Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 66
Erfidrykkjur
Smurt brauð
Kaffihlaðborð
Tímaritið Vanity Fair hefur
birt hluta lista síns yfir best
klædda fólk heims. Char-
lotte Gainsbourg þykir best
klædda konan.
Á hverju ári birtir tímaritið Van-
ity Fair lista yfir best klæddu
manneskjur heims. Listinn verður
birtur í september-tölublaði af
tímaritinu en hægt er að sjá hluta
af honum á netinu.
Listanum er skipt í sex hluta;
konur, karlmenn, pör, tískufröm-
uði, frumlegheit og sérstakan
„hall of fame“-lista yfir þá sem
hafa oft náð sæti á listanum. Á
kvennalistanum er það hin franska
Charlotte Gainsbourg sem hlýtur
fyrsta sætið en einnig eru þær
Fran Lebowits, Bee Shaffer, Tilda
Swinton og Alexandra Grikk-
landsprinsessa ofarlega. Tiki
Barber íþróttafréttamaður
situr efst á karlalistanum en
á eftir koma til dæmis Jon-
athan Becker, Lenny Kra-
vitz og Richard E. Grant.
Paralistann leiða þau
David og Victoria Beck-
ham en auk þeirra eru
Damon Dash og Rachel Roy
á listanum en einnig Demi
Moore og Ashton Kutcher auk
fleiri stílíseraðra para.
Í hópi tískufrömuða eru þau
Jefferson Hack, Margherita
Missoni, Amy Astley hjá Teen
Vogue og Hedi Slimane. „Hall
of fame“-listinn hlýtur svo
að vera fjölbreyttastur enda
má þar sjá nöfn eins og
Sofia Coppola, Anna
Piaggi, Jemina Khan í
sama hóp og George nokk-
ur Clooney.
Hljómsveitin Bermúda hefur sent
frá sér lagið Dansaðu.
Um er að ræða hressandi
sumarlag eftir gítarleikarann
Ómar Örn Ómarsson. Fyrr í vor
gaf sveitin út lagið If You sem
fékk ágætar viðtökur en nú er
glænýtt lag sem sagt farið í loftið.
Bermúda, sem spilar næst á
Síldarævintýrinu á Siglufirði
næstkomandi laugardagskvöld,
stefnir á útgáfu sinnar fyrstu
plötu í haust.
Dansaðu frá
Bermúda
Simpsons æði ríður yfir heimsbyggð-
ina þessa dagana, eftir því sem mynd-
in er frumsýnd í fleiri og fleiri lönd-
um. Frændur okkar í Noregi fara
ekki varhluta af því. Á dögunum
fagnaði norska ríkisútvarpið komu
Hómers og félaga til landsins með
því að flytja landsmönnum fregnir af
því að Matt Groening, skapari þátt-
anna sívinsælu, væri hálf-norskur.
Móðir hans, Margaret Wiggum
Groening, ku nefnilega vera norsk að
uppruna.
Groening sjálfur flaggar ætterni
sínu ekki mikið. Þó hefur hann ein-
hvern tíma viðurkennt að hann sé af
norskum og þýskum ættum, og bætti
við að þar væru á ferð „tvö ófyndn-
ustu þjóðarbrot í sögu heimsins“.
Þó að Groening básúni ekki smáat-
riði ættartrés síns hefur fjölskylda
hans haft mikil áhrif á Simpson-heim-
inn allan. Faðir hans heitir nefnilega
Hómer, og móðirin Margaret, eins og
áður sagði. Yngri systur Groening
heita Lísa og Margaret, eða Maggie.
Groening fannst þó of langt gengið að
nefna gemlinginn í gulu fjölskyld-
unni eftir sjálfum sér, og lét hann því
hafa nafnið Bart. Eldri systirin, Patty,
varð að systur Marge í Simpson-fjöl-
skyldunni, á meðan bróðirinn Mark
var Groening innblástur að karakter
óþekktarormsins Bart. Groening lét
þar ekki staðar numið, heldur gaf
lögreglustjóranum Clancy Wiggum
ættarnafn móður sinnar, og nefndi
fjöldann allan af öðrum persónum í
þáttunum eftir götum í heimabæ
sínum, Portland í Oregon-ríki.
Groening af norskum ættum