Fréttablaðið - 05.09.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 05.09.2007, Qupperneq 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég er ábyrgur fyrir þessu öllu saman og öll börnin sem eru að koma í heiminn eiga eftir að verða hrokkinhærð og ljós yfirlitum,“ segir Halldór Gylfason, sem leikur Gretti í uppfærslu Borgarleikhússins. Fimm leikkonur sýningarinnar; þær Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Nanna Kristín Magnús- dóttir, Marta Nordal, Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir eiga von á barni. Þá eignaðist leikstjórinn Rúnar Freyr Gíslason nýverið dótturina Selmu Rún og leikar- inn Björn Ingi Hilmarsson varð pabbi fyrir skemmstu. „Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt en ég verst auðvitað allra frétta og vil ekkert tjá mig um þetta mál að svo stöddu,“ segir Halldór og hlær. Töluverð skörð hafa verið höggvin í leik- hóp Grettis en á fyrstu sýningu nýs leikárs voru sjö nýir leikarar í leikritinu. Halldór sjálf- ur segist hins vegar koma vel undan sumri þrátt fyrir ófarir síðustu misserin en hann sleit hásin fyrir tæpu ári og tognaði síðan í baki skömmu fyrir frumsýningu Grettis. „Nú er ég að fara að leika í Gosa og við skulum nú bara rétt vona að það gangi allt saman þrautalaust fyrir sig,“ segir Halldór. „Nei, því miður þá næst það ekki. En ég ætla að sjá hana um leið og ég kem heim,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem getur ekki verið viðstaddur frumsýningu kvik- myndarinnar Veðramót sem sonur hans, Balt- asar Breki, leikur í. Baltasar og kvikmynd- inni Mýrinni var „óvænt“ boðið á kvikmyndahátíðina Telluride sem haldin er í Colorado. Hátíðin þykir mjög eftirsótt en aðeins tuttugu og fimm myndir eru valdar og leikstjórum nánast gert skylt að mæta. Þá hefur jafnframt verið nokkur hefð fyrir því að þær myndir sem komast þarna að hljóti greiða leið að Óskarstilnefningu en Baltasar vildi lítið gera úr slíkri tölfræði. „Ég þarf nú fyrst að komast í gegnum valið hér heima,“ segir hann í léttum dúr. Telluride er lítil borg í Colarado-ríki sem leikstjórinn lýsir eins og gömlum vestrabæ en þar eiga stórstjörnur á borð við Tom Cruise sumarhús. Og Mýrin hefur svo sannarlega mælst vel fyrir hjá gestum hátíðarinnar því forsvarsmenn hátíðarinnar hafa þurft að bæta við tveimur sýningum á hana. „Yfir- maður hátíðarinnar átti ekki von á því að það yrði íslensk mynd sem yrði sú vinsælasta,“ segir Baltasar hróðugur. Ferðalagi íslenska leikstjórans er hvergi nærri lokið því frá suðvesturhorni fylkisins liggur leiðin til kvikmyndahátíðarinnar í Tor- onto. Mýrin verður þar eina framlag Íslands. Toronto er þekkt fyrir að vera mikil söluhátíð og var Baltasar alveg hæfilega bjartsýnn. Og til að kóróna þetta allt er tökum lokið á Brúð- gumanum og býst Baltasar við því að byrja að klippa hana þegar heim verður komið. Baltasar missir af frumsýningu sonarins Ótrúleg frjósemi í Gretti Fjölmiðlakonan Edda Andrésdótt- ir sendir frá sér bókina Í öðru landi í næsta mánuði. Þar segir hún frá reynslu sinni af því þegar faðir hennar veiktist af afbrigði Alzheimers-sjúkdómsins og lést á innan við ári. „Ég held að ef fólk skrifar á annað borð, þá vinnur það svolítið úr sínum tilfinningum með því að skrifa. Þessi bók er skrifuð með hjartanu og tilfinningunum,“ sagði Edda. Faðir hennar, Andrés Magnússon, verkstjóri í Hvalstöð- inni í Hvalfirði til margra ára, átti einnig sinn þátt í því að bókin yrði að veruleika. „Pabbi var myndlistarmaður og mikill bókamaður. Hann var svona leiðbeinandi minn í gegnum sitt mikla, góða bókasafn og eiginlega ábyrgur fyrir því að hafa leitt mig inn í þann heim. Við deildum allt- af þessum mikla bókaáhuga,“ sagði Edda. „Hann hafði alltaf hvatt mig til að skrifa og stóð mjög að baki mér í því. Ég held að hann hafi nú kannski ekki átt von á því að hann yrði viðfangsefnið á endanum, en það varð nú,“ sagði hún og hló við. Faðir Eddu veiktist í mars í fyrra og lést í nóvember. „Bókin dregur nafn sitt af því hvernig hann eins og hvarf smátt og smátt inn í annað land, en líka af því að ég var sjálf eins og stödd í öðru landi á meðan ég fylgdist með honum. Um leið og ég skynjaði að tími hans var að fjara út varð mér hugsað til liðna tímans,“ útskýrði Edda, sem í bókinni vefur saman reynslu þessa erfiða árs og minn- ingabrotum frá liðinni tíð. „Bókin er eiginlega fjölskyldusaga, um venjulega fjölskyldu á seinni hluta síðustu aldar. En ég velti líka fyrir mér þessum skrítna og óskiljanlega tíma og ellinni. Ég dreg til dæmis upp mynd af þeirri gömlu konu sem ég ætlaði að verða, áður en ég hugleiddi að maður gæti elst einhvern veginn öðru vísi en maður kýs sjálfur,“ sagði hún. Edda hefur áður skrifað viðtals- bók við Auði Laxness, Á Gljúfra- steini, og við séra Auði Eir, Sólin kemur alltaf upp á ný. „Það var frábært að vinna með þeim báðum, en auðvitað er önnur og ólík reynsla að skrifa bók sem byggir alfarið á manns eigin reynslu og lífi,“ sagði Edda. „Faðir minn hafði mikil áhrif á mig og líf mitt, og ég hafði þörf fyrir að skrifa þetta. Það hvatti mig líka að mamma sagði við mig á einum tímapunkti að það ætti að skrifa um þetta, því fólk veit ekki hvað gerist þegar svona hendir. Það hjálpaðist eiginlega allt að við að þessi bók varð til,“ sagði Edda. Í öðru landi kemur út í október. JPV gefur út. „Það er annað hvort Gufan eða Gullbylgjan. En ef maður er með litla krakka setur maður Latabæ á. Reyndar heyrist ekki mikið í tónlist yfir borinn, en maður er nú ekki alltaf að bora.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.