Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 67
Sérstök tækni var notuð við gerð Live Earth-stuttmyndarinnar Consumption sem leikstjórinn Einar Snorri sendi frá sér fyrr í sumar. Einhvers konar body- tökuvél var notuð, þannig að myndavélin var föst á leikurun- um meðan á tökum stóð. Hægt er að sjá myndina á heima- síðunni snorribros.com en í henni deilir Einar Snorri hart á neyslu- hyggjuna í samfélaginu. „Í staðinn fyrir að fólk borði það sem er fyrir framan það og er hollt eru ungl- ingar og fleiri að háma í sig allt það rusl sem það nær í,“ segir Einar, sem er með annað verkefni í gangi sem nefnist Mother Nat- ure, hjá fyrirtæki sínu, Snorri Bros. „Þar erum við að fókusera á það fallega í heiminum og fanga það í náttúrunni sem eftir er.“ Ný tækni í stuttmynd Paul Stanley, söngvari og gítarleikari rokksveitarinnar Kiss, þurfti að hætta við að koma fram á tónleikum í Kaliforníu vegna hjartatruflana. Félagar hans í sveitinni, Gene Simmons, Tommy Thayer og Eric Singer, létu það ekki aftra sér og spiluðu á tónleikunum sem tríó á meðan farið var með Stanley á sjúkra- hús. „Á meðan á æfingum fyrir tónleikana stóð fór hjartað í mér í 190 slög á mínútu og hélt því áfram í klukkutíma,“ sagði Stanley á heimasíðu sinni. Fékk hann aðstoð sjúkraliða sem komu honum í lag á nýjan leik. Stanley, sem heitir réttu nafni Stanley Eisen, er 55 ára. Stanley á sjúkrahús Stytta af leikaranum John Wayne var nýverið afhjúpuð á kúreka- safni í Oklahoma í Bandaríkjun- um í tilefni þess að á þessu ári eru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Tvö barnabörn Waynes voru viðstödd athöfnina, önnur þeirra Anita LaCava Swift. „Það er alltaf jafn merkilegt fyrir okkar fjölskyldu að hitta aðdáendur hans því hann hefur verið látinn í þrjátíu ár. Samt koma upp að mér þriggja ára börn sem segjast dýrka hann og dá,“ sagði hún. „Það var frábært að eiga svona goðsögn sem afa.“ Afhjúpuðu styttu Íslenska heimildarmyndin Reiði guðanna eftir Jón Gústafsson vann sérstök dómnefndarverð- laun á kvikmyndahátíðinni Stony Brook sem var haldin á Long Island í New York um síðustu helgi. „Þessi verðlaun eru töluvert mikill heiður. Þessi hátíð er ansi virt og hefur verið í gangi í mörg ár,“ segir Jón. „Það er alveg ótrúlegt að þessi litla og ódýra heimildarmynd frá Íslandi skyldi fá þessi verðlaun.“ Áhorfendaverðlaunin á hátíð- inni hlaut Man in the Chair með Christopher Plummer í aðalhlut- verki og spáir Jón þeirri mynd góðu gengi á næstunni. Þetta eru þriðju verðlaunin sem Reiði guðanna fær á tiltölulega skömmum tíma því fyrr á árinu hlaut hún áhorfendaverð- laun á kvik- myndahátíðinni í Oxford og brons- verðlaun á kvik- myndahátíðinni World Fest í Houston. Reiði guð- anna, eða Wrath of Gods, lýsir þeim aðstæðum sem voru uppi við gerð kvikmyndarinnar Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Þurftu kvikmyndagerðarmennirnir að glíma við óblíð náttúruöflin og erfiða peningamenn. Heimildarmyndin hefur nú verið sýnd á sjö kvikmyndahátíð- um víðs vegar um heiminn. Var hún sýnd í Ástralíu í síðustu viku og næstkomandi sunnudag verður hún sýnd á kvikmyndahátíð í Norður-Kaliforníu. Einnig hefur hún verið bókuð á Wine Country- hátíðina sem er haldin rétt fyrir utan San Francisco. Auk þess hafa komið fyrirspurnir frá öðrum hátíðum og dreifingartilboð hafa einnig borist bæði frá Kanada og Bandaríkjunum. Næsta verkefni Jóns verður leikin kvikmynd sem hann er að þróa áfram en þangað til mun hann halda áfram að leikstýra auglýsingum. Jón Gústafsson heiðraður í New York
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 208. tölublað (02.08.2007)
https://timarit.is/issue/277526

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

208. tölublað (02.08.2007)

Aðgerðir: