Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 36
 2. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið byggingaiðnaðurinn Kopar hefur verið notaður um aldir til að klæða þök og veggi. Hann endist lengi þrátt fyrir að útlitið breytist ef ekki er um forveðrað efni að ræða. Einn þeirra sem vanir eru að meðhöndla kopar sem klæðningarefni er Eyjólfur Ingi- mundarson, blikksmíðameistari hjá Blikk- smiðjunni Vík í Kópavogi. Hann kveðst kaupa kopar hjá Sindra eða Áltaki og sníða hann eftir þörfum, til dæmis í flísar, boga eða strýtur, og leggja hann á þök og veggi. Efninu segir hann fyrst rennt í gegnum vél sem formar brúnir þess þannig að þær læs- ist saman og síðan þurfi að klippa alla enda. „Það er dálítil handavinna við koparinn en þó fer það eftir lögun platnanna hversu mikil hún er.“ Eyjólfur segir kopar aldagamalt, traust og sígilt klæðningarefni. „Ég skal ekki segja hversu langt er síðan fyrstu þökin voru klædd hér á landi með kopar en hann hefur verið notaður í hundruð ára á þök er- lendis. Hingað kemur hann meðal annars frá Danmörku.“ Heldur hefur þó dregið úr notkun kop- ars til klæðningar, að sögn Eyjólfs, eink- um vegna úrfellinganna. „Stundum koma grænir taumar úr koparnum og mönnum líkar ekki vel að fá þá niður í jarðvatnið. Vinsældir áls og sinks hafa hins vegar verið vaxandi.“ Koparinn endist í margar kynslóðir en útlit hans breytist með tímanum. „Hér á Ís- landi fellur fyrr á koparinn en víðast ann- ars staðar. Það er seltan og brennisteinninn sem hjálpast þar að,“ segir Eyjólfur. „En hægt er líka að kaupa hann forveðraðan. Þá fer hann í efnameðferð áður en hann er settur á og heldur útliti sínu.“ Sígilt efni og endingargott Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu er ein þeirra bygginga sem bera koparþak. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hús Brimborgar á Bíldshöfða er klætt forveðruðum kopar og því er hann alltaf eins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hér hefur koparinn verið beygður til svo hann myndar rúnnuð form. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Kopar og gler falla vel saman. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Okkar forna Alþingishús ber koparþak. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Forveðraður kopar er lítt forgengilegur. Hús Hæstaréttar er klætt honum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.