Tíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 10
10
Sunnudagur 25. janúar 1981.
IMIIIIIIIIIIIIIIIW
„Þjóöhagsfræöingarnir okkar
eru arftakar alkemistanna á
miðöldum. Gullgerðarlist
þeirra er af svipuöum rótum
runnin og hefur heppnazt álika
vel. Og þeir munu hverfa af
sviðinu meö áþekkum eftirmæl-
um”.
Þetta segir Hazel Henderson,
bandarisk kona, sem getiö hefur
sér oröstir i Florida fyrir þátt-
töku sina i samvinnuhreyfing-
unni og umhverfisverndarsam-
tökunum og andúð sina á kjarn-
orkuvopnum. Siöustu sjö árin
hefur hún mjög rannsakað hag-
fræöikenningar margvislegar
og hvernig þær hafa komið heim
og saman viö raunveruleikann.
— Arið 1973 var þaö augljóst
oröiö, aö eitthvaö meira en litið
var bogið við þetta kenningaflóö
segir hún. Auðlindir náttúrunn-
ar voru ekki ótæmandi ( og
sifelldur hagvöxtur draumórar
manna i annarlegum hugar-
heimi. En fram undir þetta
höföu þessir spámenn látið eins
og ekkert væri þvi til fyrirstöðu
aðauka orkunotkunina jafnt og
þétt, ausa meira og meira af
auölindum jaröar og mæla heill
þjóöa i aukinni framleiöni, er
svo heitir. Þessir menn vissu
velgengninni engin mörk sett,
og þessi „velgengni” átti aö
vera sama og lifshamingjan.
Um svipað leyti segir Hazel
Henderson, aö skipting Banda-
rikjamanna i demókrata og
repúblikana hafi verið orðin
augljós firra ,,og á þá skoðun er
þjóðin lika komin”, segir hún
„þvi að ekki nema réttur liðug-
ur helmingur atkvæðisbærra
manna hirti um þátttöku i sið-
ustu forsetakosningum”.
Hazel Henderson telur það
ekki vitnisburð um sinnuleysi,
heldur góða ályktunarhæfni og
ótruflaða skynsemi.
Hún segir, að ótrúin á stjórn-
málaforingjana sé ekki til kom-
in að orsakalausu, og hún bætir
þvi við, er haft eftir Ralph Nad-
er, hinum heimsfræga forvigis-
manni neytendasamtakanna
jvestra: „Við höfum sjálfsagt
! bezta þing, sem við getum keypt
með dollurum”.
Hezel Henderson er þeirrar
skoðunar, að á næstu árum
muni sifellt fækka fólki i kvium
stjórnmálaflokkanna.
— Það er þegar orðinn mikill
fjöldi fólks, sem ekki finnst, að
það geti kosið stjórnmálaflokk-
ana. Það lætur ýmist ógert að
kjósa eða ráðstafar atkvæði
sinu af tilviljun á þennan eða
hinn. Þetta fólk vill annað sam-
félag en flokkarnir hafa á boð-
stólum. Það spyr ekki lengur
um vinstri eða hægri, rautt eða
svart. Verðmætamat
manneskjunnar hefur tekið
gagngerðum breytingum, en
flokkarnir frosið fastir i göml-
um sporum.
Hazel Henderson hefur
nokkra trú á kvennahreyfingum
nútimans.
— Marx rann til rifja, hvernig
verkalýöurinn var kúgaður og
fótum troðinn, segir hún. En
kúgunin á sér fleiri ásýndir, eins
og konur mættu vel þekkja.
Barátta kvenna, helmings jarð-
arbúa, hlýtur aö veröa sigursæl.
Og i þeim slag vaknar sú spurn-
ing, hvort sú þjóðfélagsgerö,
sem viö búum við, sé hin eina,
sem fær staðizt. Hvað er það er
lúrir bak við bæjarkampinn og
veldur þvi, að við erum enda-
laust aö streitast við að drottna
yfir einhverjum öðrum?
Ég held að konur viti, að þaö
eru til fleiri verömæti en gulliö,
sem glóir, og aðrar hliöar til-
verunnar en þær, sem streitu-
menn eru sifellt að fjargviðrast
um meö tilstyrk útvarps, sjón-
varps, blaöa og fréttastofa.
Konur hafa alltaf veriö nálæg-
ar hinum daglega vettvangi lifs-
ins. Þær vita, hvað er að láta
efni nægja svo að þær fái eitt-
hvaö i pottinn eöa á pönnuna.
Það eru konurnar, sem hafa
annazt börnin, matinn og heim-
ilið — eiginlega allt það, sem
nauðsynlegt er til þess, að lifiö
haldi sinn veg. Eilift lif — þaö
hefur verið fólgiö I störfum
kvennanna.
Nú sést þess vottur, að karl-
menn á Vesturlöndum séu farn-
ir aö leiöa hugann aö heimilis-
störfum. Þaö er af þvi, aö þeir
hafa þreytzt á einhæfni viö-
n
::
„Vi ið,
þes si
hljc iðu
heim tum
okkar
ÍIATÍ"
1 V l/i/
skiptanna, lifsfirrð þeirra, sóun
og tortimingu. Við skulum vona,
að þeir lifi sig fljótlega inn i
heimilisstörfin og verði hug-
fangnar af þvi, hve þau eru
mikilvæg og tilbreytingarrik,
jafnvel i hinu smæsta.
Hazel Henderson vonar, að
enn sé unnt að sækja reynslu,
lifsskilning og leiðsögn til þeirra
kynslóöa, sem voru burðarásinn
áður en endaskipti voru höfð á
flestu.
— Ég sé þess dæmi hér i
Bandarikjunum, segir hún, að
margt af yngstu kynslóöinni
leitar eftir samvistum við afa og
ömmu. Og það er gott. Foreldr-
ar þessara barna eru af hinni
blindu og tröllum gefnu oliukyn-
slóð, glataðri kynslóð, sem gerði
sér að gullkálfi upplogna trú á
hræódýra orku, sem aldrei yrði i
lóg komið.
En þó leitað sé á náðir þeirra,
sem varðveita heilbrigðari
hugsunarhátt frá gömlum tima,
megum við ekki þar fyrir snúa
baki i framtiðina. En viö eigum
að tygjast þvi, sem getur orðið
okkur til bjargar.
Hazel Henderson hefur mjög
sökkt sér niöur i vonir og
drauma hinna beztu manna á
nitjándu öld um fagurt sam-
félag, þar sem jöfnuður og far-
sæld rðíti. Hún er ekki frá þvi,
að þessir draumar hefðu getað
komizt niður á jörðina að veru-
legu leyti.
— En þetta fór flest forgörð-
um vegna þess, að þeim sam-
félögum af þessu tagi, sem voru
að reyna að koma undir sig fót-
unum, var þröngvað inn i kaup-
sýsluiðuna með tilkomu oliuald-
ar. Tæknin og orkan riðu þeim
að fullu, þau gátu fæst staðizt
eins og eyjar i hafinu.
En hvenær sem samfélagið
kemst i ógöngur, vaknar
draumurinn mikli, hugsjónin,
og sköpunargáfan. Fyrir nokkr-
um árum rakst ég á óspilltar
leifar þess samfélags, sem
Ralph Borsodi kom á laggirnar
á fjórða áratug aldarinnar, þeg-
ar heimskreppan ætlaði að
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
y
i
Móðir Jörð, konurnar, götusópararnir,
mennirnir á sorphaugunum
Hazel Henderson — kona, sem hefur kvatt sér hljóðs á skörulegan
hátt.
ganga af öllu dauðu. Hann safn-
aði að sér fólki, sem hrakizt
hafði úr vinnu, átti ekki málungi
matar og vissi ekki, hvernig það
átti að framfleyta lifinu, og fór
með það út i óbyggð, þar sem
hann helgaði þvi land.
Hann kenndi þessu fólki að
byggja sér húskofa, rækta jörð-
ina og lifa við sól og regn. Enn
þann dag i dag eru fimmtiu og
þrjú samvinnubú hans á réttum
kili, tuttugu til þrjátiu manns á
hverju þar sem hver styður ann-
an likt og sjálfan sig. Þetta er
fólk, sem gengið hefur i skóla
lifsins og staöizt próf — skólann,
þar sem lærist að lifa, þegar allt
virðist hafa brugðizt.
— Það er ævintýri i þessum
heimi kapphlaupsins, græðginn-
ar og eyðslunnar að koma til
Jórvikur i Pennsylvaniu og sjá
þar fjörutiu ára gamla sólfang-
ara og kvarnir, þar sem fólk lif-
ir enn á sama hátt og á fjórða
áratugnum — og er ánægt.
Sú kreppa, sem nú gengur yfir
heiminn, er ekki af þvi tagi, sem
kemur og fer á skömmum tima.
Viö verðum fyrr eða siðar að
læra að lifa að meira eöa minna
leyti eins og fólkiö, sem fylgdi
Ralph Borsodi og setti sér sjálft
þann skóla, þar sem þvi læröist,
hvernig þaö gat komizt af. En
einn er reginmunur frá þvi, sem
var á fjórða áratugnum og það-
an af fyrr: Þeir, sem I framtið-
inni kjósa aö segja skilið viö
streituna, eyðslukapphlaupið og
viðskiptaánauöina, eiga þaö
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
■■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■•■■■•i
::
1 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■£
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■jjJ
ekki lengur á hættu að einangr- ••
ast. Þar kemur fjölmiðlatæknin H
til sögunnar. Nú fyrir nokkru
gátu til dæmis tiu umhverfis- ■■
verndarmenn fengið leigðan út- ••
sendingartima i sjónvarpi frá
tvö hundruð stöðvum fyrir f jög-
ur hundruð dollara til þess að j[
sýna mynd i tengslum við kaup- •■
bann, sem sett var á til að and- ••
mæla sóun og háu verðlagi.
Hazel Henderson ofbýður ekki •■
veldi sjónvarpshringa, heldur ■■
hvetur hún til þess, að þeim ■■
verði kennt hvar skápurinn á aö ■■
standa. Þá á að beygja til þess !j
að þjóna góðum málefnum eöa !■
kollvarpa þeim ella. A sama jj
hátt er hugsun hennar sú, að ■•
tölvutæknin verði fólki til gagns. jj
— Kerfið hefur hingað til not- jj
að tölvutæknina til þess að for- jj
vitnast um sitthvað i fari okkar
og geröum, en sú stund kemur,
að hún er notuð til gagns fyrir
alla.
Ég vil meira að segja tölvu-
banka, sem væri sameign allra
umhverfissamtaka i austri og
vestri, norðri og suðri. Hann jj
ætti að nota sem vopn i barátt- j;
unni gegn óþurftarverkum fjöl- jj
þjóðahringa, sem ræna auði :i
jarðar, er á að endast mörgum jj
kynslóðum, búa til gerviþarfir 55
og féfletta hálfan hnöttinn
Þennan tölvubanka ætti
mata með vitneskju um, hvern-
ig þessir hringar ráðskast með
landbúnaðarmál, iðnað, mat-
vælaframleiðslu og stjórnmál i
fjölda landa, og með tilstyrk
sliks banka mætti auka skilning
á hrekkjabrögðum þeirra i
hermálum, hvernig þau róa öll-
um árum að hervæðingu, en
dylja athafnir sinar undir logn-
um nöfnum og fölskum forsend-
um.
Hazel hefur siðan árið 1970
verið i samtökum, Counsil on
Economic Priorities, sem
rannsaka athafnir fjölþjóða-
fyrirtækja.
— Og þær eru oft með lögleys-
ur, fyllyrðirhún. Þessi fyrirtæki
eru ekki neinu landi holl, þau
virða ekki nein drehgskaparlög
þau skirrast einskis, og þeim er
sama um allt, nema gróða
þeirra, sem eiga þau.
að jj
::
—-Við lifum nú i samfélögum
þar sem hvað rekur sig á annars
horn, firrur og fjarstæður og
heilbrigð skynsemi. Við notum
firnin öll af orku til þess að þróa
og nota kjarnorkuna. Það vita
kannski ekki allir að fyrir hana
er fórnað 2% meiri orku en hún
gefur, og það er ekki góður
búskapur. En þar á ofan er hún
hættuleg öllu iifi, og frá henni
stafar mesti voðinn, sem við
búum viö.
— Þegar heimsstyrjöldinni
seinni lauk, segir hún, ályktaði
Eisenhower, að allt of miklu
hefði verið koítað til kjarnorku-
mála til þess aö varpa þvi öllu
saman frá sér. Og til þess að þaö
sætti minni andspyrnu, að hald-
ið væri áfram á sömu braut, var
það básúnað, svarið og sárt við
lagt, að hann ætti að nota með
friðsamlegum hætti. Þannig
hófst sá háskaleikur.
Og þetta var auk þess dýrt
spaug.
En nú förum við, þessi hljóöu,
aö heimta okkar rétt. Móðir
jörð, konurnar, götusópararnir,
mennirnirá sorphaugunum. Við
öll, sem sett höfum verið neöst,
þegar til tillitseminnar er horft.
Jörðin segir: Nú læt ég ekki
meira falt. Og við hin göngum út
og segjum: Nú spyrnum viö fót-
um við.
Allar þjóöir á Vesturlöndum
þurfa aö hrista duglega upp i
jötunni hjá sér, endurskoöa
verömætamat sitt og ihuga um
stund, hvaö eiginlega er mikil-
vægast i lifinu.
Þær gera það bráöum.
ííí:::::::::::::u:::::::::::::::::::::::::::u;.
::
R
::