Alþýðublaðið - 04.09.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.09.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Eruð þér að láta leggja raf- leiðslur um hús yðar? Ef svo er, þá komið og semjið um kaupin hjl okkur, það borgar sig. Þið vitið &ð ntfmagnsperur eru beztsr. Við seljum þær á að eins kr. 2,25 Pr- stykki, Hf. Rafmf. Biii & Ljés Laugaveg 20 B. Simi 830 Nýjar vörur! Nýtt verðí Fataefni, frakkaefnl, bnxnaefni — alt f stóru úrvali. — Kápnefni, drengjafrakka og fataefni mjög óáýr. Hanohettabyrt- nr, næríatnaðnr, alanfor, flibbar,. hðfnðíðt, regnkápnr karla, kvenaa og telpu regnalár með hettu, mjög ódýit. Allskonar álna- yara. Alt nýtt og óúrvalið. — Einnig hið margeftirspurða npphlnta- elni, sem að eins hefir fengist hjá Andrési Andréssyni, Laugavegi 3. Rúgmjöl ágætt f slátur fæst í Kaupfélaginu. Kanptð keiti í Kanpjélaginn. Hjálparstðð HjúkrunarfélagsÍKi Líbffi er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. ai—is f. fe Þriðjudaga ... — 5 — 6 a, b Miðvikudaga . . —- 3 — 4 a. Pöstudaga .... — 5 — 6 e. k Laugárdaga ... — 3 — 4 e. h. pQpm Kaapendnr „Verkamaansins41 hér í bæ eru vinsamlegaat beðalt að greiða hið íyrsta ársgjaldið. JL ftvll H góð og ódýr rafmagns- pressujárn (Tacó) fást á Njálsgötu 21. Ritstjóri bg ábyrgðarmaður: Olajur Fridrikssox. 5 kr., á afgr. Álþýðublaðsins. Prentsmiðjas Gutenberg, . Edgar Rice Burreugks: Tarzan soýr aftur. „Pá getum við ekki gert annað en beðið, unz hann ieggur hönd á okkur*, sagði Tarzan hlæjandi, „og eg ábyrgist, að hann fær sig fullsaddan af þvl að ræna okkur, þegar við erum nú varir um okkur“, hann slepti þessu þvl úr huga sér, þó hann innan skamms yrði að minnast þess á mjög ónotalegan hátt. Kadour ben Saden var búinn að borða sig saddan og kvaddi gestgjafa sinn. Hann lét í Ijósi vináttu sina og bauð Tarzan að heimsækja sig í hinu vilta heim- kynni sinu, þar sem úði og grúði af antilópum, villi- göltum, pardursdýrum og ljónum, svo nægja mundi hinum ákafasta veiðimanni. Þegar hann var farinn, tóku þeir Tarzan og Abdul, að reika aítur um göturnar. Tarzan veitti brátt eftirtekt áköfum hljóðfæraslætti, sem kom út um dyrnar á einu hinna mörgu kaffihúsa. Klukkan var meira en átta og dansinn stóð sem hæst, þegar Tarzan kom inn. Her- hergið var troðfult af Aröbum. Allir voru reykjandi, og drukku lútsterkt heitt kaffi. Tarzan og Abdul fengu Sæti því nær 1 miðju her- berginu, þvl hinn kyrláti apamaður hefði fremur kosið sæti utar, vegna hávaðans og skarkalans sem hljóðfæra- leikararnir gerðu með trumbum sínum og hljóðpípum. Fremur viðkunnanleg ambátt var að dansa, og er hún sá evrópúmannaföt Tárzan sletti hún silkivasaklút sln- um á öxl honum, og fékk að launum einn franka. Þegar önnur hafði tekið við af henni, sá Abdul, að hún talaði við tvo Araba í hinum enda salsins, náláegt dyrum, sem lágu inn 1 húsgarðinn, sem var umkringdur herbergjum stúlkna þeirra, er dönsuðu í katfihúsinu. I fyrstu hugsaði hann ekkert um þetta, en aít í éinu tók hann eftir því út undan sér, að annaf maðurinn kinkaði kolli 1 áttina til þeirra, og stúlkan snéri sér við og leit til Tarzans. Því næst hurfu Arabarnir úfi um bakdyrnar inn í dymman húsagarðinn. Þegar röðin kom aftur að stúlkunni dansaði hún fast hjá Tarzan, og hún brosti eingöngu til apamannsins. Þeir hinir dökku synir eyðimerkurinnar litu mörgum ill- um augum til þessa stórvaxna Evrópumanns, en hvorki hér né ill tillit höfðu sýnleg áhrif á hann. Aftur varp- aði stúlkan vasaklút sfnum á öxl honum, og aftur fékk hún franka. TJm leið og hún bar hann upp að enni sér, að sið landa sinna, beygði hún sig fast að Tarzan, og hvíslaði 1 skyndi að honum. „Það eru tveir úti í húsagarðinum, sem ætla að gera herranum ilt. I fyrstu lofaði eg þeim, að lokka þig til þeirra, en þú hefir verið góður, og eg get ekki gert það. Farðu fljótt, áður en þeir sjá, að eg hefi svikið þá. Eg held þeir séu fantar". Tarzan þakkaði stúlkunni, og fullvissaði hana um, að hann mundi fara varlega. Hún hafði lokið dansi sín- urp og gekk í hægðum sfnum til bakdyranna og út í garðinn. En Tarzan fór ekki út úr kaffihúsinu eins og hún óskaði. Næsta hálftfma skeði ekkert, en inn í salinn gekk nú lubbalegur Arabi. Hann stóð nálægt Tarzan, og hreýtti þar út sér af ásettu ráði ónotum og illyrðum um Evrópumanninn, en vegna þess, að hann talaði á araþísku vissi Tarzan ekkert hverju fram fór, fyr en Abdul fór að segja honum það. „Þessi náungi er að reyna að koma af stað uppþoti", sagði Abdul. „Hann er ekki einn. Ef uppþot yrði, mundi því nær hver maður verða á móti þér. Það er bezt, að hafa sig héðan hið bráðasta, herra“. „Spurðu þrjótinn, hvað hann vilji", skipaði Tarzan. , „Hann segir, að ,þessi kristni hundur' hafi móðgað ambáttina, sem sé stúlkan sín“. „Segðu honum, að eg hafi hvorki móðgað stúlkuna hans né nokkurs annars, og að eg óski þess, að hann fari, og láti mig í friði. Að eg eigi ekkert sökótt við hann og hann ekki við mig“. „Hann segir", svaraði Abdul, er hann hafði sagt þetta við Araban, „að þú sért ekki að eins hundur heldur hundsson, og langamma þfn hafi verið hyina. Auk þess sértu lygari". Þetta orðakast hafði nú dregið að sér athygli gest- anna, og hæðnishláturinn, sem kvað við eftir síðustu fúkyrðin sýndi hvorit megin meiri hluturinn var. Tatzan féll það illa, að láta hlæja að sér, og honum þótti fúkyrði Arabans ekki góð, en hann sýndi engin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.