Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 18
taekni@frettabladid.is Áskrift að útvarps- og sjónvarpsþáttum BBC býður áhorfendum upp á að hala niður sjónvarpsþáttum og horfa á þá hvenær sem þeim hentar. Þjónustan er ein mesta byltingin í dreifingu sjónvarpsefnis í mörg ár. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hleypti af stokkunum nýrri þjónustu á dögunum þar sem áhorfendur geta halað niður sjónvarpsþáttum síðustu viku og horft á hvenær sem er. Sjónvarpsstöðin Channel 4 býður nú þegar upp á svipaða þjónustu. Breskir áhorfendur geta einir nýtt sér þjónustuna. Þjónustan, sem kallast iPlayer hjá BBC, þykir bylting í miðlun sjónvarpsefnis. Í stað þess að þurfa að haga eigin sjónvarpsáhorfi eftir dagskrá sjónvarpsstöðvanna geta áhorfendur nú horft á uppá- haldsþætti sína þegar þeir vilja. Í sjö daga eftir sýningu geta áhorfendur náð í sjónvarpsþætti á netið og horft á þá allt að þrjátíu dögum eftir að náð var í þá. Eyjólfur Valdimarsson, forstöðu- maður þróunarsviðs hjá Ríkis- útvarpinu, segir ekki búið að ákveða hvort RÚV muni bjóða upp á svipaða þjónustu, en nú þegar geti áhorfendur horft á mikið af sjónvarpsefni í gegnum netið á ruv. is. Það er þó aðeins hluti efnisins sem sýnt er á sjónvarpsrásinni og eingöngu hægt að streyma því af netinu en ekki hala því niður og horfa á hvenær sem er. Magnús B. Sveinsson, tæknistjóri hjá Skjánum, tekur í svipaðan streng og segir enga ákvörðun hafa verið tekna um svona þjónustu þar. „Eins og er bjóðum við upp á þætti sem við framleiðum á netinu, en til að sýna aðra þætti þyrftum við að borga mun meira vegna réttinda. Þetta er samt mjög sniðug þjónusta, og ef neytendur kalla eftir henni er ég viss um að það verður skoðað hjá okkur. Eins og er sé ég ekki þörfina fyrir þetta.“ Gestur G. Gestsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segist eiga von á að þjónustan, sem kallast „catch-up TV“ í sjónvarpsbransanum, verði í boði hjá fyrirtækinu í haust. Þá muni áskrifendur hafa kost á því að horfa á þætti í þrjá eða fjóra daga eftir að þeir eru sýndir. Byrjað var að þróa iPlayer- þjónustuna árið 2003, og hét hún þá Integrated Media Player. Síðan þá hefur hún breyst þó nokkuð og var opnað fyrir fyrstu skráningar áhorfenda hinn 27. júlí. Viðtökurnar hafa verið að mestu leyti góðar, en sumir hafa kvartað yfir tæknilegum vandræðum við að sækja sjónvarpsþætti á netið. Forritið sem notað er hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að virka aðeins á Windows XP stýrikerfinu, en ekki Windows Vista eða OS X stýrikerfinu fyrir Macintosh-tölvur. BBC hefur lofað að helstu hnökrarnir verði lag- færðir á næstu mánuðum. Bylting í dreifingu og miðlun sjónvarpsefnis Óvíst er að verði af YouTube-kapp- ræðum milli þeirra sem sækjast eftir forsetatilnefningu Repúb- likanaflokksins í Bandaríkjunum. Aðeins þrír frambjóðendur hafa staðfest þátttöku sína í kapp- ræðunum, aðrir afþökkuðu boðið eða sögðust ekki komast vegna tímaskorts, þar á meðal fyrrum borgarstjóri New York, Rudolph Giuliani. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters. Sams konar kappræður voru haldnar með frambjóðendum Demókrataflokksins um daginn, og þóttu takast mjög vel. Almenn- ingur gat sent inn spurningar á myndbandi í gegnum YouTube- myndbandsvefinn og voru tæp- lega fjörutíu valdar fyrir útsend- inguna. Spurningarnar þóttu mun beittari og hreinskilnari en í hefð- bundnum kappræðum, sem fleiri horfðu á en nokkru sinni fyrr. Þar sem Repúblikanaflokkurinn skikkar frambjóðendur sína ekki til þess að taka þátt í kappræðun- um, eins og Demókrataflokkurinn gerði, er alls óvíst hvort nógu margir taki þátt til að þær verði haldnar. Ótti við að þurfa að svara óþægilegum spurningum frá almenningi er talinn vera mögu- leg ástæða fyrir dræmum við- brögðum frambjóðendanna. Óttast YouTube-kynslóðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.