Tíminn - 30.01.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1981, Blaðsíða 1
Föstudagur 30. janúar 1981 24. tölublað—65. árgangur Eflum Tímann Síðumúla 15 Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392 Steingrímur Hermannsson samgönguráöherra um skilyrðin fyrir ríkisábyrgðinni: ..Skilvrðin standa óhögguö” AB — „Skilyrði okkar fyrir rikisábyrgðinni standa óhögguð i dag, og þar á meðal það skilyrði, að aðalfundur Flugleiða skuli haldinn ekki siðar en i lok febrúarmánaðar ’ ’, sagði Steingrimur Her- mannsson samgöngu- ráðherra i viðtali við blaðamann Timans i gær. „Þeir hjá Flugleiðum hafa að visu tjáð mér, að þeir ættu erfitt með að hafa reikninga o.fl. til- búið fyrir lok febrúar, en skil- yrðum þeim, sem sett voru af nefndum Alþingis hefur i engu verið breytt. Þeir hafa farið fram á að fá skilyrðunum breytt og ég hef litillega rætt það mál við forsætisráðherra og fjár- málaráðherra, en okkur kom saman um að við þyrftum að ræða við formenn þingnefnd- anna sem settu þessi skilyrði áður en ákvörðun i þvi máli yrði tekin. Það eru þeir Halldór Ás- grimsson og Ólafur Ragnar Grimsson”, sagði Steingrimur. Steingrimur sagði, að flug- leiðamenn hefðu nefnt þann möguleika, að rikið gæti tilnefnt sina menn i stjórn félagsins, án þess að aðalfundur væri hald- inn. Þá þyrftu þeir að breyta samþykktunum til þess að slikt væri mögulegt. Steingrimur sagði, að lokum, að hann teldi það alveg mögu- legt að Flugleiðir héldu aðal- fund sinn i febrúar þó að reikn- ingar félagsins lægju ekki fyrir. — Þaö væru mörg dæmi um að frágangi reikninga væri frestað. örn Johnson stjórnarformaöur Flugleiða sem nú er staddur i Luxemburg sagði i simtali við blaðamann Timans i gærkveldi þegar hann var að þvi spurður hvort ekki ætti að fara að boða aðalfund félagsins: „Það er ennþá á umræöustigi við stjórn- völd. Ég geri ráð fyrir þvi, að það verði gert út um mál þetta i næstu viku”. Kuldakast í tvo og hálfan mánuð: „Myndí kosta Rafmagnsveit- ur ríkisins 12 milljónir” — segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra AB — „Það er einn möguleiki, að sameiginlegir sjóðir iandsmanna létti á fjárhagslegum byrðum rafveitnanna, vegna keyrslu disilvéla, með einum eða öðrum hætti”, sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, i viðtali við Timann i gærkvöldi, þegar hann var spurð- ur um þessi mál vegna viðtais við hann i fréttatima útvarpsins. Iðnaðarráðherra sagði „hvaða leið verður valin til þess að leysa þennan vanda, get ég ekki sagt um, að svo komnu máli, en við erumaðgreina mismunadi kosti i iðnaðarráðuneytinu, sem til álita koma. Það verður siðan mál rikisstjórnarinnar að f jalla um á- framhaldið. Það verður innan tið- ar sem ég mun leggja fram tillög- ur i rikisstjórninni um úrlausn- ir”. Hjörleifur sagði að Rafmagns- hvort hann ætti von á þvi að til lagasetningar kæmi til þess að leysa þetta mál. „Það fer að sjálfsögðu eftir þvi hvaða leiðir verða valdar. Ef ætti að jafna þessu niður á raforku- kaupendur, þá yrði það með verð- jöfnunargjaldi i einhverju formi”. Hjöfleifur sagði að Rafmagns- veitur rlkisins hefðu reiknað það út.aðéf þærþyrftuað keyra þessi 22 megavött sem þær eru meö i gangi á oliu, i tvo og hálfan mánuð, yrði kostnaðurinn á milli 11 og 12 milljónir nýkróna. Hjá Orkubúi Vestfjarða yrði einnig um umtalsverða upphæð að ræða, þannig að áætla mætti 15 til 20 milljónir nýkróna i þetta ef illa færi. Ástandið yrði að sjálfsögðu betra ef brygði nú til hlýinda. Hér hittast tveir góðir á götu, þeir fræðaþuiurinn nafnkunni, Pétur Gauti Kristjánsson og Guðmundur H. Garðarsson. En þótt auga myndavélarinnar sé næmt, tókst samt ekki að ná umræðuefninu á filmu, —en margt er óllklegra en það, að þeir séu þarna að lofa hvor hinum að hittast aftur við fyrsta tækifæri. (Timamynd: Róbert) Úrskuröur Sakadóms i Kötlufellsmálinu: Eiginkon- an sæti gæsluvarö- haldi til 11. feb. — úrskurðurinn kæröur til Hæstaréttar sem fær gögnin í málinu i dag FRI — Eininkona Sigfúsar Stein- grimssonar, mannsins sem iést i brunanum i Körlufeili 11 i Breið- hoiti,var handtekin aðfararnótt miðvikudags, þar sem grunur leikur á að hún hafi veriö viðriðin brunann. Rannsóknarlögreglan fór fram á að hún sætti gæsluvarðhaldi til 11 febrúar n.k. á meðan málið væri rannsakað. Sakadómur fjallaði siðan um beiðnina i gær. Þórir Oddsson vararann- sóknariögreglustjóri rikisins sagði f samtali við Tlmann að Sakaddmur hefði tekiö beiönina til greina og var konunni gert aö sitja I gæsluvarðhaldi til 11. febrúar. Þessi úrskuröur var siðan kærður til Hæstaréttar en Þórir Framhald á bls. 19 „Ósköp einfalt mál”, segir Halldór Ásgrímsson: „Allar vaxtatekjur skattfrjálsar” — sem ekki eru tengdar atvinnurekstri HEI — „Þetta er ósköp einfalt mál, það eru allar vaxtatekjur einstaklinga skattfrjálsar. Mál- ið er ekkert flóknara en það”, sagði Halldór Asgrimsson, al- þingismaður er rætt var við hann um grófan misskilning eða kannski réttara sagt rangfærsl- ur er komust á kreik I útvarpi nú I vikunni varðandi skattskyldu verötryggingar og vaxta I sam- bandi viö fasteignaviöskipti. Upphaf þessa máls var viðtal Timans við Ragnar Tómasson, fasteignasala um þau nýmæli á fasteignamarkaðinum, að fast- eignir væru seldar með lágri út- borgun en að eftirstöðvar verðs- ins yrðu siðan til langs tima og full verðtryggðar. A frétta- mannafundi hjá Fasteignamati rikisins töldu menn æskilegt að svona viðskipti gætu hafist, en skattalögin kæmu hinsvegar i veg fyrir það, með þvi að selj- andanum væri gert að greiða skatt af verðbótunum, sem þá stórskerti greiöslurnar. Fjármálaráðuneytið brá þá skjótt við og sendi frá sér til- kynningu þar sem vakin er athygli á þvi, að samkvæmt gildandi skattalögum séu vaxtatekjur, afföll og gengis- hagnaður aö fullu frádráttarbær við álagningu tekjuskatts og eignaskatts, enda séu tekjur þessar ekki tengdar atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starf- semi. Til vaxtatekna i þessu sambandi teljist einnig verð- bætur. Einnig skuli draga vaxtatekjur frá heildartekjum áður en útsvar er lagt á. Tekið er fram, að þessi ákvæði komi til framkvæmda i fyrsta sinn við skattlagningu nú i ár vegna tekna ársins 1980. Skattalög standi þvi ekki lengur i vegi fyrir lækkuðu útborgunarhlut- falli i fasteignaviðskiptum og langtima verðtryggðum greiðslum á eftirstöðvum verðs- ins. Rétt er að það komi fram, sem Halldór benti á, að vaxta- tekjur geta hinsvegar orðið til þess að minnka vaxtafrádrátt við skattlagninu. En það er allt annaö mál. Halldór taldi þetta mál sýna það, að mistök hafi átt sér staö i kynningu á skatt- frelsi sparifjár og annarra slikra atriða. Og raunverulega sé til skammar að svona lagað rugl skuli geta komið frá opin- berristofnun.sem menn ættu aö geta treyst.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.