Tíminn - 28.01.1981, Blaðsíða 3
iiiiíiiiriii
3
Miðvikudagur 28. janúar 1981
Hverjir sögöu aö ríkiö vanrækti menningu og listir?:
50% hærra framlag tll Leíklistar-
skólans en Fiskvinnsluskólans
— sem vísa þurfti fjölda manns frá í haust vegna húsnæöisskorts
HEI — „Ein ástæðan fyrir þvi
hve höllum fæti við stöndum nú
á erlendum mörkuðum er að
þrátt fyrir mikilvægi fiskiðn-
aðar fyrir lifsafkomu þjóöar-
innar þá hefur öll fræðslustarf-
semi i þessari atvinnugrein
verið stórlega vanrækt”, segir i
áiyktun er samþykkt var á dög-
unum á félagsfundi i Fiskiðn.
Samkvæmt þvi telur Fiskiön
stóraukna fræöslustarfsemi þá
bestu fjárfestingu sem hægt sé
að gera i fiskiðnaði nú.
Er þetta ekki þessi venjulegi
barlómur, verður sjálfsagt ein-
hverjum á að hugsa? Varla
lætur rikisvaldið þennan
skóla — þanneina sem menntar
fólk til starfa i helstu fram-
leiðslugrein okkar — sitja á
hakanum. Fjárlögin 1980 segja
okkur að Fiskvinnsluskólanum
voru það ár áætlaðar nokkuð
innan við 62 milljónir gkr. Það
er ein lægsta upphæð sem ætlað
var að verja til nokkurs skóla i
rikiskerfinu það ár. Aðeins
þrem sérskólum eru þ.e. Hús-
stjórnarkennaraskólanum,
Nýja hjúkrunarskólanum og
Skálholtsskóla, voru ætlaðar
lægri fjárveitingar.
Til samanburðar má geta
þess, að i sömu opnu fjárlaga
kemur einnig fram, að fjárveit-
ing til Leiklistarskólans er um
50% hærri en til Fiskvinnslu-
skólans eða röskar 92 milljónir.
Er þá kannski engin þörf á að
kenna fólki fiskvinnslufræði i
skólum? „Það er mikil eftir-
spurn eftir þvi fólki sem útskrif-
ast úr skólanum. Má segja aö
nánast sé slegist um hvern
mann sem þaðan kemur”. sagði
skólastjórinn Sigurður Haralds-
son i samtali við Timann. Það
sem hafi háð skólanum öll þau
nær 10 ár sem hann hefur starf-
að séu húsnæöismálin. „Þar
stendur hnifurinn i kúnni”,
sagði Sigurður, „aö fá aukið
húsnæði til þess að geta sinnt
öllu sem við þurfum að gera. En
til þessa hefur skólinn verið i
leiguhúsnæði, sem auðvitaö er
þvi ekki hannað með þarfir
skólans fyrir augum. Skólinn
hefur til þessa útskrifaö 130
fiskiðnaðarmenn”. Aðsóknin
hefur stöðugt verið að aukast og
á s.l. hausti þurfti að sögn Sig-
urðar að visa um 10 manns frá
skólanum, þar eð ekki er hægt
að taka inn nema einn bekk
u.þ.b. 25 manns á hausti.
Sigurður sagði það ljóst, að til
þess að bæta hlutina varðandi
fiskiðnaöinn og jafnvel aðeins til
að halda í horfinu, sé aukin
fræðsla og menntun algert skil-
yrði og að fá gott fólk til starfa i
þessari atvinnugrein. Til þessa
hefurskólinn aðallega útskrifað
verkstjóraefni fyrir frystihúsin
auk eftirlitsfólks fyrir sölusam-
tökin og hið opinbera. Miklu
hefur bjargað að um 90% af
þeim sem útskrifast hafa úr
skólanum eru i starfi við fisk-
iðnaðinn, sem teljast mun mjög
gott hlutfall. En fræðslustarf-
semi fyrir hinn almenna starfs-
mann i frystiiðnaðinum, t.d. i
formi stuttra námskeiða eða
fyrirlestra, sagði Sigurður alls
ekki hafa verið fyrir hendi til
þessa. Þótt slik fræðsla sé að
sjálfsögöu mjög þarfleg, hafi
skólinn ekki getað sinnt henni
hingað til.
Sigurður var þó mjög bjart-
sýnn um að nú færi að rætast úr
fyrir skólanum. Samkvæmt
fjárlögum þeim sem samþykkt
hefðu verið fyrir jólin væri kom-
inn inn liöur upp á 85 millj. gkr.
sem gjaldfærður stofnkostnaður
Fiskvinnsluskóla. Þarna væri
þvi um ákveðna stefnumörkun
að ræða, þ.e. að þetta fé sé ætlaö
i byrjunarundirbúning og jafn-
vel byrjunarframkvæmdir viö
nýja skólabyggingu. Sigurður
vildi greinilega treysta á að
gamla máltækið „Hálfnað er
verk þá hafið er”, eigi við um
byggingu Fiskvinnsluskólanns.
Smánarverö fyrir
fyrsta flokks fisk
Erlendar sölur:
Járnblendiverksmiðjan á allt
að þriggja mánaða birgðir
AM — Aðfaranótt fimmtudags
eða fyrir hádegi á fimmtudag
mun straumur tekinn af ofni járn-
b1endiverks m iðjunnar á
Grundartanga, en i gær var hætt
að hleypa hráefni inn á ofninn og
AM —I gær lagði Albert Guð-
mundsson alþingismaður og
borgarfulltrúi fram tillögu i
borgarstjórn þar sem hann átel-
ur þau vinnubrögð Landsvirkj-
unar og stjórna tveggja stór-
iðjufyrirtækja, að ætla sér að
velta kostnaði vegna fram-
leiðslutaps af völdum skömmt-
unar á raforku, yfir á almenn-
ing. Við ræddum við Albert i
gærkvöldi.
„Ég tel að ef þessi fyrirtæki,
stóriðjan á Islandi, komast i
einhvern vanda, þá eigi þau
sjálf aö bera kostnaöinn af þvi
en ekki velta honum yfir á al-
menna borgara,” sagði Albert.
„Ég bar þvi fram þessa tillögu i
borgarstjórn i dag, sem var
bókuð þar, auk þess sem ég var
áður búinn að kynna máliö i
þinginu. Markmiöið meö tillög-
unni er að draga athygli borgar-
fulltrúanna aö þvi að þeir verða
aö gæta hagsmuna borgar-
anna.”
Albert sagði að það næði engri
átt ef járnblendiverksmiðjan
ein telur sig þurfa að fá i bætur
rúmar 400 milljónir króna á
mánuði, auk þess sem þarf að
nú aöeins beðið eftir að það
bráöni niður að þvi marki, sem
mest er hægt.
Jón Sigurðsson, forstjóri, sagði
okkur i gær að starfsmenn verk-
smiðjunnar mundu eftir sem áður
bæta öðrum, á almannakostnað.
Ef hins vegar þyrfti að jafna
raforkuveröi á neytendamark-
aðnum á landinu öllu, taldi Al-
bert það að sjálfsögðu sameig-
inlegt vandamál allra og væri
ekkert á móti þvi að það yrði
skoðað. Benti hann á að eins og
nú væri að málum staðiö ætti að
taka stóriðjuna út úr og bæta
henni tjón sitt, meðan ekki
heyröist um að islenskum fyrir-
tækjum stæði samskonar aðstoð
til boða.
Tók borgarráð vel undir til-
lögu Alberts og verður málið
lagt fram i borgarstjórn næsta
föstudag og verða þar almennar
umræður um máliö. Minnti Al-
bert á þaö að endingu aö Lands-
virkjun er sameign rikisins og
Reykjavikurborgar, en borgin
hefði hins vegar aldrei fengiö að
hafa neina hönd i bagga við
ákvöröun raforkuverðs. Sagðist
hann jafnan hafa talið þaö óeðli-
legt, en þegar einnig ætti að
leggja á aukaskatt sem þennan
vegna erJendra aðiia, væri timi
til kominn aö segja hingaö og
ekki lengra.
hafa nóg að starfa, timinn verður
notaður til ýmissa hreinsunar-
vinnu, fylgst verður með búnaði,
sem hætt er við skemmdum
vegna frosta og mikil vinna
verður að gera ofninn hæfan til
rekstrar að nýju, ekki sist þar
sem brjöta þarf upp efnisleifar
úr honum. 1 vetur hefur verið
unnið að endurbótum á eldri ofni
verksmiðjunnar og ætti þvi verki
að verða lokið, þegar farið verður
af stað að nýju.
Útflutningur á kisiljárni mun
halda áfram um sinn, þar sem
birgðir til tveggja eða þriggja
mánaða eru fyrir hendi og kvaðst
Jón þvi ekki eiga von á aö ekki
verði hægt að standa við gerða
sölusamninga.
„Þessi lokun er ekki i okkar
þágu”, eins og mönnum ætti að
vera ljóst,” sagði Jón, „heldur
höfum við fallist á þessa tilhögun,
til þess að almenningsveitur geti
selt almenningi orku á um
helmingi lægra verði, en ella
hefði orðið með oliukyndingu.”
AB — Smánarverð hefur fengist
fyrir þann úrvalsfisk sem is-
lensk skip hafa selt i höfnum i
Englandi og Þýskalandi upp á
siðkastið. Þvi veldur mikið fram-
boð á fiski á meginlandinu og
þaðan berst hann til Englands.
llorfur eru þannig ekki góðar i
löndunarmálum Islenskra skipa i
erlendum höfnum nú.
Sigurey seldi 49 tonn af isfiski i
Hull i fyrradag fyrir 330.000 kr.,
þannig að meðalkilóverð var 6.72
krónur. Lárus Sveinsson seldi i
fyrradag i Cuxhaven 128 tonn
fyrir 628.000 krónur, og var með-
alverð aöeins 4.75 krónur. Ogri
seldi i Bremerhaven i gærmorg-
un. Aflinn var 239 tonn og fengust
AM — Með hlýnandi veðri hefur
ástandið heldur skánað á hálend-
inu. Þannig er nú verulega meira
vatnsmagn i Tungnaá, sem hefur
beint innrennsli i lónið við Sigöldu
og vatnsrennsli við Búrfell hefur
mikið aukist og er virkjunin
keyrö á 210 MW afli i stað 180 MW
að undanförnu. t gær var þvi ekki
þörf á að hleypa neinu vatni úr
Þórisvatni, vegna aukins vatns-
magns og minni notkunar hjá al-
menningsveitum vegna hlýinda.
fyrir þau 1.366.000 krónur og varö
meðalkilóverð 5.72 krónur.
Markaðshorfur i Englandi eru
enn verri en i Þýskalandi og eru
þær þó ekki góðar i Þýskalandi.
Framboð á þorski og ýsu er svo
mikið i þessum löndum nú aö litið
þýöir að sigla með slikan afla.
Þetta mikla framboð gerir það
sem sagt að verkum aö verðiö
sem fæst fyrir fiskinn er mjög lé-
legt, og ekki er útlit fyrir að þetta
ástand breytist á næstunni.
Þvi er mælt með þvi að skip
landi eins miklu af aflanum og
mögulegt er hérlendis og L.l.Ú.
mælir ekki með þvi að siglt sé
með aflann og hann seldur fyrir
þetta verð.
Ingólfur Agústsson, rekstrar-
stjóri Landsvirkjunar átti von á
að i dag mundi ofninn aö Grjundar
tanga verða tekinn úr sambandi
sem þegar sparar 23 MW og byrj-
að að taka ker úr sambandi hjá
ISAL, sem spara munu 17 MW,
A næstu dögum ætti að -vera
hægt að fara að minnka keyrslu
oliuvéla til rafmagnsframleiðslu
en hún hefur numið 27 MW aö
undanförnu.
Toyotaumboðið hélt sýningu á 1981 árgerðum Toyotabifreiða nú um helgina. Sýndar voru 10 gerðir bif-
reiða allar af gerðinni Toyota. Heista nýjungin hjá Toyota I ár er ný gerö af Toyota Cressida, og vakti
þessi gerð mikla athygli. Aö sögn ólafs Friðsteinssonar sölumanns umboösins var sýningin mjög vel
sótt.
„Mál til komið að segja:
Hingað og
ekki lengra,”
Albert Guðmundsson telur
stóriðjufyrirtækin eiga
að bera skaða sinn ein
Aukið vatnsrennsli
við Sigöldu og Búrfell
Timamynd -G.E.