Tíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 13
13
Sunnudagur 25. janúar 1981.
Jón Þ. Þór
SKAK
Ungveriar
sigraðir
Þeir, sem fylgst hafa meö við-
burðum i skákheiminum á
undanförnum árum hafa vafa-
litið veitt þvi athygli að ýmis-
legt hefur breytst á þeim vett-
vangi sem annarsstaðar. Eitt af
þvi sem miklum breytingum
hefur tekið á skáksviðinu er
fyrirkomulag skákkeppna.
Fyrir nokkrum árum voru
landskeppnir til dæmis tiðar og
áttust þá oft við fjölmennar
sveitir sterkra skákþjóða. Nú
heyrist tiltölulega sjaldan af
slikum keppnum og er ástæðan
trúlega sU að skákmót ýmiskon-
ar eru orðin miklu tiðari á
siðustu árum en áður var og at-
vinnumenn og hálf atvinnu-
menn sem byggja lifsafkomu
sina aö miklu eða öllu leyti á
verðlaunum gefa sér ekki leng-
ur tima til þess að tefla i lands-
keppnum og öðrum slikum
keppnum, sem gefa litið ða
ekkiert i aðra hönd. Þetta er vel
skiljanleg afstaða en engu að
siður er nokkur eftirsjá að
landskeppnunum. Þær voru oft
stórskemmtilegar og margar
gullfallegar skákir sáu þar
dagsins ljós.
Ekki heyra landskeppnir þó
með öllu sögunni til og enn
munu þær haldnar nokkrar á ári
hverju, a.m.k. i Austur-Evrópu.
Um miðjan október siðastliðinn
fór þannig fram landskeppni
Austur-Þjóðverja og Ungverja
og var teflt á átta borðum, sex
efstu borðin voru skipuð körl-
um, 7. borðið var unglingaborö
og hið 8. kvennaborð. Tefld var
tvöföld umferð og fóru leikar
svoaðÞjóðverjar sigruðu, hlutu
9 vinninga gegn 7 vinningum
Ungverja. Ungverjar voru
fjarri þvi að vera með sitt sterk-
asta lið og vantaði til að mynda
alla ungversku stórmeistarana I
sveitina. Þjóðverjar tefldu aftur
á móti fram-sinu sterkasta liði
og höfðu alla sina titilmenn með
að Uhlmann einum undanskild-
um.
Margar bráðskemmtilegar
skákir voru tefldar á þessu móti
og við skulum nú lita á eina
þeirra. Hún var tefld á 2. borði I
fyrri umferðinni.
Hvitt: L. Vogt (A.-Þýskaland)
Svart: A. Groszpeter
(Ungverjal.)
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5
2. Rf3 - d6
3. d4 - cxd4
4. Rxd4 - Rf6
5. Rc3 - a6
6. Be2
(Þetta afbrigði hefur átt
nokkrum vinsældum að fagna á
undanförnum árum og er
heimsmeistarinn Anatolij
Karpov einn traustasti aðdá-
andi þess).
6. - - e5
(Annar góður leikur er hér 6. -
e6 og kæmi þá upp Schevening-
en afbrigðiö).
7. Rb3 - Be7
8. 0-0 - 0-0
9. Khl
(Karpov leikur hér yfirleitt 9.
Bg5 en það er ekki hyggilegt að
fylgja slóð heimsmeistarans of
fast, skákir hans þekkja allir
keppnismenn).
9. - - Be6
10. f4 - Dc7
(Að undanförnu hefur leikn-
um 10. - exf4 oftar verið beitt i
keppnum, en þessi stendur þó
fyllilega fyrir sinu).
11. f5 - Bc4
12. a4 - Rbd7
13. a5 - Hfc8
(Annar möguleiki var hér 13.-
b5).
14. Bxc4 - Dxc4
15. Df3
(Byrjanafræðinmælir með 15.
Ha4, en þessi leikur er engu
siðri).
15. - - d5!?
(Þessi peösfórn er athyglis-
verð, þótt hvitur fái betra tafl).
16. exd5 - Bb4
(Svartur fylgir ekki peðsfórn-
inni eftir sem skyldi. Betra var
16. - e4 17. Ddl - Bb4, 18. Rd2 -
Dc7,19. Rdxe4 - Rxe4, 20. Rxe4 -
Dxc2 og svartur hefur spil fyrir
peðið).
17. Rd2
(Til greina kom einnig 17.
Ha4, en þessi leikur tryggir
hvitum betri stööu, án þess að
svartur fái færi á að flækja tafl-
ið).
17. - - Dc7
18. Rdxe4 - Rxe4
19. Rxe4 - Dxc2
20. f6
(Nú fær hvltur vinnandi
sókn).
20. - - g6
21. Be3 - Hc4
22. Rg5
(Hótar einfaldlega 23. Dh3).
22. - - h5
23. d6! - e4
(Eini leikurinn. Hvitur hótaði
24. Dd5, Dxb7, og Rxf7).
24. Df4
(Nú er svarti biskupinn á b4
lokaður frá vörn kóngsins og
hvitur hótar sifellt Dh6 með
ýmsum máttilbrigðum).
24. - - Rf8
(24. - Hf8 gekk ekki vegna 25.
Re6 - fxe6, 26. Dh6 - Hf7, 27.
Dxg6+ - Kf8, 28. Bh6+ - Ke8, 29.
Dg8+ - Rf8, 30. Bxf8 - Hxf8, 31.
Dxe6+ - Kd8, 32. De7 +
o.sv.frv.)
25. Hadl - De2,
26. Rxf7 - Re6
(Eöa 26. - Kxf7, 27. Dh6 - Ke6,
28. Dg7 - Bxd6, 29. Dg8+ - Kd7,
30. Df7+ - Kc8, 31. De8+ - Kc7,
32. Bb6mát. Svartur yrði einnig
mát eftir 30. - Kc6, 31. Dd5+ -
Kc7, 32. Dxd6+ o.sv.frv.).
27. Dh6 - Hc2
28. Dxg6+og svartur gafst upp.
Jón Þ. Þór
Byggingartækni-
fræðingur
Ólafsvikurhreppur óskar eftir byggingar-
tæknifræðingi til starfa.
Umsóknarfrestur er til 10. febr.
Nánari upplýsingar veitir sveitastióri i
sima 93-6153
EGEBJEHG
BAGGAVAGNINN
BYLTING í B AGGAHIRÐIN GU
■¥■ Tvær stærðir, 130 og 90 bagga
★ sparar tíma og erfiði
★ er afkastamikili og auðveldur í notkun
★ einföld og traust dönsk framleiðsla
★ hefur farið sigurför um hin Norðurlöndin
★ mjög hagstætt verð
★ 1. árs frábær reynsla hérlendis
Eigum fyrirliggjandi nokkra vagna af stærri gerð á nýkr.
19.545 (miðað við gengi 20.01.81)
Verð á vögnum úr næstu sendingu, (miðað við gengi
20.01.81.):
Stærri gerð: nýkr. 21.575.-
IMinni gerð: nýkr. 17.020.-
Sveinn Runólfsson landgræðslustj. Gunnarsholti segir:
,,Tveir vagnar af gerðinni Egebjerg voru notaðir i Gunnars-
holti á siðastliðnu sumri og reyndust mjög vel. Með fyrri
vagninum voru hirtir c.a. 20.000 baggar og kom engin bilun
fram”.
Aðalumboð:
ROSKVA
ólafsvöllum
Skeiðum.
S. 99-6541 og
91-12040.
Sö/uumboð: Dragi s.f.
Fjölnisgötu 29
Akureyri
Sími 96-22466
0 HpMFnF
IV
Verkstæðistiakkar
1-20 tonna fó/ksbíla- fl
og vörubílatjakkar ^
Póstsendum um /and a//t
Bílavörubúðin
FJÖÐRIN