands heldur en það
hefði veriö flest undanfarin 20 ár.
Þá sagði Ingi að sér væri ekki
kunnugt um þennan fjölda eggja-
og kjúklingaframleiðenda sem
eiga að hafa hætt framleiðslu
sinni vegna fóðurbætisgjaldsins.
Hann sagði aö Framleiðsluráði
hefði borist fjöldi umsókna um
fóðurkort vegna nýrra framleið-
enda i alifugla- og svinarækt, og
að þeir hefðu allir fengiö þá úr-
lausn sem þeir heföu beðið um.
Einhverjir framleiðendur hefðu
sjálfsagt hætt, én það hefði ekki
verið tilkynnt Framleiðsluráði og
útgefin fóðurkort nú væru stórum
fleiri en s.l. sumar.
Ingi sagði einnig að ýmsir byrj-
unarörðugleikar hefðu oröiö á
framkvæmd bráðabirgðalag-
anna einkum i útgáfu og dreifingu
fóðurkorta og uppgjöri á kjarn-
fóðurgjaldinu, en þeir örðug-
leikar efðu bitnað á framleiðend-
um hinna „hefðbundnu búvara”
og seljendum kjarnfóðurs, en
ekki framleiðendum alifugla og
svinaafurða.
Ingi lagði að lokum á það
áherslu að þrátt fyrir nokkra
tregðu einstakra framleiðenda aö
gera skil á lögboönum gjöldum
óviðkomandi kjarnfóðurgjaldinu
þá teldi Framleiðsluráð að sam-
skiptin við þessa framleiöendur
heföu næstum án undantekninga
gengið m jög vel og að alifugla- og
svinabændur heföu sýnt skilning
á þeim vandamálum sem veriö
væri að reyna aö leysa meö
kjarnfóöurgjaldinu.
„Ummæli