Tíminn - 28.01.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.01.1981, Blaðsíða 6
úm MiOvikudagur 28. janúar 1981 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. AfgreiOslustjóri: SigurOur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón SigurOsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri; Kjartan Jónasson. BlaOa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friörik IndriOason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tfm- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Haligrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Augiýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö I lausa- sölu 4.00. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Notíð tímann Nú er þinghlénu hefðbundna um jól og áramót lokið og búast má við þvi að Alþingi taki aftur til óspilltra málanna um afgreiðslur og ákvarðanir i þeim málefnum sem mestu skipta. Reyndar er það ofsagt að um sé að ræða raun- verulegt þinghlé þótt deildir Alþingis sitji ekki að stöðugum fundum um jól og áramót. Allan timann er verið að fjalla um, undirbúa eða fullvinna ýmis mál, bæði i opinberum stofnunum með atbeina þingmanna eða i nefndum eða starfshópum þar sem þingmenn koma við sögu. í annan stað liggja talsverðar annir fyrir þing- mönnum þegar er þinghlé hefst i þvi að ferðast um kjördæmin, hafa samband við kjósendur og hags- munaaðila og halda fundi með heimamönnum og pólitiskum samherjum. Mun það reynsla margra þingmanna að starfsbyrðin sé hreint ekki minni i þessum „hléum” en á sjálfum þingfundunum. Loks má jafnan búast við þvi i þessum þinghlé- um, og á það jafnt við um vetrartimann sem sumarið, að þingmenn verði af skyndingu kallaðir saman til funda, enda þótt ekki sé um að ræða formlega opna þingfundi. Þannig koma þing- flokkarnir gjarnan saman til að ræða ýmisleg mál flokks eða þings, og þannig eru t.d. stuðningsmenn rikisstjórnar iðulega kallaðir saman til að ræða, afgreiða eða staðfesta hvers kyns stjórnarathafnir sem ekki er talið að þolibið uns formlegir fundir hefjast að nýju. Til alls þessa hefur komið i þvi þinghléi sem nú lýkur, og fer þar að sjálfsögðu mest fyrir fundum þeim sem haldnir voru i þinghúsinu siðustu daga liðins árs til að afgreiða efnahagsráðstafanir rikis- stjórnarinnar, þær sem fram komu á gamlársdag. Það er út af fyrir sig ihugunarefni að allir al- þingismenn, með tölu — með einhverjum undan- tekningum svo sem verða vill, sátu á stöðugum fundum frá morgni til kvölds þessa siðustu daga ársins og fjölluðu um væntanlegar efnahagsráð- stafanir og almennt um þjóðmálin i ljósi þeirra. Nú er það ljóst að enn sem komið er er i þessu máli aðeins um bráðabirgðalög að ræða, lög sem þvi þarfnast formlegrar afgreiðslu Alþingis, en allt um það má með jafngildum rökum halda þvi fram að málið hafi hlotið talsverða þinglega meðferð og hafi annars vegar verið á vitorði allra þingmanna og forystumanna þingflokka, en hins vegar sé ótvi- rætt að meirihluti þingheims hafi bæði séð texta bráðabirgðalaganna fyrir fram og samþykkt að þau yrðu sett um áramótin. Þetta siðast nefnda er þeim mun afdráttarlaus- ara sem þjarkið varð meira um afstöðu þeirra Al- berts Guðmundssonar og Guðrúnar Helgadóttur á fyrstu dögum nýja ársins. Nú er það án efa mesta hagsmunamál almenn- ings að rikisstjórn og Alþingi leggist ekki á melt- una yfir bráðabirgðalögunum, heldur taki til óspilltra málanna um að ákveða, vega og meta næstu áfanga. Það er ekki til neins góðs, ef málin eru látin liggja óhreyfð, að ætla siðan að bregðast við nýjum aðstæðum fyrirvaralitið þegar kemur fram á vorið. Nú er fyrir mestu að nota þann um- þóttunartima, sem bráðabirgðalögin veita, til þess að móta áfangana fram undan. JS Erleiit yfirlit Þórarinn Þórarinsson: Sænska stjórnin vill forðast gengislækkun Úvíst að henni heppnist þaö SÆNSKA rikisstjórnin reynir nú eftir fremsta, megni aö af- stýra gengislækkun og þykir tvisýnt aö henni muni takast þaö. Fyrir áramótin héldu ýmsir hagfræöingar þvi fram, aö efna- hagsmálum Svia væri þannig komiö, að þeir yröu að fella krónuna um 10-20%. Launakostnaður er nú talinn um 10% meiri i Sviþjóð en i þeim löndum, sem eru helztu samkeppnislönd Svia. Ýmsar sænskar iðnaöarvörur hafa þvi farið halloka á erlendum mörk- uðum að undanförnu. Sænska rikisstjórnin, sem er á þessu sviði einkum undir for- ustu Gösta Bohman efnahags- málaráðherra, hefur hingað til hafnað gengislækkunarleiðinni. Bohman telur, að gengislækk- un leysi ekki vandann, heldur fresti þvi aö fengizt sé við hann og geri hann erfiðari viðfangs siðar. Þaö sé rétt, að gengislækkun geti bætt stööu útflutningsat- vinnuveganna i bili. En hún hækki verðlag innanlands og kauphækkanir fylgi i kjölfariö. Brátt verði þvi staða útflutn- ingsatvinnuveganna sizt betri en áður. Vandinn verði þvi ekki leystur með gengisfellingu. ÞRÁTT fyrir þessa afstöðu rikisstjórnarinnar féll umræðan um gengislækkun ekki niður. Hún fékk þvert á móti byr i seglin, þegar þaö fregnaðist 12. þ.m., að hallinn á rikisrekstrin- um á næsta fjárlagaári væri áætlaður 67.5 milljarðar sænskra króna. Þetta er 12 milljöröum króna meira en hallinn verður á þessu fjárlaga- ári. Rikisstjórnin var búin að setja sér það markmið, að hall- inn yrði svipaður á næsta fjár- lagaári og hann verður á yfir- standandi fjárlagaári. 1 þvi skyni hafði hún beitt sér fyrir- verulegri útgjaldalækkun hjá rikinu á aukaþingi, sem haldið var siðastl. haust. Það gerði strik I reikninginn, aö fyrirsjáanlegt þótti, að tekjurnar yrðu mun lægri á Gösta Bohman efnahagsmálaráöherra næsta fjárlagaári en vonir þóttu standa tii, þegar útgjalda- lækkunin var ákveðin á síðastl. hausti. Stjórnin tilkynnti, að hún fyrirhugaði aö leggja fyrir þing- ið nýjar tillögur um útgjalda- lækkun hjá rikinu siðar i vetur eða i febrúar eða marz. Hallinn á rikisrekstrinum myndi eigi að siöur aukast á næsta ári. Þessar dökku horfur hjá rik- inu urðu til þess aö magna ótta við gengisfellingu. útflutnings- fyrirtæki drógu aö flytja heim erlendan gjaldeyri og innflutn- ingsfyrirtæki og fleiri aðilar reyndu að kaupa sem mest af erlendum gjaldeyri. Svo mikil brögð voru að þessu, að Rikisbankinn ákvað að skerast i leikinn og ákvað vaxtahækkun 22. þ.m. Forvextir voru hækkaðir úr 10% i 12%. Enn sem komið er virðist þessi vaxtahækkun ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Mikl- ar yfirfærslur á gjaldeyri hald- ast áfram og dráttur helzt á þvi, að útflutningsfyrirtæki flytji er- lendan gjaldeyri heim. Stjórnin virðist gera sér ljóst, að hún verði að gripa til enn rót- tækari aðgeröa. Tilkynnt hefur verið að hún muni hraða þvi að leggja tillögur sinar um út- gjaldalækkun fyrir þingið. Þá ráðgerir hún að tryggja vissum útflutningsgreinum hagstæð lán og verði á þann hátt m.a. stefnt að þvi, að útflutn- ingsatvinnuvegirnir geti bætt við sig starfsfólki. Talan tiu þúsund hefur verið nefnd i þvi sambandi. Thorbjörn Falldin forsætisráöherra EINS og áður segir, er það Gösta Bohman efnahagsmála- ráöherra, sem hefur forustu um framannefndar aðgeröir. Gösta Bohman er leiðtogi Ihaldsflokksips, en samkvæmt skoöanakönnunum eykur hann nú fylgi sitt jafnt og þétt á kostnað hinna stjórnarflokk- anna, Miðflokksins og Frjáls- lynda flokksins. Það bætir að sjálfsögðu ekki samstarfið i ríkisstjórninni. Gösta Bohman er aðeins yngri i árinu en Gunnar Thoroddsen. Hann verður sjötugur i næsta mánuöi. Hann nýtur nú meiri persónulegra vinsælda en aðrir sænskir stjórnmálamenn. Efna- hagsaögerðirnar efla vinsældir hans og flokks hans, en veikja hina stjórnarflokkana að sama skapi. Ótrúiegt er þó talið, að þetta verði stjórnarsamstarfinu að fótakefli. Skoðanakannanir gefa til kynna, að sósialdemókratar gætu veriö liklegir til aö fá hreinan meirihluta, ef kosið veröur nú. Stjórnin mun þvl reyna að þrauka til haustsins 1982, en þá verður nýtt þing kos- iö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.