Tíminn - 28.01.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.01.1981, Blaðsíða 9
Miövikudagur 28. janúar 1981 13 Zukof sky og Sinfónían Ef einhver heldur aö þaö sé nóg að velja réttan hraða, hafa greinilegt „slag", og „gefa inn- komur" til að vera góður stjórn- andi, þá hefur sá hinn sami rangt fyrir sér. Það sést greini- legast, þegar Paul Zukofsky stjórnar Sinfóniuhljómsveit Is- lands þvi þá lyftist hljómsveitin um marga gæðaflokka. Þótt þess séu að visu dæmi, að menn ha|fi stjórnað hljómsveitinni, sem kunna ekkert af ofan- skráðu, þá telst það til undan- tekninga, og flestir stjórnendur hennar „kunna sitt fag" sem kallað er. En stundum detta tónleikar steindauðir niður — það vantar sálina i tónlistina. A tónleikunum 22. janúar stjórnaði Paul Zukofsky frá Bandarikjunum, en Lawrence nokkur Wheeler, sem er sagður hálf-islenskuriefnisskránni, lék á lágfiðlu i sinfóniu Hectors Berlioz, „Harold á Italiu" óp. 16. Eftir hlé var svo flutt „Vor- sinfónia" Schumanns, nr. 1 i B- dúr. Efnisskráin hefur það eftir Berlioz, að fiðlarinn Paganini hafi beðið sig að semja hljóm- sveitarverk með einleikshlut- verki fyrir lágfiðlu, en litist sið- an illa á það — það væru of margar þagnir i þvi. Svo úr varð „prógramm-músik" um kvæði Byrons „Childe Harold", og skiptist i fjóra kafla Harold á fjöllum Pilagrimagangan Man- söngur fjallabúa, og Nætursvall stigamanna. Lágfiðlan táknar Harold i sinfóniunni, sem mun raunar vera talin slöppust af fjórum sinfónium skáldsins, en hin þekktasta þeirra er að sjálf- sögðu hin fyrsta, Symphonie fantastique. Það er með þessa „prógramm-músik" eins og aðra, að menn geta séð i henni það sem þeir vilja: Skáldið taldi t.d. sjálft, að siðasti kaflinn, Nætursvall stigamanna lýsti með skýrum hætti „hroðalegu svalli, þar sem vin, blóð, fögn- uður, bræði, kæmu saman I æði — málmblásturshljóðfærin virðast æla bölvi og ragni, og svara bænum með guðlasti — stigamennirnir hlæja, drekka, berjast, brjóta og bramla, ganga af göflunum". Þessi smáatriði sjá þeir einir fyrir sér, sem hafa ævisögu Berlioz við hendina — hinir heyra bara fjörugan lokakafla. En þetta var semsagt skemmtilegt á að hlýða, og lágfiðlarinn landi vor eyrnayndi. Zukofsky á æfingu með Sinfóniuhrjómsveitinni. Tímamynd GE. Siðara verkið á tónleikunum var Vorsinfónia Roberts Schu- manns, sem samin var 1841, og frumflutt i Leipzig sama ár und- ir stjórn Mendelssohns. Fræði- bækur segja — að Clara og Ro- bert Schumann hafi haldið dag- bók til skiptis meðan þau bjuggu i Leipzig, en um miðjan janúar 1841, þegar Róbert átti að skrifa dagbókina i eina viku, hélt Clara áfram frá fyrri viku: „Ég a i rauninni ekki að halda dag- bókina þessa vikuna, en þegar eiginmaður manns er að semja sinfóniu getur maður ekki kraf- ist þess af honum að hann fáist við annað um leið. Sinfónian er næstum tilbúin, og þótt ég hafi ekki heyrt neitt af henni ennþá, er ég ógurlega hamingjusöm yf- ir þvi að Róbert sé loksins búinn að finna form við hæfi fyrir sitt mikla hugmyndaflug". Inn- TONLIST Sigurður Steinbórsson blástur sinn sótti hann, að eigin sögn, i kvæði um vorið eftir Adolf Battger. Sinfónian hefst með miklum trompetblæstri, sem á að tákna komu vorsins. Upprunalega var þessi blástur skrifaður fyrir horn, en á fyrstu æfingunni tókst ekki betur til en svo hjá hornunum, að i stað þess að „vekja jörðina úr dvala vetrarins", vakti hornablástur- inn skellihlátur. Svo Schumann tók þá skynsamlegu stefnu að breyta um hljóðfæraskipan. Það mun vera venja, sem tón- skráin hrekur með sterkri rök- semdafærslu, að telja Schu- mann daufan sinfónista, en mikinn smálaga mann og pian- ista. Þetta hlýtur þó að teljast ómaklegt i meira lagi, þvi Zu- kofsky og Sinfóniuhljómsveit Is- lands tóku meö skýrum hætti undir með höfundi skrárinnar: Þetta var stórskemmtilegur flutningur, og engum vorkunn að hlýða á Vorsinfónluna sem hreina og beina sinfóniska tón- list, án allra hugleiðinga um vorið eða kvæði Böttgers. 25.1. SigurðurSteinþórsson H w &< *3w-- Verk eftir Sigurð örlygsson á sýningunni Vetrarmynd. (TfmamyndGE) Fjórar af myndum Hrings Jóhannessonar á sýningunni. (TímamyndGE) Samspil á Kjarvalsstöðum Vetrarmynd Einhver sagði mér að þeir sem nií stæðu að sýningunni Vetrarmynd, væru ellefu tals- ins, eða jafn margir og i knatt- spyrnuliði, og einhvern veginn stdð þessi lfking i huga mér, að margt gæti nú veriö lfkt með samsýningu og flokki knatt- spyrnumanna, sumir eru i vörn, aðrir i sókn, sótt er fram á könt- unum og svo brenna menn af, jafnvel úr góðum tækifærum. Annars hefur sýningarhópur þessi litt haft fyrir þvi að kynna sig með öðru en þeim myndum er þeir sýna, og svo bjóöa þeir stundum með gestum, til þess að auka fjölbreytnina. Almennt séö eru þetta virkir myndlistarmenn og hafa sett svip sinn á myndlistina i land- inu, mismikið að visu, en nóg um það. Þeir sem nú sýna, taldir I stafrdfsröð, eru: Baltasar, Bragi Hannesson, Einar Þorláksson, Haukur Dór Sturluson, Hringur Jóhannesson, Leifur Breiðfjörð, Magnús Tómasson, Niels Hafstein, Sigriður Jóhannsdóttir, Sigurður örlygsson og Þdr Vigfiísson. Þau Sigriður og Leifur Breið- fjörð hafa unnið að myndum sinum saman, en þau sýna vefn- að Ur litaðri ull. Það má segja að þarna sé spannað fremur vitt svið. Oliu- málverk, teikningar, grimur, og alls konar blönduð tækni, vefn- aður og þrykk. Meira að segja rafbúnaður, eða raflýst verk. Á þann máta er sýningin fjöl- breytt, en ef menn eru bornir saman við sjálfa sig, hefur litið miðað, þvi þegar menn hafa náð vissum árangri i myndlist, minnkar hið sýnilega framdrif ávallt nokkuð. Sú regla er nær algild. Menn eru á verði fyrir stökkbreytingum, eiga stilvopn sitt að verja, sitt eigiö sjálf, og þótt menn séu ekki allir stefnu- mtítandi listamenn, þá hai'a myndir þeirra eigin fingraför og ýmis persónuleg einkenni, sem flestir reyna að halda i. Ef sýningunni er gefin ein- aðferð, og þdttoft verði til góðar myndir á svona ögurstundum hjá öðrum málurum, þær haldi vissu li'fi, kviknar það aldrei meir i yfirfærslum, því hjarta- flutningar eru örðugir i mynd- Sjö af ellefu listamönnum, sem nú sýna á Kjarvalsstöðum. Talið Í.V.: Leifur Breiðfjörð, Einar Þorláksson, Sigriður Jóhannsdóttir, Baltasar, Hringur Jóhannesson, Magnús Tómasson og Sigurður örlygsson. (TimamyndGE) kunn i'heild sinni, þá getur hún ekki talist vera sérlega spenn- andi vetrarmynd, svona I byrj- un vertfðar, þótt innanum og samanvið séu áhugaveröir hlut- ir. Einstakar myndir, ein- stakir listamenn Ég held að Hringur Jóhannes- son sé með flest verk á sýning- unni, sjö nokkuð stórar oliu- myndir og um 20 litkritarmynd- ir, en þær siðarnefndu sýnir hann undir samheitunum „A leiðnorður" og „Sumariö 1980". Þetta munu vera skissur eða frumdrög, er listamaðurinn not- ar sér sfðar sem myndefni I ábiiðarfyllri verk. Hringur er ekki einn um það, að nota þessa listinni, ekki slður en i læknis- fræðinni. Okkur verður þvi meira star- sýnt á stórar, vel unnar myndir, þvi okkur er ljóst, að Hringur er þeirrar gerðar, sem listamaður, að yfirlegan hentar honum bet- ur en knappur tlmi. Hann er á sömu leið og áður I verkum sinum, og viröist stefna tæknilega f átt til súrrealist- anna, þeirra er best kunnu til verka, enda þótt aörar heim- spekilegar forsendur séu I verk- um Hrings en þeirra. Ég held að myndin „Grónar götur" hafi fallið mér best I geö. Sigrfður Jóhannsdóttir og Leifur Breiöf jörösýna ullarvoð- ir. Mér skilst aö samvinna þeirra sé á þann veg að fyrst er hugsað og teiknað og formin fundin, og þá liturinn og siöan er ofið. Þetta eru fremur litil verk um sig, og litavalið er um- deilanlegt, en þetta setur þó vissan svip á sýninguna. Baltasar er með 12 myndir, blandaöa tækni. Verk sem bera með sér hraða og mikla tækni. Einhver innri tengsl eru milli þessara verka, sem einhverra Jónas Guðmundsson MYNDLIST hluta vegna minna meira á til- raunir en endanlega sköpun. Bragi Hannessonnær nú mun betri árangri I ollumálverkinu en áður og liturinn er fyllri. Segja má að Einar Þorláks- son komi manni hvað mest á óvart, sérlega i minni myndum, en hann er með átta verk á þess- ari sjfningu. Hér kveður við nýj- an ttín. Haukur Dór er með tvær dökkar teikningar og tvær leir- grimur, en föng hans á þessa sýningu eru of smá að vöxtum til þess að unnt sé að fara mörg- um orðum um hann núna. Magnús Tómasson er með sérkennileg verk, eins konar sviðsmyndir, sem þó er örðugt að átta sig á, eða skilgreina. Það er nefnilega örðugra að meta vinnu hans, en hina „venjulegu" myndlistarvinnu og sama má raunar segja um Niels Hafstein.en báðir setja þó svip á umhverfið. Sigurður örlygssoner á svip- aðri leið og áður. Hann hefur nú fundið leið Ur upplimingum sin- um eða collage, sem sé aö mála föng sín meira. Einkum vöktu minni myndiráhuga minn, sér I lagi mynd er hékk vestast á norðurvegg salarins. Já og svo er það rafmagns- maöur þessarar sýningar Þór Vigfdsson.Hann er nýstárlegur og mynd með eina flúrperu yfir sig miðja var skemmtileg, en ef til vill þurfa svona myndir að vera á sérstökum stöðum. Þór er ungur maður (f. 1954) og hef- ur þvi nógan tima til að lýsa upp heiminn. Um forsendur listsýn- inga Talsverthefur Verið ritað, eða haft eftir þeim er aö þessari sýningu standa, þvi mikið hefur verið um hana fjallað. Einn aðstandenda sýningar- innar gat þess að þetta væri auöveldari leið og fyrirhafnar- minni til þess að kynna verk sin, en meö einkasýningum, sem þyrftu annan og meiri undir- bUning. Menn losna við þann mikla kostnað er fylgir stórum sýning- um og fmstrið dreifist á fleiri en einn og fleiri en tvo. Ég hygg að þetta sé mjög góð ábendingtillistamanna, að nota sér samsyningaformið meira en gjört hefur verið. Menn þurfa ekki að blanda listrænum stefnumiðum sinum I þaö spil. Viö höfum nokkra slika hópa, misfrjálsa þó, t.d. Septem hóp inn, og grafikerar hafa unnið dálitið saman, en ég held að myndlistarmenn ættu að hugsa meira um slika samvinnu, þvi þarna er hentug leið til að koma verkum á framfæri við almenn- ing, án þess að agnUar stórra einkasyninga fylgi. Ég llt þvi á þessa sýningu sem nýja (og gamla) tilraun til al- menningstengsla, fremur en sem stefnumarkandi listvið- burð. Auövitað sýna fæstir myndir, aðeins til þess að sýna, sýningar eru þd listamönnum viss nauð- syn. Þeir geta kannað styrk sinn, viðhorf annarra til þess sem verið er að gjöra, og séö samspil mynda og metið þannig árangur sinn á nýjan, eöa annan hátt en fæst meö þvi að skoða verk meö þviað taka eitt og eitt Ur bunka og virða það fyrir sér. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.