Tíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 23
Sunnudagur 25. janúar 1981.
31
Nei, hann er ekki að leita að fimmkallinum sem hann týndi, þessi á
mvndinni. Hins vegar er þetta einn þeirra ómissandi manna, sem
Keykjavikurborg sendir á vettvang i snjóbvljum eða vatnagangi, til
þess að forða neyðarástandi á götunum. Ef heppnin er með tekst bráð-
lega að koma auga á „niöurfallsopið" við gangsléttarbrúnina og veita
pollinum þeim arna noröur og niður.
Nýjung hjá Neytendasamtökunum:
Fréttablað með 13
mismunandi útsíður
AB — Neytendasamtökin hafa
fitjað upp á þeirri nýjung, aö gefa
út fréttabréf samtakanna. Aður
var alltaf gefið út eitt stórt og
vandað Neytendablað, en nú mun
hugmyndin jafnvel vera sú, að
snúa sér meira að útgáfu þessara
ódýru fréttabréfa, og reyna þá ef
til vill að hafa útgáfu þeirra
nokkuð tiða. Enn mun þó ekkert
hafa verið endanlega ákveðið i
þessu efni.
Sú nýjung sem ef til vill vekur
hvað mesta athygli i sambandi
við fréttabréf þetta, er, að það eru
hvorki meira né minna en 13 mis-
munandi for- og baksiður á bréf-
inu, allt eftir þvi i hvaða lands-
hluta bréfinu er dreiít. Þetta
kemur til af þvi, að íélagar Neyt-
endasamtakanna á hverjum stað
hafa tekið sig saman og unnið
staðarefni á útsiður blaðsins, en
innefni er svo hið almenna frétta-
bréf Neytendasamtakanna. Þetta
er skemmtileg nýjung, og verður
eflaust til þess að mun fleiri
landsmenn geta nú kynnst á-
standi neytendamála i sinni
heimabyggð mun betur en
áður var.
Af efni unn.u á hinum ýmsu
stöðum má nefna samanburðar-
kannanir á vörum i mismunandi
verslunum. Það kemur sér sjálf-
sagt vel fyrir marga að fá svo it-
arlega lista um verð varanna og
geta eftir lestur.inn gert upp við
«ig hvar er hagkvæmast að
versla.
Af innefni fréttabréfsins má
benda á grein um „Börn og
hættuleg efni til heimilisnota”,
grein Sigriðar Haraldsdóttur,
„Heimilisbókhald, þaö borgar
sig”, ávarp Reynis Ármannsson-
ar um að fleiri virkra íélaga i
Neytendasamtökunum sé þörf.
Ályktun KÍ um bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar:
Heildarstefna verði
mótuð sem feli ekki
í sér kjaraskerðingu
FRl — Timanum hefur borist á-
lyktun frá stjórn kennarasam-
bands Islands um bráöabirgðalög
rikisstjórnarinnar, en ályktunin
var samþykkt samhljóða á
stjórnarfundi Ki þann 21. jan. sl.
og hljóðar svo:
Bygginganefnd
Útvarpshússins
skipuð
Hinn 19. þ.m. skipaði mennta-
málaráðherra eftirtalda menn i
byggingarnefnd Rikisútvarpsins:
Vilhjálm Hjálmarsson, for-
mann útvarpsráðs, Ólaf R.
Einarsson, varaformann út-
varpsráðs, Benedikt Bogason,
verkfræðing, og Hörð Vilhjálms-
son, framkvæmdastjóra, sem
jafnframt var skipaður formaður
nefndarinnar.
Verkefni nefndarinnar er að
hafa á hendi framkvæmdastjórn
og yfirumsjón meö byggingu út-
varpshúss fyrir starfsemi Rikis-
útvarpsins.
„Stjórn kennarasambands is-
lands telur nú sem áður óeðlilegt
að stjórnvöld gripi inn i nýgerða
kjarasamninga, enda gefa kjara-
samningar BSRB sist tilefni til
þess.
Bráðabirgðalöginfrá 3l.des. sl.
munu valda um 7% kjaraskerð-
ingu á timabilinu 1. mars-l. júni
þótt draga kunni úr henni næstu
verðbótatimabil með þvi að af-
numin eru skerðingarákvæði svo-
nefndra Ólafslaga en með afnámi
þeirra er að visu nokkuð komið til
móts viö kröfur launþegasamtak-
anna.
Þá mótmælir stjórn Ki ein-
dregið þvi ákvæði bráöabirgða-
laganna sem veldur skerðingu
visitölubóta kauptaxta sem hærri
eru en 7250 nýkr. á mánuði. Þótt
margt bendi til þess að efnahags-
ráðstafanir kunni að hamla gegn
vexti verðbólgu næstu mánuði er
ljóst, að hér er ekki um neina
varanlega lausn efnahagsvand-
ans að ræða. Þvi er skoraö á
stjórnvöld að vinna þegar að þvi
að móta heildarstefnu i þessum
málum er nái til sem flestra þátta
efnahagsmálanna og miðist við
að kaupmáttur launa haldist ó-
breyttur”.
Viltu
vinna Colt eins og
Valgerdur?
• Taktu jþátt I áskrifendagetraun Vísis
• Allir, sem gerast áskrifendur Vísis í þessum mánudi
geta unnið Vísis-Coltinn
• Lika gömlu áskrif endumir
•Vertu Vísis-áskrifandi
• Áskriftarsími 86611
HURÐA-
HLÍFAR
EIR - MESSING - STÁL
Hringið og við sendum pöntunarseðil með teikningum
fyrir mðltöku.
BLIKKVER
BIIKKVER
LJLJ selfossi
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.