Fréttablaðið - 05.09.2007, Side 38

Fréttablaðið - 05.09.2007, Side 38
Ný auglýsing Símans var frumsýnd í fyrradag og hefur hún þegar vakið mikið umtal enda er síðasta kvöldmáltíð Jesú Krists notuð til að auglýsa þriðju kynslóð farsíma. Höfundur- inn segist hafa gert þetta af heilum hug en Biskupsstofu þykir þetta ósmekklegt. „Ég skal viðurkenna það að ég var nokkuð smeykur enda er þetta viðkvæmt og eldfimt mál,“ segir grínistinn Jón Gnarr. Á mánudagskvöldið var frumsýnd ný auglýsing frá Símanum þar sem þriðja kynslóð farsíma var kynnt. Jón skrifaði sjálfur hand- ritið fyrir auglýsingastofuna EnnEmm en þar hefur hann nýverið hafið störf. Óhætt er að segja að Jón hafi ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur enda umfjöll- unarefnið síðasta kvöldmáltíð Jesú og lærisveina hans. „Ég ræddi við menn hjá kaþólsku kirkjunni, Þjóðkirkj- unni og Fríkirkj- unni og kynnti þessa hugmynd fyrir þeim. Menn tóku misjafnlega í hana og bentu á að þetta væri viðkvæmt efni og að það gæti sært fólk. Ég vildi láta þá vita af þessu til að sýna virðingu mína í verki,“ útskýrir Jón sem sjálfur hefur vakið mikla athygli fyrir að hafa rætt opinskátt um trú sína. „Allt með Jesú og kristna kenningu á að vera velkomið á öllum vettvangi og frá mínum bæjardyrum séð er þetta list og ég tel okkur hafa gert listaverk,“ segir Jón. Grínistinn fylgdi auglýsing- unni sjálfur eftir skref fyrir skref, frá fyrsta tökudegi og þar til hún var reiðubúin til sýningar. „Ásetningurinn er góður og þetta er gert af heilindum, virðingu og kærleika. Ég ber sjálfur mikinn kærleika til Jesú og fyrir þess- um merka atburði og hann skip- ar mjög stóran sess í mínu lífi,“ segir Jón. „Tónlistarmenn sýna trú sína í verki með tónverkum, myndlistarmenn með myndum sínum og ég sem grínisti sýni trú mína meðal annars með svona verkum,“ bætir hann við og bendir jafnframt á að þessi auglýsing sé ekki síst gerð til þess að vekja upp umræður og fólk til umhugsunar. Linda Waage, upplýsingafull- trúi Símans, sagði í samtali við Fréttablaðið að viðbrögðin við auglýsingunni hefðu ekki verið frábrugðin öðrum herferðum Símans. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu, sagði að þeim fyndist þetta hins vegar ósmekklegt og að meira væri í raun ekki um málið að segja. Undir þetta tók Karl Sig- urbjörnsson biskup í viðtali á Mbl.is. Hjörtur Magni Jóhannes- son, fríkirkjuprestur í Reykja- vík, var hins vegar á öndverðum meiði og sagðist alls ekki vera viðkvæmur fyrir þessari notkun. „Þetta heldur þessum myndum bara á lífi,“ sagði Hjörtur en hann var staddur í Jerúsalem þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Og hér eru menn alls ekki feimnir við að notast við þetta táknmál á margvíslegan hátt.“ FÍT og FÍH ætla að blása til mikillar tónlistarveislu á veitingastaðnum Domo í kvöld. Þar ætla reyndir jafnt sem óreyndir að troða upp og prófa nýtt efni í „öruggu umhverfi“ eins og Jakob Frímann Magnússon, einn skipu- leggjandi kvöldsins, orðar það. „Við reyndum þetta í fyrra og það tókst vonum framar en þá var þetta svona frekar neðanjarðar. Í ár ætlum við hins vegar að koma upp á yfirborðið og þetta er mjög góður vettvangur fyrir nýja tónlistarmenn sem eru kannski að leita að útgefanda,“ útskýrir Jakob en til stendur að taka tónleikana upp þótt enn hafi ekki verið ákveðið hvort ráð- ist verði í einhverja útgáfu. Hvert kvöld hefst á því að reynslu- bolti úr íslensku tónlistarlífi ríður á vaðið og að þessu sinni er það Magnús Kjartansson sem ætlar að leyfa áhorf- endum að heyra bæði gamalt og nýtt efni. Meðal annarra af reyndari tón- listarmönnum sem ætla að frumflytja þarna nýjar lagasmíðar sínar í vetur má nefna Bubba Morthens og Ragn- heiði Gröndal. Jakob segir að svona kvöld séu hins vegar fyrst og fremst ætluð til að styðja við grasrótina í íslensku tónlist- arlífi og er áætlað að halda þennan við- burð fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði fram að áramótum. Að sögn Jakobs eru menn síðan bjartsýnir á að þeim verði framhaldið þegar nýtt ár er gengið í garð. „Það er enn opið fyrir tvo að skrá sig í kvöld og menn geta gert það á ftt@ftt.is,“ segir Jakob en Tónvís er aðalstyrktaraðili kvöldanna. Blásið til veislu á Domo

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.