Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is Ég er nýkomin af fótboltamóti barna og unglinga í Danmörku. Þar var seldur bjór í veitingatjaldi inni á íþróttasvæðinu. Eftir úrslitaleikinn flykktust dönsku dreng- irnir þangað, 15 til 16 ára gamlir, og keyptu sér bjór sem þeir drukku síðan fyrir utan tjaldið. Þetta var ófögur sjón sem hugnast ekki íslenskum foreldrum. Reyndar var stór hluti dönsku strákanna svo þunnur þennan laugardag að þeir gátu ekki spilað. Ég furða mig á því að flokksbróðir minn og varafor- maður Samfylkingarinnar líti á áfengislöggjöf eins og þá dönsku sem æskilega fyrirmynd fyrir Íslendinga. Ég furða mig líka á því að hann hunsi rannsóknir og reynslu innlendra sem erlendra meðferðaraðila og fræðimanna á sviði áfengismála, eins og hann gerði í Kastljósi sl. mánudagskvöld. Hann vill lækka vöru- gjald og auka forvarnir en neitar að hlusta á þau rök að reynslan og rannsóknirnar sýna að einu gildu for- varnirnar felast í því að takmarka aðgengi að áfeng- inu með aldurstakmörkunum, verðlagningu, auglýs- ingabanni og sölu í sérverslunum. Foreldrar og kennarar geta talað sig hása um skað- semi áfengisdrykkju án þess að það hafi mikil áhrif á börnin sem þeir eru að reyna að vernda fyrir hættum vímuefnaneyslunnar. Þetta þekkja margir af eigin raun og nú hafa vísindamenn staðfest það með rannsóknum sem sýna að eina ráðið til að koma í veg fyrir unglingadrykkju er einfaldlega það að banna hana með lögum og fylgja þeim fast eftir. Þær þjóðir sem hafa lækkað áfengis- kaupaaldurinn hafa komist að því að það færir unglingadrykkjuna enn neðar í aldri og veldur fleiri slysum og meira ofbeldi. Íslenskar matvöruverslanir byggja á starfskröftum unglinga. Hvernig munu unglingarnir á kössunum bregðast við þegar jafnaldr- ar þeirra koma til þeirra með bjórkippurnar og létt- vínsflöskurnar? Verður félagslegi þrýstingurinn ekki til þess að unga afgreiðslufólkið freistist til að selja vinum sínum þessi vímuefni? Áfengi er ekki matur. Áfengi er vímuefni sem hefur áhrif á heila og taugakerfi. Heilinn er ekki fullþrosk- aður fyrr en við 20 ára aldur. Leyfum börnunum okkar að þroskast í friði og fylgjum eftir þeirri áfengislög- gjöf sem við höfum. Göngum strangt eftir því að aug- lýsingabanninu verði framfylgt. Höfundur er myndlistarkennari og varaþingmaður. Skál, félagi! Bílstjórinn okkar í Suður-Afríku á rætur að rekja til Malasíu, Indlands og Rússlands. Hann sleit barnsskónum á Svæði sex í Höfðaborg. Svæði sex var líf og sál borgarinnar. Þarna bjó fólk af ýmsum uppruna tugþúsundum saman í sátt og samlyndi: blökku- menn og hvítir og asískir, kristnir menn og múslímar og hindúar. Aðskilnaðarstjórn Þjóðarflokksins hafði náð völdum í landinu fyrir tilstilli örlítils nasistaflokks í þingkosningum 1948. Hún lýsti Svæði sex „hvítt“ 1966, rak íbúana burt eins og búfénað og jafnaði byggðina við jörðu með stórvirkum vinnuvélum. Þegar Desmond Tútú varð erkibiskup í Höfðaborg 1986, þurfti hann sem blökkumaður samkvæmt lögum að sækja um leyfi til að búa í borginni, en hann lét sér ekki detta það í hug, og lögreglan lagði ekki í hann. Fjölskylda bílstjórans þurfti eftir 1966 að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar. Löngu síðar fékk hann augastað á húsi til að koma sér fyrir í með konu sinni og tveim börnum. Hann lagði nótt við dag og keypti húsið. Þá fékk hann bréf frá yfirvöldum. Hann hafði keypt húsið af ólögmætum eiganda. Nú var Afríska þjóðarráðið (ANC) komið til valda og veitti fyrrverandi eigendum kost á að endurheimta að einhverju leyti þær eigur, sem aðskilnaðarstjórnin hafði haft af þeim með ofbeldi. Bílstjórinn var virkur í hreyfingunni, en bar ekki vopn. Hann skildi, að nauðsyn bar til að skila þýfi Þjóðarflokksins aftur til réttra eigenda, en nú var hann aftur húsnæðislaus og allslaus. Þegar fjölskyldan hafði fundið sér leiguhúsnæði, sagði dóttir hans fimm ára við föður sinn: pabbi, við skulum hlekkja okkur við þetta hús. Þá féll ég saman, sagði bílstjórinn, þrjátíu árum eftir að þeir jöfnuðu Svæði sex við jörðu – fyrir það eitt að þar bjuggu ólíkir kynþættir saman í friði og spekt, og það rímaði ekki við hugmyndafræði aðskilnaðarstefnunnar. Við sigruðum á endanum, bætti hann við, en ég verð nú að láta mér duga að lifa lífinu fyrir börnin mín og brýna fyrir þeim, að þau láti söguna ekki endurtaka sig, aldrei. Baráttu minni er lokið: nú vinn ég fyrir hvíta manninn. Mig dreymir um að eignast eigin bíl. Við hlustuðum á söguna með kökkinn í hálsinum. Aðskilnaðarstefnan snerist ekki um sambúð svartra og hvítra. Lögmað- ur Nelsons Mandela og náinn vinur og samherji allar götur síðan árin eftir 1950 er hvítur. Hægri hönd Mandelas síðan 1994, þegar hann var kjörinn forseti, er hvít kona. Hvítum og svörtum semur jafnan vel í Suður-Afríku eins og á Svæði sex. Aðskilnaðarstefnan spratt í öndverðu af ofstæki og illvilja tiltölulega þröngs hóps hvítra manna, sem töldu sig verðskulda sjálfteknar sárabætur eftir ósigurinn fyrir Bretum í Búastríð- inu 1899-1902. Upprisa aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku 1948 var þannig náskyld og nauðalík valdatöku nasista í Þýzkalandi fimmtán árum fyrr. Þjóðarflokkur- inn fór hægar í sakirnar en Hitler og félagar og entist því lengur, en hugsjónin var sömu ættar. Nelson Mandela og félagar hans í ANC urðu smám saman fráhverfir friðsamlegum mótmælum einum saman í anda Gandís og töldu sig þurfa á harkalegri aðferðum – hryðjuverkum! – að halda til að hnekkja aðskilnaðarstjórninni. Nafn Mandelas var ekki numið burt af hryðjuverkamannalista Banda- ríkjastjórnar fyrr en 2003 – og þá til bráðabirgða. Hryðjuverkin skiptu þó ekki sköpum, heldur friðsam- legu mótmælin, sem kölluðu hyldjúpa andúð og fyrirlitningu svo að segja allrar heimsbyggðarinnar yfir aðskilnaðarstjórnina, svo að hún hlaut um síðir að falla. Eftir á að hyggja var hryðjuverkunum trúlega ofaukið, en Mandela segist samt ekki iðrast þeirra. Þegar Mandela var sleppt úr haldi 1990, hvatti hann félaga sína í ANC til að leggja niður vopnin og boðaði frið, sátt og fyrirgefningu. Hann hafnaði fyrirmyndinni frá Nürn- berg 1945-49, þar sem stríðsglæpa- menn nasista voru margir dæmdir til dauða eða fangavistar. Einhliða réttlæti sigurvegara í stríðslok tryggir hvorki iðrun né fyrirgefn- ingu og þá ekki heldur uppgjör við liðna tíð. Mandela og samherjar hans afréðu að gera heldur upp fortíðina í tvennu lagi: fyrst skyldi bjóða mönnum að játa sakir sínar fyrir Sannleiks- og sáttanefndinni, sem Desmond Tútú stýrði 1995-98, gegn sakaruppgjöf, og síðan mætti höfða mál gegn þeim, sem ekki þekktust boðið. Vitnisburðirnir fyrir nefndinni fengu hárin til að rísa á höfðum viðstaddra, aðrir grétu. Eitt fórnarlambið sagði: Við viljum fyrirgefa, en við vitum ekki, hverjum við eigum að fyrirgefa. Fyrirgefningin hefur líklega aldrei átt öflugri og tilkomumeiri bandamenn í stjórnmálum en þá Nelson Mandela og Desmond Tútú – nema kannski Gandí. Mandela og Tútú Tilvalið í ferðalagið Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs! Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is E kki eru nokkrar líkur á að dragi úr skrílslátum og ófrið í miðbænum um helgar ef eitthvað er að marka orð Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns í Kastljósinu í fyrra- kvöld. Nú skal ekki fullyrt að sá málflutningur sem yfirlög- regluþjónninn fór með í þættinum sé lýsandi fyrir stefnumörkun embættis lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, en þó skyldi maður ætla að orð hans hefðu nokkra vigt. Og þá eru íbúar og gestir mið- borgarinnar um helgar í vondum málum. Áfram. Grípum niður í viðtalið við Geir Jón: „Lögreglan er ekki gangandi í miðbænum. Við erum í bílum og við erum með eftirlitsmyndavél- ar.“ Gott og vel. Þetta skipulag hlýtur þá að reynast svo glimrandi vel að engin ástæða sé til að breyta því, ekki satt? En bíðum hæg, vissulega er lífsháskinn sem er yfirvofandi hverjum þeim sem hætt- ir sér niður í bæ stórkostlega ýktur. En um hitt er engu logið; um sóðaskapinn, glerbrotin, hömluleysið, fólkið sem gengur örna sinna í hverju horni, pústrana og ólætin. Allt er það dagsatt þó með ólíkind- um sé. Getur verið að Geir Jóni og félögum hans finnist þetta vera í svo góðu lagi að ekki sé ástæða til að taka á ástandinu? Auðvitað er ekki svo, eins og kom reyndar fram í viðtalinu við Geir Jón. En ekki var uppörvandi að heyra viðbrögð hans við spurn- ingunni hvort það væri þá ekki skynsamlegt að hafa lögreglumenn sýnilega þar sem vandræða er von. „Ef lögreglan væri þarna maður á mann, þá gætum við kannski komið í veg fyrir þetta. En þá þyrftum við að vera mörg hundruð í miðborginni,“ sagði yfirlögregluþjónn- inn og hélt svo áfram: „Á að halda uppi skemmtanahaldi í miðborg- inni með því að lögreglan haldi í hendurnar á hverjum og einasta manni og gæti þess að hann muni ekki slá frá sér?“ Þetta er átakanleg þvæla og Geir Jón á að vita það manna best. Lögreglan í Reykjavík hefur sýnt að hún er fullfær um að hafa stjórn á mannfjölda í miðbænum þegar mikið liggur við. Eftir hörmung- arástand á Menningarnótt árið 2005 mætti lögreglan vel undirbúin til leiks á síðasta ári. Áttatíu lögregluþjónar fóru fótgangandi um miðbæinn ásamt sérmerktum aðstoðarmönnum úr röðum björgun- arsveita og starfsmanna Íþrótta- og tómstundaráðs. Þessi mikla og sýnilega gæsla fór ekki fram hjá neinum af þeim hátt í hundrað þús- und gestum sem gerðu sér ferð í bæinn. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa því Menningarnótt fór þetta árið fram með allt öðrum og huggulegri hætti en árið á undan. Trúi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki eigin reynslu getur hún svipast um vestur til Los Angeles. Þar er starfandi sami lögreglu- stjóri og tók þátt í að koma á lögum og reglu í New York á sínum tíma. Þrátt fyrir að fækkað hafi í liði lögreglunnar í Los Angeles undanfarin fimm ár hefur William Bratton tekist ásamt mönnum sínum að fækka glæpum í borginni á sama tíma um þriðjung. Aðferðafræðin er einföld. „Löggur á staðinn“ kallar Bratton stefn- una sem snýst um að hafa fjölmennan gangandi mannskap á þekkt- um afbrotastöðum. Á síðasta ári beindist athyglin aðeins að fimm slíkum stöðum í hinni geysivíðfeðmu Los Angeles, en árangurinn lét ekki á sér standa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sýndi frábær vinnubrögð um síðustu helgi þegar hún kom upplýsingum fljótt og vel til borgar- anna eftir harmleikinn á Sæbrautinni og sló þar með á ugg margra um að vopnaður undirheimalýður gengi laus. Sú frammistaða var merki nýrra tíma. Vonandi voru orð yfirlög- regluþjónsins í Kastljósi aðeins bergmál úr fortíð. Einföld fræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.